Morgunblaðið - 03.01.1957, Síða 10

Morgunblaðið - 03.01.1957, Síða 10
10 MORCVTVBL4Ð1Ð Fimmtudagur S. jan. 1957 Fréttabréf frá Gautaborg: Lengsta hengibtú í Evrópu — Del eeium tremens hefir tífaldazt — Cautaborg sjónvarpsmiðsfoð IÆNGSTA HENGIBRÚ í EVJRÓPU RÁÐGERT er að byggja yfir Göta Álv (Gautelfur) risastóra hengibrú, sem verður sú staersta sinnar tegundar í Evrópu. Brúin verður hvorki meira né minna en 840 metrar á lengd og þar af 500 metrar á milli stöpla. Þá verður hún 25 metrar á breidd. Á bökk- unum sitt hvoru megin árinnar verða byggðir 115 metra háir stöplar, sem eiga að bera uppi strengina. Kostnaðurinn við smíði brúar- innar er áætlaður 75 milljónir sænskar krónur. Kostnaður við jarðgöng undir ána, sem voru ráðgerð áður en búin kom til sög- unnar, var áætlaður 107 milljón- ir. Nú heíir hins vegar brúar- smíðin orðið ofaná. Hafnarstjórinn hér, sem verið hefur í nefnd þeirri, sem um mál- ið fjallaði, taldi fram fjórar or- sakir til þess að ráðist verður í smíði brúarinnar: Umferðin hefur vaxið svo sið- an 1946, þegar jarðgöngin voru ráðgerð að hugmyndin um þuu geta ekki staðist þá auknmgu. Byggðin I þeim borgarhluta er veit að brúnni í norður nefur aukizt meira en gert var ráð fyrir 1946. Það þriðja og ef til vill það þýðingarmesta er að ráðgert l>rf- ur verið að byggja enn eina brú yfir ána í eystri hluta borgarinn- ar. Síðasta atriðið er að Göta Álvsbron gamla hefur verið breikkuð og bötnuðu umferðar- möguleikarnir við það að mikl- um mun. Brúin verður 45 metra yfir vatnsborði, sem hefur það í för með sér, að næstum öll skip geta siglt undir hana, því það eru að- eins risaskipin, sem hafa siglu- tré, sem eru hærri en 45 metrar. Tvö nýjustu skip Sænsku Ameríkulínunnar, Kungsholm og Gripsholm, verða að fella sín siglutré til þess að komast undir. Þess má geta að brúin yfir Eyrar- sund er einnig ráðgerð 45 metrar yfir sjávarmál. Með allri þeirri tækni, sem fyr- ir hendi er, mun brúin ekki verða fyrir gereyðileggingu af sprengju árás, nema um atomsprengju verði að ræða. Árlegur reksturskostnaður við brúna mun verða rú .ilega 4,5 milljónir króna. Smíðin mun taka 5 ár. Myndin sýnir brúna frá inn- siglingunni. DELERIUM TREMENS TÍFALDAST Fyrsta árið, sem vínið hefur verið óskammtað hér, hefur haft í för með sér aukningu á neyzlu áfengra drykkja. Sem dæmi um það má nefna það, að „delerium tremens“ hefur aukizt svo ískyggi lega, að samkvæmt útreikningum og skýrslum frá drykkjuhælum, mun vera um tífalda aukningu að ræða. Ekki er gert ráð fyrir að minnkun muni eiga sér stað fyrst um sinn. Af skýrslum þessara drykkju- hæla má sjá, að um er að ræða unga menn, eða um og rétt yfir þrítugt. Menn þessir fá delerium eftir tiltölulega stutta en mikla neyzlu víns. Áður fyrr var ekki um delerium að ræða fyrr en eftir 10 ára misnotkun víns. Þá voru sjúklingarnir einnig mun eldri en nú er. Yfirlæknirinn á Lillhagens drykkjuhælinu, Torsten Frey, dosent, segir, að delerium, sem einkennist af hræðslu og líkam- legum óróleika, valdi mun færri dauðsföllum nú en fyrr. Hefði þetta minnkað mjög hin síðari ár og þakkaði yfirlæknúinn það betri hjúkrun, er sjúklingarnir fá nú en áður. Nú deyja um það bil 2% sjúklingarma í staðinn fyrir 15—20% áður. Önnur skýring á þessu er sú að eins og áður getur eru sjúklingarnir nú mun yngri en áður, sem aftur hefur það í för með sér, að þeir eru sterkarí og mótstöðubetri og ná sér fyrr. Ameískur læknir hefur með hliðsjón af dauðsföllum af völd- um þessa sjúkdóms reiknað út fjölda drykkjusjúklinga í hinum ýmsu löndum. í þeirri skýrslu hef ur Svíþjóð lent í fimmta sæti á eftir Sviss, Chile, Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Næst á eftir Svíþjóð koma svo Dan- mörk, ftalía, Noregur og Finn- land. Margir hér krefjast skömmtun- ar á ný, eða að minnsta kosti að aldurstakmark verði ákveðið, en nú sem stendur getur hver sem er farið inn í vínbúð og keypt hve mikið magn, sem hann vill. Þess má geta að langar biðraðir myndast við vínbúðirnar á laug- ardögum. Framh. á bls. 15. Hvernig varð verðið á þurrkuðum ávöxl- um til? ISTJÓRNARBLÓDUNUM hefur undanfarið verið hafður uppi áróður 'í því skyni að koma mönnum til að trúa því að hið háa verðlag á tilteknum vörutegundum væri því að kenna hve heildsöluálagning væri há. I Mbl. sl. sunnudag var sýnt hvernig heildsöluverðið á cplum myndaðist og hér birtist yfirlit um heild- söluverð á tveim tegundum þurrkaðra ávaxta og hvernig það verður til. Eins og kemur fram í því, sem hér er birt á ríkissjóður mestan þáttinn í hinu háa verði. Heildsöluálagningin hefur aftur á móti tiltölulega litla þýðingu. Eftir að binar nýju álögur vinstri stjórnarinnar fara að gera vart við sig verður hlutur rikissjóðs þó enn siærri og gefst væntan- Iega síðar tækifæri til að sýna hveraig verðið myndast eftir að nýju álögurnar koma til sögunnar. 100 ks. rúsinur, komud. 19/10. 1956. Innkaupsverö í erl. gjaldeyri (fob.) ............ 5.927.00 Flutningsgj. og vátr............................. 1.308.00 Tollar og bátaleyfisgj.......................... 10.174.00 Uppskipun, bankakostn. o. fl...................... 824.00 18.233.00 Heildsöluálagning 12% ........................... 2.167.00 20.400.00 Heildsöluverð pr ks. kr. 204.00, sem skiptist þaimig: Erl. gjaldeyrir ............................ 59.27 29% Flutninésgj. og vátr....................... 13.08 6% Til ríkis og í bátagjald................... 101.74 50% Uppskipun, bankakostn. o. fl............... 8.24 4% Hlutur heildsölunnar........................ 21.67 11% 204.00 100% 100 ks. sveskjur, komud. 2/9. 1956. Innkaupsv. í erl. gjaldeyri ...................... 6.487.00 Flutningsgjald og vátr........................... 1.509.00 Tollar og bátaleyfisgjald ...................... 11.235.00 Uppskipun, bankakostn. o. fl....................... 876.00 20.107.00 Heildsöluálagning 13% .......................... 2.593.00 22.700.00 Heildsöluverð pr. ks. kr. 227.00, sem skiptist þannig: Erl. gjaldeyrir ............................. 64.87 28% Flutningsgj. og vátr......................... 15.09 7% Tollar og bátagjaldeyrir................... 112.35 50% Uppsk., bankakostn. o. fl.................... 8.75 4% Hlutur heildsölunnar ........................ 25.93 11% 227.00 100% Jóhanna C. Þorvaids- dóttir — minningarorð ANNAN DAG JÓLA síðastliðmn andaðist að heimili sínu, Sólvalla- götu 40 hér í bæ, frú Jóhanna G. Þorvaldsdóttir. Jóhanna var fædd hinn 29. júní 1897 að Hlíðarhúsum í Reykja- vík. Foreldrar hennar voru hjón- in Þorvaldur Einarsson og Mar- grét Benjamínsdóttir, sem voru bæði vel greind og hinir nýtustu menn. Árið 1919 giftist Jóhanna Sig- urbirni Árnasyni. Um það leyti stundaði Sigurbjörn sjómennsku, og áttu þau hjón heima að Lamba stöðum á Seltjarnarnesi. En sam- búð þeirra varð mjög skömm, því að Sigurbjörn veiktist, dvaldist um hríð í heilsuhælinu að Vífils- stöðum og andaðist þar að lok- um. Þau hjón, Jóhanna og Sigur- björn, eignuðust þrjá sonu, og eru tveir þeirra á lífi. Árið 1928 giftist frú Jóhanna í annað sinn, og þá Birni Jónssyni múrarameistara, hinum ágætasta og gegnasta manni, og lifir hann konu sína. Þau Jóhanna og Björn eignuðust fimm sonu. Einn þeirra dó í bemsku, en fjórir eru á lífi, allir hinir mestu efnismenn. Ég, sem þetta rita, var svo lán- samur að vera sambýlismaður þeirra hjóna, Jóhönnu og Björns, nokkuð á annan áratug. Af þeim sökum kynntist ég þeim og heim- ili þeirra allnáið. Heimilisbragur allur einkenndist af prúðmennsku og eindrægni, dugnaði, iðjusemi og sparsemi. Efnahagur þeirra hjóna var því góður, þótt heimilið væri þungt og synir þeirra væru enn í bernsku. Enga hef ég þekkt sanngjarnari og óeigingjarnari í viðskiptum en þau hjón, enga friðsamari og dagfarsprúðari. Á því heimili heyrði ég aldrei hall- að á nokkurn mann. Ég leit svo til, að þennan heimilisbrag hefðu þau mótað í sameiningu, enda voru þau um allt hluti samhent. Frú Jóhanna var einkar hæg- lát og prúð í framkomu, en þó glaðleg, viðmótsþýð og ræðin. Aldrei sá ég hana skipta skapi, aldrei halda því á loft, er öðr- um væri til vanvirðu. Stilling hennar og hlýlegt viðmót ollu því, að börn hændust mjög að henni. Hún var greind vel, söngelsk og fróðleiksfús og svo bókhneigð, að hún notaði flestar stundir til lestrar, þær er hún gat misst frá þungri önn húsmóðurstarfsins á hinu fjölmenna heimili sínu. Hún var meðalhá vexti, björt yfirlit- um og bauð af sér góðan þokka. í dag verður frú Jóhanna borin til moldar. Okkur, sem þekktum hana, finnst öllum, að hún hafi horfið okkur of fljótt, því að hún var enn á góðum aldri, er hún lézt. Allir vinir hennar kveðja hana með söknuði og þökk — og eiginmanni hennar og sonum, systkinum hennar og náinni vin- konu, frú Málfríði Bjarnadóttur, sem ól upp einn sona hennar frá fyrra hjónabandi, votta þeir dýpstu samúð. Við lát frú Jóhönnu hafa eig- inmaður hennar og synir orðið fyrir sárum og óbætanlegum missi, en störf hennar og minn- ingin um hana mimu lifa meðai þeirra og bæta þann missi að nokkru. Magnús Finnbogason. — Rússneskir stúdentar Framhald af bls. 6. en þúsund stúdentar báru lof á Dudinsev fyrir skáldsögu hans, en hins vegar fannst þeim hann ekki ganga nógu langt í gagnrýn- inni á sóvét-skipulaginu, og þeir mótmæltu kröftuglega, þegar einn af prófessorunum, sá er stjórnaði ftundinum, lýsti því yfir, að hér væri aðeins um að ræða örfáa vankanta, sem hlotið hefðu verðskuldaða gagnrýni. í umræð- unum, sem stóðu yfir sex klukku- stundir, komu formælendur stúd- entanna fram með eftirfarandi sjónarnrið: Á Ræðurnar um persónudýrkun- ina nægja engan veginn til að skýra eða afsaka skriffinnsku- báknið í sovét «>kipulaginu. Finna verður alveg nýjar leið- ir, þar sem lýðræðisskipulag tryggi það, að hægt sé að hafa eftirlit með ráðuneytum og ráðamönmum. ★ Þetta eftirlit verður að ná til allra greina ríkisstjórnar- innar, einnig til æðstu vald- hafa. Gómúlka hefur eitthvað svipað í huga, en rússnesk blöð birta engar fréttir af því. A Það má ekki halda þjóðinni lengur frá því að hafa eftirlit með stjórnarfarinu með þvi að beita hana ógnunum. k Stúdentarnir trúa enn á sósíal- ismann, en hann getur aðeins sigrað með frjálsri og óþving- aðri samkeppni. krUsjeff hótar Flokksstjórnin og valdhafarn- ir eru sér fyllilega meðvitandi um hættuna, sem felst í hinni víð. tæku andstöðu meðal mennta- æskunnar. Bæði í Leningrad-út- gáfunni af „Pravda" og í „Komso mol Pravda“, sem er málgagn kommúnista-æskunnar, var þessi andstaða harðlega fordæmd. í ræðu sem Krúsjeff hélt fyrir Komsomol, krafðist hann „sér- stakrar hugsjónalegrar upp- fræðslu á æskunni". Og hann lét sér jafnvel sæma að koma með beinar hótanir: „Verkamennirnir lýstu þessu yfir við stúdentana: Við vinnum og þið stundið nám. Þið lifið sem sagt fyrst og fremst á því, sem við framleiðum. Þess vegna verðið þið að vera iðnir við námið. Ef ykkur fellur ekki skipulag okkar, sem við höfum byggt upp með blóði okkar og svita, farið þá og vinnið í iðnað- inum, og aðrir munu koma í ykk. ar stað á háskólabekkjunum“. NAUÐUNGARFLUTNINGAR TIL SÍBERíU Samkvæmt þessari hótun Krús- jeffs var þegar hafizt handa um að binda endi á óróann meðal stúdenta. Þeir stúdentar, sem staðið höfðu Cremstir í fiokki meðal gagnrýnenda við háskólana í Moskvu og Leningrad, voru handteknir, og rúmlega 100 stúd- entar voru reknir. Strax þar á eftir var fjöldi stúdenta fluttur í nauðungarvinnu til Síberíu. Skömmu áður hafði Leningrad- útgáfan af „Pravda“ gagnrýnt stúdenta harðlega fyrir að bjóða sig ekki fram til landbúnaðar- vinnu í Síberíu. Gagnrýni stúdent anna hefur ekki aðeins beinzt að rússnesku valdhöfunum, heldur og að forráðamönnum og prófess- orum háskólanna, sem þeir fyrir- líta fyrir þær sakir, að í gær sungu þeir lofgerð Stalins, en í dag syngja þeir af engu minni þrótti útskúfunarsönginn um hann. Óánægjan meðal stúdent- anna í Moskvu verður enn at- hyglisverðari, þegar þess er gætt, að þeir hafa lifað við sérstaklega góð kjör og verið í flokki þeirra manna, sem einna mestra sérrétt- inda njóta í Sovétríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.