Morgunblaðið - 16.11.1956, Page 17
Fostudagur Ifi. nóv. 1956
MORCVNBLAÐIf,
n
Kvibmynd um
Ungverju sýnd
UNGVERSKA þjóðin hefur fyrr
en nú á þessum síðustu og verstu
tímum orðið fyrir miklum og
þungum „búsifjum" (sbr. orð
nóbelsverðlaunaskáldsins okkar)
af hendi erlendra yfirdrottnara
og kúgara, — einnig Rússa. Svo
var það um miðja öldina sem leið.
Þá fór frelsisalda um gjörvalla
Evrópu og smáþjóðirnar risu upp
gegn harðstjórum sínum og kúg-
urura. Þeirra á meðal voru Ung-
írelsisboníttu
í Tjcrnarbíói
verjar, er risu gegn ofbeldi Habs-
borgaranna, er leituðu á náðir
Rússakeisara og fengu hann til
þess með herjum sínum, að berja
niður frelsishreyfingu þessarar
gáfuðu en fámennu þjóðar, er
ann ættjörð sinni og frelsi fram-
ar öllu öðru. Svo hörmulega get-
ur sagan stundum endurtekið sig.
Ungverska óperu-kyikmyndin
„Erkeh' sem Tjarnarbíó sýnir nú,
fjallar um frelsisbaráttu Ung-
Meniatcnskóliien á
Lcmgarvntni settur
MENNTASKÓLINN á Laugar-
vatni var settur sl. sunnudag þ.
11. nóv. Hófst athöfnin með því,
að sunginn var sálmur, en síðan
flutti sóknarpresturinn, sr. Ing-
ólfur Ástmarsson á Mosfelli,
baen. Þar næst tók skólameistri,
dr. Sveinn Þórðarson, til máls.
Gat hann þess, að skólinn væri
þegar búinn að starfa um mánað-
artíma þótt setning færi nú fyrst
fram. Stafaði þetta af fjai’veru
skólameistara, sem nýkominn er
úr tveggja mánaða kynnisför um
Bandaríkin í boði Bandaríkja-
stjórnar. Gegndi Ólafur Briem
störfum skólameistara á meðan.
Á starfsliði skólans væri sú
breyting, að Eiríkur Jónsson,
stærðfræðikennari skólans, hefir
fengið orlof í eitt ár, og tekur
Ottó J. Björnsson við starfi hans
á meðan.
Aðsókn að skólanum er meiri
en hún hefir áður verið, 102
reglulegir nemendur, en auk þess
eru 7 piltar, sem ætla í fram-
haldsdeild bændaskólans á
Hvanneyri, nemendur að Laug-
arvatni í vetur og sitja sumpart
í tímum með 1. bekk, eða fá sér-
staka kennslu. Skólameistari gat
þess, að unnið hefði verið að lag
færingum innanhúss í skólahús-
inu og hefði við það fengizt nokk-
urt húspláss. Hins vegar væri
ekki enn hafizt handa um það sem
mest væri aðkallandi, að byggja
miðálmu skólahússins, en á með-
an hún væri ekki komin upp,
væri öll aðstaða til heimavista-
halds í skólahúsinu svo örðug,
að ekki væri við unandi, og ætti
þetta jafnt við um nemendur og
kennaralið.
Kvaðst skólarheistari fastlega
vona, að dráttur sá, sem orðinn
væri á því að hefja þessar fram-
kvæmdir, væri nú senn á enda
og að skólanum yrði séð fyrir því
húsrými, sem hann vanhagaði svo
tilfinnanlega um. Gat skólameist-
ari þess, að jafnvel þótt svo
færi, að skólinn yrði einhvern
tíma fluttur í Skálholt, sem allt
væri þó í óvissu um, þá tæki
það langan tíma að koma þar upp
nauðsynlegum húsum, og að
Menntaskólinn að Laugarvatni
gæti ekki á meðan unnað við þau
ófullkomnu skilyrði, sem hann nú
hefði.
Skólameistari gat þess, að er
hann tók við starfi sínu að Laug-
arvatni, hefði hann meðal annars
talið, að gera þyrfti samning um
sameiginlegan rekstur mötuneyt-
is vegna skólanna á staðnum.
Þetta hefði enn ekki orðið og
væri nú kominn tími til að hafizt
yrði handa um það.
Að síðustu beindi skólameistari
orðum sínum til nemenda, bauð
þá velkomna til starfsins. Hann
benti þeim á þýðingu framfara og
nýrra hugmynda, og hversu marg
ar hugmyndir, sem á sínum tíma
þóttu góðar og gildar, væru nú
orðnar úreltar og jafnvel rangar.
Bað hann nemendur að hafa huga
og hjörtu opin fyrir nýjum hugs-
unum og framförum á sviði and-
ans og verklegrar menningar.
Athöfninni lauk með því, að
sunginn var sálmurinn „Faðir
andanna“.
Hárgreiðslustofan
Lórelei
Lattgavegi 5G — sími 82922.
hefur þá ánægju að tilkynna, að frú Inga G. Böðv-
arsson, er komin heim aftur og byrjar að vinna
19. þ. m.
Virðingarfyllst,
Árdís J. Freymóðs.
verja, sem þeir háðu gegn ofur-
efli hinna erlendu kúgara fyrir
rúmum hundrað árum. í þeirri
baráttu stóðu fremstir allir beztu
menn þjóðarinnar, þeirra á meðal
forystumenn mennta og lista.
Einn þessara manna var tón-
skáldið og hljómsveitarstjórinn
Ferenc Erkel (1810—93), er með
tónverkum sínum, einkum al-
þýðulögum og óperum, blés eld-
móði og baráttukjarki í ung-
versku þjóðina. Er kvikmyndin
byggð á tónverkum þessa djarfa
og brennandi ættjarðarvinar, og
eru þar sýndir þættir úr helztu
óperum hans, svo sem Hunýardý
Laszló og Bank Bán, sem hrífa
hugi allra Ungverja enn í dag,
enda fjaila þær um forna baráttu
þjóðarinnar fyrir frelsi sínu.
Tónlistin í mynd þessari er
fögur og heillandi, og undir-
straumurinn þar er hin eldheita
ættjarðarást og frelsisþrá ung-
versku þjóðarinnar, sem aldrei
hefur brunnið heitar en í dag. —
Listamennirnir sem koma fram í
myndinni, leikstjórinn, leikarar
og söngvarar, fara frábærlega
með hlutverk sín, en þó er það
ekki hvað sízt hinn sterki per-
sónuleiki Erkels, fölskvalaus'ætt-
jarðarátt hans og djarfmannleg
framkoma, sem heillar áhorfand-
ann og gerir myndina svo hugð-
næma.
Þessa mynd ættu sem flestir að
sjá. Hún er vissulega tímabær og
varpar skýru ljósi á þá atburði,
sem gerzt hafa í Ungverjalandi
síðustu daga. ,
Myndinni lýkur með sigur-
göngu hinnar kúguðu þjóðar gegn
ofbeldinu. Þá stóðu fallbyssur
hinna erlendu kúgara þar sem
skriðdrekar þeirra standa í dag.
Mætti harmleiknum í Ungverja-
landi ljúka flú eins og þá með
frelsis- og sigurgöngu ungversku
þjóðarinnar.
Ego
Glœsilegt úrval af
KARLMANNASKÓM
með leður og svampsólum
Verz/ið þar sem úrvalið er mest
Aðalstr. 8, Laugav. 20, Laugav. 38, Snorrabr. 38, Garð. G.
Tékknesk
PÍANÖ og FL¥G1AE
Hin heirrtsfcekktu merki
Pv.Iroí — August Försíer — Rösler
Verð- og myndlistar til
sýnis á skrifstofu okkar.
Einkaumboð: MARS TRADING CO.
Klapparstíg 20 — Sími 7373.
» LIGNA PKAG
l i '