Morgunblaðið - 03.01.1957, Síða 8
8
MORGUNBLAÐtÐ
Fimmtudagur 3. jan. 1957
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Ámi Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600.
Askriftargjaíd kr. 25.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
Álagningin og verðlagið
hjó kanpfélögunum
17'INS og kunnugt er hafa nú aft-
ur verið teknar upp verðlags-
hömlur á tilteknum vörutegund-
um í heildsölu. f því sambandi
hefur verið hafður uppi mikiix
áróður af hálfu stjórnarblaðanna.
Er látið í veðri vaka, að komið
hafi í ljós og um það liggi fyrir
,,gögn“ að heildverzlanir hafi
lagt „þriðjungi til helmir>gi“
meira á „ínargar hinar þýðingar-
Endurgreiðsla og
skattfríðindi
Fyrir neytandann skiptir það
auðvitað höfuðmáli hvert er út-
söluverðið úr búðunum. Ef út-
söluverð kaupfélaganna er upp
og ofan hið sama og gerist hjá
öðrum skiptir ekki máli fyrir
neytandann hvcrnig S.f.S. hagar
álagningu sinni. Sé það svo, að
álagnirxg SÍS í heildsölu sé svona
miklu lægri en hjá öðrum inn
mestu vörur, sem til landsins f t'lytjendum, eins og „Tíminn"
lætur í veðri vaka, þá hljóta kaup
félögin að hafa því hærri álagn-
ingu í smásölu, úr því útsöluverð-
ið er yfirleitt hið sama hjá kaup-
félögum og kaupmönnum.
Annars kemur margt til greina
í sambandi við álagningu, sem er
ekki annað en gjald fyrir þá þjón-
ustu, sem veitt er. S.Í.S. reiknar
t. d. kaupfélögunum vexti frá
söludegi en stórkanpmenn gera
það ekki. Þeir síðarnefndu dreifa
vörunni til smásalanna í Reykja-
vík og nágrenni án sérstaks
gjalds, en S.Í.S. sleppur við þenna
stóra kostnaðarlið. Aðstaða S.Í.S
til kaupfélaganna er allt önnur
hvað þessu viðvikur. Þannig er
margs að gæta í þessu sambandi
og vist er um það að úr því þeir
neytendur, sem við kaupfélög
skipta verða að greiða upp og of-
an sama verð og aðrir, þá er sýni-
legt að þessi lága álagning S.Í.S.,
sem Tíminn gumar af kemur
þeim ekki til góða.
„Tíminn" segir að ástæðan til
þess að verðlag kaupmanna og
kaupfélaga sé yfirleitt hið sama
sé að kaupfélögin hafi endurgreitt
viðskiptamönnum sínum að jafn-
aði urn 5 millj. kr. á ári á tíma-
bilinu 1946—1954. Hvort þessi
tala er rétt skal ósagt látið en
hitt er víst að almenningur hef-
ur vafalaust orðið að borga
flytjast" heldur en 'Samband ísl.
samvinnufélaga. Það var að von-
um að margir rækju upp stór
augu þegar „Tírnmn" og hin
stjórnarblöðin flutta þessi tíðindi.
Því var lofað að „gögn“, sem
sýndu þennan mikla mun á álagn
ingu hjá Sambandi ísl. samvinnu-
félaga og öðrum innflytjendum
yrði birt almenningi. Samband
ísl. samvinnufélaga og kaupfelög
þess hafa hingað til ekki verið
þekkt fyrir sérstakiega lágt verð
og komu því fregnirnar um hina
iágu álagningu Sambandsins
nokkuð á óvart.
Sama útsöluverð
Þegar rætt hefur verið um
verðlagseftirlit hafa málgögn
samvinnurekstrarins jafnan hald-
ið því fram að ekki væri þörí á
slíku eftirliti vegna þess að sam-
vinnufélögin gætu útvegað vörur
og tryggt þannig að almenning-
ur gæti fengið þær við sann-
virði. Kaupmenn og kaupfélög
hafa starfað hlið við hlið hér í
landinu á undanförnum árum.
S.Í.S. hefur flutt inn vörur fvrir
kaupfélögin en aðrir innflyíjend-
ur hafa séð kaupmönnum fyrir
vörum, auk þess, sem þeir hafa
flutt allmikið inn sjálfir. Bæði
kaupmenn og kaupfélög hafa svo
verzlað með íslenzkar iðnaðar-
vörur.
Nú hefur sú reyndin orðið á að
vöruverð hefur upp og ofan ver-
ið hið sama hjá kaupmönnum og
kaupfélögum. Almenningur hef-
ur ekki orðið annars var Ef svo
hefði reynzt að vöruverð aefði
yfirleitt verið Iægra hjá kaupi'é-
lögum en kaupmö:—um hefði
reyndin hlotið að verða sú, að
viðskipti hefðu lagzt til kaupfé-
laganna en frá kaupmönnum. En
svo hefur ekki verið. Hér í
Reykjavík starfar stórt kaupfé-
lag, KRON, sem er eitt af félögum
Sambands ísl. samvinnufélaga.
Það er alkunnugt að á síðari ár-
um hefur þetta félag barizt í
bökkum og engan arð getað greitt
meðlimum sínum. Sé það raun-
verulega svo að nlagning S.Í.S. sé
„þriðjungi til helmingi lægri“ á
„mörgum hinum þýðingarmestu
vörutegundum, sem til landsins
flytjast", en gerist hjá öðrum
innflytjendum þá hefði vöruverð-
ið hjá kaupfélögunum svo sem
t. d. KRON átt að vera miklum
mun lægra en hjá kaupmönnum
ef allt væri með feldu. En vöru-
verðið hefur yfirleitt verið hið
sama, eins og áður er sagt.
UTAN UR HEIMI
^jaóóer ua á
3/ö(di Cc
ur
i
óeóót
er þarfnast nú meira en rúss-
neskra vopna. Hann þarfnast fjár
til þess að reisa efnahag landsins
við
Cf.yjota
fJh L
MUYl
di pa
cj.na
1 lestir stjórnmálasér-
fræðingar eru þeirrar skoðunar,
að Nasser hefði ekki setið deg-
inum lengur í valdastóli, ef
ísraelsmenn hefðu einir síns liðs
sigrað Egypta. Það voru Bretar
og Frakkar, sem björguðu Nasser
og gerðu hann að píslarvotti. 1
rauninni hefði Nasser ekki notiö
píslarvættisins lengi, ef Bretar og
Frakkar hefðu ekki verið hindr-
aðir í hernaðaraðgerðum sínum,
því að þeir hefðu tekið Súez-
skurðinn herskildi innan 24
stunda, er vopnahléið var gert.
Egypzku „sjálfboðaliðarnir“
hefðu heldur ekki getað hjálpað
Nasser, enda þótt þeir hefðu skor-
izt í leikinn, því að allur egypzki
herinn óttaðist slíkt jafnmikið og
Bandaríkjamenn. Það voru Banda
ríkin sem björguðu Nasser. —
Þannig kemst bandarískur stjórn-
málafréttaritari í Kairo að orði í
grein, sem birtist fyrir skömmu í
bandaríska tímaritinu „The
Reporter“. Mörg atriði, sem fram
koma í grein þessari eru athyglis-
verð, því að auðséð er, að höf-
undurinn hefur gert sér far um
að reyna að skyggnast bak við
tjaldið í Egyptalandi — og bregð-
ur hann nú upp mynd af ástand-
inu í herbúðum Nassers. Verður
hér drepið á nokkur meginatriði
greinarinnar.
i að er alkunna, að
Nasser missti í átökunum við
ísraelsmenn, Breta og Frakka,
nær helming allra þeirra nýtízku
vopna, er hann hefur fengið frá
kommúnistaríkjunum að undan-
förnu. Það er einnig alkunna, að
Nasser fyrirskipaði hersveitum
sínum á Sinai-skaganum að halda
undan eins hratt og unnt var eftir
þriggja daga bardaga við ísraels-
menn. Það er ennfremur alkunna,
að mjög lítill herstyrkur var til
varnar í Port Said gegn innrás
Breta og Frakka. Meginherafli
Egypta var í Kairo. Um þetta
veit egypzka þjóðin ekkert. Enda
,, , . . . þótt herinn geri sér grein fyrir
miklu meira en þessa upphæö I þessu _ þá hefur hinn geysilegi
fyrir samvinnureksturinn vegna
þeirra skattfríðinda, sem hann
r.ýtur.
„Endurgreiðs1a“ samvinnu-
rekstrarins er ekki nema brot
af því, sem hann hefði átt að
greiða til opinberra þarfa ef
hann nyti þar ekki fríðinda,
sem aliur almenningur verður
að borga fyrir.
áróður Nassers í blöðum og út-
varpi um „hetjulega vörn“ og
„glæsilega uppgjöf" Egypta náð
tökum á þjóðinni. Nasser fyrir-
skipaði undanhald vegna þess að
hann varð umfram allt að bjarga
hernum. Án hersins voru dagar
hans í valdastóli taldir.
önnum er tíðrætt um
vaxandi samskipti Egypta og
aná
Rússa og breikkandi bil milli
Egyptalands og lýðræðisríkjanna.
Þeir, sem til málanna þekkja, eru
ekki í vafa um það, að Nasser er
hreinræktaður tækifærissinni. —
Engum getum skal að því leitt
hvort synjun Bandaríkjanna um
fjárstuðning til byggingar Aswan
stíflunnar hefur orðið þess vald-
andi, að Nasser hefur hneigzt
meira í austurátt en ella. Hins
vegar er það ljóst, að ekki þýðir
fyrir Bandaríkin að reyna að
kalla fram stefnubreytingu í her-
búðum Nassers með þvi að hjálpa
honum út úr ógöngunum með
fjárhagslegri aðstoð. Frá árinu
1952 hafa Bandaríkjamenn veitt
Egyptum 117 milljón dollara fjár-
hagsaðstoð, en frá Rússum hafa
Egyptar ekki hlotið svo mikið
sem eina rúblu. í Egyptalandi er
þéssi aðstoð Bandaríkjanna ekki í
hámælum höfð — og reynt er að
gera sem minnst úr henni.
★
R<
ússar hafa látið'Egypt
um í té meiri vopn en her þeirra
hefur not fyrir. Þeir hafa yfir-
boðið baðmullina, sem er aðalút-
flutningsvara Egypta. Baðmullina
selja Rússar síðan til annarra
landa á markaðsverði. Tito að-
N A S S E R
varaði Nasser á Brioni-fundinum
— og sagði, að hann skyld. var-
ast að láta Rússa hafa meira en
25% af baðmullarframleiðslunni,
til þess að koma í veg fyrir að
Egyptar yrðu þeim efnahagslega
háðir. í ár hljóta kommúnistarík-
in hins vegar meira en 50% af
baðmullarframleiðslu Egypta —
og er það um 90% af útflutn-
ingsverðmætum þeirra. En Nass-
Stórþjófnaður á þakplötum hér í bæ
CM SÍÐPSTU helgi var fram-
inn stórþjófnaður hér í bæ.
Einhverjir bíræfnir þjófar
gerðu sér lítið fyrir og stálu
185 þakjárnsplötum frá bygg-
ingasamvinnufélagi, sem er að
smíða húsið að Kleppsveg 12.
Þar lágu plöturnar og voru
margar festar saman með járn
um, svo að hér hafa áreiðanl.
verið á ferð 2—3 fílefldir karl-
menn, þar eð plötur þessar eru
mjög þungar, þegar margar
eru festar saman. Menn þessir
hafa verið á vörubíl og sjást
förin eftir hann við húsið.
Rannsóknarlögreglan segir
að stolnu plöturnar séu mjög
verðmætar, enda er hér um
heilt bílhlass að ræða. Er áætl-
að að tjón byggingarfélagsins
nemi nokkrum tugum þús-
unda, en auðvitað verður allt
gert til þess að liafa upp á
þjófunum — og plötunum.
Rannsóknarlögreglan hcitir á
bæjarbúa að veita henni úla
þá aðstoð sem þeir geta, svo
að unnt verði að upplýsa mál-
ið. Er sennilegt að einhverjir
hafi orðið varir við ferðir þjóf
anna og ættu þeir að hafa sam
band við rannsóknarlögregl-
una hið fyrsta. Einnig ættu
menn að tilkynna þegar alla
grunsamlega flutninga á þak-
plötum um síðustu helgi.
Menn ættu að minnast þess
að upplýsingar um hin
minnstu smáatriði gætu komið
að góðu gagni.
★
N<
asser hefur í þessu
skyni gripið til mjög illa þokk-
aðra ráðstafana, ráðstafana, sem
eru fádæma ósvífnar. Hann gerir
alla útlendinga — og þá aðallega
Gyðinga, Breta og Frakka —
landræka og tekur eignir þeirra
eignarnámi. En þetta mun ekki
nægja Egyptum — og þeir einu,
sem hjálpað gætu — eru Banda-
ríkjamenn. En mundu Bandaríkin
þá ekki komast í aðstöðu Breta,
sem er svo augljós á eftirfarandi
orðum háttsetts Egypta: „í dag
klæðist ég brezkum fötum, brezk-
um sokkum, brezkum slcóm — og
ég berst við Breta. Á morgun
mun ég klæðast amerískum föt-
um, amerískum sokkum, amerísk-
um skóm — og .... “ En Banda-
ríkjamenn gætu reynt að hlaupa
undir bagga með Egyptum.
Hversu mikið þeir þarfnast er
ekki vitað, en yrði Nasser boðin
ein billjón dollara mundi hann
krefjast tveggja billjóna — og
fengi hann það — þá krefðist
hann þriggja.
xlð nafninu til er komm
únistaflokkurinn bannaður í
Egyptalandi. Bann þetta er aðeins
á pappírnum, því að kommún-
istar gegna mörgum æðstu stöð-
um í landinu — sérstaklega í
blaðaútgáfu og annarri frétta- og
áróðursstarfsemi. Hins vegar sitja
margir í fangelsi á þeim forsend-
um, að þeir séu kommúnistar.
Sannleikurinn er samt sá, að
menn þessir eru flestir mennta-
menn, sem geta ekki fellt sig við
einræðisstjórn Nassers. Þeim er
varpað í fangelsi undir fyrr-
greindu yfirskini.
í öllum Arabaríkjunum rekur
Nasser geysilegan undirróður.
Fjölmargir útsendarar hans hafa
verið teknir höndurA — og vafa-
laust mundu leiðtogar flestra
Arabaríkjanna gleðjast af að sjá
Nasser steypast úr einveldisstóli.
N,
asser er hætt við f alli.
Mikill fjöldi Egypta óskar honum
f alls — og eru það m. a. miðstétta-
menn og menntamenn. Einnig
hefur ótti gripið um sig í hernum
— og álitið er þar, að landið
verði innan skamms gjaldþrota
— og þá muni Nasser varpa því
í faðm Rússa. Herforingjum þeim,
sem styðja Nasser fer stöðugt
fækkandi — og sagt er, að þeir
séu nú aðeins um 50. En Nasser
telur stuðning þeirra mikilsverð-
an — og launar vel. Einn af öðr-
um hljóta þessir dyggu sveinar
íburðarmiklar íbúðir, gljáandi
bifreiðir, vel launaðar og tignar
stöður.
B
andaríkjamenn virð-
ast hikandi við að taka ákvörðun
um það hvort þeir eiga að standa
með eða á móti Nasser, manni —
sem virðist jafn-hættulegt að
styðja og að vera í andstöðu við.
En ekki má lengi dragast að taka
slíka ákvörðun. Nasser er í geysi-
legri klípu. Honum hefur mis-
heppnazt — og öngþveiti ríkir 1
efnahagsmálunum. Hermenn hans
koma brátt heim af vígstöðvun-
um — og sögur þær, er þeir munu
segja, munu reynast Nasser hættu
legar. Ef hann óttast ekkert frek-
er en að bardagar brjótist út á
ný við Súez — hvers vegna er
Kairo þá yfirfull af hermönnum,
sem eru reiðubúnir til þess að
grípa til vopna á stundinni?