Morgunblaðið - 03.01.1957, Blaðsíða 1
Eisenhower forseti:
Aukin efnahagsaðsioð vi nálæg Ausfurldnd
Bandaríhin sfefna aB því að koma í veg fyrir vopnaHa
árás Rússa við ausfanverf Miðjarðarhaf
Washington, 2. jan. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
TILLÖGURNAR, sem Eisenhower hefur lagt fyrir leiðtoga þjóð-
þingsins varðandi nýja stefnu Bandaríkjanna í nálægum Aust-
urlöndum, hafa ekki verið kunngerðar í smáatriðum ennþá, en það
hefur kvisazt í Washington, að í hinni formlegu ræðu, sem hann
heldur í þinginu, muni hann leggja höfuðáherzlu á eftirfarandi
atriði:
1) Nálaeg Austurlönd ásamt Vest
ur-Evrópu og Foitnósu eru nú
þau svaeði í heíminum, þar
sem tryggja verður frið og
öryggi. Öryggi þeirra skiptir
meginmáli fyrir Bandaríkin.
2) Þjóðþingið' samþykki stjórn-
arskrárlegan rétt forsetans til
að senda hersveitir til ná-
lægra Austurlanda, ef þörf
krefur. Slík samþykkt yrði
órækur löglegur grundvöllur
allra aðgerða, þar sem þjóð-
þingið eitt hefur vald til að
segja öðru ríki stríð á hendur.
3) Slík samþykkt ætti að draga
úr árásarvilja Rússa, og þann-
ig mundi hún veita nálægum
Austurlöndum nokkurt jafn-
vægi og kærkomið tækifæri
tii að vinna að lausn þeirra
pólitísku og efnahagslegu
vandamála, sem um langan
aldur hafa hrjáð þau.
AIXSHERJ ARUMRÆÐ UR
UM UTANRÍKISMÁL
Það er haft fyrir satt í Was-
hington, að enda þótt forsetinn
leggi frapi tillögur sínar með það
fyrir augum að fá fljóta af-
greiðslu, sé ekki hægt að búast
við endanlegri ákvörðun þings-
ins fyrr en eftir tvær til þrjár
vikur. Talið er, að utanríkis-
nefndir beggja deilda þingsins
muni krefjast þess, að fram fari
ýtarlegar allsherjarumræður um
utanríkismál Bandaríkjanna.
Síðustu fréttir herma, að Eis-
enhower muni tala til þjóð-
þingsins á föstudag og gera þá
grein fyrir sjónarmiðum sínum
varðandi nálæg Austurlönd.
EFNAHAGSAÐSTOÐ
Á fundi sínum við leiðtoga
þjóðþingsins í gær, lagði Eisen-
hower áherzlu á efnahagslega
aðstoð Bandaríkjanna við nálæg
Austurlönd sem öruggustu leið-
ina til að bægja frá þeim ógnum
kommúnismans og tryggja þeim
pólitískt sjálfstæði.
EIMN EYKST FLOTTA-
MANNASTRAUMURINN
Vínarborg, 2. jan.
Frá Reuter.
AUSTURRÍSK yfirvöld hafa
tilkynnt að flóttamanna-
straumurinn frá Ungverja-
landi sé enn í örum vexti. Á
24 tímum í gær komu t. d. til
Austurríkis yfir 1000 ung-
verskir flóttamenn, en það er
hæsta tala flóttamanna á ein-
um sólarhring síðan fyrir jól.
Eisenhower forseti Banda-
ríkjanna tilkynnti í dag, að
haldið yrði áfram að veita
ungverskum flóttamönnum
landvistarleyfi um óákveðinn
tíma. Nixon varaforseti hafði
áður lýst því yfir, að hækka
þyrfti þá hámarkstölu flótta-
manna, sem árlega fá hæli í
Bandaríkjunum, en hún er nú
21.500. Þegar síðast fréttist
höfðu um 13.000 ungverskir
flóttamenn fengið hæli í
Bandarík j unum.
Hastingsmótið eftir 6. umferð:
Larsen efsftur með 4% v.
Friðrik með tveim í 2. sæti
16. umferð skákmótsins í Hastings skildu þeir Friðrik og Toran
frá Spáni jafnir. Var skák þeirra lokið á 4 klst. og 15 min.
og varð hún 25 leikir. Gligoric og Szabo skildu jafnir, skák O’Kellys
og Alexanders fór í bið, en Larsen vann sína skák, svo að hann
hefur nú tekið forystuna með 4% vinning.
Lík Moorehouse
sent heim
TEL AVIV 2, jan.: — Samkvæmt
fréttum frá AFP-fréttastofunm
hefur Burns hershöfðingi, yfir-
maður öryggissveita S.Þ. í ná-
lægum Austurlöndum, staðfest
fregnir þess efnis, að líkið af
Moorehouse liðsforingja hafi ver-
ið fengið í hendur sænsku örygg-
issveitunum á miðvikudagsmorg-
un. Burns sagði ennfremur, að
líkið yrði kistulagt og sent til
búða öryggissveitanna við
egypzka flugvöllinn í Abu
Suweir. Þaðan verður því flogið
til Napoli og fengið í hendur Bret-
um. — Reuter.
Zhukov heimsækir Nehru
Moskva, 2. jan.
Frá Reuter.
Z H U K O V landvarnaráðherra
Sovétríkjanna hefur verið boðið
í opinbera heimsókn til Indlands,
og hefur hann þekkzt boðið. Til-
kynnti Moskvu-útvarpið að hann
færi þangað síðari hluta þessa
mánaðar.
Talið er líklegt, að Eden hætti
við fyrirhugaða heimsókn sína
til Moskvu nema því aðeins að
Rússar taki upp breytta stefnu í
heimsmálunum, en honum var
boðið þangað í fyrra, þegar Búl-
ganin og Krúsjeff gistu England.
EISENHOWER
f
EGYPTAR ÓÁNÆGBIR
Blöð í Egyptalandi hafa yfir-
leitt verið gagnrýn á hina nýju
stefnu Bandaríkjanna í nálægum
Austurlöndum, og komst eitt
þeirra svo að orði, að Arabaríkin
kæri sig ekki um, að rússnesk og
bandarísk áhrif komi í stað
brezkra og franskra við austan-
vert Miðjarðarhaf.
11 dogo í fárviðri
— engin hjnlp
París 2. jan. Frá Reuter.
FÁRVIÐRI hefur hindrað þa».
að hægt væri að koma 10 mönn
um til hjálpar, þar sem þeir
eru tepptir hátt uppi í hlíðum
Mont Blanc. Eini möguleikinn
til að bjarga þeim er að senda
þyrilvængju á vettvang strax
og citthvað rofar til.
Tveir þessara manna
ungir stúdentar, sem verið
hafa á f jallinu í 11 daga og eru
nú aðframkomnir. Hinir eru
björgunarmenn, m.a. áhöfn
þyrilvængju, sem reyndi að
bjarga stúdentunum en
skemmdist. Stúdertaunir
halda nú kyrru fyrir í þyril-
vængjunni, því þeir voru svo
máttvana að ekki var !»ægt
að flytja þá í kofa, þar sem
björgunarmennirnir fundu sér
hæli. Síðustu fregnir lierma,
að stúdentarnir séu nú alveg
að þrotum komnir. Áætlað er,
að þessar björgunartilraunir
hafi þegar kostað sem nemur
11 milljónum og 400 þúsund
ísl. krónum.
Andi Stalins á að ríkja
í bókmenntum og listum
★ SKÁKIRNAR I GÆR
Næst honum kemur O’Kelly
sem hefur 4 vinninga og biðskák
og síðan Friðrik og Gligoric sem
hafa 4 vinninga.
Skák Gligorics og Szabo tók
4 klst. og varð 34 leikir. Skák
Larsens við Horseman varð 37
leikir og stóð í 4Vz klst. Ekki er
minnzt á skák Penrose og Clarks
í skeytinu.
★ 4 UMFERÐ
í 4. umferð sem tefld var s.l.
sunnudag urðu úrslit þau, að Lar-
sen og Gligoric sömdu um jafn-
tefli eftir 22 leiki. Clark og Al-
exander sömdu um jafntefli eftir
30 leiki og þeir Friðrik og Szabo
sömdu um jafntefli eftir 23 leiki.
O’Kelly vann Toran og ein skák-
in fór í bið. Var það skák Horse-
mans og Penrose. Henni lauk síð-
an eftir rúml. 7 klst. viðureign
samtals með sigri Horsemans.
★ 5. UMFERÐ
5. umferð hófst á gamlársdag
og varð mikið um biðskákir, en
úrslit umferðarinnar urðu þessi:
Gligoric og Clark gerðu jafn-
tefli, eftir 47 leiki, Toran vann
Horseman 1 59 leikjum, Szabo
vann Alexander í 54 leikjum,
Cligoric og Clark gerðu jafn-
tefli, en Larsen vann Penrose.
7. umferð verður tefld í dag
og teflir þá Friðrik við Horse-
man, en síðan á hann eftir að
tefla við Alexander og Gligoric.
Moskva, 2. jan.
Frá Reuter.
Á FIMMTUDAG fengust nýjar
sannanir fyrir því, að rússneskir
leiðtogar ætli sér að taka upp aft-
ur ýmsa þætti Stalins-tímans, og
þá einkum að halda við lýði hinni
gömlu afstöðu til bókmennta og
lista. Þetta er auðsætt af grein,
sem birtist í tímaritinu „Heim-
spekileg vandamál“, sem er gefið
út af rússnesku Vísinda-akadem-
íunni. í þessu tímariti ber Molo-
tov, fyrsti varaforsætisráðherra,
ábyrgð á öllum svörum varðandi
hina hugsjónalegu hlið á listum
og menningarlífi 1 Sovétríkjun-
um.
FLEIRI VERK í ANDA
STALÍNS
Tímaritið er oft máipípa þeirra
Einokun rannsökuB
London 2. jan. Frá Reuter.
NEFND sú, sém rannsakar ein-
okun og er skipuð af brezku
stjórninni, gaf í dag skýrslu, þar
sem segir að nefndin álíti starf-
semi Súrefnafélagsins h.f. nær
algera einokun á súrefnafram-
leiðslu í Bretlandi, og sé slíkt
gagnstætt hagsmunum almenn-
ings. Ennfremur áiítur nefndin,
að tekjur félagsins, sem nema
milli 23 og 25%, séu miklu hærri
en réttlætanlegt sé. Þess vegna
leggur hún til, að gerðar verði
ráðstafanir til að koma í veg fyr-
ir það, að félagið setji upp hærra
verð en sanngjarnt sé.
LEYNDI NÖFNUM
Nefndin hefur komlzt að því,
að félagið reyndi að hafa algert
vald á allri framleiðslu súrefna
í Bretlandi, og fram á árið 1955
leyndi það nöfnunum á eigendum
þriggja fyrirtækja, sem voru að
því er virtist í samkeppni hvert
við annað, en voru í reyndinni
sama fyrirtækið. Þessi rannsókn
ríkisstjórnarinnar á einokunar-
starfsemi eins fyrirtækis hefur
vakið athygli viða um heim.
sjónarmiða, sem eru efst á baugi
meðal ráðamanna Sovétrikjanna.
Á miðvikudag birtist þar leiðari,
sem fór hörðum gagnrýnisorðum
um þá borgara Sovétríkjanna,
sem ganga of langt í gagnrýninni
á Stalín. Tímaritið fordæmir þá
kommúnista, sem hvarfli frá einu
sjónarmiði til annars, og
tali illa um verk, er byggð voru
á hugsjónum kommúnismans og
komu út fyrir dauða Stalíns. Síð-
an tekur það sér fyrir hendur
að gera eins konar endurmat á
hinum miklu áhrifum Stalíns á
menningarlífið og listina, og bið-
ur unt fleiri verk, sem byggð séu
á hugsjónum sovét-sósíalismans
og sýni hinn róttæka mismun á
honurn og vestrænu lýðræði.
ÁRÁS Á RÚSSNESKA
RITHÖFUNDA
Meðal Vesturlandamanna í
Moskvu er álitið, að umrædd
grein sé hnefahögg í andlit rúss-
neskra rithöfunda, sem nýlega
fóru að taka upp í bókmenntum
og leiklist stílbrögð og form, sem
tíðkuðust fyrir byltinguna, þar
sem lögð er minni áherzla á hina
hugsjónlegu hlið verksins.
Egyptar ógilda samning
— Bretar mótmœla
London, 2. jan. Frá Reuter.
l^ORMÆLANDI brezka utanríkisráðuneytisins hefur lýst
F yfir því, að Bretar viðurkenni ekki rétt egypzku stjórn-
arinnar til að ógilda samninginn milli þessara tveggja ríkja
frá 1954 upp á sitt eindæmi. Það var tilkynnt í Kaíró-út-
varpinu, að samningurinn væri nú úr gildi fallinn, en brezka
stjórnin hefur ekki fengið neina opinbera tilkynningu um
það.
Formælandinn sagði ennfremur, að það væri skoðun
Breta, að ógilding samningsins gæfi Egyptum engan rétt til
að taka brezkar eignir í Port Said, þar sem samningurinn
geymir ótvíræð ákvæði um það, að Bretar g'eti flutt burt
eða ráðstafað öllum eignum sínum við Súez-skurðinn jafn-
skjótt og samningurinn fellur úr gildi.