Morgunblaðið - 05.01.1957, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 5. jan. 1957.
GULA
herhergriö
eftir MARY ROBERTS RINEHART
Framhaldssagan 19
— Frá Kína, segirðu? Floyd
varð þögu'.l og hugsi.
ivíeðan á þessu stóð, hafði Carol
aldrei getað komizt á spítalann.
Um það leyti sem 'ríllinn hennar
var tilbúinn, hafði fregnin borizt
út um allt, og í þessu litla sum-
arbústaðahverfi, sem nú var sem
naest mannlaust vegna styrjaldar
innar, kom þetta sem hver önn-
ur óvaent tilbreyting í öllu fá-
sinninu. Símar hringdu — þar
sem þeir voru enn uppi — og í
klúbbnum, sem var vanur að
vera mannlaus, hafði furðustór
hópur safnazt saman, og margt
fólk, sem þekkti Carol og fjöl-
skyldu hennar, kom heim til henn
ar til þess að samhryggjast
henni — og jafnvel að fá að gægj-
ast inn í skápinn!
Carol tók eins vel móti þeim
og föng voru á. Þarna komu
gömlu Ward-hjónin, fornleg og
umhyggjusöm, Louise Stimson,
lagleg, ung ekkja, sem hafði
byggt sér snoturt, hvítt hús, rétt
hjá klúbbnum, Marcia Dalton,
Crowell-hjónin, o.s.frv Henni
tókst að bera þeim góðgerðir,
þrátt fyrir mikla þreytu, en upp-
lýsingar gat hún engar gefið
þeim, svo að gestirnir fóru jafn-
nær, hvað aðalerindið snerti.
Fyrstu raunverulegu upplýsing
arnar, sem hún fékk, komu frá
Pétri Crowell, stórum og sterk-
legum manni, með rautt andlit —
og oíurlitla konu með sér, sem
var eins og mús í framan.
— Þeir eru víst komnir á spor-
ið, Carol, sagði hann. — Að
minnsta kosti eitthvað áleiðis
Ward-hjónin urðu vandræða-
leg og Carol hrökk í kút.
— Ég hef það frá Floyd sjálf-
um, hélt Crowell áfram og naut
þeirrar eftirtektar, sem hann
vakti. — Stúlkan for út úr Boston
iestinni klukkan hálfsjö á föstu-
dagsmorgun, og tók svo lang-
ferðabílinn hingað. Mér skilst að
þetta hafi verið all-falleg stúlka,
og þá ekki síður vel klædd. í siif-
urrefskápu með hvítan hatt, smá-
tösku og handtösku. Bilstjórinn
segir að hún hafi hagað sér ein-
kennilega, þegar hún fór út úr
bílnum. Var rétt eins og hún væri
villt, sagði hann. Spurði um
lyfjabúðina; sagðist ætla að síma.
Hann sagði henni, að lyfjsbúðin
UTVARPIÐ
Laugardagur 5. janúar.
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 14,00 Heimilis-
þáttur. 16,30 Veðurfregnir. Endur
tekið efni. 18,00 Tómstundaþáttur
barna og unglinga (Jón Pálsson).
18,30 Útvarpssaga barnanna: —
„Veröldin hans Áka litla“ eftir
Bertil Malmberg; I. (Stefán Sig-
urðsson kennari þýðir og les). —
19,00 Tónleikar (plötur). 20,30
Leikrit: „Gálgafrestur" eftir Paul
Osborn, í þýðingu Ragnars Jó-
hannessonar (áður flutt í útvarp-
ið 26. nóv. 1955). — Leikstjóri:
Indriði Waage. Leikendur: Krist-
ín Indriðadóttir, Þorsteinn ö. Step
hensen, Amdís Björnsdóttir, Anna
Guðmundsdóttir, Indriði Waage,
Herdís Þorvaldsdóttir, Inga Þórð-
ardóttir, Hákon Indriðason, Ró-
bert Arnfinnsson, Jón Aðils,
Baldvin Halldórsson og Klemenz
Jónsson. 22.00 Fréttir og veður-
fregnir. 22.10 Danslög (plötur).
24.00 Dagskrálok.
----—+
Hún gekk aftur til þeirra
Louise og Marciu. Þær voru að
reykja, svo að hún kveikti sér í
vindlingi og settist hjá þeim. Hún
fann það greinilega, nð hvor
þeirra um sig ætlaði að svæla
hina burtu, og Louise var hálf-
brosandi en Marcia hins vegar
súr á svipinn.
— Svo þú hefur hitt Jerry
Dane, sagði Louise, — Lízt þér
ekki vel á hann?
— O, ég veit svei mér ekki. Er
hann þess virði?
— Alveg ákveðið! Hún leit á
Marciu. — Særð hetja, er það
ekki? Og snotur. En hvers vegna
i ósköpunum leitar hann hingað
til þess að fó bót meina sinna?
— Það er víst ekkert leyndar-
mál, svaraði Marcia önuglega.
— Burtonshjónin buðu honum að
vera í húsinu. Að minnsta kosti
hefur Carol tekizt að hitta hann,
en þér ekki.
Louise stóð upp. — Ég hafði nú
ekkert lik upp á að bjóða, sagði
hún glettnislega. — En maður
getur nú enn lifað í voninni.
Siðan fór hún, en Marcia varð
kyrr, og sat sem fastast í hæg-
indastólnum með fæturna teygða
íram á gólfið. Carol þekkti hana
vel, og gat nú farið að hvíla sig
ofurlítið.
— Hvernig íinnst þér Jerry
Dane? sagði Marcia allt í einu.
— Ég hef engar hugmyndir
gert mér um hann enn, — hef
bókstaflega ekki haft tíma ti>
þess.
Marcia gerði sér upp hroll.
— Já, hann er að minnsta kosti
fullkominn leyndardómur. Við
höfum öll boðið honum í kvöld-
verð og bridge, og þegar það
ekki dugði, þá í svartaþétur, en
það kemur allt út á eitt. Hann er
ennþá sjúklingur og fer snemma
í rúmið. Sjúklingur, þó, þó! Klifr-
ar allar brekkur eins og geit. Ég
hef séð það með mínum eigin
augum.
— Kannske hefur hann ekki
gaman af spilum, sagði Carol
kæruleysislega. — Ég vona, að
þú afsakir mig, Marcia, en dag-
urinn er orðinn langur hjá mér
og ég þarf að fara að komast í
háttinn.
Marcia stóð upp, en fór ekki,
heldur stóð hún kyrr jg horfði
út í húsagarðinn.
— Sennilega er þetta hús kyn-
blendingur, hvað byggingarlist
snertir, sagði hún. — En vel kann
ég nú við það samt. En skrítið er
það, að Elinor skuli aldrei koma
hingað Hún gaf Carol einkenni-
legt auga um leið og hún sagði
þessi orð.
— O, hún kann bara betur við
sig í Newport, það er allt og
Málaskóli
HALLDÓRS ÞORSTEINSSONAR
Enska — Þýzka — Franska — Spánska — ítalska
Lærið heimsmálin á nýjan og skemmtilegan móta í fá-
mennum flokkum, þar sem hverjum nemenda er gefið
tækifæri til að æfa sig í mæltu máli.
Málakunnátta er íslendingum nauðsyn, meira nú en
nokkru sinni fyrr.
Innritun nemenda fer fram frá kl. 4—7 e.h. í Kennara-
skólanum og í síma 3271.
Auk framhaldsflokka, verða nýir flokkar fyrir byrjendur.
Kennsla hefst aftur þann 8. janúar.
IViálaskólinn Mimir
Enska — Þýzka — Danska — Spænska — ítalska —
Franska — íslenzka.
Kennarar: Einar Pálsson, Halldór P. Dungal, Hans
Christoph Herrmann, Erik Sönderholm, Pedro Riba,
Sigfús Andrésson og Rocco Sergi.
Hiálaskóliitn Mímir
Hafnarstræti 15 — (Sími 7149)
Gufuketill
Gufuketill 5% ferm. til sölu.
Efnalaugin Björg
sími 3237
vceri enn lokuð, en síðast sá hann
til hennar, að hún hélt í áttina
bangað. ,
— Segðu þeim af töskunni,
Pete, sagði kona hans.
Hann fékk sér sopa af viskí-
blöndunni. — Já, það er skrítið,
sagði hann. Bílstjórinn sá fanga-
mark á töskunni en getur ekki
með nokkru móti munað það.
Það var þrír stafir, og mér skilst
að þeir hafi ekki fur.dið töskuna
í skápnum. Ekki hefur þú víst
séð hana?
Röddin í Carol skalf ofurlítið.
— Ég gáði ekki að því, Pete. Allt
og sumt, sem ég sá....
Ward-hjónin stóðu snöggt upp
og frú Ward grein í höndina á
Carol.
— Ég er viss um, sagði hún, —
að hún Carol kærir rig ekki um
neir.ar umræður um þennan at-
burð. Hún sneri sér aftur að
Carol.
— Væna mín, ef þú kærir þig
um, skaltu vera hjá okkur fyrst
um sinn, meðan þú ert ein þíns
liðs. Það var nú aðalerindið hing-
að að bjóða þér það.
Carol var þeim þakklát og
komst næstum við. En samt tókst
henni að brosa.
— Þakka ykkur kærlega fyrir
að vilja hafa mig, an það er bara
þetta, að stúlkurnar mínar
'Tiyndu þverneita að vera einar
í húsinu, eins og óstatt er.
Hún fylgdi þeim til dyra. Milli
húsanna lá malarstígur, sem
skarst í miðjunni á veginum upp
á brekkuna. Hún gekk þangað
með þeim og spuroi um Terry,
sonarson þeirra, sem var flug-
maður í Kyrrahafi, og sagði þeim
af Greg. Gömlu hjónin voru orð-
in ellilegri en hún hafði séð þau
áður — næstum hrum. Ófriður-
inn lék svona fólk grátt. Hún var
í döpru skapi, þegar hún kom inn
aftur og ekki batnaði þegar hún
heyrði, að símarnir hefðu verið
iagðir inn aítur.
Nú yrði hún að hringja til
Newport. Hún hafði enga afsök-
un lengur.
Hitt fólkið smátíndist nú burt,
þangað til ekki voru aðrir eftir
en þær Louise Stimson og Mar-
cia Dalton. Síðustu orð Crowells
voru honum lík: „Má ég líta á
þennan skáp?“
— Það er bara verst að lög-
reglan hefur innsigiað har.n, Pet-
er.
Hann setti upp ólundarsvip.
— Hvað sem öðru líður, skaltu
láta mála hann, undir eins og
hann losnar. Og reyndu svo að
gleyma öllu saman. Þetta ken.ur
þér hvort sem er ekkert við. Þó
að ókunnug stlka komi hér og
láti kála sér! Ekki mikið!
M A R K Ú S Eftir Ed Dodd cr-------------
~’ _..... ÁND USTEN, KID.TNÖ ^
TRCKS...VOU WOULDMT WAN1
ANVTHING TO HAPPEN 70
Piltur eða stúlka
sem eitthvað hafa átt við matreiðslu óskast á nýja veit-
ingastofu hér í bænum. Hentugur vinnutími. Gott kaup.
Frítt fæði. Tilboð sendist Mbl. fyrir fimmtudagskvöld
merkt: „Framtíð — 2979“.
TILKYNNING
nr. 2/1957
Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið með skírskotun
til 35. gr. 1. um útflutningssjóð o.fl. að itreka áður gefin
fyrirmæli um verðmerkingar á vörum í smásölu, sbr. til-
kynningu verðgæzlustjóra nr. 18/1956.
Mun framvegis gengið ríkt eftir því að þessum fyrir-
mælum sé fylgt.
Reykjavík, 3. janúar 1957.
Verðlagsstjórinn.
1) — Hvað kom fyrir? Af
hverju ertu kominn aftur?
— Það kviknaði í flugvélinni.
Ég þreif fallhlif og hoppaði út.
2) — Og þú ert kominn aftur
til þess að hjálpa okkur.
— Hjálpa ykkur! Ha-ha-ha.
Þessi var góður hjá þér. Nei, ég
get ekkert hjálpað. Ég þekki ekki
skógana og ég er villtur.
3) — En ég veit, hvar við er-
um og ég held, að ég geti fundið
leiðina út.
— Þá getur þú hjálpað mér,
drengur minn.
4) — Og nú skaltu vita þaS
drengur, engin brögð. Því að
annars getur farið illa fyrir móð-
ur þinni.