Morgunblaðið - 03.01.1957, Side 3
Fimmtudagur 3. Jan. 1957
MORCUNBLAÐIÐ
3
Hann á að ryðja Snez-skarðinn
SAMEINUÐU þjóðirnar hafa fal-
ið bandaríska hersliöfðingjanum
Raymond A. Wheeler að stjórna
hreinsun 'Súez-skurðarins, sem er
mikið verk, þ.e. að fjarlægja um
25 skipsflök úr suðurhluta skurð-
arms og tvær brýr,.sem sprengd-
ar voru niður í hann.
Þótt allt hej'lið Breta og Frakka
«é horfið frá Port Said, hefur
verk þetta dregizt dag frá degi
af stjórnmálaástæðum. En þegar
mótbárum Egypta loks linnir, er
þess að vænta, að Wheeler'hers-
höfðingi liggi ekki á liði sínu,
heldur sýni hann sömu framtaks-
semina og dugnaðinn, sem svo oft
áður. En að sjálfsögðu er það
mjög mikilvægt til þess að hraða
verkinu, rð Egyptar hafa heim-
ílað notkun brezkra björgunar-
skipa.
★
Wheeler hershöfðingi er 71 árs
að aldri. Fæddist í bænum Peoria
skammt frá Chicago. Hann er há-
vaxinn maður, gengur þó fremur
álútur. f mörg ár hefur hann nú
starfað í Pentagon-hermálaráðu-
neytinu og kannast flestir í þeirri
stóru byggingu við gijáandi svart
yfirvaraskegg hans.
★
Hann hefur á langri starfsævi
Símaskákkeppni:
Stokkseyri - Patreks-
fjörður
PATREKSFIRÐI, 29. des.: —
Laugardaginn 29. des. var háð
símaskákkeppni milli taflfélag-
anna á Stokkseyri og Patreks-
firði. Keppt var á sex borðum
og fóru leikar þannig að jafn-
tefli varð á öllum borðum.
Fyrir hönd Taflfélags Patreks-
fjarðar kepptu eftir borðaröð:
Jenni Ólafsson, Þorvaldur Thor-
oddsen, Haraldur Jósteinsson,
Hannes Finnbogason, Ari Kristins
son og Hilmar Sigurðsson.
í fyrra kepptu þessi félög á
átta borðum og unnu Stokkseyr-
ingar með sex á móti tveimur.
— Karl.
Skók-keppnin
1. BORÐ
Svart: Akureyri
(Júlíus Bogas. - Jón Ingimarss.)
ABCDEFGH
ABCDEFGH
Hvítt: Reykjavík
(Ingi R. Jóhannsson)
11..... Hf8xDd8
2. BORD
Svart: Reykjavík
(Björn Jóhanness,-Sv. Kristinss.)
ABCDEFGH
í verkfræðingad.eild Bandaríkja-
hers starfað við nokkur hin mestu
stórvirki Eftir að hann lauk námi
í West Point herskólanum 1911,
réði hann sig til starfa við gerð
Panama-skurðarins. Hafði hann
þar með höndum stjórn vinnu-
deiida með stevpuhrærivélar og
sá um rekstur flutningajárn-
brauta. Eftir það fara lítt sögur
af honum, þótt hann ynni að
ýmsum byggingarframkvæmdum
í Bandaríkjunum á vegum hers-
ins. svo sem stíílugerðum o. fl.
Þegar Rússar urðu stríðsaðilar
við árás Hitlers 1941, ákváðu
Vesturveldin að veita þeim marg
háttaða aðstoð í baráttunni við
binn sameiginlega óvin, svo sem
með sendingum hergagna og vita.
En hvernig átti að koma hergögn-
unum til Rússlands. Ein flutninga
leiðin var j'fir Persiu. En sam-
göngur í því landi voru mjög ó-
fullkomnar, veikbyggðar járn-
brautir og götuskorningar.
m , i . , * I gær voru allar verzlanir bæjarins lokaðar, en þar var
rAfinriKl I VGtZl unum mesta annríki — vörutalning. Ljósmyndari blaðsins i
mynd í einni bókaverziuninni, er afgreiðslufólkið var að starfi.
samt hið
tók þessa
til Kákasus og tókst honum það
á undraskömmum tíma.
Að þessu afloknu var þörí fyrir
framtak hans í Indlandi. Japanir
höfðu náð á sitt vald mestöilu
Burma og þar með lokað Manda-
lay-veginum til Kina. Nauðsyn
,Þrfvíddarfónn
í Bæjarbíói
Wheeler hershöfðíngi
Wheeier hershöfðingja var falið
að endurbyggja allt samgöngu-
kevfi Persíu frá Persaflóa upp
Miklar úrkomur
SKRIÐUKLAUSTRI, 31. des.: —
Jólaveður var með afbrigðum
leiðinlegt hér í sveitinni. Byrjað
var að rigna á aðfangadag og
rigndi látlaust í nær tvo sólar-
hringa, á jólanótt og jóladag og
fylgdi suð-austan hvassviðri. Síð-
an hefur rignt flesta daga eða
verið krapaveður.
Úrkomumagnið í desember er
orðið geysimikið, enda er jörð
að verða forblaut og vegir að
spillast hér á dalnum. Snjólaust
er nú hér upp undir brúnir.
Sauðfé hefur verið létt á fóðr-
um hingað til, þar sem lengst af
hefur verið auð jörð. Jörð tekur
þó mjög að tapa krafti við þessar
látlausu úrkomur. — J.P.
HAFNARFIRÐI: — Bæjarbíó tók
fyrir nokkru í notkun nýjan sýn-
ingarútbúnað af fullkomnustu
gerð, en það eru sýningar á breið-
tjaldsmyndum með svokölluðum
„þrívíddartóni“ (segulstóns-stere
ophony). Er bíóið hið eina sinnar
tegundar hér á landi, sem hefir
slíkan útbúnað, og er tónflutn-
ingur Bæjarbíós nú fullkomnast-
ur allra kvikmyndahúsa hér á
landi.
Með tveimur þýðingarmiklum
tæknilegum nýjungum hefir Cin-
ema-Scope sýningaraðferðin á
skömmum tíma valdið byltingu í
sýningu kvikm., sem sé með breið
tjaldinu og segultóns „stereop-
hony“, sem kalla mætti „þrívídd-
artón“ á íslenzku. Nú er búið að
breyta 90% af öllum kvikmynda-
húsum í Bandaríkjunum og meira
en 60% í Vestur-Þýzkalandi fyrir
sýningar á Cinema-Scope kvik-
myndum., Þessar hlutfallstölur
sýna hversu mikla þýðingu þessi
nýja sýningaraðferð á kvikmynd-
um er talin hafa. Er hér um að
ræða mikla framför frá því, sem
áður var.
Bæjarbíó sýnir breiðtjalds-
myndina Horfinn heimur, sem er
ítölsk og hlotið hefir mjög góða
dóma. Er það falleg og vel tekin
mynd, þar sem hinn nýi útbúnað-
ur nýtur sín mjög vel. — G.E.
Bréf til Morgunblaðsins :
Fyrirspurn til innilutnings
yfirvnldanna
ABCDEFGH
Hvítt: Akureyri
(Ingimar Jónss. - Kristinn Jónss.)
U. Bc4—d3
ÉG KOM inn til bóksala milli
jóla og nýjárs til að panta mér
skólabækur fró útlöndum, sem
eru mjög dýrar. Sagði bóksalinn
mér þá, að þessar bækur mundu
nú stórhækka í verði vegna þess
að í nýju lögunum væri gert ráð
fyrir 16% gjaldi af yfirfærslu
vegna bókakaupa. Þetta finnst
mér ósanngjarnt. Því má ekki
undanskilja bækur ogannaðskylt
slíku gjaldi ef þetta er rétt, sem
bóksalinn sagði mér? Við íslend-
ingar þurfum mjög til annarra
þjóða að leita um bækur og ann-
að prentað mál. Það er okkar
gluggi út að umheiminum, í svo
mörgu tilliti. Við sem erum að
læra þurfum að borga þúsundir
fyrir erl. skólabækur og skóla-
tæki. Það ætti heldur ekki að
muna miklu, þó prentað mál væri
undanþegið þéssum skatti. Mig
langar að biðja Mbl. að koma
þeirri fyrirspurn til innflutnings-
yfirvaldanna hvort prentað mál
sé ekki undanþegið þessu nýja
gjaldi og ef svo er ekki hvort
þá sé ekki unnt að gera breyt-
ingu á því.
Háskólastúdent.
þótti að skapa Kínverjum nýja
lífæð, til að flytja þeim hergögn
cg vistir. Þá var ráðizt í að gera
Ledo-veginn frá Austur Indlandi
til Kína. Virlist mörgum það of-
ætlun, þvi að hann skyldi liggja
í gegnum frumskóga, fen og for-
æði. Wheler stjórnaði verkinu og
æðraðist ekki. Einnig því lauk
hann á skemmri tíma en áætlað
hafði verið og kom braut þessi
Kinverjum að miklu gagni.
Wheeler hefur jafnan verið
bjartsýnismaður, hvað örðug, sem
verkefnin hafa verið. — Ef mað-
tir byrjar á nýju verki, segir
hann, þýðir ekkert'að kveina yfir
þvi, að maður hafi ekki öll hin
beztu verkfæri. Það er bara að
] vir.na verkið með þeim verkfær-
um, sem maður hefur.
Ætluðu ú hengja leynilögregíumanninn
TORONTO. — Það bar við, er
hópur ungverskra flóttamanna,
sem hlotið hafði hæli í Kanada,
kom hingað til Toronto nokkrum
dögum • fyrir jól, að mikil óró
greip um sig meðal flóttamann-
anna, er þeir þekktu einn af fyrr-
verandi meðlimum ungversku
leynilögreglunnar (AVO) sín á
meðal. Ætlaði flóttafólkið að
þrífa mann þennan á götu úti og
hengja hann umsvifalaust í um-
ferðarljósastaur. Kanadiska lög*
reglan kom manninum til hjálp-
ar og tók hann með sér til ná-
lægrar lögreglustöðvar, en flótta
mannahópurinn fylgdi á eftir —
í mikilli bræði.
Kváðu Ungverjar þeir, er
manninn þekktu, að hann hafi
starfað í rússneskum njósnahring
í Búdapest — og mundi hann
sennilega hafa verið sendur af
kommúnistum til þess að njósna
um flóttamennina. Væri honum
ætlað að hafa upp á nöfnum sem
flestra flóttamannanna til þess að
kommúnistastjórninni í Ung-
verjalandi reyndist auðvelt að
koma fram hefndum á ættingj-
um þeirra, sem enn væru í heima
landiwi-
Unglinga
vantar til blaðburðar í
HáaEeitisveg
Sjafnargötu
Oðinsgata
AltiÉÖlsveg
Laugav. III.
Skeggjagötu
Laugav. efri
Laufásveg
Lönguhlíð
IVf.iklabraut
Kleifarvegur
Akurgerði
otgSttstMattft