Morgunblaðið - 15.01.1957, Síða 3
Þriðjudagur 15. janúar 1957
MORGUNBLAÐIÐ
3
tiæglátur herforingi sem
mestu ræður í Sýrlandi
HINN sterki maður Sýrlands"
„rauði herforinginn", „leynd
ardómsmaðurinn bak við tjöld-
in“. Slík heiti hafa vestræn blöð
valið kornungum liðsforingja,
sem nú er talinn mestur valda-
maður í hinu 10 ára gamla lýð-
veldi fyrir botni Miðjarðarhafs-
ins.
Fullu nafni heitir hann Abdel
Hamid el Serraj. Hann er 31 árs
og í allri hógværð sinni kallar
hann sig aðeins „yfirmann upp-
lýsingadeildar“ sýrlenzka hers-
ins. Hann er vissulega hógvær í
framkomu, hæglátur og fer yfir-
leitt lítið fyrir honum á manna-
mótum. Ritskoðunarmenn í
Damaskus hafa fengið fyrirmæli
um að strika nafn hans út úr
fréttaskeytum. Þegar talað er við
Sýrlendinga, eru margir, sem
ekki vita, að hann er til. Sýr-
lenzk blöð geta hans sjaldan.
Samt bar svo við fyrir nokkru,
þegar fréttamaður New York
Times átti samtal við hinn form-
lega yfirhershöfðingja sýrlenzka
hersins, þá var el-Serraj við-
staddur þann fund. Það var sýnt
af öllu að það var ekki sá með
hershöfðingjatitilinn sem hafði
valdið, heldur hinn lágt setti
liðsforingi, sem kallaði sig „yfir-
mann upplýsingadeildar" hers-
ins.
★
Vald sitt hefur hann frá skipu-
lögðum hópi vinstri sinnaðra
liðsforingja í sýrlenzka hemum.
— Vestrænum mönnum, sem
skyggnast í sýrlenzk stjórnmál
fmnst sá hópur ærið skuggaleg-
ur, því að í honum eru allmargir
hreinir kommúnistar að vísu
innan um hóp góðra þjóðernis-
sinna. E1 Serraj hefur verið tal-
inn í hópi þeirra, sem vinsam-
legir eru Sovét-Rússlandi.
Þessir ungu liðsforingjar hóp-
uðu sig saman fyrir tveimur ár-
um til að steypa af stóli þáver-
andi einræðisherra Sýrlands
Adib Shishakly, sem stjórnað
hafði landinu með harðri hendi
í þrjú ár. Þetta var fimmta bylt-
ingin frá stofnun lýðveldisins og
hún heppnaðist ágætlega.
Eftir að byltingin heppnaðist
var Shishakly rekinn í útlegð,
en heim var kvaddur til að taka
EL SERRAJ
sæti forseta, Kuwatly, sem dval-
izt hafði í útlegð í Egyptalandi.
Herforingjaklíkan kvaðst ekki
ætla að skipta sér af stjórnmál-
um frekar,‘en sú hefur þó orðið
raunin á að það er herinn sem
hefur völdin í dag.
★
Fyrst í stað var foringi ungu
liðsforingjanna kunnur og af al-
þýðu mjög vinsæll herforingi að
nafni Adnan Malki. Fremur var
hann talinn i þeim armi herfor-
ingjaklíkunnar, sem var þjóð-
ernissinnaður, aðgætinn og hæg-
fara. En þann 22. apríl 1955 gerð-
ist sá atburður, er hann var að
horfa á knattspyrnukappleik í
Damaskus, að ókunnur maður
gekk allt í einu til sætis hans og
skaut hann til bana að tugþús-
undum manna ásjáandi. Áður en
tilræðismaðurinn yrði gripinn
framdi hann sjálfsmorð.
Þessi atburður leiddi til upp-
lausnar og ofsókna. f þeim hita
og æsingu, sem fylgdi í kjölfar
hans fór sem oft vill verða, að
'hinir róttækari í herforingjaklík-
unni náðu völdum og kusu el
Serraj til sinnar forustu.
El Serraj er eins og sagt var
ekki gamall að árum. Fæddur
1925 í bænum Hama sem stendur
í frjósömu hveitiræktarhéraði
Norður-Sýrlands. Faðir hans var
auðugur og áhrifamikill kaup-
maður í borginni. Um tvítugs-
aldur gekk pilturinn á herfor-
ingjaskóla í Homs, skammt frá
— skóla, sem byggir á franskri
arfleifð. Síðan stundaði hann
nám við franska herforingja-
skólann í París 1951—53. Er því
ekki að leyna, að sumum kunn-
ingjum hans í París finnst það
skrýtið, að þessi stráksláni, sem
þeir þekktu þá, skuli allt í einu
vera orðinn svo þýðingarmikill
taflmaður á skákborði heimsmál-
anna. E1 Serraj er enn ógiftur,
má ekki vera að því að sinna
slíku. Hann er mikill aðdáandi
Nassers og menn telja líka að
hann haldi talsvert upp á Gyð-
ing einn sem setti fram sínar
pólitísku skoðanir fyrir um einni
öld. Að öðru leyti er hann lítill
vinur Gyðinga. Hans heitasta
ósk er að Ísraelsríki verði afmáð.
★
E1 Serraj hefur neitað stað-
hæfingum vestrænna manna um
að Sýrland sé á nokkurn hátt
orðið rússneskt leppríki. En und-
arlegt er það t. d. að herskoðun
sú sem herforingjarnir hafa sett
á, hefur aðeins heimilað að birt-
ar séu af atburðunum í Ungverja
landi þær fréttir sem rússneska
Tass-fréttastofan lætur frá sér
fara.
Myndarleg
áramétabrenna
HÖFN í Hornafirði, 10. jan.: —
Á gamlárskvöld efndu unglingar
hér í kauptúninu til mikillar ára-
mótabrennu í Óslandi, sem er rétt
utan við þorpið. Er þetta mesta
brenna sem verið hefur hér, enda
rnikill undirbúningur að henni.
Hafa unglingar hér árlega slíka
brennu á gamlárskvöld en engin
þeirra hefur verið svo vegleg sem
þessi.
Kveikt var í bálkestinum kl. 11
um kvöldið og var loginn mest-
ur um tólfleytið. Veður var á-
gætt, auð jörð og -ílýtt í veðri.
Safnaðist bæði fullorðið fólk og
börn að brennunni og höfðu allir
ánægju af. Logaði í bálkestinum
langt framm eftir nóttu.
— Gunnar.
Fimmtugur i dag:
Guðmundur Ingi Kristjdnsson
skúld og bóndi ú Kirkjubóli
GUÐMUNDUR Ingi Kristjánsson
skáld og bóndi að Kirkjubóli í
Bjarnardal í Önundarfirði á í
dag fimmtugsafmæli. Hann er
fæddur að. Kirkjubóli og voru
foreldrar hans Bessabe Halldórs-
dóttir og Kristján Guðmundsson
bóndi þar. Er móðir hans enn á
lífi háöldruð. Ólst Guðmundur
Ingi upp á föðurleifð sinni og
leitaði sér þaðan menritunar.
Stundaði hann fyrst nám í Lauga-
skóla en síðan var hann í Sam-
vinnuskólanum árin 1931—1932.
Hvarf hann siðan heim til átt-
haga sinna og hefur jafnan átt
heima á Kirkjubóli, þar sem hann
hefur búið með móður sinni og
systkinum.
Guðmundur Ingi nefur jafnan
tekið mikinn þátt í félagsmálum.
Hann hefur um langt skeið stað-
ið framariega i ungmennafeiags-
hreyfingunni og átt sæti í stjórn
Héraðssambands Umf. Vestfjarða
í fjölda ára. Jafnframt hefur
hann komið mjög við sögu bún-
i aðarsamtakanna, bæði í iiéraði
sínu og utan þess. Hann er nú
formaður Búnaðarsambands Vest
tjarða.
í hreppsnefnd og skólanefnd
hefur hann einnig átt sæti og
ennfremur I stjórn Kaupfélags
Önfirðinga.
Hér hefur verið drepið á
nokkra þætti í félagsmálastarfi
bóndans á Kirkjubóli. En þá er
þess þáttar lífsstarfs hans ógetið,
sem lengst mun halda nafni hans
á iofti meðnl þjóðar hans Guð-
mundur Ingi er mikið ljóðskáld.
Að margra áliti er hann eitt
mesta náttúruskáld þjóðarinnar
í dag. Enginn kveður eins og
Guðmundur Ingi um hina „matt-
ugu mold“ og „angandi grundir“,
„hcyskaparást“, „grænkál“ og
„salad“, „fjárhúsailm", „gimbr-
ar“ og „hrúta".
Guðmundur Ingi ann íslenzkri
náttúru heilum hug. Ljóð hans
eru sifelld. lofgjörð til gróand-
ans, moldarinnar, húsdýranna,
jafnvel fuglanna í loftinu. Yíir
þesum ljóðum hvílir hugþekkur
blær fölskvaleysis og drengskap-
ar. Þeir, sem ekki þekkja Gi’.ð-
mund Inga af persónulegum'
kynnum geta kynnzt honum af
ljóðum hans. Þar birtist liann all-
ur, hreinn og beinn og einlægur,
óspillt náttúrubarn eilítið sérvit-
ur á stundum. En ér ekki það
sem kallað er sérvizka einmitt
oft vottur um óvenjulega hæfi-
leika og andlegt sjálfstæði?
Guðmur.dur Tngi hefur aðeins
gefið út tvær Ijóðabækur, „Sól-
stafi“ árið 1938 og „Sólbráð* árið
1945. Einnig hfur hann ort í blöð
jg tímarit.
Bóndinn og skáldið á Kirkju-
bóli er prúður og hæglátur í’fram
komu. Hann er samvinnuþýður
og getur sér hið bezta orð meðal
þeiria, er með honum starfa.
Hæfileikar hans, manndónrur,
skáldmennt, og gáfur hafa skipað
honum á bekk með merkustu
mönnum samtíðar sinnar og beztu
sonum lands síns.
Allir Vestfirðingar og hinir
Tjölmórgu unnendur Ijóða hans
um land allt hylla hanri fimmtug-
an.
S. Bj.
Nýja Bíó sýnir nú amerísku kvikmyndina: „Fannirnar á Kili-
manjaro". Hún hefur flest það sem góða kvikmynd má prýða:
spennandi sögu, frábæran leik og mikla fjölbreytni. í myndinni
gefur m.a. að líta dýraveiðar í Afríku, nautaat á Spáni, bardaga í
borgarastyrjöldinni þar og fagurt landslag. Svo ér mikið af Heming-
way í myndinni, en hún er gerð eftir einni af frægustu smásögum
hans. Sagan birtist á sinum tíma í íslenzkri þýðingu í tímaritinu
„Líf og list“.
Aðalhlutverkið leika þau Gregory Peck, Susan Hayward og Ava
Gardner og auk þess kemur Hildegarde Neff fram í myndinni.
Leikur Gregory Peck er sérstaklega með ágætum.
Er óhætt að segja að „Fannirnar á Kilimanjaro“ er að öllu
samantöldu einhver veigamesta kvikmynd, sem hér hefur sézt um
skeið.
Lngur maður
með verzlunarmenntun og æfingu í bókhaldi, óskast á
endurskoðunarskrifstofu í vetur.
Eiginhandar umsókn með upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 20. þ. m. auð-
kend„ „Endurskoðun —7127“.
TIL LEIGU
nýtízku íbúð, 6 herbergi og eldhús á bezta stað í
bænum. (Hitaveita).
Tilboð auðkennt: XXX—2996, sendist Morgunblað-
inu.
3.—14. marz 1957
Kaupstefnan í Leipzig
40 lönd sýna vörur og vélar á 800,000 ferm. sýa-
ingarsvæði.
Umboðsmenn: Kaupstefnan--Reykjavík, Lauga-
vegi 18 og Pósthússtræti 13.
Símar: 1576 og 2564.
LEIPZIGER MESSEAMT - IEIPZIG t l • HAlNSTRASSE 18