Morgunblaðið - 15.01.1957, Blaðsíða 4
4
WORCVTVnr^ÐlÐ
Þriðjudagur 15. janúar 1957
í dag eh 15. dagur ársins.
Þriðúudagur 15. janúar.
ÁrdegisflæSi kl. 00,26.
Síðdegisflæði kl. 12,53.
Slysavarðstofa Reykjavíkur í
leilsuverndarstöðinni er opin all-
m sólarhringinn. Læknavörður L.
i. (fyrir vitjanir), er á sama
tað kl. 18—8. — Sími 5030.
Næturvörður er í Laugavegs-
jpóteki, sími 1618. — Ennfremur
eru Holts-apótek, Apótek Austur-
bæjar og Vesturbæjar-apótek opin
daglega til kl. 8, nema á laugar-
dögum m.illi 1 og 4. Holts-apótek
er opið á sunnudögum milli kk 1
og 4. —
Garðs-apótek, Hólmgarði 34, er
opið daglega kk 9—20, nema á
laugardögum 9—16 og á sunnu-
dögum 13—16. — Sími 82006.
Hafnarfjarðar- og Keflavíkur-
apótek eru opin alla virka daga
frá kl. 9—19, laugardaga frá kl.
9—16 og helga daga frá kl. 13—16
Hafnarf jörður: — Næturlæknir
er Eiríkur Björnsson. Sími 9235.
Akureyri: — Næturvörður er í
Stjömu-apóteki, sími 1718. Nætur-
læknir er Pétur Jónsson.
□ EDDA 59571157 == 2.
I.O.O.F. = Ob. 1 P = lSSllöS'té
RMR — Föstud. 18. 1. 20. — HS
— Mt. — Htb.
• Bruðkaup •
S.l. laugardag voru gefin saman
í hjónaband af séra Jakobi Jóns-
syni ungfrú Björg Hermanns^jótt
ir, skrifstofumær, Egilsgötu 20
Rvík og Valur Jóhannsson, iðn-
nemi, Suðurgötu 51, Akranesi. —
Heimili ungu hjónanna verður að
Jaðarsbraut 19, Akranesi.
S. 1. laugardag voru gefin sam-
an í hjónaband af séra Jóni Thor
arensen, ungfrú Gróa Magnúsdótt
ir, Kvisthaga 3 og Jónas Sigurðs
son frá Eskifirði. Heimili þeirra
er að Ljósvallagötu 24.
Á nýársdag voru gefin saman í
hjónaband af séra Magnúsi Run-
ólfssyni ungfrú Clara Grimmer
Petersen frá Selatræð, Færeyjum
og Steinar Waage, skósmiður lam
aðra og fatlaðra. Heimili þeirra
er að Skipasundi 35.
TJm áramótin voru gefin saman
í hjónaband á Sauðárkróki af
prestinum þar ungfrú Bára Þ.
Svavarsdóttir og Ólafur Axel Jóns
son, Sauðárkróki.
Ema Flóventsdóttir og Valgarð
ur Jónsson, símamaður frá Akur-
eyrí.
Lilja Jónsd. og Sölvi Sölvason,
vélstjóri, Sauðárkróki.
Gunnur Pálsdóttir og Sigurður
Ellertsson, bóndi, Holtsmúla, Stað
arhreppi
Valdís Helgadóttir, símamær og
Jón Egilsson, bifreiðarstjóri, Sauð
árkróki.
Einnig voru gift af bæjarfóget-
anum á Sauðárkróki, Helga Hann-
e.dóttir og Haukur Þorsteinsson,
bifreiðarstjóri, og Brynhildur Jón
asdóttir oog Friðrik Sigurðsson,
bifvélavirki, Sauðárkróki.
S.l. laugardag laugardag voru
gefin saman í hjónaband af séra
Jóni Thorarensen ungfrú Ingi-
björg Þorláksdóttir, hjúkrunar-
kona frá Eskifirði og Bogi Th.
Melsted, stud. med., Freyjugötu
42, Rvík. Heimili ungu hjónanna
er á Freyjugötu 42.
D
ag
bók
Þjóðleikhúsið sýnir í kvöld Töfraflautuna í 8. sinn. Mikil aðsókn
er að leikhúsinu um þessar mundir og var uppselt á þrjár sýningar
um helgina, síðustu sýningu á Fyrir kóngsins mekt, sýninguna á
barnaleiknum Ferðin til tunglsins og 26. sýningu á Tehús Ágústs-
mánans. — Myndin er af atriði úr Töfraflautunni.
• Hjónaefni •
Nýlega opinberuðu trúlofun sína
ungfrú Friðbjörg Vilhjálmsdóttir
frá Áshildarholti og Friðrik Guð
munsson, Sauðárkróki.
Einnig Stefanía Guðmundsdótt-
ir og Hjálmar Theódórsson frá
Reykjavík.
S.l. laugardag opinberuðu trú-
lofun sína Elín Finnbogadóttir,
stud. phil., Marbakka, Kópavogi og
öm Erlendsson, stud. jur., Flóka-
götu 31, Reykjavík.
Á laugardaginn opinberuðu trú
lofun sín ungfrú Ólöf M. Angan-
týsdóttir, skrifstofumær, Miðstr. 4
og Þórarinn Ivar Haraldsson, bif-
reiðarvirki, Suðurgötu 11, Kefla-
vík. —
F ermingarbörn
Laugarnesprestakall: — Ferm-
ingarbörn í Laugamessókn, bæði
þau sem fermast eiga í vor og
næsta haust, eru beðin að koma
til viðtals í Laugarneskirkju —
(austurdyr) fimmtudaginn n. k.
17. þ. m. kl. 6 e.h. Séra Garðar
Svavarsson.
Nesprestakall: — Fermingar-
böm í Nessókn verða boðuð til
spurninga eftir nokkra daga þegar
húsnæðið í nýju kirkjunni verður
tilbúið. — Sóknarprestur.
Hallgrímsprestakall: — Ferm-
ingarbörn séra Jakobs Jónssonar
eru beðin að koma til viðtals á
fimmtudaginn kl. 10 f.h. eða kl.
6,20 síðdegis. — Fermingarböm
séra Sigurjóns Árnasonar kl. 6,20
síðdegis á miðvikudag, í Hall-
grímskirkju.
Fermingarböm í Háteigssókn,
sem fermast eiga á þessu ári, vor
og haust, eru beðin að koma til
viðtals í Sjómannaskólann, fimmtu
daginn 17. þ.m. kl. 6,15. Séra Jón
Þorvarðsson.
'Séra Emil Bjömsson biður börn,
sem ætla að fermast hjá honum á
þessu ári (í vor eða í haust), að
koma til viðtals £ Austurbæjarskól
an.. kl. 8 í kvöld.
• Skipafréttir •
Eimskipafélag íslands h.ff.:
Brúarfoss fór frá Raufarhöfn
11 þ.m. til Rotterdam og Kaup-
mannahafnar. Dettifoss fór frá
Hamborg 10. þ.m., væntanlegur til
Rvíkur í dag. Fjallfoss er í Rotter
dam. Goðafoss fer frá Gdynia í dag
til Rotterdam, Hamborgar og Rvík
ur. Gullfoss fór frá Kaupmanna-
höfn 12. þ.m. til Leith, Thorshavn
og Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá
Vestmannaeyjum 10. þ.m. til New
York. Reykjafoss er í Rvík. Trölla
foss fer frá New York 17. þ.m.
til Reykjavíkur. Tungufoss fór frá
Hamborg 11. þ.m. til Rvíkur.
Skipaútgerð ríkisins:
Hekla fór frá Rvík £ gærkveldi
vestur um land til Akureyrar. —
Herðubreið er á Austfjörðum á
norðurleið. Skjaldbreið fór frá
Rv” £ gærkveldi til Breiðaf jarðar
hafna. Þyrill fór frá Siglufirði £
gærkveldi áleiðis til Bergen. Skaft-
fellingur á að fara frá Reykjavik
£ dag til Vestmar_eyja.
Skipadeild S. í. S.:
Hvassafell fór frá Raufarhöfn
10. þ.m. áleiðis til Finnlands. Arn-
arfell f’r 7. þ.m. frá Keflavik á-
leiðis til New York. Jökulfell er i
Rostock, fer þaðan til Álaborgar
og Islands. Dísarfell fór væntan-
lega £ gær frá Gdynia áleiðis til
íslands. Litlafell er i oliuflutning-
um Faxaflóa. Helgafell fer frá
Wismar £ dag áleiðis til Islands.
Hamrafell fór um Gíbraltar 13. þ.
m. á leið til Reykjavíkur.
Pan American-flugvél
kom til Keflavíkur í morgun frá
New York og hélt áleiðis til Osló
Stokkhólms, Helsingfors. Til baka
er flugvélin væntanleg annað
kvöld og fer þá til New York.
Minningarspjöld
Eklcnasjóðs Reykjavíkur eru til
sölu á eftirtöldum stöðum: Verzl.
Hjartar. Hjartarsonar, Bræðra-
borgarstíg 1. Verzl. Geirs Zoega,
Vesturgötu 7. Verzl. Guðmundar
Guðjónssonar, Skólavörðustíg 21
og Búðinni, Hjallavegi 15.
Kvenfél. Bústaðasóknar
Fundinum, sem halda átti í
kvöld, frestað til annars kvölds —
(miðvikudags).
Hallgríms-
kirkja
í Saurbæ
Hefi nýlega móttekið frá S. G.
höfðingslegt áheit, 500,00 krónur.
• Matthías Þórðarson.
Ánægjulegt jólatrésboð
þakkað
Sjálfstæðishúsið bauð vistfólki
Elliheimilisins ásamt barnabörn-
um þess til jólatrésfagnaðar s.l.
föstudag, en slíkt hefir verið
venja forráðamanna hússins und-
anfarin ár. — Var þar glatt á
hjalla og erfitt að sjá hjá hvorum
ánægjr var meiri, eldra fólkinu
eða bömunum. — Forstjóri Elli-
heimilisins hefir beðið blaðið að
færa stjórnendum Sjálfstæðishúss
ins, hljómsveit og öðru starfsfólki,
alúðar þakkir vistfólks Elliheimilis
ins fyrir rausnarlegt boð og ó-
gleymanlega stund.
„Horfðu ekki á vinið, hversu rautt
það er, hversu það glitrar í bikam
um, hversu það rennur Ijúflega
niður. Að síðustu bítur það sem
höggormur og spýtir eitri sem
naðra“. — Umdxmisstúkan.
• Blöð og tímaiit
Málurinn, 1—4 tbl., Janúar—
desember 1956 er nýkomið út. —
Forsíðumyndin er úr kirkjunni að
Hofi í Álftafirði. Efni: Alvarlegt
umhugsunarefni fyrir málara. —
Minningarorð um Karl Karlman.
Minningarorð um Magnús Kjart-
ansson. Sumarið sem aldrei kom.
Þing N.M.O. 1956. Minningarorð
um Johs. Steffensen. Úr daglega
lífinu. Kvæði. Listamenn í iðnaðar
stétt. Hugleiðingar um íslenzkt
mál. Minningarorð um Hannibal
Sigurðsson. Málaraþættir. Engil-
bert Gíslason. Hættan af notkun
blýhvítu og annarra blýlita. Hafið
þið heyrt það. Laklc og málningar-
verksmiðjan Harpa 20 ára. Silki-
borg. Málningarverksmiðjur Alf
Bjercke Osló 75 ára og ýmislegt
fleira.
Vorið, tímarit fyrir böm og ungl
inga, október—desember 1956, er
nýlega komið út. — Blaðið er mjög
fjölbreytt að efni. Það hefst á
kvæði, Jólakertið, þá er Jólin komu
samt. Litla litla Vala, kvæði. Kapp
akstur við dauðann, saga. Stutt
samtal. Blýanturinn og músin,
saga. Tröllamamma á afmæli,
saga. Draumurinn um stjörnuna,
saga. Nokkuð sem þið þurfið að
vita. Þegar Áslákur fór í skóla,
saga. Stríð og friður, sága. Börnin
við Járnbrautina, framhaldssaga.
Úr heimi barnanna. Hver er mað-
urinn, getraun. Myndasagan og
margt fleira skemmtilegt.
Læknar fjarverandi
Bjarni Jónsson, óákveðinn tíma.
Staðgengill: Stefán Björnsson.
Ezra Pétursson óákveðinn tíma.
Staðgengill: Jón Hjaltalín Gunn-
laugsson.
Hjalti Þórarinsson fjarverandi
óákveðinn tíma. — Staðgengill:
Alma Þórarinsson.
Ólafur Þorsteinsson frá 2. janú-
ar til 20. janúar. — Staðgengill:
Stefán Ólafsson.
• Söfnin •
Náttúrgripasafnið: Opið á
sunnudögum kL 13,30—15, þriðju
dögum og fimmtudögum kl. 14—
15.
IlNfMT7l\ fBl rr.
mc^umugjiniL
Bóndi nokkur var þekktur fyrir
FERDINAINID
Jafnvægislögmáiinu ofboðið
handlagni bæið við smíðar og einn
ig að hjálpa fólki, ef slys bar að
höndum. Einu sinni kom maður til
bóndans, sem kvaðst þjást af tann
pínu og bað hann að hjálpa sér að
draga tönnina út. Bóndinn leit á
tönnina og bað mann síðan að
leggjast niður á stóran trébekk.
Hann gerði það. Bóndinn tók út úr
skáp, naglbít, hamar, exi og ýmis-
leg fleiri áhöld, en maðurinn
fylgdi honu. með augunum í tals
verðum taugaæsingi. Þegar að lok
um bóndinn hampaði stórum klauf
hamri í hendi sér, spurði maðurinn
skjálfraddaður, hvað hann ætlaði
að gera við þetta áhald.
— Eg er að hugsa um að deyfa
þi svolítið, áður en ég tek tönn-
ina, svaraði bóndinn.
Það steinleið yfir manninn,
eins og bóndinn ætlaðist til og á
meðan yfirliðið varði, dió bóndinn
tönnina úr, með venjulegri tann-
töng.
★
Gamli húsvörðurinn hafði setzt i
stól forsetans og sofnað þar. Hann
vaknaði ekki fyrr en sjálfur for-
setinn stóð fyrir framan hann,
ygldur á brún. Gamla manninum
varð afskaplega mikið um þetta og
byrjaði að afsaka sig stamandi.
— Æ, minn góði Guð, hér sit ég
og sef í staðinn fyrir herra forset-
ann.
★
Þér voruð sannarlega einasti
maðurinn sem hægt var að tala við
í samsætinu.
— Meinið þér þetta virkilega,
ungfrú?
— Já, því að allir hinir voru svo
leiðinlega kurteisir og gáfaðir.