Morgunblaðið - 05.01.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.01.1957, Blaðsíða 2
2 MORCrVNBLAVIÐ Laugardagur 5. jan. 1957. Elzta og stærsta brunatryggingar- fékg landsins 40 dra Brautryijendastarf Brunabótafálags íslands IGÆR kailaði framkvæmdastjórn og framkvæmdastjóri Bruna- bótafélags íslands blaffamenn á sinn fund vegna þess að þann dag voru liðin 40 ár frá þvi að Brunabótafélag íslands hóf starf- semi sína. Stefán Jóhann Stefánsson, framkvæmdastjóri, hafði orð fyrir framkvæmdastjórninni og skýrði stofnun og starfsemi félags- SVEINN BJÖRNSSON FYRSTI FORSTJÓRINN Lög um Brunabótafélag íslands voru sett 3. nóv. 1915, en félagið tók ekki til starfa fyrr en 1. jan. 1917. Er félagið eign þeirra, sem hjá því tryggja. f ársbyrjun 1916 haíði Sveini Björnssyni, síðár for seta íslands, verið falið að koma félaginu á stofn og taka að sér framkvæmdastjórn. Byrjunar- störf félagsins voru miklum erfið leikum háð enda bundust er- lend tryggingarfélög bæði í Dan- mörku og Sviþjóð, samtökum um að neita þessu íslenzka félagi um endurtryggingu. Var það ekki fyrr en samkomulag náðist við norska ti-yggingarfélagið Storebrand í Ósló um endur- tryggingu fyrir Brunabótafélag- ið, að grundvöllur var lagður að starfsemi þess. Félagið hóf starfsemi sína með því að tilkynning var gefin út um að ákvæði laganna um Bruna- bótafélagið skyldi ná til bruna- tiygginga á húsum í 21 tilgreind um kaupstað og kauptúni utan Reýkjavíkur. Sjá má af þessu, að Brunabóta- félag íslands markar tímamót í sögu tryggingamála hér á landi, þar sem það er elzta alinnlenda tryggingafélagið. Áður höfðu er- lend tryggingafélög annast vá- tryggingu húsa og voru trygg- ingariðgjöldin þá mjög há, eða þetta 10—11 af þúsundi. Þegar er B. í tók til starfa lækkaði það iðgjöldin um rúman helmir.g. FRAMKVÆMDARSTJÓRAR FÉLAGSINS Framkvæmdastjórar félagsins hafa verið þessir: Sveinn Bjöms- son 1916—1920, Guðmundur Ól- afsson, hæstaréttarlögmaður 1920 —1922, Gunnar Egilsson 1922— 1925, Árni Jónsson frá Múla 1925 —1928, Halldór Stefánsson fyrv. alþm. 1928—1945, og loks Stefán Jóhann Stefánsson frá 1945 og síðan. Með lögum frá 1955 var skipu- lagsháttum BÍ breytt. Var þá á- kveðið að öll bæjarfélög utan Reykjavíkur og öll sýslufélög landsins skildu eftir hverjar reglulegar bæjar- og sýslunefnd- arkosningar tilnefna einn mann hvert og annan til vara í full- trúaráð fyrir félagið, og skyldi það koma saman fjórða hvert ár. Aðalfundur kýs þrjá menn og þrjá til vara í framkvæmda- stjórn fyrir félagið. Á fyrsta að- alfundi fulltrúaráðsins í Reykja- vtk í júní 1955 voru eftirtaldir menn kjörnir í framkvæmda- stjórn: Jón G. Sólnes, bankafulltrúi Akureyri, formaður, Emil Jóns- son, vitamálastjóri, Hafnarfirði, varaformaður og Jón Steingríms- son, sýslumaður Borgarnesi, rit- arL BREYTT STARFSSVBÖ í upphafi var starfssvið BÍ næsta takmarkað, þar sem fyrst og fremst var um tryggingar fasteigna að ræða. Frá 1932 var lögfest að skylt væri að tryggja hjá félaginu allar húseignir ut- an Reykjavíkiur. Hafði félagið þannig allar fasteignatryggingar, eða því sem næst, í samfellt rúm 20 ár, eða frá 1934—1955. Var þetta orsök þess að félagið er í dag stærsta brunatryggingafélag landsins. Önnur meginbreyting var gerð á starfsviði félagsins með lögum 1955. Er félaginu nú Fyrsti framkvæmdastjóri Brunabótafélags íslands Sveinn Björnsson heimilt að brunatryggja allt lausafé og ennfremur að taka að sér rekstur nýrra trygginga og jafnframt var öðrum tryggingar- félögum veitt heimild til að taka að sér tryggingu fasteigna utan Reykjavíkur. Er nú óðum verið að breyta starfssviði félagsins. Tekur það nú að sér ábyrgðar- tryggingar, vélatryggingar, ferða og slysatryggingar, flutiíinga- tryggingar og rekstursstöðvunar- tryggingar, auk hinna fyrri trygginga. Félagið hefur ávallt verið í leiguhúsnæði, en hefur nú fest kaup á einni hæð stórhýsis við Hlemmtorg, sem það gerir sér vonir um að flytja í 1958. Um endurtryggingar félagsins er það að segja, að það hefir nú um tvo þriðju hluta á eigin á- byrgð, en endurtryggir um % hluta og hefir það haft aðalend- urtryggingar sínar hjá Store- brand í Osló og íslenzkri endur- tryggingu í Reykjavík. Vara- sjóðir B. í. nema rúmlega 26 milljónum króna. NOKKRAR TÖLULEGAR UPPLÝSINGAR Vátryggingaupphæðir fast- eigna voru 1931 51.541.625 kr., en 1956 voru þær 3.566.425.100 kr. Brunabótaiðgjöldin hafa frá 1917 vaxið úr 80.439 kr. í 5.931.555 kr. árið 1956. Meðaliðgjöld af vá- tryggingarupphæðum hafa fallið úr 5.19 af þúsundi .931 í 1.83 af þúsundi 1956. Bótagreiðslur (fast eign og lausafé) voru árið 1917 5.260 kr., en 1956 voru þær 4.488.406 kr. og alls hafa tjónbæt- ur á 40 reikningsárum numið kr. 32.197.540. LÁNVEITINGAR OG STUÐN- INGUR VH) BRUNAVARNIR. Auk þess að endurgreiða til viðskiptamanna sinna á undan- Núvcrandi framkvæmdastjóri Brunabótafélags Islands, Stefán Jóhann Stefánsson. förnum árum um 2.5 millj. kr., hefir B. f. annast allmikla lána- starfsemi, einkum til vatnsveitna og brunavarna. Nema lánin til bæjar- og sveitarfélaga nú tæp- um 22 millj. kr., mest allt í þessu skini. Félagið hefir beitt sér mikið fyrir brunavörnum í landinu og hefir Geir G. Zoéga haft á hendi yfirumsjón brunavarna, en hon- um til aðstoðar hefir verið Er- lendur Halldórsson, vélstjóri. Fé- lagið hefir keypt húseign í Hafn- arfirði og rekur þar byrgðastöð fyrir slökkvitæki og verkstæði til þess að smíða ýmis slík tæki. Er þessi þáttur félagsins einstak- ur meðal tryggingarfélaga hér- lendis. Áður óprenlað kvæði eftir Davíð í nýju hefti af „Heima er bczf N1 ÝLEGA er komið út des.-heftið af tímaritinu „Heima er bezt“. Ritið hefst á kvæði eftir DaVíð Stefánsson frá Fagraskógi. Er kvæði þetta nýort og hefur ekki verið birt áður á prenti. Það heitir: „Jólabréf frú dúfunum til fjarverandi konu“ og er ort í tilefni manméttindadags Sameinuðu þjóðanna 10. desember 1956. Kvæði þetta er stórglæsilegt. Ekki verður efni þess nánar rakið þar sem eftirprentun þess er bönnuð. GLÆSILEG FORSÍÐA Á forsíðu þessa heftis er mynd af forsetafrú Dóru Þórhallsdóttur og tvær greinar um hana í blað- inu eftir þau Láru Ámadóttur og Steindór Steindórsson. Frágang- ur þessarar kápu, svo og líkri Jólatrésskemmtun JÓLATRÉSSKEMMTUN Vél- stjórafélagsins verður á sunnu- daginn n.k. 6. jan. Aðgöngumiða- salan verður frá kl. 10 f.h. í dag til kl. 18.00 og á öðrum áður auglýstum stöðum. „Ferðin til tunglsins” sýnd nftur Leikendurnir vaxnir upp úr hlutvcrkunum! i DAG verður frumsýning á hinu vinsæla barnaleikriti „Ferðin til tunglsins". Varð það sýnt hér í Þjóðleikhúsinu fyrir tveim- ur árum við feykilegan fögnuð yngstu kynslóðarinnar. Nú fer Hildur Kalman með leikstjórnina en leikritið verður í þeim sama búningi og leikstjórinn Edwardsen bjó því þegar leikhúsið sýndi það í fyrsta sinn. LEIKENDUR STÆKKUÐU Leikendatal hefir nokkuð breytzt vegna þeirrar eðlilegu ástæðu að þau börn sem léku fyrir tveimur árum hafa hækk- að svo í loftinu á þeim tíma að önnur skipa sæti þeirra nú. Guðbjörg Þorbjarnardóttir leik ur þó áfram sitt fyrja hlutverk en börnin tvö eru nú leikin af Önnu Brandsdóttur sem dansaði svo fallega í Dimmalimm og er aðeins 12 ára að aldri. Þá leikur líka Stefán Ólafsson en hann er í Balletskóla Þjóðleikshússins. Anna Guðmundsdóttir, Bessi Bjarnason, Róbert Arnfinnsson og Gestur Pálsson leika önnur hlutverk. DANSAR Þau Erik Bidsted og Bryndís Schram dansa sólódansa, en all- margt unglinga úr balletskólan- um dansar einnig í leikritinu. Úr „Ferðin til tunglsins". f dag er frumsýningin kl. þrjú og eru allir miðar uppseldir. Næst verður leikritið sýnt á þriðju- daginn kl. 18 kápu næsta heftis á undan, er bar mynd forseta fslands, er ein- hver hinn glæsilegasti, sem getur að líta. FJÖLBREYTT EFNI Þá hefur ritstjórinn valið nokkra kafla úr ýmsum ræðum núverandi forseta íslands, er hann hefur flutt við ýmis tæki- færi. Þá er í heftinu þriðja verð- launaritgerð „Heima er bezt“ eftir Helga Valtýsson, hinn þjóð- kunna blaðamann og rithöfund. Heitir greinin: „f lífsháska á Norðursjó og í Leith Walk. Þá er grein um tækifærisvisur, sem nefnist „Gamlir kunningjar" eft- ir Jóh. Ásgeirsson. 34 MYNDIR I EINNI GREIN Þá er greinin „Fuglaveiðar í Vesmannaeyjum" eftir Áma Ámason. Grein þessi er prýdd 34 myndum úr bjargsigi og fugla- tekju í Eyjum. Enn er grein, er nefnist „Fyrir hundrað árum“ eftir Björn Egilsson svo er og þáttur æskunnar „Hvað ungur nemur —“ og er ritstjóri hans Stefán Jónsson, námsstjóri. Segir þar frá Örævabyggð og fylgir fjöldi mynda; þá eru heilabrot og skákþáttur og skólasaga frá Hollandi. Þá er í blaðinu áttundi hluti framhaldssögunnar „3 óboðnir gestir". Auk þessa skrif- ar Karl Kristjánsson um hátíðir Þá er og myndasaga og vísur. INNLENT EFNI „Heima er bezt“ er að þessu sinni, sem jafnan áður í höndum núverandi útgefenda, Bókafor- lags Odds Bjömssonar, hið glæsi- legasta að öllum búnaði, flytur eingöngu innlent efni, þegar undanskildar eru framhaldssög- ur. Það sem sérstaka athygli vek- ur er hinn mikli fjöldi mynda sem birtast í ritinu, sem allt eru myndir teknar hér á landi. Alls eru þar að þessu sinni 54 myndir auk forsíðumyndar RADDIR OG ÁLIT EINSTAKLINGA Veglegt afmælisrit, sem Bruna- bótafélag íslands hefir gefið út um 40 ára starfsemi sína endar á umsögnum og kveðjum bæði frá endurtryggjendum, erlendum og innlendum svo og ýmsum fyrir- svarsmönnum hinna einstöku sveitarfélaga um allt land. Er þar að finna vinsamleg ummæli og þakkir í garð hins merka félags- skapar. Maður játar á sig skemmdarverk F Y RIR nokkru var kært til rannsóknarlögreglunnar yfir því, að skemmdarverk hefðu ver- ið unnin á fjórum litlum flug- vélum eign Þyts h.f., þar sem þær voru í einu flugskýlanna á Reyk j avíkurf lugvelli. f sambandi við rannsókn máls- ins var 19 ára piltur handtekinn. Hann hefur nú játað á sig þennan verknað, en tjón það sem hann olli á flugvélunum er metið á 5000—6000 krónur. Pilturinn sem aldrei fyrr hef- ur komizt undir manna hendur, sagðist hafa gert þetta í ölæði. Hann kvaðst hafa komizt inn á flugvöllinn beint út Vatnsmýrinni gegnum girðinguna þar, og síðan gengið eftir flugbrautinni allt til þess að hann kom að skýli Þyts, sem er nokkuð fyrir sunnan flug- stjórnarturninn á Reykjavíkur- flugvelli. Brúin yfir Laxá í Kjós gölluð VALDASTÖÐUM, 3. jan.: — Fyrir stuttu varð vart við töluverðan galla á öðrum vængnum, sem brúin yfir Laxá í Kjós hvílir á. Allmikið stykki hefir hrunið úr vængnum, og lítur út fyrir að muni geta farið meira. Hefir farið fram bráðabirgða viðgerð, og mun verða bætt úr þessu svo fljótt, sem verða má. Umferð er mikil um brúna, svo að illt væri ef hún tepptist, þó að ekki væri nema nokkra klukku- tíma í einu. Fyrir nokkrum árum, kom fram galli í hinum brúarstöplin- um, og var það þá lagað. Brúin yfir Laxá er byggð árið 1932. — St.G. Bandaríkjamaður vill kosla Ivo íslend- iirga lil náms vesfra NOKKUR undanfarin ár hefur kunnur Bandaríkjamaður, Thom- as E. Brittingham jr. að nafni, veitt námsmönnum frá Norður- löndum styrki til náms við Wis- consin-háskólann i Bandaríkjun- um. Mr. Brittingham mun veita ein um til tveimur íslenzkum náms- mönnum styrk til náms við fram- angreindan háskóla skólaárið 1957—,58. Hefur hann í hyggju að koma til Reykjavíkur í næstu viku og hafa viðtöl við náms- menn, sem áhuga kynnu að hafa á styrkjum þessum. Styrk- irnir nema skólagjöldum svo og nauðsynlegum dvalarkostnaði að viðbættum nokkrum ferðakostn- aði. ' Umsækjendur skulu vera karl- ar á aldrinum 19 til 22 ára, hafa lokið stúdentsprófi eða ljúki því á næsta vori og hafa gott vald á enskri tungu. Þeir sem kynnu að hafa áhuga á áðurnefndum styrkjum, eru beðnir-úm að snúa sér til skrif- stofu Íslenzk-ameríska félagsins, Hafnarstræti 19, n.k. mánudag, 7. janúar, kl. 5,30 til 7 e.h. Munu þar verða veittar allar frekari upplýsingar um styrkveitingar þessar. (Frá Íslenzk-ameríska félaginu).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.