Morgunblaðið - 03.01.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.1957, Blaðsíða 2
MORGTJNRLAD1Ð Fimmtudagur 3. jan. 1957 Krisíján Eldjárn afhendlr Snorra Hjartarsyni ,,ávísun“ aS upphæð 8.500 krónur á Bithöíundasjóð Bíkisútvarpsirts. Skáldin Cuðmundiir Frímann og Snorri Hjartarson hljóta styrk úr Rithöfimdasjóði Ríkisútvarpsins Umfðngssnikii kynning öfvarpiins á mkm ísienzkra höfunda AGAMLÁRSKVÖLD var í fyrsta skipti úthlutað styrk úr svo- nefndum Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins. Athöfnin fór fram í Þjóðminjasafninu að viðstöddum menntamálaráðherra. Formaður sjóðsstjórnar, Kristján EXdjárn, afhenti styrkinn með stuttri ræðu, en síðan sagði útvarpsstjóri, Vilhjálmur Þ. Gíslason, nokkur orð. — Styrknum var í þetta sinn skipt á milli tveggja ljóðskálda, þeirra Snorra Hjartarsonar og GuSmundar Frímanns á Akureyri. Hlaut hvor þeirra kr. 8.500. Ungverjarnir starfa flest- ir í Reykjavík en líka tyrir n&tBars og austan Húsnæði f engið en liúslbésiað skortir IDAG hófu flcstir ungversku flóttamennimir starf sitt hér á landi. Hefir gengið ágætlega að útvega þeim starf við sitt hæfi, margir boðizt til þess að taka þá í vinnu og er það vel. Þá hafa þeir og flestir fengið húsnæði víðs vegar um höfuðborgina, en nú skortir þá húsbúnað og er fólk beðið að hlaupa þar undir bagga og hafa samband við Rauða krossnm. Fióttamennirnir ílendast á íiinm stöðum úti á landi, auk Reykjavíkur. Vli).\ AÐ STARFI Víða ganga Ungverjarnir tii vinnu sinnar, bæði hér í bænum og úti á landi. Þrjár járn- og vél- smiðjur veita þeim starf, tveir vinna í Rafha í Hafnarfirði, hjúkr unarkonurnar fjórar eru að starfi í Landsspítalanum, Elliheimilinu Grund og Hjúkrunarkvennaskól- anum, nokkrir vinna hjá SÍS, tveir í fiskverkunarstöðinni Júpí- ter á Kirkjusandi og loftskeytv- maðurinn fær væntanlega at- vinnu hjá Landssímanum. FÓR f SVEITINA Barnafjölskyldan fór austur að Geldingaholti í Rangárvailasýslu og verður þar við bústörf, bú- fræðingurinn fór að Katanesi á Hvalfjarðarströnd. Hann á konu og börn enn utanlands og mun gera ráðstafanir til þess að þau geti fylgt honum hingað til lands. Einn piltur fór á bæ noiður 1 Öxnadal, 5 manna fjölskylda til í ræðu siniii skýrði þjóðminja- vörður í stuttu máli frá stofnun sjóðs þessa. Sagði hann, að Rík- isútvarpið hefði lagt fram allt stofnfé til sjóðsins og greiddi þar að auki 5000 krónur á ári fram- vegis. Nota má til styrkveitinga árlega tekjur sjóðsins, sem eru fyrst og fremst vextirnir af stofnupphæðinni, auk þess hið árlega tillag Ríkisútvarpsins og í þriðja lagi gjald fyrir flutt efni, sem útvarpinu ber að greiða, en höfundar finnast ekki að. Kristján Eldjám gat þess að úthlutað yrði styrk á hverju ári til eins eða fleiri rithöfunda og væri einkum ætlazt til þess að hann væri notaður til utanfarar. Þá gat hann þess einnig að þess væri vænzt að verðlaunahöfund- amir létu útvarpinu í té nýtt efni eftir sig. GÓÐ SAMVINNA Þegar Kristján Eldjám hafði lokið máli sínu og afhent Snorra Hjartarsyni skáldi, sem viðstadd- ur var athöfnina, styrkinn, tók útvarpsstjóri til máls. Benti hann m. a. á, að útvarpið flytti lang- umfangsmestu kynningu á verk- um íslenzkra rithöfunda hérlend- is. Kvað hann samvinnu þessara aðila ávallt hafa verið hina beztu og sagðist vona, að svo yrði áfram. Akraiiessjómemi gera hærri kröfur EINV3 og skýrt ev frá á öðrum stað hér í Mbl. hafa samningar ekki tekizt milli útgerðarmanna og sjómanna á Akranesi um kaup og kjör sjómannanna á komandi vetrarvertíð. Eftir þeim upplýsingum sem blaðið hefur afiað sér um deilu þessa, hafa samningaumleitan- ir, sem hófust fyrir jól, farið út um þúíur. Samningar hafa eink- ura strandað á því, að Akranes- sjómenn hafa gert kröfu um tölu vert hærri kauptryggingu en þekkist annars staðar á landinu, en einnig hafa þeir borið fram fleiri kröfur varðandi kaup og kjör á komandi vertíð. í dag eiga sáttafundir að hefj- ast. Þeir fara fram hér í Reykja- vík og mun sáttasemjari ríkisins í vinnudeilum, Torfi Hjsrtarson, hafa milligöngu þar urn Silmatra að mestu d valdi uppreisnar- manna Sf|émarkreppa. Foriiiffi t«pp- reisnarmaniia handfekinn Djakarta, 2. jan. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. WNDÓNESÍSKIR herforingjar, sem sagt hafa skilið við ríkisstjóm- 1 ina í Djakarta, hafa nú óskorað vald yfir meginhluta Súmötru. Stjóm Sastromidjojo er nú í miklum pólitískum vanda, og á fimmtudag verður væntanlega úr því skorið, hvort hún verður að fara frá eða situr áfram og reynir að ráða bót á ástandinu. Full- trúar stærstu flokkanna, sem eiga sæti í stjóminni, munu koma saman til fundar í Djakarta til að ræða atburðina, sem átt hafa sér stað á stærstu og auðugustu eyju Indónesíu. Margir af kunnustu stjórnmálamönnum landsins eru þeirrar skoðunar, að hið tvísýna pólitíska ástand í landinu geti haldið áfram mánuðum saman. Hins vegar eru margir þeirra in ræður nú aðeins yfir litlu svæði á norðanverðri eyjunni. fúsir til að láta stjórnina sitja í von um, að ástandið versni og þvingi stjórnarflokkana til að gangast inn á breytingar á stjórn- inni. í þjóðernisflokki forsætis- ráðherrans virðist það vera út- breidd skoðun, að stjórnin verði að sitja, jafnvel þótt Masjumi- flokkurinn, sem á mestu fylgi að fagna á Súmötru og á 5 menn í stjórninni eins og þjóðernisflokk- urinn slíti stjórnarsamstarfinn. Þjóðernisflokkurinn telur sig munu njóta stuðnings hins rétt- trúaða flokks Múhammedstrúar- manna áfram, en hann á líka 5 menn í stjórninni. Geti hann líka tryggt sér stuðning kommúnisia, er talið vist, að stjórnin geti setið áfram. Þjóðernisflokkurinn á mest fylgi á Java og hefur frem- ur hinum flokkunum verið skot- spónn uppreisnarmanna. Hann hefur heitið á hina flokkana að styðja stjórnina, a. m. k. þangað til þingið kemur saman aftur 21. jan. n.k. Flokkur Múhammedstrúar- manna hefur fyrir sitt leyti lagt til, að stjórnin verði leyst upp þegar í stað og ný utanþings- stjórn mynduð undir forsæti fyrr- verandi varaforseta, Mohammeds Hattat. Á fimmtudag fara þrjár sendinefndir þingsins í rannsókn arför til Súmötru, þar sem stjórn- neitið skjótuna við“. Á föstudag var frá því skýrt, að foringi uppreisnarmanna, Maludin Simbolon heíði verið handtekinn af sveit brynvagna, en Djamin Ginting hefði tekið við af honum og svarið stjórn- inni hollustu sína. Ef trúa má útvarpssendingum uppreisnar- manna, er varlegra að taka þenn- an hollustueið ekki of alvarlega. f fyrrir viku kvaðst Simbolon ráða yfir mið- og norður-hluta Súmötru og lýsti yfir sjálfstæði þessa svæðis. Þegar Ginting tók við af honum, kvaðst hann mundu taka upp samband við stjómina í Djakarta, en útvarp uppreisn- armanoa segir hann vera alger- lega á handi þeirra, enda var hann undirmaður Simbolons. ALVARLEGT ÁFALL Uppreisnin á Súmötru er mjög alvarleg fyrir stjórnina í Djak- arta, þar sem 70% af erlendum gjaldeyri ríkisins kemur frá út- flutningi olíunnar á eyjunni. Samkvæmt umsögn sjónarvotta var Simbolon handtekinn með þeim hætti, að sveit brynvagna umkringdi hús hans í morgunsár- inu. Foringi hennar hrópaði: „Simbolon ofursti, það er bezt fyrir yður að gefast upp. Ef þér Vestmannaeyja og tveir fóru tii Akraness þar sem þeir munu vinna við sementsverksmiðju- bygginguna. TUNGUMÁLAERFIB- LEIKARNIR Allt er fólkið mjög vinnufúst og ánægt yfir því að það skuli nú fá gengið að störfum sínum á nýjan leik, fjarri byltingum og blóðsúthellingum. Helzti Þrándur í götu á vegi þess. eru íungumála-erfiðleikarn ir. Að undirlagi Rauða krossins mun væntanlega verða gengizt fyrir námskeiði í íslenzku í Náms- flokkum Reykjavíkur fyrir það. Róðrar að hef jast EINS og kunnugt er hefst vetrar- vertíð við Suð-vesturland í byrj- un janúarmánaðar. Gengið var frá samningum við ríkisstjórnina um starfsgrundvöll fyrir vélbáta- og togaraflotann fyrir yfirstand- andi ár rétt fyrir jólin og einnig var lokið við að gera samninga fyrir áramót um verð á fiski ti! fiskvinnslustöðva í landi. Þá var einnig lokið við að gera samninga við sjómenn á bátaflotanum *yrir áramót. Samningar við sjómenn á báta- ílotanum eru í tvennu lagi, ann- ars vegar kjarasamningar og hins vegar fiskverðssamningar. Kjara- samningar munu yfirleitt hafa verið framiengdir óbreyttir. í Grindavík og á Akranesi er samningum ekki lokið og hafa samninganefndir sjómanna og út gerðarmanna í þessum verstöðv- um nú óskað eftir aðstoð sátta- semjara rikisins við samningaum- leitanir. Róðrar geta því ekki hafizt í Grindavík og á Akranesi fyrr en samningar hafa tekizt með sjómönnum og útgerðar- mönnum. íslandsvinur lálinn HINN mikli sænski íslandsvinur, Ernst Steinberg, formaður Birka- gaardens Islands Cirkil í Stokk- hólmi, lézt á jóladag 59 ára að aldri. Hann hefir tvisvar komið hing- að til lands með hóp sænskra ís- landsvina og ráðgerði þriðju ferðina á næsta sumri. Steinberg verður jarðsettur næstkomandi mánudag, 7. janúar. Kennarar fólksins þar verða Aridrés Alexandersson og kona hans Nanna Snæland, en Andrés er Ungverji svo sem kunnugt er. Það af fólkinu, sem læknishjáip ar þarfnaðist, er undir læknis- hendi á sjúkrahúsum og er þar m.a. pilturinn, sem missti hand- legginn í bardögunum í Búdapest. SKORTIR HELZT IIÚSBÚNAD Eins og sakir standa skortir fólkið helzt húsbúnað, sængur og annað til húshalds og eru allir hvattir til þess að leggja hér fram lið sitt, sem geta og láta Rauða krossinn vita. Ekki þarf að taka það fram að gamalt er jafnkærkomið sem nýtt í þessum efnum. Þá vantar og 1 litla íbúð. Næstu mánuðina mun flótta- mannanefnd Rauða krossins hafa viðtalstíma með ungverska flótta fólkinu einu sinni í viku, og greiða fyrir því á þann hátt og aðstoða það eftir þörfum. Enn sem komið er hefir Rauði krossinn einn staðið straum a£ öllum kostnaðinum í sambandi við komu fólksins en margar rausnarlegar gjafir hafa borizt sem kunnugt er. Róðrar hófust í nótt f NÓTT er leið munu bátar í þeim verstöðvum, þar sem vinnu- friður er, hafa farið í róður, nema þá í Vestmannaeyjum, en þar var landlega vegna veðurs á rniðum bátanna. Það var t. d. búizt við að bátaflotinn i Keflavík og Sand gerði myndi almennt róa. Róleg áramót um allt land UM MIKINN hluta landsins var hið fegursta veður á gamlárs- kvöld. Úr öllum stærstu kaup- stöðum landsins berast þær fregn- ir að allt hafi farið fram með ró og spekt, en eitt slys varð hér í Reykjavík er Ágúst Jónsson, Klifvegi 5, sem er stýrimaður á Lagarfossi, slasaðist um borð í skipinu er stór raketta sprakk framan í hann. Hér í Reykjavík var mikill fjöldi af brennum um allan bæ- inn, stórar og smáar. Var margt fólk við brennurnar með börn sín. Laust fyrir miðnætti tóku skip- in í höfninni, en þar var allmargt skipa, að flauta og um miðnættiS var svo hundruðum ef ekki þús- undum flugelda skotið á loft. í simkomuhúsunum var mikil gleði og sltemmti fólk sér hið bezta á áramótadansleikunum. Óspektir voru engar á götunum og sem fyrr segir hinn bezti bæjarbrag- ur á. Fréttaritari Mbl. á Siglufirði sagði að svo hafi lognið verið mikið að við mörg hús í bænum logaði á kertum úti undir berum himni. Fagurt var að horfa upp í Hvanneyrarskál þar sem að vanda var allt uppljómað með fjölda blysa og þar undir mynd- uðu blys ártalið 1957. Það var margt um manninn á skemmtistöðum borgarinnar á gaml. árskvöld. Mvad þessa tók ljósmyndari blaðsins í Sjálfstæðishúsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.