Morgunblaðið - 03.01.1957, Side 9
£lmmtudf>gur S. Jan. 1957
MO*CUNBLAÐlÐ
9
’arnarbandalög eru óhjákveenúleg
Jb/óð veröur ekki kúguS fil lang-
frama, sem aldrei lœtur bugasf
Áramótaávarp forsefa íslands
á nýjársdag
Góðir íslendingar!
ÉG flyt yður héðan frá Bessa-
stöðum kærar jólakveðjur og
beztu nýjársóskir frá okkur hjón-
um, og innilegar þakkir fyrir
gamla árið. Við höfum margs að
minnast með bljúgum og þakklát-
um hug, þó ekki verði það nánar
rakið.^
Ég flyt hér í senn jóla- og
nýjárskveðjur, því nýjársdagur-
inn er hinn gamli áttadagur jóla.
Enn loga jólaljósin, og jólafriður
og grið sett með mönnum. Jafn-
vel í heiðni ríkti friður um jólin,
og með kristninni kom fyrirheitið
um „frið og velþóknun“. Það vaeri
vel, ef jólagleði með nýjárskrafti
mætti fylgja oss eins og tvístirni,
og eftir stjörnum skal stýrt, þó að
gefi á bátinn.
Ef litið er yfir liðið ár, þá er
margs að minnast með gleði, við-
kvæmni og sorg. En þannig er
lífið að vér þekkjum það ekki
sem samfelldan fögnuð. En við-
kvæmnin umlykur í endurminn-
ingunni hvort tveggja, gleðina og
sorgina. í sameiningu getum vér
þakkað gott árferði og góðan afla
til lands og sjávar. Úr þjóðlífinu
minnumst vér allmikilla ótaka,
kosninga og stjórnarskipta, sem
jafnan orka tvímælis á líðandi
stund. í mannlegri sambúð og
samstarfi getum vér ekki vænzt
kyrrstöðu, nema þá fyrir þrekleysi
eða þrælkun. En hvorugt getur
kallazt friður í fvllingu þess orðs.
í þjóðfélagi eru mörg öfl að verki,
sem ýmist sundra eða sameina,
og friður og farsæld máske helzt
fólgin í jafnvægi kraftanna —
líkt og þegar aðdráttar- og mið-
flóttaöfl halda jörðinni á sinni
föstu braut. Slíka kjölfestu verða
lýðfrjálsar þjóðir að láta sér
lynda.
íslenzk þjóð ræður nú sjálf öll-
um sínum innanríkismálum, enda
er sjálfs höndin hollust, og þjóðin
er einnig fullvalda í öllum skipt-
um við önnur lönd á þessum
hnetti, sem nú er orðinn svo ótrú-
lega lítill á öld hraðans og tækn-
innar. Þar steðjar að oss nýr
vandi, eins og raunar flestum öðr-
um, en máske nýstárlegri fyrir
oss en marga aðra, þar sem breyt-
ingin á tækni og hugarfari í al-
þjóðaskiptum verður einmitt á
þeim áratugum, þegar íslending-
ar voru að taka við framkvæaid
og ábyrgð sinna utanríkismála.
öfgar og einræði, stígvélabrokk
og vopnakliður fór sífellt vax-
andi milli heimsstyrjalda. Hún
var máske ekki síður glöggskygn
en Chamberlain, gamla konan,
sem sagði um það leyti, sem
Hitler varð kanslari: „Það skal
ég segja ykkur, að þetta endar
ekki fyrr en þeir eru búnir að
drepa einhvern!“ Hún reyndist
alltof sannspá gamla konan, svo
að ekki hefur verið hægt að tala
um öruggan frið allt fram á þenn-
an dag.
Framan af síðastliðnu ári ólu
ýmsir í brjósti vaxandi vonir um
alþjóðafrið. Hlýr andvari frá
Genf og fordæming á ógnarstjórn
Stalins líktist dagrenningu. En
það sat við orðin ein. Engin hin
stærri ófriðarefni og vandamál
þjóðanna voru leyst. Og svo skall
á stórhríðin. Frjálsræðiskröfur
ungverskra stúdenta, verka-
manna og bænda sigruðu, og þjóð
in naut sigursins í tvo daga. En
á undanförnum tveim mánuðum
hefur allt verið bælt niður með
erlendum stríðsvögnum og blóðið
streymt um göturnar. Hinn frjálsi
heimur hefur horft á með skelf-
ingu, en enginn árætt að koma
til hjálpar öðrum en þrautpínd-
um flóttamönnum, sem sloppið
hafa yfir landamærin. Vér ís-
lendingar þekkjum pað, að horfa
upp á skipsstrand, þar sem einn
tínist úr reiðanum af öðrum, og
engri hjálp verður við komið. Það
er hryggilegur atburður að vita
af heilli þjóð í sama háska svo
vikum skiptir.
Ég færi þetta í tal ekki sízt
in eru verkin, sjálfur veruleik-
inn. Þetta skyldu allir athuga vel,
hvort sem þeir búa við einræði
eða lýðræði. Mark þurfa allir að
setja sér, einstaklingar, flokkar
og þjóðir, — göfugt markmið, og
velja leiðina í samræmi við það.
En af leiðinni, sem farin er, má
alltaf marka hvert stefnir.
Ég drap á það, að útlit er nú
uggvænlegt í alþjóðamálum. Það
getur brugðið til beggja vona, og
þó ekki líklegt að skjótlega ráðist
úr. En það mundum vér íslend-
ingar helzt kjósa, að ágreinings-
mál séu leyst af alþjóðasamtök-
um og einstök ríki ráðist ekki
reiðubúinn, segir rússneskur máls
háttur. Vér höfum séð í síðustu
styrjöld hvernig eitt hlutlaust
ríki var hertekið af öðru, sem
töldu sér öruggast að vera í engu
varnarbandalagi. Og ekki verður
hlutleysið meiri vörn hér eftir.
Á þá staði, sem mikla hernaðar-
þýðingu hafa, og engar varnir eru
fyrir, yrði ráðizt með svo skyndi-
legum hætti, að ekkert tóm væri
til neinna ráðstafana. Varnar-
bandalög eru því óhjákvæmileg,
en bezt færi á því, að Sameinuðu
þjóðunum yxi svo fiskur um
brygg, að önnur bandalög yrðu
óþörf, óg mundu engir fagna því
meir en íslendingar.
Hitt er þó rétt, að engin þjóð
verst öllum aðsteðjandi hættum
með vopnunum einum. Eitt er
vopnavald og annað er manndóm
ur, og mikið afl getur búið í em-
huga þjóð. Sú þjóð verður ekki
kúguð til langframa, sem aldrei
lætur bugast. Á hættunnar stund
verður þó að mæta vopni með
vopni. Það er enginn svo mikill
af sjálfum sér, að skotvopn í
höndum lítilmennis geti ekki ráð-
ið. niðurlögum hans. Þroski þegn-
anna og menning þjóðarinnar er
sú landvörn, sem vér getum
Ásgeir Ásgeirsson forseti í einkaskrifstofu sinni að Bessastöðum
vegna þess, að það er ekki ein-
stæður atburður. Slíkt gæti vart
hafa skeð, nema af því &ð hugar-
farið hefir spillzt síðustu áratug-
ina. Heimurinn hefur beðið tjón
á sálu sinni. Síðustu þrjá til fjóra
áratugina hafa nrlljónir fiótta-
manna streymt frá átthögum sín-
um um framandi lönd, og nú er
einn hópurinn kominn hingað í
boði íslenzka ríkisins. Veri þeir
velkomnir í raunum sínumíÞað
má vera illkynjuð meinsemd,
sem veldur því, að flóttamanna-
straumurinn heldur stöðugt
áfram. í áratugi hafa milljóna-
þjóðir verið sviptar frelsi, frelsi
til að segja hug sinn, atvinnu-
frelsi og frelsi til að hafa áhrif
á landsstjórn. Þær njóta engrar
réttarverndar. Lögreglan getur
drepið á dyr á næturþeli, og
ættfólk er kvalið og þrælkað,
hver í annars stað. Pyndingum
er beitt til sagna og játninga, —
og lengra mætti telja, þó nú sé
nóg sagt. Þegar svo er komið víða
um lönd um innlent stjórnarfar,
hverju má þá treysta um friðsam-
leg skipti þjóða á milli?
Ég á hér ekki við neina ein-
staka þjóð, heldur alla flokka og
þjóðir, sem á síðari tímum hafa
horfið aftur til harðstjórnar og
ofbeldis og vilja, í orði kveðnu,
kúga mannkynið til þroska og
þúsundáraríkis. Því heyrist stund
um fleygt, að tilgangurinn sé
göfugur, og markinu verði náð
um siðir. Menn verði að sætta
sig við ýmislegt til bráðabirgða
til að geta höndlað hnoss ham-
ingjunnar á leiðarenda. En er það
nú víst, að harðstjórn sé nauð-
synleg til að allir geti orðið frjáls
ir um síðir, að miskunnarleysi
leiði til réttlætis, og að hatur sé
undanfari bræðralagsins? Tilgang
urinn helgar meðalið, er gömul
Jesúitasetning, sem fengið hefur
óorð á sig af þeirri auðskildu
ástæðu, að meðalið veldur mestu
um það, hvaða marki er náð
Tilgangurinn er aðeins fjarlæg
hugmynd eða kenning, en meðöl-
fram fyrir fylkingar til að reka
réttar sins eða óréttar. Vér fögn-
um því, að Súez-málin eru nú í
höndum hinna Sameinuðu þjóða,
og mikið er undir því komið, að
þeirri alþjóðalögreglu, sem nú
hefur venð stofnuð vaxi ásmeg-
in, svo hún verði þess umkomin,
að setja niður deilur og koma í
veg fyrir að ófriður brjótist út.
En til þess að alþjóðasamtök verði
þess megnug að skera úr deilum
og tryggja frið, þá þurfa hinar
einstöku þjóðir að reynast traust-
ir félagar samtakanna og leggja
sig fram um að styrkja þau í
framkvæmd. Þar er engin und-
antekning. Á því höfum vér ís-
lendingar sýnt skilning, enda eig-
um vér ekki minna í húfi en aðr-
ar bjóðir. Vér eigum þó því að
fagna að búa við gott nágrenni
öflugra þjóða, sem hafa reynzt
óáreitnar og vinsamlegar í stríði
og friði. Um legu landsins og ná-
grenni þurfum vér ekki að kvarta
og er skylt að viðurkenna það,
og þakka það sem vel er gert.
Það hafa ekki allir sömu sögu
að segja.
Þjóð vor er um margt sérstæð.
Forfeður vorir komu að óbyggðu
landi, og þurftu engum að ryðja
úr vegi. íslendingar hafa í engri
styrjöld átt, hvorki til sóknar né
varnar. Mannvíg á hinum fyrstu
öldum áttu mjög rót sína til þess
að rekja, að ættir og goðar urðu
sjálfar að halda uppi lögum og
fullnægja dómum. Borgarastyrj-
öld hefir hér ekki verið síðan á
þrettándu öld. Vopnaburður var
snemma lagður niður, og hvorki
líklegt né æskilegt að hann verði
aftur upptekinn, enda nóg annað
að starfa fyrir fámenna þjóð á
ófriðartímum en að berjast með
lánuðum vopnum, sem atvinnu-
hermenn þarf til að beita. Þjóðin
er friðsöm og óáleitin, má vera
að nokkru vegna fámennis, en
þessi staðreynd er öllum kunn.
Og þó nægir það engri þjóð
styrkt og aukið, og kemur að
liði jafnt í friði sem ófriði. Á
Sturlungaöld reyndist sundrung
höfðingjanna og samdráttur auðs
og valda á fáar hendur hættu-
legast sjálfstæði íslendinga. Og
mun sú enn verða reyndin, að
dreifing auðs og valda og ein-
drægni á alvörustundum, mun
reynast þjóðinni drýgst til lang-
lífis í landinu. Leitin að því, sem
sundrar og skilur, er rekin af of
miklu forsi, og jafnvel ekki dæma
laust að þeir geti vart orðið sam-
ferða, sem þó eru sammála. Ná-
unganskærleikur heitir svo, af því
hann á að byrja heima fyrir, en
ekki einhverstaðar úti í löndum.
Þó að í odda skerist, eins og alltaf
verður öðru hvoru í mannlegri
sambúð, þá eru landsmenn hver
annars náungi, og .ættjörðin er
fyrst og fremst þjóðin sjálf, sem
nú býr í landinu. Það mundi
reynast erfitt í framkvæmd að
hatast í heilum flokkum, og þjóna
þó ættjörðinni af fullri hollustu.
Ég á ekki við, að þjóðareiningin
þoli engin átök, síður en svo,
heldur hitt, að ísland megi ekki
vera án þess afls, sem „þjóð sem
veit sitt hlutverk" hefir á örlaga-
tímum. Það afl réði úrslitum í
hinni langvinnu baráttu fyrir að
ná íslenzkum lögum og fornum
landsréttindum.
Vér þurfum ekki að vera böl-
sýnir, íslendingar. Hugarfar er-
lendrar harðstjórnar og kúgunar,
hefir hér landvættum að mæta.
Vér höfum tekið mikinn arf, sem
ríkir í hugsunarhætti fólksins.
Þar á virðingarleysið fyrir mann-
réttindum, mannlífi og mannslíf-
um sér ekkert hæli. Vér erum
með réttu stoltir af vorri eigin
sögu og varðveitum samhengi
hennar. Hún hefir verið lífgjafi
á niðurlægingartímum, og eld-
stólpi á uppgangstímum. Þegar
vér lítum til baka, yfir síðustu
hundrað ár þá gleðjumst vér yfir
því, hve vel hefir miðað áfram,
máske hægt framan af, en hröð-
um skrefum á þessari öld. Vér
þurfum hvorki að gráta dóms-
morð né bræðravíg. ..Þau afhroð
sem vér höfum goldið eru af
slysum í harðri lífsbaráttu. Vér
njótum pólitísks jafnréttis, rétt-
aröryggis, batnandi lífskjara og
og vaxandi jafnræðis. Menntir og
listir blómgast, og vér fögnum
þegar íslendingar vinna afrek
t.d. í bókmenntum, skák og íþrótt-
um á alþjóðavettvangi. Það vekur
metnað og kveikir þrótt hinnar
upprennandi kynslóðar, sem tek-
ur við varla hálfnumdu landi.
Hún hefir vaxið upp við mikil
umskipti, og mun taka föstum
tökum á hinum nýja tíma.
Þetta er gróandi þjóðlíf, og
Guð veiti oss á komandi ári hand
STAKSIEINAR
Olíuandinn og verðlags-
eftirlitið.
í umræðum á Alþingi rnn skatta-
frumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir ..
jólin töluðu ráðherrarnir f jálglega
um það, að verðlagseftirlit ætti
að koma í veg fyrir hækkanir
vöruverðs þrátt fyrir hinar miklu
álögur. Var þá á það bent af
hálfu Sjálfstæðismanna að okur
það, sem Olíufélagið hefur samið
um við ríkisstjórnina gæfi ekki
glæsilegt fyrirheit um góðan ár-
angur af verðlagseftirliti stjórn-
arinnar.
Er það olíuandinn, sem á að
ráða í verðlagsmálunum? spurði
Gunnar Thoroddsen.
Stjórnin svaraði því engu. Dag-
inn aður höfðu hennar eigin
fylgismenn í bæjarstjórn Reykja-
víkur talið sig knúna til þess að
samþykkja með Sjálfstæðismönn-
um vítur á oliusvindlið.
Ráðamenn stjórnarflokkanna
trúa ekki sínu eigin fimbulfambi
um að hinar hrikalegu nýju álög-
ur hafi ekki áhrif á verðlagið.
Formaður Alþýðuflokksins lýsir
því t.d. hreinlega yfir í áramóta-
hugleiðingum sinum að auðvitað
hljóti hinir nýju skattar og toll-
ar að hafa í för með sér hækk-
andi verðlag.
til öryggis. Þó þú gerir þig að
sauðkind, þá er úlfurinn jafn1 leiðslu á brautum ríkis síns.
Afsökunartónn forsætis-
ráðherrans.
Það var mikill afsökunarhreim-
ur í áramótaræðu forsætisráð-
herra vinstri stjórnarinnar á gaml
árskvöld. Það var auðheyrt að
hann hafði fundið anda kalt að
ráðstöfunum stjórnar hans í efna-
hagsmálunum. Fylgjendur vinstri
flokkanna höfðit búizt við „nýrri
stefnu“ og „nýjum úrræðum“,
eins og þeim hafði verið lofað.
En svo kom ekkert nýtt. Vinstri
stjórnin átti þá eftir allt saman
ekkert „patent“ á nýjum snjall-
ræðum til þess að sigrast á dýr-
tíðinni og erfiðleikum framleiðsl-
unnar. Hún sá enga leið aðra en
þá, að vaða lengra út í kviksyndi
uppbóta- og styrkjastcfnunnar.
Hinir nýju skattar og tollar
munu hækka verðlagið, einnig á
mörgum nauðsynlegum hlutum.
Það mun almenningur finna, á
næstu mánuðum. Það er hann,
sem á að bera drápsklyfjarnar.
Eftir allt saman eru það hans bök,
sem vinstri stjórnin leggur byrð-
arnar fyrst og fremst á.
Uggvænlegar horfur
í alþjóðamálum
Þeir sem hlustað hafa á ræður
og ávörp leiðtoga hinna ýmsu
þjóða og landa um áramótin hafa
heyrt það greinilega, hve almennt
er nú litið dökkum augum á á-
standið í alþjóðamálum. Hjá leið-
togum lýðræðisþjóðanna var
undirtónninn sá, að heimsfriðnum
stafaði nú meiri hætta af liinum
alþjóðlega kommúnisma en
nokkru sinni fyrr. Þess vegna
yrðu frelsisunnandi þjóðir að
vera varar um sig, treysta sam-
tök sín og varnarviðbúnað. Það
er vissulega kaldhæðni örlag-
anna, að á sama tíma sem allur
hinn frjálsi heimur á í vök að
verjast gegn ofbeldis- og skemmd
arstarfi kommúnista þá skuli hinn
fjarstýrði flokkur sitja í ríkis-
stjórn á íslandi og hafa hér sí-
vaxandi áhrif á stjórn landsins.
Því miður hefur þessi staðreynd
nú þegar valdið Islandi miklu
tjóni og álitshnekki.