Morgunblaðið - 16.01.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.01.1957, Blaðsíða 1
44. árgangur 12. tbl. — Miðvikudagur 16. janúar 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsins Merkilegt fromlag Breta og Bundaríkjamanna til ofvopnun- Einn af björgunarmönnunum, frosinn og kaldur. LITLU MUNAÐIAÐ BJÖRGUNAR- MENNIRNIR YRÐU ÚTI í ÖLPUNUM Fífldirfska varS tveimur ungum mönnum aö aldurtila MONT BLANC tindur í Alpafjöllum þykir erfiður viðureignar á sumrin, svo að ekki sé nú talað um það, þegar fjallgöngumenn reyna að klífa hann á veturna. Þykir það hið glæfralegasta ævin- týri að reyna við hann á þeim tíma árs, enda varð tveimur mönn- um hált á því fyrir jólin. Hefir lítillega verið skýrt frá því í fréttum í hvílíka lífshættu þeir komust, þegar þeir reyndu að sigrast á tindinum. Frelsishetjur Ung- verja líflátnar BÚDAPEST, 15. jan. — Her- dómstóll dæmdi uppreisnar- foringjann Jozef Dudas til dauða í dag og er búizt við því, að hann verði tekinn af lífi í býti á morgun. Dudas var einn af leiðtog- um frelsissveitanna í október- byltingunni og var borgar- stjóri í Búdapest í nokkra daga. Hann stjórnaði liði því, sem tók aðalstöðvar ung- verska kommúnistablaðsins í uppreisninni og gat sér mikið orð í bardögunum. Dudas var dæmdur fyrir „gagnbyltingar- starfsemi", Þá var einnig tilkynnt opin- berlega í Búdapest, að annar leiðtogi frelsissveitanna, Hor- vath að nafni, hafi verið dæmd ur til dauða. Hann er aðeins tvítugur að aldri og gat sér mikið frægðarorð í bardögun- um í Bakony-skógi. — Reuter í MIKILLI LÍFSHÆTTU Annar þessara manna, Jean Vincendon (24 ára), er Frakki, en hinn Belgíumaður. Heitir sá Francois Henry og er 24 ára gam- all. — Þeir félagar lögðu á tind- .inn þrátt fyrir aðvörun vtður- fræðinga. Þegar þeir voru komn- ir af stað, skall á blindhríð og heyrðist ekkert til þeirra í 5 daga. Þá komust menn á sporið og voru þeir félagar þá í 13 þús. feta hæð og áttu þá langa leið ófarna að tindinum. Mönnum var ljóst, að þeir voru staddir í hinni mestu lífshættu og var sendur til þeirra kopti með matvæli og orðsend- ingu þess efnis, að þeir skyldu bíða þess, að björgunarleiðangur yrði gerður út. GÁFUST UPP Einn frægasti fjallgöngumaður Frakka, Lionel Terray, lagði strax af stað við fimmta mann og ætlaði hópurinn að freista þess að bjarga þeim félögum. Þótti þetta svo mikil glæfraför, að ekkert tryggingarfélag fékkst til þess að líftryggja Terray og menn hans. Þeir voru 3 daga að reyna að brjót- ast upp til Belgíumannsins og Frakkans, en sneru þá við og gáfust upp. KOPTINN FÓRST Á nýjársdag birti upp og var þá reynt að bjarga þeim félögum í kopta, sem var sendur eftir þeim. En svo illa vildi til, að vindhviða feykti vélinni til jarðar með þeim afleiðingum að tveir björg- unarmanna meiddust. í vélinni voru fjórir menn. Gerði þá annar kopti tilraun til að ná mönnun- um, en hann varð að snúa við vegna veðurs. ILLT f EFNI Nú var illt í efni. Samt var Framh. á bls. 2 Taka Bretar þátt í sam- eiginlegum markaði ? Sennilegt, að málið sé að komast i höfn Lundúnum, 15. jan. — Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. FORMÆLANDI brezku stjórnarinnar skýrði frá því í dag, að Bretar mundu sennilega taka ákvörðun um það innan fárra daga, hvort þeir hygðust eiga aðild að sameiginlegum markaði Benelúx-landanna, Þýzkalands, Frakklands og ítalíu._f Lundún- um er mikið rætt um það, að brezka stjórnin muni sennilega fara þess á leit við þingið, að það lýsi yfir stuðningi sínum við þá stefnu stjórnarinnar, að Bretar taki þátt í þessum sameiginlega markaði. f október s.l. strandaði mdl þetta á því að viðkomandi riki gátu ekki komið sér saman um einstök framkvæmdaatriði. En síðan hafa Adenauer og Mollet hamrað á þessu máli og gert allt, sem í þeirra valdi hefur staðið tU þess, að það næði fram að ganga. Eru menn nú orðnir von- góðir um, að svo muni verða. P. H. Spaak, sem verið hef- ur mikill ,'ormælandi sameig- inlegs Evrópumarkaðar sagði í dag, að hann vonaðist til þess, að málið yrði komið í höfn siðast í þessum mánuði. armálanna Bretar leggja áherzlu á að banna framleiðslu árásarvopna Lundúnum, 15. jan.: íjtULLTRÚI Breta í Stjórnmálanefnd S.Þ., Noble, gerði tillögur * brezku stjórnarinnar í afvopnunarmálum heyrinkunnar í dag. f ræðu, sem hann flutti við það tækifæri, lýsti hann því yfir, að tillögur Bandaríkjamanna í gær væru mjög mikilvægt spor í rétta átt. Kvað hann stjórn sína mundu athuga tillögur Bandaríkjamanna nákvæmlega. TILLÖGUR BRETA Noble benti á, að nauðsynlegt væri, að banna framleiðslu kaf- báta, sem gætu f.lutt með sér flug skeyti með kjarnorkusprengjum. Slík vopn væru árásar —, en alls ekki varnarvopn, en þar yrði að greina á milli. Þá sagði hann einn- ig, að nauðsynlegt væri að banna framleiðslu á fjarstýrðum flug- skeytum, sem borið gætu kjarn- orkusprengjur. Hann gerði síðan grein fyrir afvopnunartillögum Breta, sem eru í stuttu máli þess- ar: 1) Framleiðsla á flugskeytum, sem borið geta kjarnorku- sprengjur verði bönnuð. Ottast uppreisn gegn kommúnistum í Vietminh X BANDARÍSKA vikublaðið ' Neewsweek skýrir frá því, að sonur Horvaths, utanríkisráð- herra í kvislingsstjórn Kadars, sé kominn til Vínar og hafi leit- að þar hælis sem pólitiskur flóttamaður. Blaðið segir enn- fremur, að Horvath yngri hafi þverskallazt við þeirri ósk föður síns að koma heim aftur. Hafi hann jafnvel kallað hann föður- landssvikara. Horvath yngri hef- ur í hyggju að setjast að í Banda- ríkjunum, að sögn blaðsins. Jt. Blaðið getur þess ennfremur, ’ að það sé haft við orð í Aust- ur-Berlín, að Nasser muni innan skamms senda sendinefno. til Tjekkóslóvakíu í því skyni að festa þar kaup á miklu magni hergagna. A Loks bendir blaðið á, að ' stjórnmálasérfræðingar í Asíu séu þeirrar skoðunar, að uppreisn muni brjótasr út í Vietminh, sem kommúnistar ráða nú yfir. Segir blaðið, að Bandaríkjamenn óttist það mjög, að kínverskir kommún- istar sendi þá herlið inn í landið og ógni með því allri Suð-Austur-Asíu. Eins og mönnum er kunnugt, er Vietminh norðurhluti Indó- kína. Misstu Frakkar landsvæði þetta í hendur kommúnista eftir harða bardaga og var úrslitaori ustan háð við Dien Bien Phú, eins og menn muna. Hafði styrj- öldin þá Kostað Frakka sem svarar 144 milljörðum íslenzkra króna. Frakkar misstu um 92 þús. menn í styrjöld þessari. 2) Bönnuð verði framleiðsla á kafbátum, sem geta flutt slík skeyti. 3) Blátt bann verði lagt við til- raunum með kjarnorku- eða vetnissprengjur. Þá gat Noble þess, að Bretar vísuðu ekki á bug með þessu þeim tillögum, sem fram hefðu komið um það að mynda hlut- laust belti milli Austurs og Vest- urs í Evrópu. Örygeismál Evrópu yrði að leysa og kæmu þar ýms- ar leiðir til greina. TILLÖGUR BANDARÍKJA- MANNA f tillögum Bandaríkjamanna, sem Noble minntist á, er m.a. gert ráð fyrir því, að tilraunir með fjarstýrð skeyti verði haðar alþjóðlegu eftirliti, öll kjarnorka verði eingöngu notuð í friðsam- legum tilgangi og lagt verði bann við tilraunum með kjarnorku- vopn. Á alþjóðleg nefnd að sjá um, að þessu banni verði fylgt. Þá er loks gert ráð fyrir því í tillögum Bandaríkjamanna, að herafli stórveldanna verði skor- inn niður. Sugar Hay hyggur á heíndir EINS OG FRÁ hefir verið skýrt í fréttum, vann Gene Fullmer, sem er að sögn af íslenzkum ættum, fyrrverandi heimsmeist- ara í millivigt, Sugar Ray Robin- son — eftir harðan leik og 15 lotur. Þessi sigur Fullmers, sem er 25 ára gamall Utah-maður, hefir vakið mikla athygli, enda þykir hann hafa sýnt frábæra leikni og hugrekki. Sugar Ray: Keppir aftur í júní. (Mvndin er tekin eftir keppnina við Fullmer). Þegar keppninni var lokið, spurðu blaðamenn Sugar Ray, hvað hann hygðist fyrir. Að- stoðarmenn hnefaleikarans urðu fyrir svörum og hrópuðu: Við ætlum fyrst og fremst að fá nýj- an dómara! Það er honum að kenna, að mesti hnefaleikari heims tapaði þessari keppni. — Ray hristi höfuðið, sagði aðeins, að Fullmer hefði sigrað. Hann kvaðst ekkert vita um framtíðar- áætlanir sínar. Síðar fór hann þess á leit, að hann fengi að keppa aftur við Fullmer og er ráðgert, að sú keppni verði í júní. Má þá búast við hörðum leik, enda hyggur Ray áreiðanlega á fullar hefndir. Uppþot á Spáni MADRÍD, 15. jan. — í dag voru 20 stúdentar handteknir í Barcelona, þegar til átaka kom á milli stúdenta og verk- smiðjuverkamanna þar í borg annars vegár og lögreglu hins vegar. — í gær urðu nokkrar óeirðir í Barcelona og skarst þá lögreglan í leikinn. Fékk Barcelona-lögreglan liðsstyrk frá Madríd. í dag kom svo aftur til átaka í Barcelona, þegar stúdentar og verk- smiðjuverkamenn fóru í kröfugöngu um borgina. ___ Upphaflega ætluðu stúdentarn ir að mótmæla íargjaldahækk un með strætisvögnum, en síð- an hefur komið í ljós, að ó- ánægjan á sér dýpri rætur. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.