Morgunblaðið - 05.01.1957, Page 6
6
MORCVNBLAÐ1Ð
taugardagur 5. jan. 1957.
Ég nota fyrirmyndina til að
byggja upp sjálfstæða mynd
segir ungur islenzkur málari, sem hefur aflað sér
XJNGUR íslenzkur listamaður,
Steinþór Sigurðsson, átti tólf
myndir á sýningu ungra málara,
sem haldin var í Galerie St.
Nikolaus í Stokkhólmi dagana 24.
nóvember til 7. desember s. 1.
Steinþór er kornungur, fæddur
í Stykkishólmi 1933, sonur hjón-
anna Önnu Oddsdóttur og Sig-
urðar Steinþórssonar fulltrúa.
Hefur hann unnið við Konstfack-
skólann hér í Stokkhólmi undan-
farna þrjá vetur og lýkur námi
þar í vor. Hann hefur áður sýnt
viðurkenningar á erlendri grund
Tíðindamaður Mbl. hitti Stein-
þór að máli og ræddi við hann
um viðfangsefni og framtíðar-
áform.
— Þu leggur stund á listnám
hér í Stokkhólmi Steinþór. Eru
góð skilyrði til að stunda slíkt
nám hér?
— Já, mjög góð. Konstfack-
skólinn er stærsti og sennilega
bezti listaskóli Svíþjóðar. Hann
starfar í átta deildum, þar sem
kenndar eru hinar ýmsu listgrein-
ar, m. a. keramik, silfursmíði,
höggmyndagerð o. fl. Ég lærði
skreytingarlist. 1 þeirri deild
skólans eru kenndar ýmsar að-
ferðir t. d. Alfrescomálun, Stucco
lustro og ......
— Má ég biðja um skýringu?
— Alfrescomálun er fram-
kvæmd þannig, að kalki er bland-
að í múrhúðunina og síðan málað
á vegginn blautan, en Stucco
lustro heitir aðferðin þegar kalki
og vissri sáputegund er blandað
Steinþór Sigurðsson
verk sín hér í Svíþjóð. Var það
á samsýningu í Gávle árið 1954
og hlutu myndir hans mjög góða
dóma.
Listgagnrýnendur hafa einnig
lokið lofsorði á Steinþór fyrir
þessa sýningu og er hann talinn
efnilegastur þeirra ungu málara,
sem þarna sýndu. 1 blaðinu Dag-
en, var sagt m. a., að í málverk-
um Steinþórs mætti greina áhrif
frá öræfatigninni og að hann í
fáum látlausum dráttum gæfi við-
fangsefninu aukið innihald og til-
finningu. Blaðið sagði ennfremur,
að litir Steinþórs væru persónu-
legir og alvöruþrungnir.
í litarefnið og síðan málað á
blautan vegg, en að lokum strok-
ið yfir með heitum járnum. Verð-
ur flöturinn þá hreinn og gljá-
andi.
Sgraffito er enn ein aðferðin
við skreytingar. Hún er þannig
gerð, að þrjú til fjögur mislit
sementslög eru lögð á vegginn,
og síðan skafið burt eftir vild
niður á hina ýmsu liti. Þannig
fæst upphleypt skreyting í þrem
til fjórum litum.
Mikil áherzla er lögð á Mosaik,
enda hefur sú skreytingaraðferð
ýmsa kosti fram yfir margar aðr-
ar. Mosaik er hvorki viðkvæmt
fyrir veðrum né vindi og má því
nota það jafnt úti sem inni.
— Þú hefur lagt sérstaka
áherzlu á kirkjuskreytingar, er
ekki svo?
— Kirkjuskreytingar eru
hvergi kenndar sérstaklega svo ég
viti, en allar þær aðferðir, sem
ég nem eru notaðar við skreyt-
Höfn, olíumynd.
ingu kirkna. Nú upþ á síðkastið
hef ég fengið mikinn áhuga á
steindu gleri, en kennt er við
Konstfackskólann að fara með
það, enda er það mála sann-
ast, að af öllum skreyting-
um hafa hinir fögru gluggar
sett mestan svip á kirkjur í alda-
raðir. En hér eins og víðar skipt-
ir meginmáli, að gott samstarf sé
milli arkitekts og listamanns, en
þetta er verkefni, sem ég vona
að ég fái tækifæri til að spreyta
mig á síðar meir.
— Hvað um listmálun. Er hún
ekki ofarlega á blaði þinna hugð-
arefna?
— Ekki er því að neita. Tvo
sbrifar úr
daglega lifinu
Teiknimynd
Þá hefur Steinþór nýlega hlot-
ið verðlaun á sýningu, sem dag-
blaðið Expressen efnir til árlega
fyrir listnema og tómstundamál-
ara. Fern verðlaun voru veitt,
tvenn til listnema og tvenn til
tómstundamálara. Verðlaunaaf-
hendingin fór frám í veizlu, sem
blaðið hélt þátttakendum. Að
þessu sinni sendu á áttunda
hundrað manns myndir á sýning-
IDAG birti ég bréf frá Guð-
mundi Sigurðssyni, hinum
góðkunna kímnihöfundi og gam-
anskáidi, sem samið hefur flesta
beztu gamanþættina, er fluttir
hafa verið í útvarp eða leiknir
á síðustu árum. Bréfið sendir
hann í tilefni af því að í délkun-
um í fyrradag deildi ég á þá ráð-
stöfun útvarpsins að flytja lítt
breytta revíuna „Svartur á nýjan
leik“ á gamlaárskvöld, en hana
samdi Guðmundur. Bréf hsns fer
hér á eftir:
Áttu skilið nýjan
gamanþátt
IDÁLKUM yðar í Mbl. í gær,
gerið þér að umtalsefni, gam-
anþátt sem fluttur var í útvarp-
inu á gamlárskvöld, og þar sem
þér farið um hann harðari orðum
en mér finnst efni standa til,
vildi ég biðja yður fyrir stutta
athugasemd.
Fulltrúi útvarpsráðs fór þess á
leit við mig í vetur, að ég semdi
gamanþátt til flutnings é gaml-
árskvöld, eins og ég hef gert í
nokkur undanfarin ár, en ýmissa
orsaka vegna hafði ég ekki að-
stöðu til þess, að þessu sinni, en
það varð hins vegar að sam-
komulagi miJli mír og fulitrúans,
að ég umsemdi revíuna Svartur
á leik, til útvarpsflutnings á
gsmlárskvöld. Þessi revia var
sýnd hér í bænum á sl. ári við
ágæta aðsókn, og breytti ég
henni nú, með hliðsjón af nýj-
ustu viðburðum. Það er alveg
rétt hjá yður, að nýr gamanþátt-
ur á þessu kvöldi, hefði verið
ákjósanlegri, en ég taldi að
meginhluti útvarpshlustenda
hefði samt eins gaman af þessum
þætti, þó nokkur búsund Reyk-
víkingar hefðu séð hann. Ég skal
viðurkenna, að í þeirri skoðun
minni hafi mér yfi.sézt, þar sem
þær þúsundir Reykvíkinga, sem
sáu revíuna, áttu vitanlega ekki
síður rétt á að fá að heyra nýja
gamansemi þetta kvöld, en aðrir.
Þannig getur manni alltaí yfir-
sést, Velvakanái góður, og við
þvi er ekki annað að gera, en að
reyna að forðast að yfirsjónirnar
endurtaki sig. Hins vegar vil ég
mjög eindregið mótmæla þeim
fullyrðingum yðar, að aðalefni
þessa þáttar hafi verið , fyllirí,
kvenn'ifar og framh.iáhald". —
Þótt sumar persónurnar séu látn-
ar fá sér neðan í því, sem getur
vafalaust orkað tvímælis, hend-
ir þær, sem sem betur fer,
hvorki kvennatar eða framhjá-
hald.
Forðast klúryrði
EG hef á undanförnum árum,
samið nokkra gamanþætti,
og er engum ljósara en mér, hve
oft hefði mátt betur takast. Hins
vegar hef ég lorðast í þessum
þáttum, að nota klúryrði eðr. tví-
rætt hispursleysi, enda hef ég,
ekki síður en þér, ekkert gaman
af slíku. Mér finnst því, að þér
hefðuð getað sparað yður ásak-
anir um slíkt. Ég er auk þess
þeirrar r.koðunar, að sanngjörn
gagnrýni sé hverri viðleitni holl
og sjálfsögð, en órökstudd fúk-
yrði, aðeins til skaða.
daga í viku fáum við að mála
frjálst í skólanum. Annars hef
ég málað mest á sumrin síðustu
árin. Vetumir hafa farið í ann-
að eins og þú hefur heyrt.
— Þú notar fyrirmyndir á þinn
eigin hátt Steinþór.
— Já, en fyrirmyndin er ekki
mynd, svo ég leyfi mér að nota
hana frjálsum höndum til að
byggja upp sjálfstæða mynd, sem
lifir eigin lífi.
Stokkhólmi, 14. des 1956.
J. H. A.
Ég er fús til að lána yður hand-
ritið að þessum gamanþætti, ef
það mætti verða til þess, að þér
endurskoðuðuð afstöðu yðar frá
í gær. Það er alltof algengt, að
fólk notar dagblöðin til að
skeyta skapi sínu á öllu, sem því
finust miður fara, en láti hins
vegar það sem vel er gert, liggja
í þagnargildi.
Virðingarfyllst.
Guðm. Sigurðsson.
Holl gagnrýni
VEGNA þessa bréfs vil ég taka
það fram að ég er hjartan-
!ega sammála höfundinum að
heilbrigð gagnrým er holl og
nauðsynleg en fúkyrði aðeins til
skaða. Hinu er aftur á móti ekki
að. leyna, að a.m.k. hálfur þessi
gamárþáttur gerist í ölvunar-
gleði persónanna, og allmikið er
þar spjallað um vín og víf. Og
auðvitað eru gamanþættir ávallt
metnir eftir smekk hlustendanna,
sumir hafa gaman af tali fullra
ma.nna, aörir ekki. En þar mælir
Guðmundur góða speki, þegar
hann átelur þá allt of algengu ís-
lenzku venju að deila alltaf á það
sem aílaga fer, en hrósa sjaldn-
ast því sem vel er gert. Það er
rétt að þessa gætir allt of mikið
í umræðum á opinberum vett-
vangi hér á landi, og víst fer út-
varpið okkar ekki varhluta af
þvi. En kannski er það vegna
þess þjóðareiginleika íslendinga
að þeim virðist alla jafnan tam-
ara að „aga þá sem þeir elska“
og það skyldi þó aldrei vera að
það gilti um útvarpið okkar og
allar umræður um það?
Útvarpið aldrei betra
EN úr því að við erum komnir
út í þá sálma, er ástæðulaust
að draga nokkra dul á það, að
mælt mun vera, að aldrei hafi
betra útvarpsefni borizt til hlust-
enda á öldum ljósvakans en ein-
mitt í vetur, svo fjölbreytt og
efnismikil hefur dagskráin verið.
Það ber vissulega að lofa, og
þeir menn sem að henni vinna
eiga það sannarlega skilið að
uppskera einhvern ávöxt erfiðis
síns (sem sannarlega hlýtur að
vera meira en margan grunar).
Og víst mun þeim líka þykja lofið
sætt sem öðrum mannlegum ver-
um, og í þessu tilfelli er ástæðu-
laust að þegja um það. Ber þar
margt til, tónlistarflutningurinn
er meiri og fjölbreyttari, bæði
létt tónlist og bung, nýir þættir
spretta eins og gras á grænvelli,
og erindi og leikrit eru með bezta
móti.
Og þegar um allt þetta er rætt
þá hvarflar að manni hvort ekki
sé nú þegar orðið tímabært fyrir
útvarpið að notfæra sér gildi
hirinar nýju íslenzku Gallup-
stofnunar, kanna hvaða dagskrár-
liðir eru vinsælastir og hverjum
asgum þjóðin lítur á útvarpið,
kosti dagskrárinnar og galla, —
Þannig fæst glögg heildarmynd,
og eins og ég hef áður sagt, þá
grunar mig að í ljós kæmi eftir
allt að útvarpið væri stórum vin-
sælla en nöldrið í hlustendunum
gefur stundum til kynna.
Sæmdir Fálka-
orðunni
Á NÝJÁRSDAG sæmdi forseti fs-
lands, að tillögu orðunefndar,
þessa menn heiðursmerki hinnar
íslenzku fálkaorðu’
1. Ólaf Friðriksson, rithöfund,
fyrir störf að verkalýðsmál-
um, riddarakrossi.
2. Prófessor dr. med. Snorra
Hallgrímsson, yfirlækni, ridd-
arakrossi, fyrir læknisstörf.
3. Guðmund Jörundsson, útgerð-
armann, Akureyri, riddara-
krossi, fyrir störf í þágu sjáv-
aútvegsins.
4. Óláfíu Jónsdóttur, forstöðu-
konu, Kleppjárnsreykjum,
riddarakrossi, fyrir hjúkrun-
arstörf.
5. Guðmund Theodórs, bónda og
hreppstjóra, Stórholti í Saur-
bæ í Dalasýslu, riddarakrossi,
fyrir störf að búnaðar- og fé-
lagsmálum.
6 Benedikt Guttormsson, banka-
útibússtjóra, Eskifirði, riddara
krossi, fyrir störf að banka-
málum o. fl.
7. Helga Eyjólfsson, húsasmíða-
meistara, Reykjavík, riddara-
krossi, fyrir störf að iðnaðar-
málum.
(Frá Orðuritara)
Bezt klæddar
TÍZKUSÉRFRÆÐINGAR í New
York hafa gengið til atkvæða um
bezt klæddu konur síðasta árs.
Efst á lista varð frú William
Paley, kona bandarísks útvarps-
og sjónvarpsstarfsmanns. Önnur
varð hertogafrúin af Windsor,
þriðja Grace (Kelly) prinsessa í
Monaco. Margrét prinsessa og
hertogafrúin af Kent fengu jafn-
mörg atkvæði og urðu númer 10
á þessum lista, sem hafði að
geyma 14 bezt klæddu konur
heims. Leikkonurnar Audrey
Hepburn og Marlene Dietrich
voru báðar númer 5, en Rosalind
Russell númer 9. Greifafrú Quin-
tanella frá Madrid varð tólfta í
röðinni.
AKRANESI, 28. des. — í gær-
kvöldi kom Tungufoss og lestaði
11 hundruð pakka af skreið. t
dag kom Vatnajökull og lestar
15—16 þús. pakka af frosinni síld
til Póllands og Tékkóslóvakíu.
Katla er væntanleg í dag eða á
morgun til að taka saltfisk.
□-
-□