Morgunblaðið - 16.11.1956, Side 24
Veðrið
All^vass suðaustan ,rigning
þegar líður á daginn
töftttttM&Mfe
264. tbl. — Föstudagur 16. nóvember 1956
Í fáum orðum sagf
Sjá blaðsíðu 6. ,
KLUKKAN að ganga 10 í gær-
morgun komu skipbrotsmenn
af togaranum Fylki hingað til
Reykjavíkur með einu varðskip-
anna. Áður en skipið lagðist að
hafnarbakkanum hafði allmikill
mannfjöldi safnazt saman á
bryggjunni, nánustu ættingjar
hinna 32 vösku manna, sem dag-
inn áður hafði verið bjargað úr
sjávarháska langt norður í hafi.
Vissulega voru þessir menn úr
helju heimtir og urðu þarna á
bryggjunni ynnilegir endurfundir
með mæðrum og sonum, eigin-
konum og mönnum. En sjómenn-
Fylkismenn
koma i
bæircit
irnir munu sem snöggvast hafa
hugsað til þess hve heimkoma
þessi var með öðrum hætti en
þeir höfðu búizt við. Tveir fé-
lagar þeirra voru í sjúkrahúsi
vestur á ísafirði, og skipið, sem
margir þeirra höfðu átt að öðru
heimili í fjölda mörg ár, og þeir
áttu margar skemmtilegar endur-
minningar um, lá nú á hafsbotni
á rúmlega 200 m dýpi norður í
svonefndum Þverál.
Þessar myndir, sem ljósmynd-
ari Mbl. náði á hafnarbakkanum,
segja meir en mörg orð, um til-
finningar fólksins við þessa end-
urfundi á bryggjunni í gærmorg-
un. — Á myndinni til vinstri er
Viggó Gíslason, 1% vélstjóri, á-
samt móður sinni, Ástrósu Jónas-
dóttur, og til hægri er Guðjón
Sigmundsson, háseti, með móður
sinni.
Árdeeis hefjast sjópróf.
Jarðgöng og yfirbygging
þjóðvega merkileg nýung
Úr ræSu Sigurðar Bjsrnasonar á Alþlngi
IFYRRADAG kom tillaga þeirra Sigurðar Bjarnasonar og
Kjartan Jóhannssonar um rannsókn á möguleikum jarð-
gangagerðar og yfirbygging á fjallvcgum til fyrri umræðu. En
í henni er lagt tii að rannsakaðir verði möguleikar á slíkri mann-
virkjagerð á vegum, sem liggja svo hátt eða eru svo ótryggir að
þeir eru aðeins opnir til umferðar nokkurn hluta árs. Skal rann-
sókn þessi framkvæmd i samráði við vegamálastjóra. Ennfremur
skal leitað álits erlendra sérfræðinga á sviði vegagerðar ef þess
gerist þörf.
Sigurður Bjamason hafði fram
sögu fyrir tillögunni. Kvað hann
margar þjóðir, sem byggðu fjalla
lönd hafa fyrir löngu hafizt
handa um gerð jarðganga og
yfirbygginga á vegum. Mættu
íslendingar ekki láta það hjá
líða að kynna sér möguleika á
slíkri mannvirkjagerð. Hér væri
um nýung að ræða, sem óhjá-
kvæmilegt væri að hagnýta í
þágu íslenzkrar vegagerðar og
samgangna.
NOKKUR REYNSLA
Sigurður Bjarnason kvað okk-
ur ekki hafa mikla reynslu á
þessu sviði en þó nokkra. Fyrir
nokkrum árum hefðu fyrstu
jarðgöng á þjóðvegi hér á
landi verið gerð í gegnum Am-
ameshamar á Súðavíkurvegi við
ísafjarðardjúp. Þau hefði verið
34 m. að lengd og kostað um
80 þús. kr., eða milli tvö og
þrjú þúsund krónur lengdar-
metrinn.
Þegar síðasta Sogsvirkjun
hefði verið framkvæmd hefðu
einnig verið grafin um 650 m.
jarðgöng. Hefði sú framkvæmd
tekizt vel og væri hin mesta og
merkilegasta mannvirki.
Þá skýrði Sigurður Bjarnason
frá því, að vegamálastjórnin
hefði nú til athugunar byggingu
jarðganga gegn um „Stróka" á
leiðinni til Siglufjarðar. Væri
það álit Sigurðar Jóhannssonar
vegamálastjóra að lengdarmetr-
inn í þeim göngum myndi kosta
um 6 þús. kr. En gert væri ráð
fyrir að lengd þeirra mundi vera
um 900 metra.
Sigurður Bjarnason kvað
flutningsmenn tillögunnar hafa í
huga tvo vegi á Vestfjörðum, þar
sem hentugt kynni að vera að
gera jarðgöng eða yfirbyggja
vegi. Eru það vegurinn frá
Hnífsdal til Bolungarvíkur og
Breiðdalsheiðarvegurinn, sem
liggur frá ísafirði til Onundar-
fjarðar. Báðir þessir vegir teppt-
ust oft og lengi til mikils óhag-
ræðis fyrir byggðarlögin vestra
og íbúa þeirra.
En víðar á fslandi bæri að at-
huga, hvort ekki væri hægt að
skapa aukið umferðaöryggi með
jarðgöngum og yfirbyggingu
vega.
Tillögunni var vísað til ann-
arar umræðu og fjárveitinga-
nefndar með samhljóða atkvæð-
um.
Samkomuhús
Færeyinga
ÞÁ ER búið að leiða til lykta í
bæjarráði staðsetningu samkomu
skála fyrir Færeyinga, sem próf-
asturinn í Færeyjum átti frum-
kvæðið um að reistur yrði hér
í Reykjavík. Hefur bæjarráð
fallizt á að samkomuskálinn
verði á horni Frakkastígs og
Skúlagötu. Var það samþykkt á
síðasta fundi bæjarráðs.
Evar Cuðmuiibsson
blaðafulltrúi S.Þ.
á Suezsvæði
KAUPMANNAHÖFN, 15. nóv.
Einkaskeyti til Mbl. —
fvar Guðmundsson ritstjóri í
aðalskrifstofu S. Þ. hér í Kaup-
mannahöfn, hefur verið útnefnd-
ur blaðafulltrúi gæzlusveita S
Þ. á Súez-svæðinu. Fer hann héð-
an frá Kaupmannahöfn á morgun
flugleiðis til Napoli, en þangað
eru nú komnir yfir 100 blaða-
menn, til þess að fylgjast með
flutningunum á gæzlusveitunum
til Súez. — Páll.
Lýsing á Hafnar-
fjarðarvegi
Á FUNDI bæjarráðs er haldinn
var á þriðjudaginn, var rætt um
umferðaröryggið á Hafnarfjarð-
arvegi. Var þar samþykkt álykt-
un þsss efnis að bæjarráð beini
þei.ii tilmælum til þingmanna
Reykjavíkur og annarra kjör-
dæma, er Hafnarfjarðarvegur
liggur um, að vinna að því þegar
á þessu þingi, að fjárveiting verði
aukin til lýsingar á veginum og
til þess að gangbrautir verði lagð
ar meðfram honum. , . . .
Enn slys er bill ekur
■nnundir vörubílspall
Skylda verður vörubíla til að
liafa „kattaraugu“
ENN varð slys með þeim hætti í gærkvöldi, að bíl var ekið inn-
undir pall á vörubíl og slasaðist við það fax-þegi í bílnum,
Jóhann Hjólmtýsson, Baldursgötu 11, og var hann á leið úr vinnu
er slysið vildi til. Hann meiddist allmikið á höfði.
Endurskoðun
hefst á máuudag
SENNILEGA munu samninga
umræður milli fulltrúa ríkis-
stjórnarinnar og fuiltrúa
stjórnar Bandaríkjanna um
endurskoðun varnarsamnings-
ins nrilli íslands og Bandaríkj-
anna hefjast hér í bænium eft-
ir helgina.
í gærkvööldi hafði ekkert
verið tilkynnt um það, hverj-
ir sæti myndu eiga i nefnd-
inni af íslands hálfu, en vest-
an frá Bandaríkjunum koma
þeir John J. Muccio, ambassa-
dor, og verður hann formað-
ur nefndarinnar, en með hon-
um verða James H. Douglas,
adsáoðarflugmálaráðherra og
Marselis C. Parsons, sem er
deildarstjóri í utanríkisráðu-
neytinu og fer með mál N-
Evrópu og brezka samveldis-
ins. Koma nefndarmenn vænt
anlega á sunmudaginn. Þess
skal getið, að John J. Muccio,
ambassador, fór fyrir nokkru
til Bandaríkjanna.
Niðurjöfmmamefnd
kosin
Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í
gær fór fram kosning Niðurjöfn-
unamefndar og voru þessir
kosnir, sem aðalmenn: Guttorm-
ur Erlendsson, formaður, Einar
Ásmundsson, Sigurbjöm Þor-
björnsson, Björn Kristmundsson
og Haraldur Pétursson. Vara-
menn voru kosnir: Björn Snæ-
björnsson, Þorvarður J. Júlíus-
son, Eggert Jónsson, Halldór
Jakobsson og Eyjólfur Jónsson.
'ÞAÐ var um klukkan sex, sem
þetta gerðist. Jóhann sat í vinstra
framsæti í bíl vinnufélaga síns,
og voru þeir á leið inn í bæinn úr
vinnu kjötmiðstöð Sambands ísl.
samvinnufélaga á Kirkjusandi.
Á Borgartúni, á móts við Höfða
borg, varð slysið. Maðurinn, sem
bílnum ók, skýrði rannsóknar-
lögreglunni svo frá, að hann
hefði verið að mæta bílum á leið
inn eftir og hafi hann ekki séð
vörubílinn R-676, sem stóð beint
undir ljósastaur við götuna. Við
áreksturinn gekk pallhornið inn
I bílinn með þeim afleiðingum
að Jóhann Hjálmtýsson fékk all-
mikið höfuðhögg, án þess þó að
hann missti meðvitund að fullu.
Var hann þegar fluttur í Slysa-
varðstofuna og lagður þar inn.
Átti hann að vera þar í nótt undir
eftirliti stöðvarlækna. Hann
hlaut talsverðan áverka.
Þetta er í annað skipti &
skömmum tíma, sem ekið er und
ir pall þessa sama bíls, R-676
þarna á Borgartúni. f fyrra skipt-
ið voru það drukknir menn, en
þeir sluppu báðir ómeiddir.
Með stuttu millibili hafa nú
fjögur slík slys orðið. Ui'öu tvö
þeirra banaslys.
Oftlega hefur á það verið
á það minnst hér í Mbl. í sam-
bandi við slys af þessu tagi, að
það bæri að skylda alla vöru-
bíla að hafa sjálflýsandi „kattar-
augu“ á vörupöllunum og þeim
bæri skylda til þess bílaeigendum
að sjá svo um að halda þeim
hreinum.
Það má ekki dragast lengur að
gerðar verði róttækar ráðstafan-
ir í þessu máli, því of mörg
mannslíf hefur þetta þegar kost-
að.
Bygyingarnefnd sýninga-
og íþróffahúss
Á BÆJARSTJÓRNARFUNpi í
gær voru kosnir ■ byggingar-
nefnd sýninga- og íþróttahúss:
Jónas B. Jónsson, Böðvar Pét-
ursson sem aðalmenn og til
vara: Páll Líndal og Ingi R.
Heigason.
Ungverjalandssöfnunin mun
verða kringum 600 þús. kr.
IGÆRKVÖLDI lauk hjá Rauða
krossi íslands Ungverjalands-
söfnuninni, sem dádæma þátttaka
hefur verið í og út mun koma
með álíka mikla fjárhæð og
söfnunin til hjálpar Hollending-
um, er flóðin voru þar á árunum.
— Mun Ungverjalandssöfnunin
sennilega fara upp í kringum
600.000.00 krónur, þegar með er
reiknað framlag frá ríkinu, sem
mun verða 250.000.00 og frá
Reykjavíkurbæ, 60.000 krónur.
★ ★ ★
TIL skrifstofu Rauða krossins
hafa alls borizt 260 þús. kr. og
hjá blöðunum munu hafa safnazt
um 40.000 kr. Bárust skrifstofu
RKÍ í gær m.a. rúmar 6000 kr.
frá Kvenfélagi Árneshrepps í
'Strandasýslu og 5000 kr. frá
Landssambandi vörubílstjóra og
kr. 4800 frá skipshöfninni á olíu-
skipinu Hamrafelli. Skrifstofan
mun áfram taka á móti gjöfum
til Ungverjalandssöfnunarinnar
þó sjálfri fjársöfnuninni sé form-
lega lokið.
★ ☆ ★
STJÓRN RKÍ bað Morgunblaðið
að færa öllum þeim, einstakling-
um, félögum, fyrirtækjum og op-
inberum aðilum þakkir fyrir hinn
mikla stuðning, sem þeir hafa
sýnt Ungverjalandssöfnuninni.
Stjórn RKÍ býður nú fyrir-
mæla utanlands frá hvernig verja
skuli því fé er hér hefur safnazt.