Morgunblaðið - 05.01.1957, Blaðsíða 7
Laugardagur 5. ian. 1957
MOKCTINBLAÐIÐ
7
Steingrímur Jónsson
fyrrv. sýslmnaður og bæjaríógeti
F. 27. des. 1867.
D. 29. des. 1956.
STEINGRÍMTJR JÓNSSON, íyrr-
verandi sýslumaður og bæjarfó-
geti, lézt 29. des, síðastliðinn, 89
ára gamall. Aldurinn var hár og
kraftarnir þrotnir, lífið fjaraði
út. En lengi hafði honum enzt
andleg orka, enda áhuginn mikill
að fylgjast með öllu, sem íram
fór innan lands og utan.
Með Steingrími Jónssyni er
horfinn einn hinna gömlu embætt
ismanna, sem urpu virðuleikablae
á umhverfi sitt, hvort heldur var
í heimahúsum eða á manr.þing-
um. Þeir höfðu framazt og mennt-
azt við nám í Kaupmannahöfn
og tileinkað sér ýmsa háttu heims
borgarans, án þess að þeir slitn-
uðu af hinni íslenzku rót. Þeir
voru íslenzkir heimsborgarar í
menningu og viðhorfi, hollir syn-
ir fósturjarðar sinnar, með víð-
sýni og skilning á heimsins hag.
Steingrímur Jónsson var fædd-
ur 27. des. 1867 að Gautlöndum
við Mývatn, sonur hins þjóðkunna
bændahöfðingja og alþingis-
manns, Jóns Sigurðssonar, og
konu hans, Sólveigar Jónsdóttur,
prests, Þorsteinssonar í Reykja-
hlíð, af hinni alkunnu Reykja-
hlíðarætt. Að Steingrími stóðu
því traustir stofnar á báða vegu,
svo að ekki var langt að sækja
hæfileika og mannkosti. Leyndi
sér og ekki við fyrstu sýn, að
Sleingrímur var kynborinn mað-
ur. Fyrirmannleg framkoma, o-
venjulega fagursköpt hönd og ó-
venjulega heiður svipur, allt setti
þetta sitt aðalsmark á mannmn.
Og ekki mun uppeldið hafa spiilt
góðum eðliskostum. Gautlanda-
heimilið var annálað menningar-
og rausnarheimili. Hefi ég heyrt
svo um mælt, að hver sá, er þang-
að hefði ráðizt sem hjú ,heíði
komizt til þroska og orðið að
manni. Getur ekki fegurri vitnis-
burð um heimili og heimilisbrag.
Steingrímur gekk langskóla-
veginn og reyndist ágætur náms-
maður, skarpur og minnugur.
Hann lauk stúdentsprófi 1888 og
sigldi síðan til laganáms í Kaup-
mannahöfn. Lögfræðiprófi lauk
hann 1894 og varð þá um skeið
aðstoðarmaður í íslenzku stjórn-
ardeildinni í Höfn. Námið í Höfn
og Hafnardvölin öll hefir án efa
skerpt skyn hans á þjóðfélags-
hreyfingar samtiðarinnar. Áhuga
á þeim efnum hefir hann haft
með sér úr föðurhúsum, og menn-
ingarstraumar þeir, er jafnan
léku um Kaupmannahöfn og
marga íslendinga snurtu, hafa á-
reiðanlega ekki farið fram hjá
hans opna huga. Fylgdist hann
æ síðan manna bezt með gangi
heimsmála og lét þar ekki villa
sér sýn né apast að óheillum.
Var hann alla tíð einlægur lýð-
ræðissinni, írjálshuga og sann-
gjarn.
Árið 1896 gekk hann að eiga
Guðnýju Jónsdóttur, bóndadótt-
ur frá Grænavatni, glæsilega og
gáfaða jafnöldru sína heiman úr
sveitinni fögru. Var mikið ást-
ríki með þeim hjónum og þau
samhent í því að skapa fagurt
heimili, þar sem saman fór virðu-
leiki og hlýja, með ósvikinni ís-
lenzkri gestrisni. Munu þeir ó-
fáir, frændur og vinir, sem þaðan
geyma dýrar minningar. Frú
Guðný lézt í marz 1955, svo að
ekki varð langt á milli þeirra
hjóna, og fór vel á þvi, svo sam-
huga sem þau höfðu verið í blíðu
og stríðu. Börn þeirra á lífi eru
Jón sýslumaður í Borgarnesi,
Kristján fyrrv. bæjarfógeti í
Neskaupstað og Þóra, gift Páli
Einarssyni, sýsluskrifara. Þá ólu '
þau upp bróðurdóttur Steingríms,
frú Þórleifu Norland.
Árið 1897 var Steingrímur
settur sýslumaður heima í átt-
högunum í Þingeyjarsýslu, og
skipaður árið eftir. Gegndi
hann embætti þar til 1921,
að hann geröist sýslumaður
í Eyjafjarðarsýslu og bæjar-
fógeti á Akureyri. Hélt hann
það embætti til 1934, en lét þá
af því fyrir aldurs sakir. Eftir
það bjó hann áfram á Akuxeyri.
Auk umsvifamikilla embættis-
starfa hlóðust á Steingrím marg-
háttuð félags- og trúnaðarstörf.
Var hann einn þeiwa, er mjög
koma við sögu á fyrsta þriðjungi
þessarar aldar, bæði í þjóðmál-
um og ekki siður í framfaramál-
um í héraði. Hann var konung-
kjörinn þingmaður 1906—1916 og
átti sæti í milliþinganefnd um
sambandsmálið 1907—1908. Hann
var einn af stofnendum Sam-
bands íslenzkra samvinnufélaga
og sá þeirra, er lengst lifði, enda
gerður heiðursfélagi Sambands-
ins á 50 ára afmæli þess. For-
maður Sambandsins var hann
1905—1910 og um tvo áratugi í
stjóm Kaupfélags Þingeyinga. Er
til Akureyrar kom, sat hann í
bæjarstjóm um skeið og var þá
jcifnframt forseti bæjarstjórnar.
Sómdi hann sér vel í forsetastól,
manna fyrirmannlegastur, þaul-
vanur margvíslegum félagsstörf-
um og réttsýnn, ef á_ reyndi. Þá
var hann og í yfirskattanefnd
Eyjafjarðarsýslu og mörgu
fleiru, sem hér yrði of langt að
telja, enda brestur mig til þess
kunnugleik. En óhætt er að full-
yrða, að Steingrímur Jónsson var
góður félagsmaður, hvar sem
hann kom, gæddur frjálslyndi og
þroskuðum félagsanda og átti
ríkulega þá umbótasinnuðu góð-
vild, sem auðkennt hefur rnarga
merka ættingja hans. Hann var
í senn hollur samherjum sínum
og drengilegur andstæðingum.
Aldrei þurfti að óttast, að þar
væri vegið aftan að neinum, er
Steingrímur varði mál eða sótti.
Hann var ágætlega máli farinn,
en aldrei kunni hann þá hina
svörtu list, að hyggja flátt. Og
engum mun hann hafa lagt illt
til. Þykir mér óvist, að hann hafi
nokkum tíma talað illa um nokk-
urn mann. Þeir eru of fáir, ís-
lendingarnir, sem það verður
sagt uib. Steingrimur leitaði
jafnan fremur þess, er betur fór.
Frá honum lagði hollan anda, í
kringum hann var bjart
Eg get ekki skilizt svo við
Steingrím Jónsson, að ég minnist
ekki á samskipti hans við
Menntaskólann á Akureyri. Þau
skipti voru löng og góð. Stein-
grímur var prófdómari í sögu á
stúdentsprófi frá upphafi til árs-
ins 1950 eða í 23 ár. Var hann
ágætlega að sér í sögu, bæði í
stjómmálasögu íslendinga og í
hinni almennu heimssögu. Ætla
ég, að hann hafi haft yndi af
prófdómarastarfinu, og kvíða-
fullum nemöndum stóð áreiðan-
lega ekki ógn af göfugmannlegu
yfirbragði hans. Mun þeim frem-
ur hafa fundizt návist hans nota-
leg. Steingrímur var skólanum
ávallt vel á allan hátt og mun
illa hafa þolað, að á hann væri
hallað. Kom þar fram hollusta
hans, sem var eitt megin-auð-
kenni hans. Hann var jafnan
boðinn á öll kaffikvöld skólans
og meiri háttar samkomur, og
virtist hann ekki aðeins ólatur
að sækja slíkar skemmtanir,
heldur miklu fremur njóta þess,
þótt aldur færðist yfir. Mun hon-
um hafa þótt gott að sjá ungt
fólk. f því sá hann framtíðina, og
á framtíðina trúði hann. Hann
var bjartsýnismaður. Ávarpaði
hann venjulegast unga fólkið, og
þótt orðin kúnni að hafa gleymzt,
trúi ég vart öðru en ýmsum
verði lengi minnisstæð birtan
yfir svip og máli hins silfur-
hærða öldungs. Það var fögur og
göfgandi sýn.
Eg þakka Steingrími Jónssyni
drengskap og vináttu við Mennta-
skólann á Akureyri og votta
honum látnum einlæga virðingu.
Þórarinn Björasson.
IHaim vantar
á smurstöðina Sætún 4, sími 6227.
Olíuhreinsunarstöðin
Unglinga
vantar til blaðburðar í
Kleifarvegur
Sjafnargötu '
Laugav. III.
Laufásveg
IMýbýlavegur
Stúlka
óskast strax í mjólkurbúðina
Langholtsveg 49
xuuaimuu,
Frá
Hljóðfærahappdrættinu
Dráttur í Hljóðfærahappdrættinu, fór fram hjá fulltrúa
borgarfógeta 23. des. Þessi númer komu upp:
1. Nr. 20998. Píanó, Horung & Möller.
2. Nr. 33977. Píanó, Lauis Zwicki.
3. Nr. 48576. Píanó, Bogs & Voight.
4. Nr. 22768. Píanó Georg Jensen.
5. Nr. 38271. Píanó, Waldberg. »
6. Nr. 8596. Radíófónn, Grundig.
Vinninga ber að vitja sem fyrst, til Þórðar Ág. Þórðar-
sonar, Melaskóla.
FITAN HVERFUR FLJOTAR
með freyÖandi VIM