Morgunblaðið - 02.12.1956, Blaðsíða 3
^nudagttr 2. des. 195«
MORGVWBLAÐltt
Þórarinn Björnsson, skólameistari, 7. desember:
ÍSLENZK ÆSKA ER AÐ GLATA
DRAUMNUM ÚR LlFI SÍNU
I ck!? 6r desember, fullveldis-
Ég !^r Islfndinga.
*na evif.n k? tíma, er ísland var
r&L j>- sí®lfstaitt og fullvalda
I°ðUrpat.»ar urLeur drengur í
hetía n-?1 núkil sjálfstæðis-
” Mer var *m um Dani, og
aenn voru við-
Frjáls hugur og siðferðilegur styrkur, sann-
Eeikur og heiðarleiki eiga að vera hornsteinar
islenzkrar menningar
.. ,r Var ms um Dap.i, og
*í »WIOn'armewi voru við-
í minum augum. Ég öðlazt sjálfstæði upp ur
r^t bá heimsstyrjöld og hófu sitt fram-
fyrri
*e,h ka~Y Þa stiörumálamennina,
lie'ftdui.r rvSt^r SeiSöu kröfurnar á
teirra vJTnnum> °6 kunni nöfn
fc'4 Yoe; argra> svo sem Bjarna
^igUrða > ®en®dikts Sveinssonar,
Oddse ar Eggerz Skúla Thor-
teidir i’t SVo, a® einhverjir séu
* lönm^1 eg vrð það stundum
^iaða í m Vetrarkvöldum að
til ag A-i&ing.istíðindum, ekki
tumt r.esa '— Það var allt of
®3 s strembið — heldur til
hitt oi> atkvæðagreiðslur um
íiaonj, þftta. Og þá verð ég
híin fvi þ^ar átrúnaðargoðin
þáru v guUst öll að málum og
kr már1'ra hlut. I>á hafði góð-
*igi»r jr ®Ur hlotið maklegan
*st u 01 það var ekki að vill-
kallojT stundum fóru þeir líka
íeiði vf Þa tylltist ég réttlátri
r g bó ‘5 heimsku mannanna.
fað v:> ,ar annað næstum verra.
óskeilci,, 1 sé íil, að þessir
sáttir. T,? merm voru ekki á eitt
^ar m!?!1. sagði „nei“. Þegar
ekki ' gði „já“. Þá skildi ég
f>annj Sat: hlíóður og hnípinn.
Óftl, a* g. far það á þessum ár-
hugitia S-alistæðisbaráttan fyllti
^Ht m'jft1 *?nvel hu“i barnanna.
tnan a°*st við hana, afstaða
Jófcrm na °g málefna. Þó að
[^ifoí f ‘ all-mjög á um
•1?rt deiit artlhvæmcl °S olt væri
fitrs „ ’ Var það hugsjón frels-
Mená la? fyrlr öllum vakti.
e$l sjáifa U íyrir annað og meira
k^ihn siS- Það gerði gæfu-
byr3ar Pa° ietti margar aðrar
°g '
íarð siá?í?lnu var náð. ísland
' des lQio og tuhvalda ríki
H íyrir réttum 38 ár-
rfifra, er'suð sé minning allra
auiid Lx , har iögðu óeigingjarna
u Verki.
fREisi—
Sag^fERAMTAK
þvf að sjálf-
tlnir ótv’ ta h-úðarinnar hefst,
Hi £ -» auknu þjóð-
m^tak. v;Jafnan fyigt aukið
i aó'st, f- f hvern áfanga, sem
n?' Ég fj°rkiPPur um þjóð-
.. 'i, 19]p nefni aðeins ártölin
ia u? 1944- Frelsið leysti
p.hafði vblundandi orku. Þjóð-
hafg: l^veitt kjarna sinn.
a Jafovr1>0 að að vera fátæk.
r? bfenpi-, Vera, að harðréttið
K?Ss> nf6ðgar?ar hafi orðið til
er6'nsa st , Yissum hætti, að
e( hart. j ninn- Lögmál lífsins
bi^.eerðir Llifa’ 111 Þess
S ^a 0g elf laha brýningu
fc. hvi- HiH flðleika. En slepp-
Urs Se,n K;r*,?r víst> að því frjáls-
SlU allar hln ,Varð’ bVi örari
isi?kj0r sipí?anikvæmdir- Bætt
UmS' í’rnrr, r U 1 kjölfar frels-
Í5 ,Vanir aða?lrnar> sem við er-
*r ]*kar síðu flla svo> hafa ver"
fel furðui6g^ttu áratugi, að það
*3 5ka þióa-ta ^evintýrið, sem
«n visu i111 hefir enn skap-
tím/eisi þió»6niUr her fleira til
og'f^ar. Tækni nú-
Uri-1 hér kln bekking hefir
telklar' Eg hf.*með. hug Þjóð'
allt r^x ^ér ekki afí
w; aUt þa«lir°l hér ekki að
kieji^yerið. r,’* sem framkvæmt
barf lrnir sv„ gera stjómmála-
•heg, Uln að , raeklleEa, að ekki
*r !!? við v*ta- En Þakklát
, Ulg hafa -,«Þeun sk°Pum>
o,R í u 008 bÚÍð'
*r0genn bakkTu ALDrann a
beriSviPumst't1ari Yerðum ver>
hag( um í heiminum
fttu^ u*hra = Jj_ v°ra saman við
híóöjj. vér !^arra. Einu sinni
aena
eins
°g
jafnaldra,
vér höfðu
faraskeið, djarfar og vonglaðar
eins og vér. Þetta voru Eystra-
saltslöndin. Nú eru þessar þjóð-
ir úr sögunni, beztu synir þeirra
clrepnir og aðrir, er viðnám
gátu veitt, fluttir i útlegð og
þrælkaðir fjarri „fósturjarðar
ströndum”, þar sem þeirra bíð-
ur ekki annað en dauði og
gleymska. Og Ungverjar, sem lif-
að hafa í landi sínu ámóta lengi
og vér hér á íslandi, troða nú
hinn sama helveg. Neyðaróp
þeirra, sem nú hafa verið kæfð
í blóði þjóðarinnar, bánast út um
heimsbyggðina, en svo vesælt var
hið volduga mannkyn, svo van-
máttugt í mætti sínum og mikil-
leik, að enginn gat komið til
hjálpar, á meðan böðullinn
framdi níðingsverk sitt. Byron
þorði á sínum tíma að deyja fyrir
Grikkland og frelsishugsjón
þess. Nú situr hér heimsfrægt
skáld og semur yfirlýsingu um
kurteisi, á meðan framið er þjóð
armorð suður í álfu. Svo stór-
brotinn er andinn á íslandi á
þessari öld hinna miklu fram-
fara. Og er vér nú, á þessari
hátíðarstund, hugsum um hlut-
skipti þessara ógæfusömu þjóða,
hneigjum vér höfuð í djúpri
samúð með þjáningum þeirra og
einlægri bæn þess, að blóði
þeirra sé ekki til einskis fórn-
að. Og jafnframt blessum vér
„Guð vors lands“ og þessa fögru
eyju, sem enn hefir forðað oss
frá blóði drifnum járnhæl kúg-
arans.
NÝ TÆKNI ER FRUMSTÆTT
HUGARFAR
Annars mun ég ekki gera ut-
anríkismál þjóðarinnar að sér-
stöku umtalsefni að þessu sinni.
Þó skal ég aðeins taka það fram,
sem raunar allir vita, að sjald-
an eða aldrei frá styrjaldarlok-
um hafa tímamir verið viðsjár-
verðari en nú og því aldrei meiri
ástæða til varúðar. Það hefir
valdið sárum vonbrigðum og ugg
allra sannra frelsisvina, að tvær
af elztu og mest virtu lýðræðis-
þjóðum heims skuli hafa talið
sig til neyddar að grípa til vopna
gegn minni máttar þjóð. Þó að
þær kunni að geta fært afsak-
anir fyrir gerðum sínum, oj is
og samningsrof og ofbeldis-
hneigð hins egypzka einvalds-
herra, sem hafði lífsafkomu
þeirra að nokkru í hendi sér,
höfðu menn ekki búizt við slíku
úr þeirri átt, og það hefur riðl-
að fylkingu hinna frjálsu þjóða.
Aldrei var þó meiri þörf á sam-
stöðu en nú, þegar ógnin úr
austri, sem sífellt vofir yfir
Vesturlöndum eins og ógæfan
sjálf, er á vissan hátt ferlegri
en nokkru sinni áður. Það er
einmitt þegar herramir þar
finna, að jörðin gerist ótrygg
undir fótum þeirra, að mest
hættan er á, að þeir gripi til
hvers sem vera skal. Það hefir
löngum verið háttur siðlítilla
einvalda að leita blóðugra ævin-
týra út á við, þegar beina þurfti
athygli frá mistökum heima fyr-
ir. Og nú hafa slíkir einvaldar
fengið tækni nútímans í sínar
hendur. Það er hin mikla vá
vorra tíma, þetta samband ný-
tízku-tækni og frumstæðs hugar-
fars. Örlög heimsins hafa nú
komizt á vald hættulegri mönn-
um en áður hefir þekkzt. íslend-
ingar verða því að vera vel á
verði og mega ekki láta fróm-
ar óskir einar né viðkvæmar til-
finningar. né flokksleg sjónar-
mið ráða gerðum sínum. En öll
biðjum vér þess og vonum, aS
þjóðinni verði forðað frá ragna-
rökum nýrrar styrjaldar.
PENINGAR OG SKOÐANIR
En sjálfstæði þjóðarinnar i
framtíðinni er ekki borgið með
því einu, að komizt verði hjá
styrjöld. Fleira kemur þar til
greina. Það er hugarfar Þjóð-
arinnar sjálfrar, viðhorf henn-
ar í daglegu lífi, sem mest ríð*^
ur á. Eitt hið allra nauðsynleg-"
asta, til þess að hér þrífist sjálf-
stæði til langframa, er áreiðan-
lega það, að hér séu menn and-
lega frjálsir í víðasta skilningi.
Á ég þá ekki eingöngu við það,
að öllum sé heimilt að tjá hugs-
anir sínar frjálst og óttalausi,
heldur öllu fremur við hitt, að
menn séu ekki þrælar neins, að
þeir séu andlega sjálfstæðir. Að
vísu má segja, að slíkt náist
aldrei algerlega. AUir erum vér
einhverju háðir meira og minna.
En því óháðari sem vér erum,
því færari verðuin vér um að
sjá hlutina eins og þeir eru, og
því réttari verða dómar vorir
og niðurstöður. Andlegt frelsi er
því undirstaða allrar sannleiks-
leitar. Ég ætla, að það sé eink-
um tvennt, sem nú hamlar mest
andlegu ’frelsi á íslandi og varnar
mönnum að sjá rétt og líka að
gera rétt. Þetta tvennt eru pen-
ingar og skoðanir. Of margir eru
þrælar peninga og of margir
þrælar skoðana. Og jafnframt
höfum vér ekkert til að þjóna.
Áður var talað um guð og föð-
urland. Nú höfum vér of marg-
ir tapað sambandinu við hina
æðstu veru, kjarna tilverunnar.
Og í staðinn fyrir föðurland er
komið ríki. En sá er munur á
ríki og föðurlandi, að föðurlandi
þjónuðu menn, en af ríki heimta
menn. Og þau skipti eru ekki
góð fyrir sálina og þroskann.
En víkjum nánar að pening-
unum. Þjóðfélagið er peninga-
sýkt, sjúkt af eftirsókn eftir ver-
aldlegum gæðum. Oss er að vísu
nokkur vorkunn eftir það alda-
hungur, sem vér höfum orðið að
þola í þessum efnum. En vér höf-
um íarið of geyst. Allt of margir
íslendingar eru apar af aurum,
og það, sem verra er, orðnir ó-
vandaðir menn. Þeir virðast ekki
skirrast við að fara kringum lög
og sannleika til þess að verja
pyngju sína. Svo er að heyra
sem flestir tali um það sem
sjálfsagðan hlut að skjóta und-
an skatti, ef þess er kostur, og
fastlaunamenn, sem eiga hér
óhægra um vik en aðrir, eru jafn-
vel aumkaðir fyrir aðstöðu sína.
Menn gera sig að ómerkilegum
ósannindamönnum fyrir peninga,
og jafnvel drengskapurinn er
dreginn ofan í peningasvaðið,
þannig að drengskapurinn er orð
inn minna virði en krónan, svo
aum sem hún er. Á meðan slík
hausavíxl eru höfð á verðmæt-
um, er þjóðin og sjálfstæði henn-
ar í hættu.
HAGSMUNAFÉLÖG OG *
VINNU SIÐGÆÐI
Eitt auðkenni nútímans eru
hin margvíslegu hagsmunafélög,
sem hvarvetna spretta upp. Háir
og lágir, bændur og verkamenn,
skrifstofumenn og kaupsýslu-
menn, atvinnurekendur, embætt-
ismenn, allir eiga sín hags-
munafélög. Ég viðurkenni fylli-
lega rétt slíkra félaga og veit,
að þau hafa mörgu góðu til veg-
ar komið. Jafnframt óttast ég
Þóarinn Björnsson.
lega einhliða, þau hugsi of mikið
um það eitt að vernda og tryggja
eigin hag. Þau eru að verða upp-
eldisstöðvar eigingirni og sér-
gæzku. Sífellt eru gerðar sam-
þykktir um bætt kjör, og látum
það vera, svo langt sem það nær.
En hvenær eru gerðar samþykkt-
ir um að vinna betur, að bæta
þjónustuna? Væri ekki gott að
þær fylgdu með? Forystumenn-
irnir mega ekki alltaf velja auð-
veldara hlutverkið, að tala eins
og félagamir vilja heyra. Þeir
verða einnig að kunna að vanda
um. Þeir mega vita, að kjörin
verða aldrei bætt til lengdar, ef
ekki næst að skapa vinnusið-
gæði. í hverju félagi ætti að vera
nefnd, sem ynni að þvi að skapa
slíkt siðgæði og annaðist um leið
sóma stéttarinnar. Það er rauna-
legt og meira en það, þegar heil-
ir hópar og jafnvel stéttir fá
á sig óorð fyrir sviksemi og lé-
leg vinnubrögð, og gildir jafnt,
hvort það eru forstjórar, fag-
lærðir menn eða óbreyttir verka-
menn. Mönnum verður að skilj-
ast, að illa unnin verk eru svik
við föðurlandið. Hér er mikið
uppeldisstarf að vinna, ef til vill
það merkasta í þjóðfélaginu. Og
þessa er miklu meiri þörf en áð-
ur, af því að þeim fjölgar stöð-
ugt í verkskiptu þjóðfélagi, sem
vinna fyrir aðra. Það verður að
efla vinnusiðgæði, og engir eru
betur settir til þess en einmitt
samtök mannanna sjálfra, sem
vinna. Þar við liggur sæmd
þeirra og gæfa þjóðarinnar, svo
að ekki er lítið í húfi. Menn
verða að losna undan helsi pen-
inga og þjóna hugsjón heiðar-
leika.
VIÐURKENNITM
SANNLEIKANN
Þá kem ég að skoðunum. Marg-
ir gangast þegar á unga aldri
undir ok skoðunar og sitja þar
til æviloka, ófrjálsir í hugsun
og blindir á veruleika. Hér á ís-
landi virðist jafnvel tiltölulega
meh'a um slíkt en í mörgum öðr-
um lýðræðisríkjum, og kemur
það einkennilega fyrir við fyrstu
sýn. Vera má þó, að hér sé að
verki eins konar minnimáttar-
kennd frá liðnum kúgunartím-
um. Jafnframt er það andlegur
sjálfbirgingsháttur. íslendingar
ganga með gáfnatrú, og þeir
halda, að það sé gáfumerki að
þó tilbúna af öðrum. Slíkt er mi»-
skilningur. Hitt er miklu meuá
andleg raun, að þurfa að veije
og hafna við hvert fótmál, get»
farið til hægri og viastri, eftir
atvikum og ástæðum. Það ar
hinn sanni frjálsi andi. Þar kem-
ur dómgreindin til, eti han«
skortir raunalega hjá mörgum
krossbera kenninganna. Verst er
þó, að þessir menn verða ekld
aðeins andlega bundnir, heldur
vofir yfir þeim með tímanum
að verða siðf-erðileg lítilmenni.
Þeir venjast á að vera alltaf aS
verja skoðun í stað þess að leita
að sannleika. Þeir horfa ekM
á hlutina eins og þeir eru. Þeir
loka augunum fyrir því, sem
þeim kemur iila. Þeir verð«
ósannlyndir. Þeir hætta að haf«
það heldur, er sannara reynist,
sem einu sinni var þó talin í»-
lenzk dyggð.
Það er ofur skiljanlegt, að þa®
sé erfitt fyrir mann, sem af fróm-
um hug á morgni lífsins hefir
játazt undir skoðun og eignaat
hugsjón og lifað i henni langt
fram á ævi, að segja skiiið vi®
hana. En hvað skal gera, ef allar
staðreyndir æpa gegn henaii? —
Verður hjá því komizt að beygj*
sig fyrir veruleikanum? Ef það
er ekki gert, er gripið til ósann-
inda eða hálfsanninda, sem ekk-
ert er betra. Menn reyna að
blekkja sjálfa sig og aðra. Á því
verða þeir minni og minni. Sann-
leikurinn einn getur gert menn
stóra. Þeir, sem leita til ósann-
inda, eru að flýja. Öil ósannindi
eru flótti frá veruleika, tákn um
veikleika. Til hins þarf mann-
dóm, að viðurkenna sannleikann,
hver sem hann er, og ekki sízt
ef hann reynist annar en menn
í vonum sínum höfðu ætlað. Hér
er því prófsteinninn á mann-
dóminn og raunar á drengskap-
inn líka, því að til drengskap-
ar þarf karlmennsku, vaskleik,
eins og Snorri sagði.
Ég veit, að það er sárt að sjá
fagra drauma verða að ljótum
veruleika. En þegar svo er komið,
er aðeins eitt að gera, til þess
að bjarga sæmd sinni og virð-
ingunni fyrir sjálfum sér. Það
er að ganga fram og viðurkenna
yfirsjón sína. Fyrir það þarf
enginn að skammast sín. Það
er mannlegt að skjátlast, en það
er lítilma-inlegt að þráast við
í villu sinni, þegar betur er vit-
að. Ég vil ekki trúa því fyrr en
í síðustu lög, að íslendingar séu
hér eftirbátar annarra. Ef svo
reynist, held ég, að það hljóti
að vera af því, að þá skorti þá
auðmýkt hjartans, sem er upp-
hafi hinnar æðstu vizku.
þó, að starfsemi þeirra sé hættu- | eiga sína kenningu, venjulegast
ÆSKAN
Þá langar mig til að víkja
nokkrum orðum að íslanzkii
æsku. Eg er oft um það spurður,
hvort mér finnist ekki, að unga
fólkið sé síðra en áður. Eg er
vanur að svara því, að ég sé ekki
viss um það. Eg held, að íslenzk
æska sé á ýmsan hátt gott fólk,
vel irinrætt. En sumu í uppeldi
þess er áreiðanlega ábótavant,
og er það vor sök, hinna eldrL
Æskan er vanin á að láta of mik-
ið eftir sér. Á því verður hún
lingerð og heimtufrek. Peninga-
ráð hennar eru yfirleitt of mikiL
Það er sennilega hennar mesta
mein. Það venur hana á slæpings-
hátt og gerir henni fært að leyfa
sér of margt. Hún kynnist lífinu
óþarflega snemma. Það er ekki
alls kosfar þroskavænlegt. Það
er hollt að bíða ofurlítið eítir
hlutunum, dreyma um þá, áður
en þeir koma. íslenzk æska er
að glata draumnum úr lífi sínu
og um leið raunar æskunni
sjálfri. Hún hleypur yfir eitt
þroskastigið. Mun það ekki skapa
tóm síðar um ævi? Æskan er of
snemma lífssödd og skemmtana-
þreytt.
Og æskuna vantar hollar hug-
sjónir. Of marga unga. menn
dreymir um bíla og peninga,
þægindi og munað. Hér get ég
ekki stillt mig um að gera þá
athugasemd, að bifreiðin virðist
á ýmsan veg vera eitt siðspill-
ingaraflið í nútímaþjóðfélagL
Hér er hvorki staður né stund
til að ræða slíkt nánar, þótt það
sé fróðlegt íhugunarefni. En
Frh. á bls. 6