Morgunblaðið - 03.01.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.01.1957, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 3. Jan. 1957 MORGUNBT, AÐIÐ 11 Maður, er 19 sinnum hefir vnrið mark Eistlands nnddar ísl. Helga Jónsdóttir — Kveðjuorð FYRIR nokkru síðan mátti lesa í „Dagbók“ Morgunblaðs- ins að „einn þakklátur frá nuddstofu íþróttavallarins“ hefði bcðið blaðið að koma kr. 300 til lamaða íþróttamanns- ins. Þetta stakk nokkuð í stúf við aðrar tilkynningar um gjafir og áheit. Ekki munu allir hafa vitað að á íþrótta- vellinum er nuddstofa, hvað þá að sá er sér um rekstur nuddstofunnar, sé svo góður nuddari, að menn þakki hon- um — sjálfsagt að hans eigin ábendingu — með stórgjöf til lamaðs íþróttamanns. Þessi láilausa tilkynning um gjöf- ina sýnir því, að vel er unnið á nuddstofunni og að sá er þar vinnur ber vinarhug til ís- lenzkra íþróttamanna. Og hver er þessi maður? Og hvernig er þessi nuddstofa? Við fórum „út á völl“ til að hitta manninn og fræðast um fyrir- tsekið. Hann heitir að skírnarnafni Edward Mikson, sá sem til dyra kom. Hann er nú orðinn íslenzk- ur ríkisborgari og ber nafnið Eð- varð Hinriksson — faðir hans hét Hendrik. -— Nuddstofan er opin öllum, ungum sem gömlum, sagði hann, er við komum. Það er íþrótta- völlurinn sem rekur hana en aðal hvatamaðurinn að stofnun henn- ar var íþróttalæknirinn Jón Eiríksson. •— En ert þú sjálfur ekkert með * í „spilinu“? ■— Ég bara nudda. — Annars veitti ég því fyrir löngu eftirtekt, hélt hann áfram eftir nokkra stund, — hve brýn nauðsyn væri á, að koma upp nuddstofu íþróttamanna. Ég fékkst svolítið við nudd í Vest- mannaeyjum og ég átti nudd- stofu á Akureyri. Þegar ég var þar nuddaði ég lomunarveikis- sj úklinga að beiðni lækna. Hann virðist alls staðar hafa verið þessi erlendi íslendingur, hugsum við og aðspurður gefur hann skýringar. — Ég er Estlendingur og átti þar heima allt þar til hildarleik- ur stríðsins barst þangað. Ég flúði þá land mitt og kom hingað sem flóttamaður. Ég hafði haft mikil kynni af íþróttum og fékk strax atvinnu sem íþróttaþjálf- ari á Akureyri. Gerðist bað fyrir i knattspyrnu, íþróttamenn Sfutt samtal v/ð Eðvorð Hinriksson m&mm Eðvarð Hinriksson landsliði Estlands í kröfuknatt- leik á Ólympíuleikunum 1936. 6 sinnum var ég með í landsliði Estlands í ísknattleik. Síðast lék ég með landsliði árið 1940. Það var í knattspyrnu gegn Lettlandi. Svo kom stríðið — og þá var búið með íþróttirnar. — Hvernig er nuddið til komið, hvar og hvenær? — Nudd hefur tíðkast hjá Ind- verjum, Japönum og Kínverjum um aldaraðir. Það má segja að það sé jafngamalt menningunni. Orðið nudd er tilkomið úr arab- ísku, „nass“ eða „nas’h“ og þýð- ir að pressa eða klemma mjúk- lega, — eða frá gríska orðir.u Massein, að elta. Hjá fyrrnefnd- um þjóðum voru bæði sjúkir sem heilbrigðir nuddaðir og nudd fyr- ir íþróttamenn byrjar í Grikk- landi. Á miðöldum þekktist nudd ekki í raun. Um aldamótin 1800 kemur það aftur til sögunnar og hefur síðan verið vinsælt mjög. Það hefur linað þjáningar þeirra er haft hafa liðamótasjúkdóma eða vöðvasjúkdóma. Samtímis hefur nuddið farið sigurför meðal íþróttamanna. Íþróítamenn eru nuddaðir til þess að mýkja harða vöðva og gera blóðrásina örari, en við það flytjast hraðst ýmis þreytuefni frá vöðvunum. Margir vöðvar, sem krefjast á hins ítrasta af, þurfa nauðsynlega nudd. En þeg- ar íþróttamennirnir hafa tíma og vilja til að æfa reglulega og rétt alit árið, þá er nudd ekki eins nauðsynlegt. —O— Þannig sagðist Eðvarð Hinriks- syni frá. Hann bætti því við að lokum að kynni sín af íslenzkum íþróttamönnum hefðu verið mjög góð. Framfarir þeirra eru miklar og athyglisverðar, þegar þess er gætt að þeir eru hreinir áhuga- menn. — Suma held ég, sagði hann, ætti að styrkja svo að þeir gætu helgað sig íþróttunum. Við íhugun þeirra orða skulum við hafa í huga að Eðvarð hefur mikla rynslu, bæði sem landsliðs- maður í mörgum greinum og sem fullorðinn maður, sem alla tíð hefur með athygli fylg'zt með íþróttum, stundað þær og kennt. A. St. í DAG verður Helga Jónsdóttir, Bergstaðastræti 73 borin til mold- ar að Eystri-Sólheimum í Mýrdal. Hún andaðist í Bæjarspítala Reykjavíkur skömmu fyrir dag- renningu á aðfangadag jóla eftir stutta legu rúmlega hálfsjötug að aldri. Hér verður ævisaga Helgu ekki rakin í löngu máli. Hún var Norð- lendingur að ætt, fædd í Siglu- firði 7. júlí 1890, dóttir hjónanna Jóns Loftssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Föður sinn missti hún kornung. Var hún í mörg ár í fóstri hjá séra Zophoníasi Hall- dórssyni prófasti í Viðvík og konu hans. Dvaldi hún þar til fullorðinsára og mun hafa hlotið þar gott veganesti. Átti hún ýms- ar beztu minningar sínar frá Við. vík, og séra Zophaníasar fóstur- föður síns og fólks hans minntist hún til æviloka með stakri virð- ingu og þökk. Eftir að Helga fór frá Viðvík, vann hún alla ævi fyrir sér við heimilisstörf, lengst af í Reykjavík. Nokkur ár var hún þó með móð- ur sinni, sem var ráðskona hjá séra Birni Stefánssyni prófasti á Auðkúlu, og í allmörg sumur var hún á Eystri-Sólheimum í Mýr- dal. Fyrir fimmtán árum réðist hún til tengdaforeldra minna, og hjá þeim, og síðar hjá okkur hjónunum, dvaldi hún það sem eftir var ævinnar. Helga var alla ævi ógift en eignaðist einn son, Viðar Björg- vinsson, sem nú er starfsmaður hjá Kaupfélagi Skaftfellinga, Gleði hennar var þá einlæg og kæti hennar sönn. Varð þá hverj- um manni léttara í skapi við ná- vist hennar. Hitt gegnir engri furðu um konu, sem svo margt hafði reynt og var örlynd að eðl- isfari, þótt henni væri stundum þungt í skapi og geð hennar ekki alltaf létt. Helgu var ekki markað vítt at. hafnasvið né haslaður völlur, þar sem þau tíðindi gerast, er helzt spyrjast. Henni mun ekki hafa gefizt mikið svigrúm til að kjósa, hverja braut skyldi ganga. Ytri aðstæður munu hafa markað götuna. Slíkt er ekki fágæt saga. En að verkalokum er ekki aðeins um það spurt, hvert verk var unnið. Hitt varðar meiru, hversu það var af hendi leyst. Hér er létt kvæntur Hildi Andrésdóttur. Var greiða svar við þeirri spurn- jafnan mjög kært með þeim inSu- HelSa vann 011 sin storf af mæðginum. Helga var vinföst kona og ætt- rækin. Hún átti margt vina og rækti vel gömul kynni, sótti vini sína oft heim og var þá aufúsu- gestur. Ættingja sína reyndi hún að styðja og styrkja eftir föng- um. Einkum lét hún sér annt um móður sína, sem lengi dvaldi hér í Reykjavík, en nú er búsett hjá dóttur sinni að Narfastöðum í Skagafirði, háöldruð kona. En næst hjarta Helgu stóð þó sonur hennar og síðar fjölskylda hans. Fyrir hann hefði hún viljað fórna öllu. skyldurækni og trúmennsku. Vandvirkni hennar og natni var einstök. Hún kunni vel til verka og lagði sig jafnan fram um að leysa öll sín verk af hendi svo vel sem kostur var. Umhyggjusemi hennar var mikil, ráðdeild henn- ar með afbrigðum. Vel sé öllum er svo vinna. Við leiðarlok þökkum við, sem samleið áttum með Helgu síðustu árin, henni fyrir samfylgdina. Þökkum henni fyrir verkin henn- ar, fyrír drengina litlu, sem hún lét sér svo annt um, og fyrir allar samverustundirnar. Vegir skild- Þegar ég kynntist Helgu, var ust með skjótari hætti en við var manns a vegiiin AÐALFUNDUR Glímufél. Ár- manns var haldinn 27. nóv. í upp hafi fundar rdinntist form. Jens Guðbjörnsson, á hina ágætu frammistöðu íþróttamanna okkar á Olympíuleikunum og þá sér- staklega Vilhjálms Einarssonar og bað fundarmenn að hylla þessa ágætu fulltrúa okkar og var það orð góðra manna, Ben. G Waage | ósvikið gert. og Jens Guðbjörnssonar, sem | æia íþróttir Armanns Ármenningar voru í landsliði ís- lendinga gegn Dönum og Hollend ingum. hún komin af léttasta skeiði. Mörg ár voru að baki, og ekki hafði alltaf blásið óskabyr. Oft mun hafa verið þörf þreks til að verjast ágjöfum. Eigi að síður hélt hún lífsgleði sinni, og fáa hefi ég séð gleðjast jafn barns- lega og innilega á gleðistundum. að búast, og sá skilnaður varpaði skugga á jólabirtuna í hugum okkar. En sjálf hygg ég, að hún hefði ekki fremur kosið annað skapadægur en hátíð ljóss og friðar. Magnús Þ. Torfason. var mjög sigursæll á árinu. Þær voru íslandsmeistarar bæði í inni- og útihandknattleik og 1 og 2. fl. Handknattleiksflokkur kvennaiurðu fslandsmeistarar í inni- voru mér mjög hjálplegir. Frá Akureyri fór ég síðan sem þjálf- ari til Vestmannaeyja og síðan aftur til Akureyrar og kenndi þá á vegum K.A., þar til 1950 að ég réðst sem þjálfari hjá Í.R. En sem fjölskyldumaður gat ég ekki iifað af launum stundaþjálfara og varð að leita að annarri vinnu. Hér sem annars staðar getur það verið erfitt fyrir útlending að fá vinnu. En enn naut ég aðstoðar góðra manna og má þar til nefna Theodór Jónsson, forstjóra í Föt hf. Hann tók mig til starfa hjá fyrirtækinu og þar hef ég unnið síðan. — Þú sagðist hafa haft náin kynni af íþróttum í heimalandi þínu. — Já. Ég byrjaði minn íþrótta- feril 12 ára gamall. Ég hef síðan verið með í flestum greinum í- þrótta. Fastast hélt ég þó við knattspyrnu, körfuknattleik og ís knattleik. Ég var 19 sinnum mark vörður í landsliði Estlands í knattspyrnu. Ég var einnig í * UM 600 ÆFÐU HJÁ FÉLAGINU Skýrsla stjórnarinnar sýndi mjög fjölbreytt starf og umfangs- mikið s.l. starfsár. Alls voru skráðir til æfinga 553, fyrir utan hina mörgu, sem æfa á skíðum við skíðaskála félagsins í Jóseps- da'. Kennslukostnaður á árinu var rúmlega 70 þús. krónur. Kennt var fimleikar kvenna og telpna, þjóðdansar og vikivakar, fimleikar karla, frjálsar íþróttir, róður, ísl. glíma, sund og sund- knattleikur, handknattleikur kvenna og karla, skíðaiþróttir, körfuknattleikur og hnefaleikar. * STARF DEILDANNA í frjálsum íþróttum áttu Ár- menningar 6 Reykjavíkurmeist- ara og 8 íslandsmeistara settu 4 íslandsmet og jöfnuðu 2, í 100 og 200 m. hlaupi Hilmar Þorbjörns- sor, sem einnig setti nýtt met í 60 m. hlaupi. Boðhlaupssveitir félagsins settu ný met í 4x200 m., 4x400 m. og 4x800 m hlaupi. 5 Hér getur að líía hina nýorðnu íslandsmeistara í körfuknattleik. Mótinu lauk rétt fyrir jólin og sigruðu liðsmenn ÍKF. f fremri röð eru frá v.: Hjálmar Guðmundsson, Ingi Gunnarsson fyrirliði, Páll Jónsson. Aftari röð: Bogi Þorstcinsson form. ÍKF, Villy Pedersen, Magnús Björnsson, Friðrik Bjarnason og Páli G. Jónsson. ÍKF er st.ofnað haustið 1951 og eru félagar um 50. Þeir urðu fsl.meistarar í körfuknattleik 1952 og 1953 og svo nú. Félagið stundar einnig knattspyrnu og hefir jafnan átt fulltrúa í úrvalsliði Suðurnesja. handknattleik. Flokkur tapaði engum leik á st.arísárinu. Fimleik ar voru æfðir í 7 flokkum. Úr- valsflokkur sýndi æfingar á hárri slá og akrobatik þ. 17. júní á Arnarhóli og í Tívolí og á frídegi verzlunarmanna. Ármenningar tóku þatf í 5 skíðamótum á árinu og stóðu sig með ágætum í öllum flokkum. Stefán Kristjánsson, sigurvegar- inn frá Stórsvigsmótinu keppti á Vetrar-Olympíuleikunum fyrir íslands hönd. í sundi og' sundknattleik voru Ármenningar mjög sigursælir á árinu, settu 7 íslandsmet. Pétur Kristjánsson í 50 og 100 m. flug- sundi og Ágústa Þorsteinsdóttir (lr ára) 3 n:et í skriðsundi, boð- sundssveitin í 4x50 m. fjórsundi og 4x100 m. bringusundi karla. Þá unnu Ármenningar Reykja- víkur- og íslandsmeistaramótið í sundknattleik. íþróttanámskeið fyrir ungiinga hélt félagið á íþróttasvæði félags- ins við Nóatún. Unnið var við byggingu félagsheimilisins og er nú nokkur hluti byggingarinnar orðinn fokheldur. ★ Stjórnarkosning rór þannig að •Jens Guðbjörnsson var kosinn formaður einróma. Aðrir i stjórn eru Sig. G. Norðdahl, Þórunn Er- lendsdóttvr, Vigfús Guðbrands- son, Pétur Kristjánsson, Guð- Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.