Morgunblaðið - 05.01.1957, Síða 11

Morgunblaðið - 05.01.1957, Síða 11
Laugardagur 5. jan. 1957. MORCUNBLAÐIÐ 11 Bréíkorn frá Skotlandi: Baráttan við berklaveikina K.R.-ingarnir, sem unnu til gullmerkisins. Frá hægri: Skúli B. Ólafs, Þórólfur Beck, Örn Steinsen og þjálfarinn Sigurgeir Guðmannsson. 3 KR-drengir með gullmerki KSÍ íyrir hæfni í knnttspyrnu Þeir hafa leyst þrautir sem sennilega yrðu erfiðar meistaraflokksmonnum EINS og kunnugt er tók Knattspymusamband Islands upp s.l. vetur að veita sérstök heiðursmerki fyrir afrek, sem krefjast tæknilegrar getu í knattspymuíþróttinni, drengjum á aldrinum 12—16 ára. Eru merkin í gráðum, brons-, silfur- og gullmerki. Þrautir þær, sem leysa þarf, eru margs konar og verða erfiðari og torleysanlegri, eftir því sem lengra er komizt. Kröfurnar, sem gerðar eru +il gullmerkishafa eru allstrangar og þeir, sem hafa getu til þess að ná þeim árangri eru engir aukvisar í íþróttinni. Snemma í desember luku 3 leikmenn í 3. flokki KR tilskild- um prófum fyrir gullmerkið, en áður í sumar höfðu þeir allir unn- ið til fyrri merkjanna brons- og silfurmerkjanna. Drengirnir eru: Skúli B. Ólafs (árangur: 9— 26 — 51 8 — 4 — 5 — 31.9 sek.) Þórólfur Beck (árangur: 10 — 25 — 129 — 8 — 4 — 5 — 31.2 sek) Örn Steinsen (árangur: 10 — 25 — 175 — 9 — 4 — 4 — 31.3 sek) Þeir verða allir 17 ára í janúar og mátti því ekki tæpara standa að þeir gætu lokið þrautunum. — Þrautir þessar eru það erfiðar, að flestum leikmönnum meistarafl. mundi veitast erfitt að ná tilskyld um árangri í bronsprófi hvað þá gullprófi. Eftir röð talnanna hér að ofan, eru þrautirnar: 1. Innanfótar- spyrna af 6 m á 0.75 m mark. 1. Skot af 16.5 m á venjulegt mark, 10 skot með hvorum fæti, 3 stig fyrir að hitta í 75 cm bil út við stangir, en 1 stig fyrir að hitta þar í milli, þ. e. í bil í miðju markinu, sem er 4.32 á breidd. 3. Halda knetti á lofti og færa i.ann frá einum líkamsnluta til annars, 1 stig íyrir hverja skipt- ingu. — 4. Ristarspyrna af 15 m á 150 em mark. — 5. Lyfta knetti af jörðu og skalla upp í körfu, sem stendur í 2 m hæð og hefur 50 cm ummál. — 6. Lyfta knetti af jörðu og „bera“ hann með sköllum 4 m og „drepa“ hann síð- an. — 7. Knattrekstur á milli stanga um 73 m vegalengd og 20 m sprettur undir hámarkstíma. SIGURSÆLT IjIÐ Allir hafa leikmenn þessir leik- ið á síðastl. sumri með A-liði 3. fl KR og var það lið sigursæl- asta kappliðið í Reykjavík á síð- asta keppnistímabili. Vann liðið öll þau mót, sem það tók þótt í og náði þessum árangri: L U J T Mrk. st. Reykjavíkurm. 4 4 0 0 15-0 8 íslandsmót 4 4 0 0 26-1 8 Haustmót 3 3 0 0 12-3 6 Einnig hlaut 5 manna sveit úr íiðinu fyrstu verðlaun í fimmt- arþraut Unglingadagsins, enda voru allir leikmenn liðsins með bronzmerki knattspyrnusam- bandsins. Þjáifari flokksins var Sigurgeir Guðmaii.nsson. HALDA SAMAN Þá er annað, sem var eftirtekt- arvert við liðið, en það var, að það var oftast skipað drengjum á sama aldri. Gengur því allt liðið upp á milli flokka samtímis og ætti því að verða auðveldara að halda því saman sem samæfðu keppnisliði er þeir eldast en ella. Er þetta mjög til marks um þá breidd, sem er að færast í yngri flokkana hér og er góðs viti upp á framtíðina. MÉR hefur aldrei skilizt til fulls, hve hættulegt það er að eiga heima í Glasgow. Borgin hefur að vísu löngum verið alræmd fyrir drukkna og óða íra og trúarlegt ofstæki á kappleikum í knatt- spyrnu, og ekki síður fyrir ill- skeytta glæpamenn, sem beita fyrir sig vínflöskum og rakvélar- blöðum. GLÆPIR MINNKA — EN VERSTI MORÐINGINN ENN VI» LÝÐI En þetta heyrir þó blessunar- lega fortíðinni til að miklu leyti. Glasgow er í rauninni minni glæpabær en flestir virðast ætla. Glæpir eru langtum tíðari í öðr- um hafnarbæjum, svo sem Liver- pool, Lundúnum og Marseilles. Þó er athafnamesti morðinginn í Glasgow enn við lýði — og er furðu afkastamikill. Því Glasgow er versta berklabæli í Evrópu, þar deyja fleiri úr tæringu en annars staðar í álfunni. En nú á að fara að láta til skarar skríða gegn þess’um ófögnuði. f næsta marzmánuði hefst fimm vikna herferð gegn berklum í borginni, og verður þá reynt að ráða nið- urlögum veikinnar í eitt skipti fyrir öll. Þetta verður stórfenglegasta stríð gegn berklum, sem háð hef- ur verið í Evrópu, og einhver stærsta barátta fyrir bættu heilsu fari, sem um getur í veraldar- sögunni. Tilgangurinn er að finna óþekkta glæpamenn, ógrunaða og grunlausa sýklabera, sem dreifa veikinni svo ört, að 2,500 nýir berklasjúklingar bætast við á hverju ári í Glasgow einni saman. er til að ætla að þetta séu henn- ar síðustu met, en metin sem hún setti nú voru þessi: 300 m skriðsund ...... 4:30,5 500 m skriðsund ...... 7:52,3 800 m skriðsund ..... 12:52,0 1000 m skriðsund ..... 16:05,6 Gamla metið í 1000 m var 16:50,6 mín svo að það met bætti Ágústa um 45 sek. Hið sigursæla lið K.R. í 3. flokki A. (Frá vinstri): Magnús Jóns- son, Gunnar Felixsson, Axel Magnússon, Gunnar Erlendsson, Þór ólfur Beck, Gylfi Gunnarsson, Örn Steinsen (fyrirfiði), Úlfar Guðmundsson, Bjögúlfur Guðmundsson, Þorkell Jónsson, Ólafur Stefánsson, Skúli B. Ólafs og Valur Þórðarson. 4 Islandsmetog tvö dtengjamet sett í kyrr- þey og fyrir luktum dyrum IjAÐ ER EKKI algent, að 4 íslandsmet og 2 ísl. drengjamet séu * sett í kyrrþey og fyrir luktum dyrum. En þetta gerðist 30. desember s.l. og þessi viðburður átti sér stað í Sundhöll Reykja- víkur. Allt var þó löglegt við metin. Ágústa Þorsteinsdóttir Á setti 4 ísl. met í skriðsundi kvenna og Guðmundur Gíslason f.R. setti tvö drengjamet í flugsundi og baksundi drengja. ir AFREK GUÐMUNDAR Guðmundur Gíslason er ungur sundmaður, 15 ára og er óvenju- lega fjölhæfur. Hann getur synt með ágætum árangri hvaða að- ferð sem er og nú á hann drengja met í skriðsundi, flugsundi og baksundi. 23. des. s.l. synti hann 100 m baksund á 1:17,6 mín sem er drengjamet og sama dag synti hann 100 m flugsund á 1:25,0 einnig drengjamet. Viku síðar eða 30. des. bætti hann þetta drengjamet í flug- sundi og synti nú á 1:21,6 mín. Þá setti hann drengjamet í 200 m baksundi 2:50,3 mín og sann- aði með því að hann er bezti baksundsmaður landsins í dag — þó ungur sé. BERKLADAUÐI MINNKAR — KN SÝKINGUM FJÖLGAR Berklalækningum í Bretlandi hefur skotið geysimikið áleiðis undanfarin ár. Berkladauði hef- ur minnkað um 75% síðan árið 1938. En allt um það fer sýking- um fjölgandi, og Skotland hefur nú fleiri berklasjúklinga að til- tölu en önnur lönd veraldar, að fimm einum undanskildum. í Glasgow hefur tekizt að lækka dánartölu af völdum berkla um helming um síðastliðin fimm ár. Nú deyja 33 árlega af hverjum hundrað þúsund íbúum, eða alls um það bil 370 á ári. Ný undralyf svo sem streptó- mýsín, P. A. S., og I. N. A. H. hafa átt mestan þátt í að draga úr dræpni berklanna. En hins vegar eru engin tök á að draga úr útbreiðslu þeirra, nema þeir séu fundnir, sem bera sýkilinn og strjála honum með fjölskyld- um sínum og nágrönnum. „HERFERÐIN“ Bætt húsakynni myndu vitan- lega hjálpa til í þessari ofmenntu borg. Þótt ótrúlegt megi þykja, þá er ekki nema helmingur allra húsa í borginni, sem hefir sér sal- erni. íbúarnir í hinum helmingn- um verða að láta sér nægja sam- eiginlega útikamra og þann ódaun sem fylgir þeim. Þær íbúðir eru margar hverjar einherbergis, og þó hafast þar við allt að sjö manns, í eymd og sóðaskap. Herförin gegn berklum hefst, þegar vorar. Þá verða 35 röntgen stöðvar sendar til borgarinnar víðs vegar að úr Bretlandi. Á fimm vikum verða 250,000 manns röntgenskoðaðir, ef allt fer eftir áætlun. Þessi herför hefur verið í und- irbúningi um mánaða skeið. Og örðugasti hjallinn er hvörki fjár- skortur né vöntun á sjálfboðalið- um til aðstoðar, heldur tregða Glasgow-búa til að gangast undir berklaskoðun. Það virðist harla undarlegt, að þeir, sem eru hrædd ir um berklasmit, skuli ekki vilja láta læknast. Það er undarlégt, að þeir vilji fremur halda áfram að dreifa veikinni en verða læknað- ir sér að kostnaðarlausú. Og hver er munurinn á slíkum glæpamónn um og þeim, sem ógna vegfar- endum með brotnum flöskum og rakvélarblöðum? Borgarvöldin í Glasgow eru svo glapsýn, að þau ætla að láta betri vitund borgar- anna ráða því, hvort baráttan gegn berklum sigrar eða ekki. Ekkert verður gert til að neyða menn til að láta skoða sig. Alls: 11 11 0 0 53-4 22 * GULLMERKI ÍSÍ Ágústa Þorsteinsdóttir hefur með þessum metum 4 sett 11 ísl. met á árinu 1956. Stjórn ÍSÍ ákvað á fundi sínum á fimmtudaginn, að veita henni metmerki sam- bandsins úT' gulH fyrir þetta fá- gæta afrek. Fer afhending þess fram 28. jan. á 45 ára afmæli ÍSÍ. ★ MET ÁGÚSTU Ágústa er löngu landsfræg fyrir sundafrek, en þó er hún aðeins 14 ára gömul, svo engin ástæða Ágústa Þorstcinsdóttir REYNT AÐ UPPRÆTA ÓTTANN OG KVÍÐANN Höfuðástæðan til þess, hve margir eru á móti berklaskoðun er óttinn. Ótti við langa og dýra sjúkrahúsvist, kvíði um afkomu fjölskyldunnar, ef fyrirvinnan missir atvinnu, og loks uggur um að komast að raun um berkla- smit. Til að sigrast á þessum ótta ætla yfirvöldin að leggja geysi- mikið af mörkum. Þau gera ráð fyrir, að um það bil 1000 ný berklatilfelli komi fram. öllum nýjum sjúklingum hefur verið lofað, að þeir verði læknaðir sem skjótast, ef berklar eru á lágu stigi, og muni lækning ekki taka nema fáa mánuði. Þau heita því að- sjá um fjölskyldur sjúklinga. Atvinnurekendur hafa heitið öllum nýjum sjúklingum fullum launum, meðan dvalizt sé á sjúkrahúsi. Bæjaryfirvöldin ætla að greiða húsaleigu, meðan svo stendur á, og ættmennum verður greiddur ferðastyrkur til að heimsækja sjúklinga á hælum. í Glasgow er harðvítugum áróðri beitt til að fá borgara til að láta skoða sig. Bílar með hátöl- urum verða látnir aka um strætin til að hvetja fólkiö að koina, ávörpum verður útvarpað á öll- Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.