Morgunblaðið - 05.01.1957, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 05.01.1957, Qupperneq 15
Laugardagur 5. jan. 1957. MORCTJTV nr.AÐIÐ 15 — Skotlandsbréf Framh. af bls. 11 tun knattspyrnuleikum, risastór- ar áletranir í öllum danssölum munu minna menn a þetta fyrir- tæki. Sérhvert heim.li verður kannað, og verða til þess 25,000 sjálfboðaliðar, þjálfað fólk. Flug- vélar munu sveima yfir borginni og sjúa úr sér gufuletri, sem táknar röntgengeisla, og frægir menn munu við mikið umstang láta skoða sig til að fá aðra til að feta í fótspor sín. 18 NÝ BERKLATItiFELLiI í SKOTLANDI DAG HVERN Kirkjur, verkalýðsfélög, at- vinnurekendur, æskulýðsfélög, kvenfélög og stjórnmálaflokkar leggjast öll með á eitt til að fá borgarlýðinn til berklaskoðunar. Þetta er gífurlegt fyrirtæki, enda ekki vanþörf á, þar sem 18 ný berklatilfelli eru fundin í Skotlandi dag hvern. Hitt er óaf- sakanlegt, að árangurinn mun fara algerlega eftir góðvild og skynsemi borgaranna. Það virðist miklu einfaldara og betra að gera þetta að árlegri skyldu, öðru vísi verður hviti dauðinn ekki sigrað- ur Magnús Magnússon. E.s. Brúarfoss fer frá Reykjavík laugardaginn 5. þ. m. til Akureyrar. H.f. Eimskipafélag Islands. Sbipaðii sáttnsemjarar Samkv. 3. kafla laga nr. 80 frá 11. júlí 1938 hefir félagsmálaráð- herra skipað eftirtalda menn til að vera sáttasemjarar í vinnudeil- um næstu 3 ár frá 10. nóv. 1956 að telja. í fyrsta sáttaumdæmi: Torfa Hjartarson, tollstjóra, sem jafn- framt er skipaður til þess að vera ríkissáttasemjari. Varamaður: Valdemar Stefánsson, sakadóm- ari. I öðru sáttaumdæmi: Hjört Hjálmarsson, hreppsstjóra, Flat- eyri. Varamaður: Eiríkur J. Ei- ríksson, prestur að Núpi í Dýra- firðL f þriðja sáttaumdæmi: Friðrik Magnússon, héraðsdómslögmann, Akureyri. Varamaður Steindór Steindórsson, kennari, Akureyri. í fjórða sáttaumdæmi: Þorgeir Jónsson, prest, Eskifirði. Vara- maður: Kristinn Júníusson, lög- fræðingur, Eskifirði. (Frétt frá félagsmálaráðun). Nýjárskveðjur fil Forsefa íslands MEÐAL fjölda árnaðaróska, sem forseta íslands bárust á nýjárs- dag, voru heillaskeyti frá Frede- rik Danakonungi, Hákoni Nor- egskonungi, Kekkonen Finnlands forseta, Mohamad Reza Pahlavi, íranskeisara, Francisco _Franco, ríkisleiðtoga Spánar og Dr. Kon- rad Adenauer, ríkiskanslara Þýzkalands. Forseti fslands hafði venju samkvæmt móttöku í Alþingis- húsinu. Meðal gesta voru ríkis- stjórnin, fulltrúar erlendra rikja, ýmsir embættismenn og fleiri. • Brúðkaup • í dag verða gefin saman í hjónaband af sr. Jóni Thoraren- sen, ungfrú Ásgerður Hauksdótt- ir íþróttakennari, Auðarstræti 11 og Jón Friðgeir Einarsson, Bol- ungavík. Heimili brúðhjónanna verður í Bolungavík, en þau dvelja í dag að Auðarstræti 11. Einar Ásmundsson, hæstaréttarlögmaður. Hafsteinn Sigurðsson, lögfræðingur. Hafnarstræti 5, 2. hæð. Alls konar lögfræðistörf. Blómin fást f Drápuhlíð 1. Primula, sími 7129. F élagslíl Körfuknattleiksdeild K.R. Æfing á morgun, sunnudag, að Hálogalandi kl. 11—12 f.h. hjá meistara- og öðrum flokki. — Stjórnin. Knattspyrnufélagið Þróttur Kvöldvaka verður haldin í Fé- lagsheimilinu við Ægissíðu, laug- •rdaginn 5. þ.m. kl. 9. Skemmti- atriði o. fl. — Nefndin. ^ Jólafrésskemmtun Samkomur K. F. U. M. — Á morgun: Kl. 10 f.h. Sunnudagaskólinn. Kl. 10,30 f.h. Kársnesdeild. Kl. 1,30 e.h. Drengjadeildirnar. Kl. 8,30 e.h. Fórnarsamkoma. — Benedikt Amkelsson, cant. theol. talar. — Allir velkomnir. ÁrshátíS skógarmanna K.F.U.M. Árshátíð fyrir skógarmenn, 12 fira og eldri verður í húsi KFUM I kvöld kl. 8. Aðgöngumiða sé vitj- að fyrir kl. 4. — Stjórnin. Glímufélagsins Ármann verður haldin í Sjálfstæðishús- inu, þriðjudaginn 8. jan. kl. 3,45. — Margir jólasveinar — Skemmtiatriði — — Jólasveinahappdrætti — Aðgöngumiðar eru seldir í skrifstofu félagsins, íþrótta- húsinu, sími 3356 í dag laugardag frá kl. 4—7 síðdegis og mánudaginn 7. jan. frá kl. 8—10 síðdegis. Kristniboðshúsið Betanía Laufásvegi 13 Á morgun: Sunnudagaskóli kl. 2 e.h. öll börn velkomin. Hjálpræðislierinn 1 kvöld kl. 8,30: Síðasta jólatrés hátíð fyrir almenning. Major Hjör dís Gulbrandsen stjórnar. Einleik «r á kornett, kapteinn Tellefsen, tmdirleikur á píanó Gustav Jo- hannesson. Allir velkomnir. I. O. G. T. Barnastúkan Diana nr. 54 Fundur á morgun kl. 10,15. — Spurningaþáttur. Ný framhalds- saga. — Gæzlumenn. Hafnarfjörður Hafnarf jörður Slysavarnadeildin Hraunprýði heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 8. jan. kl. 8,30 í Sjálf- stæðishúsinu. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. . 3. Upplestur. 4. Félagsvist o.fl. Konur fjölmennið! Stjórnin. IÐNÓ DAIMSLEIKUR í kvöld klukkan 9 Hinn vinsæli dægurlagasöngvari RAGNAR BJARNASON og K. K. SEXTETTINN skemmta í kvöld. Aðgöngumiðasala klukkan 4. I Ð N Ó Keflvíkingar Kvenfélag Keflavíkur biður allt eldra fólk að gera sér þá ánægju að koma á jólatrésfagnað félagsins í Ungmenna- félagshúsinu sunnudaginn 6. janúar kl. 3. Þeir, sexn óska eftir að verða sóttir hringi í síma 62. STJÓRNIN. Selfossbíó Selfossbíó DAIMSLEIKUR í Selfossbíó laugardaginn 5. jan. kl. 9 Hljómsveit Óskars Guðmundssonar Söngvarar: Didda Jóns og Sigurgeir Scheving Rock ’n roll keppni kl. 12 — Góð verðlaun. Selfossbíó Selfossbíó DAIMSLEIKIJR verður í samkomusalnum Kársnesbraut 21, Kópavogi í kvöld klukkan 9. Hljómsveit G. J. leikur. — Keppt verður í Rock ’n Roll. Dóttir okkar ÞÓRDÍS lézt í sjúkrahúsi 3. þ.m. Hún verður jarðsett frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 8. þ.m. kl. 10,30. Jana Magnúsdóttir, Steinar Guðmundsson, Eikjuvogi 22. Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð við andlát og útför móður okkar, tengda- móður og ömmu ÞÓRU BALDVINSDÓTTUR frá Sauðanesi. Einnig þökkum við af alhug öllum þeim, sem heimsóttu hana og veittu margvísega aðstoð í veik- indum hennar. — Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn og barnaböm. Við þökkum öllum þeim, er vottuðu okkur samúð við frá- fall og jarðarför föður okkar og tengdaföður STEINGRÍMS JÓNSSONAR fyrrv. bæjarfógeta og heiðruðu minningu hans á annan hátt. Þóra Steingrímsdóttir, Páll Einarsson, Jón Steingrímsson, Karitas Guðmundsdóttir, Kristján Steingrímsson, Gunda Steingrímsson, Þórleif Norland. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd við frá- fall og jarðarför JÓSEFÍNU RÓSANTS JÚLÍUSDÓTTUR Leynimýri. Björn J. Andrésson, böm og systkini hinnar látnn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.