Morgunblaðið - 05.01.1957, Page 13
Laugarflagur 5. jan. 1957.
MORGVISBLAÐIÐ
13
Helgi Irá Brennu sjötugur
GAMALL maður komst einu
sinni svo að orði, að árin liðu svo
fljótt, að hann hefði ekki tíma
til að eldast. Þetta sannast á vini
mínum Helga frá Brennu, sem á
nýjársdag sl. var að stíga inn á
áttræðisaldurinn. — Hann stígur
þangað léttur í spori og glaður
í anda, eins og hann hefur verið
lengst af ævinni, og finnur
hvorki til bratta né ófærðar, því
að léttur í spori og óragur við
torfærurnar hefur hann verið
alla sína ævi, og þeir eiginleikar
hans láta furðulítið á sjá, þó sjö-
tíu ár séu að baki. Að vísu geri
ég ekki ráð fyrir að hann hlaupi
jafnfimlega yfir hestinn og þegar
ég sá hann á sýningu íþróttafé-
lagsins í Barnaskólaportinu fyrir
50 árum og líklega hefur eitthvað
dregið úr hraðanum síðan í fyrsta
víðavangshlaupi hans. fín þetta
er allt til bóta. Þegar við vorum
saman í gönguferðum í gamla
daga, óskaði ég oft að ég væri
kominn á hestbak til þess að hafa
við honum. En síðar minnkaði
bilið milli okkar nokkuð. þó að
aldrei hverfi það alveg.
Ég og margir fleiri eiga Helga
frá Brennu mikið að þakka. —
Hann var fæddur íþróttamaður
af lífi og sál og hafði dug í sér
til að láta ekki sitja við orðin
tóm, heldur framkvæma hug-
sjónir sínar, á þeim tímum, sem
íþróttalífið var fáskrúðugt hér á
landi, samanborið við það sem
nú er. Hann var einn af stofn-
endum íþróttafélags Reykjavík-
ur og starfaði þar, bæði sem í-
þróttamaður og að framkvæmd-
um félagsins um áratugi.
Þó er það annað, sem lengur
mun lialda nafni hans á lofti,
nefnilega afskipti hans af kynnis-
ferðamálum íslendinga. Á þessu
ári voru liðin fimmtíu ár síðan
nokkrir unglingsmenn í Reykja-
vík voru farnir að leggja í vana
sinn að fara gönguferðir um ná-
grenni Reykjavíkur og að skoða
náttúrufyrirbæri og fallega og
fáséða staði, sem engir lögðu leið
sína um I þá daga. „Hvatur“ hét
félagsskapur þessara ungu
manna, en þeir voru auk Helga,
Sigurbjörn Þorkelsson, Skafti
Davíðsson og Matthías Þorsteins-
son. í einni ferðinni fundu þeir
gamlan og gleymdan helli ná-
lægt Setbergi við Hafnarfjörð
Síra Friðrik Friðriksson skrifaði
ítarlega lýsingu á helli þessum í
Fjallkonuna (7. sept. 1906) og
hvetur unglinga til að fara að
dæmi þessara ungu manna og
nota frístundirnar til að skoða
náttúruna og fara í gönguferðir.
„Að betra og heilnæmara loft sé
utanbæjar en innan, að hollara
og skemmtilegra sé að ganga úti
í sumarblómum en að reika eftir
rykugum götunum, er viðurkennt
af öllum, en furðulítið farið eftir
pví“, segir síra Friðrik x þessari
grein.
„Nafnlausa félagið“. sem varð
fertugt í sumar, tók við af „Hvat“.
Þar var Helgi líka lífið og sálin
og nú víkkaði athafnasvæðið, því
að Nafnleysingjarnir herjuðu á
óbyggðirnar og er för þeirra í
Þjórsárdal frægust. Og svo kom
Ferðafélagið, en í stofnun þess
átti enginn einn maður jafnmik-
inn þátt og Helgi Jónasson, og
enginn hefur unnið þar óeigin-
gjarnara starf en hann, að öllum
öðrum ólöstuðum.
Helgi er áhugamaður í þess
orðs beztu merkingu, hvort hrld-
ur er um íþrótt að ræða eða aðr-
ar greinar. Ekkert mannlegt er
honum óviðkomandi, o'g ólatari
mann til að leggja góðu málefni
lið hef ég aldrei þekkt. Og hann
á mörg önnur áhugamál en þau
að ferðast og kynna öðrum landið
og kynnast því sjálfur. Munu fá-
ir eða engir vera jafnþaulkunn-
ugir suðvesturbluta landsins en
hann, ekki sízt nágrenni Reykja-
víkur. Og Reykjavík sjálfa þekk-
ir hann hverjum manni betur,
einkum þá gömlu Reykjavík, sem
var fimmtán sinnum minni en nú
er, þegar hann var að slíta fyrstu
skónum sínum uppi í Bergstaða-
stræti.
Helgi er mikill Ijóðavinur og
hygg ég að Jónas Hallgrímsson
og Einar Benediktsson séu beztu
vinir hans í skáldasveit. Hann er
Bretavinur og les mikið enskar
bókmenntir, og meðal margra út-
lendra bréfavina hans munu
flestir vera i Bretlandi, því að
hann hefur mörgum kynnst í öll-
um sínum ferðalögum og þeir
munu teljandi af ölíurn hans sam-
ferðamönnum, sem ekki þykir
vænt um hann, og mundu senda
hor.um hamingjuóskir á morgun,
ef þeir vissu af þessu stórafmæli
hans.
Um leið og ég þakka Helga
meira en fimmtíu ára vináttu,
sem aldrei hefur borið skugga á,
óska ég honuir margra ókominna
og ánægjulegra ævi- og ferða-
daga um skaut ísienzkrar natt-
úru, sem hann flestum betur hef-
ur kynnzt og kynnt öðrum.
Skúli Skúlason.
Látið ekki happ úr hendi sleppa
Endurnýjun og sala miða er í fullum gangi,
dregið verður í 1. flokki 21. janúar.
Hæsti vinningur 500 þúsund krómir
Lægsti vinningur eitt þúsund krónur
Fjórða hvert númer hlýtur vinning
Happdrætti Háskóla íslands hefur einkarétt á
PENINGAHAPPDRÆTTI
Samanburður á vinningsmöguleikum
Volkswagen
sendibifreið eða leyfi óskast til kaups nú þegar. Stað-
greiðsla. — Tilboð merkt: „Vel með farinn — 7013“
sendist afgr. Mbl. fyrir hádegi n.k. þriðjudag.
Til leigu
5 herbergja íbúð í góðu standi við Flókagötu. —
Fyrirframgreiðsla áskilin. Tilboð sendist blaðinu
hið fyrsta merkt: „Leiguíbúð — 7020“.
Akranes
Fokhelt steinhús er til sölu. Nánari upplýsingar
veitir Valgarður Kristjánsson, lögfr. sími 398,
Akranesi.
Við neðanverðan Laugaveg
er ca. 200 fermetra hæð til leigu í nýju húsi fyrir
einhverskonar atvinnurekstur. — Tilboð merkt:
„Laugavegur — 7021“ sendist afgr. Morgunblaðs-
ins fyrir 13. janúar.
Skrifstofufólk
Stórt fyrirtæki óskar að ráða stúlku, til símavörzlu
aðallega. Nokkur vélritunarkunnátta þó nauðsynleg.
Og karlmann, vanan bókfærslu. Tilboð, er greini frá
fyrri störfum og menntun umsækjanda leggist inn í
pósthólf 635 fyrir 10. þ.m.
V erzlun arfyrirfœki
í Reykjavík óskar eftir vönum og traustum
manni, sem getur tekið að sér stjórn á mat-
vörubúð. — Tilboð sendist í pósthólf 361 fyrir
10. þ.m.
Flugeldar — Flugeldar
H. í.
Happdrætti
S. 1. B. S.
Háskóla
D. A. S.
Islands
N
S
s
s
s
s
s
s
s
Fjölbreytt úrval af
flugeldum fyrir
þrettándann.
Goðaborg
Freyjugötu 1.