Morgunblaðið - 05.01.1957, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.01.1957, Qupperneq 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Laugárdagur 5. jan. 1957. ttigtíJtM&MI* Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjamason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ámi Óla, sími 3045. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600 Áskriftargjaid kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Alifshnekkir íslendinga í HINNI glöggu áramótagrein sinni, sem birtist hér í blaðinu 30. des. vék Ólafur Thors form. Sjálfstæðisflokksins meðal ann- ars að þeim álitshnekki, sem þjóð- in hefði beðið við meðferð nú- verandi stjórnarflokka á utanrík- ismálum þjóðarinnar. Fórust Ólafi Thors m.a. svo orð: „Verður það aldrei nógsamlega vítt, að Framsóknarflokkurinn iét hafa sig til að rjúfa samstarfið um utanríkismálin og gerði þessi viðkvæmustu mál þjóðarinnar að heitustu deilumálum kosning- anna. Var með þessu settur flekkur á skjöld íslendinga og þjóðin svipt því trausti og áliti, er hún með viturlegri stjórn ut- anríkismálanna undir farsælli forystu Bjarna Benediktssonar hafði áunnið sér. Er enn óséð, hvort eða hvenær tekst að endurreisa það traust“. Hanzkanum kastað Það er meira en vafasamt hvort þjóðin hefur almennt gert sér ljóst hve alvarlegt tjón hún hefur beðið við þann skollaleik, sem ,vinstri‘-fylkingin hér á landi lék frammi fyrir alheimi, þegar hún dró utanríkismálin inn í stjórn- málabaráttuna innanlands og kastaði af léttúð og stórlæti hanzkanum framan í bandamenn okkar, á þann hátt, sem gert var. Framsóknarflokkurinn hafði í 3 ár haft utanríkismálin með höndum og ráðherra þeirra mála hafði sótt marga alþjóðlega fundi og samkomur með bandamönnum íslendinga innan Atlantshafs- bandalagsins. Undir forsæti hans í ráði bandalagsins voru gefnar út yfirlýsingar um þá ófriðar- hættu, sem ætíð hyggi undir og þá brýnu þörf, sem væri á því að vestrænar þjóðir héldu áfram sem nánustu samstarfi og slökuðu ekki á viðbúnaði sínum. Engum áttu þessi mál að vera ljósari hér á landi en Framsóknarflokkn- um og ráðherra hans. En þar kom að þessi flokkur taldi sig þurfa á nýrri pólitískri spekúlation að halda. Hann ákvað að rjúfa þá samheldni, sem verið hefði um utanríkismálin og opna sér leið til samstarfs við komm- únista. Flokkurinn var ofsalega hræddur við áróður Þjóðvarnar- manna gegn veru varnarliðs í landinu og nú skyldi þetta flokks- brot, sem hafði ástundað að narta utan úr Framsókn í sumum kjör- dæmum, lagt að velli. Leiðin til að ná markinu var að taka upp þá stefnu kommúnista að gera landið varnarlaust og rjúfa þar með skarð í sameiginlegar varnir vestrænna þjóða. Þetta þýddi raunverulega einangrun íslands frá vestrænum þjóðum en al- þjóðakommúnismanum var gefið nýtt og óvænt tækifæri. Svo mikið kapp lagði „vinstri“-sam- steypan á þetta mál að tillaga Sjálfstæðismanna um frekari at- hugun á ástandi alþjóðamála var feld. Það mátti heldur ekki leita álits Atlantshafsbandalagsins áð- ur en skrefið væri stigið. Slíkt hefði þó verið án allra skuld- bindinga af okkar hálfu en stjórnarblöðin eru enn að stagast á þeirri firru að Sjálfstæðismenn hafi viljað hlíta því áliti skilyrðis laust, hvernig sem það væri. Slíkt kom aldrei til mála en svo mikið lá á að ekki mátti einu sinni leita álits bandamanna okk- ar af því búið var að stofna til kosninga og þetta mál — varnar- leysi landsins — skyldi verða höfuðbaráttumálið. Ofaníát oi» dollaralán Allur hinn vestræni heimur horfði agndofa á þessar aðfarir. Hvarvetna var spurt: Hvað geng- ur að íslendingum? En Rússar brostu. „Við eigum vini á fslandi", sagði utanríkisráðherra þeirra. Svo fóru kosningarnar fram með þeim afleiðingum, sem kunn- ar eru. En „vinstri“-stjórnin var ekki fyrr sest í stóla sína en allt, sem hún gerði og sagði varð- andi utanríkismálin fór að verða loðnara og óákveðnara. Nú var farið að tala um, að íslendingar Ættu að halda sjálfir uppi varnar- stöðvum, sem yrðu ætíð og án fyrirvara reiðubúnar til að gegna hlutverki sínu í hernaði. Enginn vissi þó hvað raunverulega fólst í þessu orðalagi. Það var líka aftur farið að tala um áframhald- andi samstöðu með Atlantshafs- bandalaginu, að aðstæður hefðu breyzt og orðið ófriðvænlegri o. s. frv. Leitað var álits Atlants- hafsbandalagsins, sem taldi varn- ir landsins knýjandi nauðsyn. í fyrstu gerðu „vinstri“ flokkarnir lítið úr þessu áliti og töldu það barlóm „hernaðarsérfræðinga“, en þegar frá leið hættu stjórn- arblöðin að tála í þessum tón. Loks kom svo að því að „vinstri“- stjórnin át allt ofan í sig, sem sagt hafði verið um þessi mál fyr- ir kosningar og samdi aftur við Bandaríkjamenn um dvöl varnar- liðs í landinu um óákveðinn tíma. í kjölfar þess fylgdi svo dollara- lán handa íslendingum, sem veitt var úr sérstökum sjóði, sem Bandarík j aforseti „má aðeins nota til ráðstafana, sem forsetinn teluj mikilvægar fyrir öryggi Bandaríkjanna". Þannig var lán- veitingin og vera varnarliðsins hér tengd saman í hinni opin- beru yfirlýsingu Bandaríkjanna. „Vinstri“-stjórnin hafði svikið sína fyrri stefnu en jafnframt fengið sitt peningalán. Hraoaðir úr fyrri flokki Erlendir stjórnmálamenn hafa auðvitað fylgst nákvæmlega með því, sem gerðist hér. Erlendur almenningur hefur einnig horft á fsland undrunaraugum og sér- staklega fest athyglina við það að ísland er nú eina landið vest- an járntjalds þar, sem kommún- istar sitja í ríkisstjórn. Hingað til höfum við íslendingar yfirleitt verið settir á borð með öðrum Norðurlandaþjóðum en nú erum við fallnir hrapalega niður úr þeim flokki. Bandamenn okkar geta tæplega litið á okkur sömu augum og fyrr. Við höfum brotið af okkur traust vestrænna þjóða og það er „enn óséð hvort eða hvenær tekst að endurreisa það traust“, eins og Ólafur Thors sagði. UTAN UR HEIMI Þ í: jj. u oc^ nu VétUc veró áon vur %i ? ur CýU (l^rœÉi tnnur Við höfum nýverið feng ið nýja og skemmtilega viðbót við hina gamalkæru sögu um Nóa. Hún kemur af nýjustu pergament rúllunni, sem fannst við Dauða- hafið. Einn af þýðendum sögunn- ar, hermaðurinn og fræðimaður- inn Yigael Vadin, við hebreska háskólann í Jerúsalem, segir að hún sé rituð á aramaísku á geita- skinn „snoturri hendi". Sagan segir frá því, hvernig Lamek (faðir Nóa og sonur Metúsalems) kvæntist systur sinni, en það var þá góður siður, því konur voru sjaldgæf vara í þá tíð. I-i amek fór að renna grun í, að Nói væri ekki hans eigin sonur, og þóttist hafa eitt- hvað fyrir sér í því. Þegar barn- ið fæddist, „rétti það sig upp í höndum ljósmóðurinnar og hóf að ræða við Drottin réttlætisins". Líkami Nóa var „hvítur sem snjór og rauður eins og rós í blóma“. Hár hans var „hvítt eins og ull“, og þegar hann opnaði augun, lýstu þau upp húsið „eins og sólin“. Þegar Lamek fór að óttast, að barnið væri í raun og veru afkvæmi „verndarenglanna, hinna heilögu eða fallinna engla“, hafði hann orð á því við systur sína og eiginkonu og var ómyrk- Tómas Aquinas: vélheilinn rannsakar verk hans. ur í máli. Hún svaraði honum „af mikilli einurð“ og minnti hann á hvert smáatriði í sambandi við getnað Nóa. E n Lamek lét ekki ró- ast og bað Metúsalem föður sinn (sem lézt 969 ára gamall) að leita ráða hjá Enok föður hans, sem hafði horfið 365 ára gamall og fengið „dvalarstað meðal engl- anna“. En hvað hinn ódauðlegi Enok sagði Lamek um hinn upp- 1 rennandi skipasmið er ekki vitað, því hér er eyða í sögunni. v v elarnar fimm stóðu þar þögular og silfurgrænar og virtust alls ekki vera að hugsa, þegar Giovanni Battista Montini, erkibiskup í Mílanó hóf upp hend- ur sínar og blessaði þær. „Það kynni að virðast við fyrstu sýn“, sagði erkibiskupinn, „að vélmenn ingin, sem fær vélunum í hendur verkefni, sem áður voru bundin við hugvit og vinnu mannsins sjálfs, svo að vélarnar geta nú hugsað, munað, leiðrétt og haft eftirlit, mundi breikka bilið milli mannsins og íhugunar hans um Guð. En þetta er ekki svo. Það má ekki vera svo. Með því að blessa þessar vélar, erurn vér að gera samning og skapa straum, sem fer frá einum póli, trúar- brögðunum, til annars, vélamenn- [ ingarinnar..... Þessar vélar ) verða leið nútímans til að skapa samband milli Guðs og manns- ' ins“. 0 g í fyrri viku tók einn munkanna við heimspekistofnun Jesúíta í Gallarte nálægt Mílanó sér fyrir hendur að láta vélheil- ann starfa til dýrðar Drottni sín- um. Tilraunin hófst í rauninni fyrir 10 árum, þegar ungur Jesúíti Roberto Busa, sem stundaði nám við Gregóríusar-háskólann í Róm, ákvað að skrifa doktors- ritgerð sína í guðfræði um óvenju legt efni: hann ætlaði að aðgreina og skýra hin ýmsu merkinga- blæbrigði í hverju orði, sem heilagur Tómas Aquinas notaði. En þegar hann komst að raun um, að heilagur Tómas hafði skrifað eigi færri en 13 milljón orð, gafát hann upp á fyrirtækinu og ákvað að takmarka rannsókn sína við eitt einasta orð, hinar sundur- leitu merkingar í forsetningunni „í“ í ritum Tómasar. Jafnvel þetta verkefni tók hann heil 4 ár, en honum þótti alla tíð fyrir því, að hinu upphaflega verkefni var ólokið. IVt eð leyfi yfirmanns Jesúíta-reglunnar, John B. Jans- sens, fór faðir Busa með vanda- mál sitt til Bandaríkjanna, þar sem hann hitti að máli forstjóra hinna frægu IBM-véla, Thomas J. Lamek: afi hans hvarf Watson. Þessar vélar eru eins konar stálheilar, sem reikna, þýða bækur, o. s. frv. Þegar Wat- son heyrði, hvað faðir Busa hafði í huga, var honum alveg nóg boð- ið, enda þótt hann hefði sjálíur smíðað þessa furðuheila. „Jafn vel þótt þú gætir eytt allri ævi þinni í þetta, mundirðu aidrei ljúka verkinu“, sagði hann „Þú virðist vera framsæknari og amerískari en við erum“. V . Dn a 7 árum hafa sér- fræðingar IBM-vélanna í Banda- ríkjunum og Ítalíu fundið leið til að vinna þetta verk í samráði við Busa. Öll ritverk heilags Tómas- ar verða vélrituð á sérstök kort, sem notuð eru í IBM-vélunum. Síðan munu vélarnar vinna úr þessum kortum og framleiða kerfisbundið registur yfir öll orð, sem Tómas notaði, ásamt með upplýsingum um, hve oft hvert orð kemur fyrir, hvar það kem- ur fyrir, svo og með næstu sex orðum á undan því og eftir til að sýna samhengið. Þetta tekur vél- arnar 8.125 klukkustundir, en það mundi taka hvern einstakling heila ævi. N 11 æsta verkefni þessa nýja guðfræðilega vélheila verða pergamentrúllurnar frá Dauða hafinu. í þessum plöggum og öðr- um skyldum er oft hægt að fylla út í eyðurnar með því að rann- saka orðin, sem koma næst á und- an og næst á eftir eyðunni, og ákveða síðan hvaða orð eru oftast tengd þeim í textanum, sem fyr- ir hendi er. „Ég bið Guð“, sagði faðir Busa í fyrri viku, „um æ fljótvirkari og æ nákvæmari vél- ar“. Nýbyggingar í sveitum hafa verið svo miklar að gamlar byggingar eru að hverfa og margir gamlir íslenzkir siðir með þeim. Á einstaka stað má þósjá leifar af hinu forna íslenzka byggingarlagl. — Mynd þessi er af bænum Sólvöllum á Rangárvöllum, skammt frá Odda. Hún var tekin um jóIaleytiS af Gunnari Sverrissyni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.