Morgunblaðið - 05.01.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.01.1957, Blaðsíða 10
10 MORCVNRLAÐ1Ð Laugardagur 5. jan. 1957. Hættur vegna beygja á gatnamótum eftir Asgeir Þór Asgeirsson umferðarverkfræðing BEYGJUR A GATNAMÓTUM EF BÍLUM væri ekið í beina stefnu á mótum fjölfarinna gatna, og engar beygjur væru teknar, þá væri tiltölulega auðvelt að annast umferðarstjórn á gatna- mótum. En auðvitað er svo ekki, talsverður hópur ökumanna breytir stefnu, beygir til vinstri eða hægri, þar sem einstefnur banna það ekki. Það eru einkum síðamefndu beygjurnar, svo- nefndar hægri beygjur, sem tekn- ar skulu í löngum boga, er valda oft töfum eða jafnvel slysum í þeim fáu löndum, þar sem vinstri akstur gildir. Hins vegar eru vinstri beygjur á sama hátt við- sjárverðar í þeim löndum, þar sem hægri akstur gildir. Hægri beygjur hjá okkur valda einkum erfiðleikum og oft slys- ,um vegna þess, að ökumenn reyna oft að svindla á réttri beygju, til að verða á undan bíl- um úr gagnstæðri átt, sem eiga auðvitað réttinn, þar sem þeir eru á vinstri hönd þeim, sem tekur hægri beygjuna. í>etta ættu ökumenn að hugleiða ræki- lega. Þá trufla hægri beygjur mjög umferð íótgangenda á fjöl- fötmum gatnamótum. Þessar truflanir vegna hægri beygja bif- reiða eiga jafnt við um gatnamót, þar sem umferðarljós hafa verið sett upp, og þau, sem eru án um- ferðarljósa. Þó er hægt að hafa sérstakan ljósfasa fyrir -hægri beygjur eingöngu, en það lengir auðvitað bið annarra vegfarenda. Vinstri beygjur, sem aka skal i kröppum boga, tefja auðvitað líka umferðina, en eðlilega minna. Svonefndar u-beygjur geta augljóslega truflað umferð í báðar áttur. STEINAR í GATNAMÓTUM Árin 1926—27 voru steyptir hringlaga steinar í miðju nokk- urra fjölfarinna gatnamóta í Reykjavík. Þá stóð lögregluþjónn uppi á steininum og stjórnaði umferðinni. Bifreiðarstjóri, sem beygja vildi þá til hægri, varð að aka til vinstri við steininn. Eftir einn áratug hafði umferðarþung- inn aukizt svo að fjarlægja þurfti þessa steina, en aðrir steinar voru síðan settir í op gatnamótanna, oft tveir í hverja götu, og var þetta gert fyrst 1937—8. Nú er umferðarþunginn orðinn tröll- aukinn miðað við það sem áður var, og farartæki hafa lengst og breikkað. Nauðsyn hefur því bor- ið til að fækka þessum steinum, umferðarljós, eyjar, þar sem götu mót eru rýmileg, endurskins- merking og einstefnur á götur leysa þá brátt af hólmi. Nýlega hafa verið gerðar end- urbætur á kerfi umferðarljós- anna á þrem gatnamótum, svo að þau komi að betra gagni fyrir gangandi fólk en verið hefur. Sérstökum ljóskerum hefur verið komið fyrir, sem eingöngu eru ætluð gangandi fólki að fara eft- ir, og lýsa þau til þeirra staða, sem ljóskerin fyrir bifreiðaum- ferðina ná ekki til að lýsa. Ljósin sýna rauðan lit og grænan. Mjög áríðandi er, að gangandi fólk at- hugi, að þó að gönguljósin sýni grænt, þá ber því að vera vel á verði gagnvart beygjum bíla, bif- hjóla og reiðhjóla. Vissulega á hinn gangandi maður réttinn skv. lögreglusamþykktinni, en óvægni sumra bifreiðastjóra er enn slík i umferðinni, að sjaldnast er treyst andi á þann rétt. Gangandi fólk skyldi því ætíð ganga innan hinn- ar merktu gangbrautar og á — Barálta Framh. af bls. 9 Vlð vitum, að jafnvel í Eystra- saltslöndunum hefur Rússum ekki tekizt að kæfa frelsis- viljann með hinum fámennu þjóðum. Eins og það er nú lýð- um Ijóst, að allar tilraunir Rússa til að vinna æskulýð Ungverjalands á sitt band hafa mistekizt, þá er það einnig ljóst af fréttum, sem við höf- um fengið frá Eystrasaltsríkj- unum, að æskulýðurinn þar er allur andvígur kommúnistum. Flóttamennirnir frá Eystra- saltslöndunum, sem nú eru í Svíþjóð, hafa aldrei efazt um, að lönd þeirra fái aftur frelsi sitt og sjálfstæði. Og þeir hafa litið á frelsisbaráttu sina sem einn lið í frelsisbaráttu allra þeirra þjóða, sem nú eru und- ir kúgunarhæl Rússa. Fleiri og fleiri hafa látið sannfærast um, að hér er ekki um neina hugaróra að ræða. Frelsisbar- átta Ungverja er sterk hvöt frelsisunnandi Böltum. Já, kæru baltnesku vinir, frelsis- dagur ykkar mun aftur ljóma! KREFJUMST REIKNINKSSKAFAR En frelsisbarátta Ungverja hef- ur einnig stórkostlega þýðingu fyrir allar frjálsar þjóðir. Skyldi hún ekki geta stöðvað undanláts- semi okkar gagnvart Rússum. í Hávamálum segir: skal maður vinur vera, Vini sínum þeim og þess vin. En óvini sinum skyldi engi maður vinar vinur vera. Kommúnistar á Vesturlöndum Hvarvetna um landið eru nú hr-ldnar jólaskemmtanir fyrir bömin, en foreldrar þeirra fylgja þeim á þennan mannfagnað. Eru jóla- sveinar tíðir gestir á slíkum samkomum. Þessa mynd tók Gunnar Sverrisson á jólatrésskemmtun í samkomuhúsinu austur á Hellu á Rangárvöllum. 0r \° r9) Austur-Á strœti Haeqn beygjur bifr. úr Laekjorg iAusturst á klst■ % Fó/ksbifr 36 69Z Vórubifr 6 - 115 Strœhsv /o /93 Somta/s 52 /000 q|i$ \v\ \\l/y V f-§ ^T\'X íeo \t fBanka- ^strceti Athugun á hcegri beggju bifre/áa úr Lœkjargotu norban Austursfrœt/s. Tó/ur eru meba/umferð á k/st fra og 13-/607 þann 6jút! /956- Sknfstofa boejarverkfrœciings Rvk /6-7-'56 Js3kA.*l. grænu ljósi, en vera vel á varð- Dergi gagnvart bílum, sem beygja vilja. Stefnuljós á hverjum bíl myndu auðvelda gangandi fólki llngver ja eru óvinir okkar. Og við megum aldrei gerast vinir vina þeirra. Höfum við Sviar ekki þegar feng- ið nóg af mannskemmandi af- stöðu til Sovétrikjanna, heim- sóknum ráðherra og ríkisþing- manna þangað, meiningarlausum ræðum þeirra þar? Getum við ekki látið sitja við þau perlu- hálsbönd og annað glingur, sem ráðherrafrúnum hefur verið gef- ið þar eystra? Eða látið okkur nægja útsaumuð vesti og vin- flöskur með áletruðu fæðingar- ári, sem ríkisþingmennirnir hafa fengið að gjöf? Við skulum segja það svo skýrt, að bæði rikisstjórn okkar og Rússar skilji það, að við viljum alls ekki, að Krúsjeff og Búlganin endurgjaldi þessar heimsóknir, né heldur neinn ann- ar, sem koma kynni i þeirra stað. Nú er kominn tími til, að öll Vesturlönd standi ósveigjanleg gagnvart Rússum. Nú er kominn tími til að krefja þá reiknings- skapar. NAUTHEIMSKIR EINRÆÐISHERRAR Það er æskulýður Ungverja- lands, sem stendur fremst í frels- isbaráttunni, ungir stúdentar og verkamenn. f hinum lepprikjun- um er það einkum æskulýðurinn, sem lætur á sér bæra. Þetta er bjartasti vonargeislinn fyrir all- an heiminn. Þótt Rússum takizt um sinn að kúga Ungverja, þá tekst þeim aldrei til langframa að halda uppi hinni viðbjóðslegu heimsvaldastefnu sinni, þegar þeir hafa gegn sér æskulýðinn í öllum hinum undirokuðu lönd- um. Og svo er annað. Það eru ekki aðrir en nautheimskir ein- ræðisherrar, sem geta látið sér detta í hug, að þeir geti haldið í þrældómsfjötrum 100 milljónum manna, sem vestræn frelsis- hyggja er í blóð borin. Rússnesku einræðisherrarnir ættu að vita, að þeim mun lengur sem þeir halda leppríkjunum í blóðugum ánauðarfjötrum því hræðilegri verður dagur reikningsskilanna, þegar hann rennur upp. ÍSINN ER BROTINN Það er sannfæring okkar, að sá dagur muni renna upp, þegar all- ar þær þjóðir, sem Rússar hafa hneppt í ánauð, verða frjálsar. Hin hugprúða ungverska þjóð hefur brotið ísinn, og allur hinn vestræni heimur stendur í eilífri þakkarskuld við hana. Hinn frjálsi heimur má ekki bregðast Ungverjum eða öðrum kúguðum þjóðum — það skal vera krafa þessa fundar.“ umferð á öllum gatnamótum, því að þá er augljóst, ef bifreiða- stjórinn ætlar að breyta um stefnu, og hinn gangandi maður getur þá dokað við á gangstétt- inni, ef honum sýnist svo. Bif- reiðastjórar, sem aka bifreið, er ekki hefur stefnuljós, svo og hjól- reiðamenn ,skulu gefa merki með handútréttingu til hægri eða vinstri, eftir því til hvorrar hand- ar þeir ætla að beygja, minnst 30 metrum áður en þeir taka beygjuna. Þá ættu ökumenn að draga úr ferðinni og beygja með gát. En dauðasynd er að breyta skyndilega um stefnu án nokkurra viðvarana. Ökumenn ættu að íhuga vand- lega 29. gr. lögreglusamþykktar Reykjavíkur, en þar segir: „Við gangbrautir skulu bifreiðastjór- ar, hjólreiðamenn og aðrir öku- menn gæta sérstakrar varkárni og nærgætni. Skulu þeir nema staðar við gangbrautir, ef veg- farandi er þar á ferð framundan ökutækinu eða á leið í veg fyrir það“. Ennfremur segir í sömu grein: „Bannað er að stöðva öku- tæki á gangbrautum eða þannig, að nokkur hluti þess taki inn yfir gangbraut, nema nauðsyn beri til, svo sem til að forðast árekstur eða annað slys“. Breið- ar stanzlínur, hvítar að lit, eru oft málaðar þvert á akbraut til að auðvelda ökumönnum að sinna stöðvanarskyldunni. Gagnkvæm tillitsemi fótgang- enda og ökumanna er báðum á- vinningur til lengdar, allt bol í umferðinni hefnir sín fyrr eða síðar. Bæði fótgangendur og öku- menn skyldu því fylgja settum reglum og hjálpast að við að skapa umferðarmenningu, sem menningarþjóð er samboðin. Víst er, að á fáum sviðum gægist innri maður borgaranna eins fram og í umferðinni. BÖNN A VIHSJÁLUM BEYGJUM Þær alvarlegu truflanir, sem beygjur farartækja valda á gatna mótum hafa leitt til þess, að það hefur farið í vöxt í bílaheiminum að banna viðsjálar beygjur á gatnamótum á annatímum um- ferðarinnar eða jafnvel með öllu. En auðvitað ber að stefna að því, að umferðin gangi með sem minnstum takmörkunum. Sér- hver beygja, sem ökumaður tek- ur, felur í sér viss þægindi og færir hann oftast að áfangastað á stytztum tíma að eigin mati. Þess vegna á vandleg rannsókn alltaf að fara fram, áður en beygjur eru bannaðar. í júlí í sumar var gerð athug- un á beygjum bifreiða á gatna- mótum Lækjargötu og Banka- strætis og Austurstrætis. Á þess- um gatnamótum mega bifreiða- stjórar beygja til hægri úr Banka stræti inn í Lækjargötu, og veld- ur það bifreiðum sem á eftir koma, engum teljandi töfum, en krefst aðgæzlu fótgangenda. Hinsvegar veldur beygjan til hægri úr Lækjargötu inn í Aust- urstræti oft töfum, þar sem bif- reiðastjórar, sem vilja taka þá beygju, verða að biða, meðan bif- reiðar aka í gegn frá suðri til norðurs, en við þessa bið tefjast þeir bifreiðastjórar, sem vilja aka frá norðri til suðurs. Meginástæð- an fyrir þessu er auðvitað sú, að gatnamótin eru ekki fullgerð norðan Bankastrætis. Fjöldi þeirra bifreiða, sem beygja úr Lækjargötu til hægri inn í Austurstræti, reyndist vera 52 bifreiðar að meðaltali á klst. þær átta klukkustundir, sem tal- ið var, en tveir menn töldu um- ferðina á gatnamótunum í átta stundir eða frá 9,07—12 og 13 til 18,07 föstudaginn 6. júlí 1956. Þessi hægri beygju umferð nem- ur um 6.2% af heildarumferð gatnamótanna að meðaltali á klst. Af þessum 52 bifreiðum voru 10 strætisvagnar og 6 vörubifreiðar. Frá suðri komu 88 bifreiðar að meðaltali á klst., sem beygðu til vinstri inn í Austurstræti, en af þeim voru 4 strætisvagnar og 3 vörubifreiðar. Samtals beygðu því 140 bifreiðar úr Lækjargötu inn í Austurstræti að meðaltali á klst. eða um 16.6% af meðalheild- arumferð gatnamótanna á klst. Ef bæði vinstri og hægri beygj- ur væru bannaðar úr Lækjargötu inn í Austurstræti, ynnist þrennt. í fyrsta lagi auðveldaðist umferð in á gatnamótunum, einkum, ef hægri beygjur væru bannaðar. Umferð, sem ætlar suður Lækj- argötu frá norðri tefðist þannig ekki af þeim sökum. í öðru lagi myndi umferð fótgangenda vest- anvert gatnamótanna auðveldast mjög. í þriðja lagi myndi hin svo- nefnda „rúntkeyrsla" hverfa úr sögunni og myndu fáir sakna. Sé rpeðfylgjandi talningamynd athuguð, sést að 115 bifreiðar fara að meðaltali á klst. frá norðri til suðurs í gegnum gatna- mótin eða 55 færri en frá suðri til norðurs. Þessi mismunur gefur vísbendingu um, að umferð frá götu tefjist nokkuð vegna hægri beygjanna. Hinsvegar veldur hagstæður götuhornradius því, að vinstri beygjur eru auðveldar fólksbifreiðum, og verða því ekki neinar teljandi tafir vegna vinstri beygjanna. Það hefur orðið að ráði, að bannaðar hafa verið til reynslu hægri beygjur bifreiða úr Lækj- argötu inn í Austurstræti, ann- arra en strætisvagna. Þetta veld- ur því að umferð mun þyngjast nokkuð um Skólabrú, Tryggva- götu og Pósthússtræti. Þá mun eitthvað verða um óæskilegar u- beygjur í Lækjargötu. Ónógt svig rúm inn í Skólabrú og tvístefna um þá þröngu götu gera þann krók óæskilegri en ella. Reynslan ein mun skera úr um kosti og galla þessarar nýju ráðstöfunar, eins og um svo margt annað í um- ferðarmálunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.