Morgunblaðið - 16.01.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.01.1957, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLA ÐIÐ MiSvikndagur 16. janúar 1957 MÆ FRAM FRÁ S.U.S. RITSTJÓRAR: GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON OG SVERRIR HERMANNSSON ELEIUEIMTIN TVÖ element í hinum kommún- íska bakarofni, sem ætlunin er að steikja I alla frelsisunnandi menn, hafa nú nýlega upplokið sínum munni fyrir alþjóð. íslend- ingar hafa það náin kynni af svoddan eiernentnm, að þeir þurfa ekki að kippa sér upp við framkomu þeirra, þótt í grófara lagi sé, en verða hins vegar að vera vel á verði. Við annað þessara elementa átti fréttamaður útvarpsins við- tal, sem barst eyrum landsmanna í þann mund, er kirkjuklukkur hringdu inn helgustu hátíð krist- inna manna. Elementið var að koma frá Búdapest, þar sem það hafði dvalizt við nám að undan- förnu. Fýsti menn nú mjög að heyra frásögn eina íslenzka (eða réttara sagt: af íslenzkum ætt- um) vitnisins að þeim atburðum, sem urðu í Ungverjalandi er hin- .'r rauðu ofbeldismenn myrtu saklaust fólk tugþúsundum sam- an. Ekki verður þetta endemis- lega samtal rakið hér í heild að sinni, enda var elementið fátalað og staðmælt, þótt fréttamaðurinn krefði það sagna af miklum móð. Hlustendum skildist á element- inu, að til tíðinda hefði að vísu dregið í Búdapest, en ekki mik- illa, langt í frá. „Hversu mikið ég veit um atburðina, ja, það er í raun og veru ekki mikið Þannig að það, sem þeir hafa komið við mig er ja harla lítið vil ég segja....“ Hvort þjóðin sem slík hafi gert uppreisn? „Tja, ég vil segja, að svo að segja öll þjóðin hafi risið upp gegn Rakosi og Gerö....“ (Ekki gegn Rússum, þó ekki væri). — Hvort annarleg öfl hafi komið við sögu? „Já, það er ekki hægt að neita því, að eftir 23. nóv. (einhver sambönd virð- ist elementið hafa), kom allmikið af gömlum hortista herforingjum frá Vestur-Evrópu. ,.. “ Hvers vegna uppreisnin var gerð? „Tja, ég held að það sé mjög erfitt að segja eitthvað ákveðið um það .. fólk hafi séð að efnahagsstjórnin var ekki mjög góS. ... “ Bágborin lífskjör? „Ekki góð lífskjör". — Hvort hann hefði séð mikið af átökunum? „Ég sá ekki mjög (á hvaða mælikvarða?) mikið af því.... “ Hvernig hugarþel fólks- ins sé í garð rússnesku hersveit- anna? „Það er töluverð (svo?) andúð í garð sovétísku hersveit- anna, og menn óska þess. að þær íari úr landi, eftir því sem mögu- leikar verða til á næstunni“. — Ég efast um að fólk hafi breytt svo mjög stjórnmálaskoðunum sínum (þó ekki væri!) í þessum átökum. Enda líta þeir á það sem sem mesta markmið sitt að reyna að framkvæma, ja, samvinnu sko, þjóðarinnar á stjórnmála- sviðinu í betra formi heldur en áður hefur verið“ (er það hægt að yðar dómi, element?) — ....Margir Ungverjar eru gram ir út í þá, sem hafa farið úr landi .... því að þeir segja, að þeir hafi flúið sín eigin örlög“. (Er það ekki dauðinn sem elementið á við?). Hafði fólk ástæðu til að flýja land? „Ég býzt nú við að það hafi ekki flúið að gamni sínu (svo?) þó að meðal fólksins sé ýmislegt af svona óábyrgum elementum (undkommúnistum?) . .. sem hafa flúið af ævintýraþrá". Nokkrar ástæður fyrir fólk að flýja land? „Tví, það er fyrst og fremst upplausnin í landinu. Það er höggvið á fjölskyldubönd. (Hver hjó?) Það er þannig, að einhver fellur úr fjölskyldunni. (Hver drap?) Það ~r þessi ör- vænting, sem fylgir vopnavið- skiptum oft og tíðum“ (Hverjir börðust?) Hvort fólk hafi verið flutt nauðugt úr landi? „Ég veit það ekki“. Hvort ungverska þjóð- in hafi nú í dag tiltrú til sinna stjórnarvalda? „Hu, ég efast um að meirihluti fólksins, tja, styðji, ja, einstaka menn stjórnarinnar, en það styður fyrst og fremst þá stefnu hennar að reyna að vernda það gott, sem áunnizt hefur á undanförnum árum frá stríðslok- um....“ (Það er nú líklega ekk- ert áhlaupaverk að vernda allan ávinninginn!!!) Ekki skal þetta samtal rakið r(ánar, en menn geta gengið úr skugga um hvort hér er hallað réttu máli um meðferð efnisins með því að lesa viðtalið, sem birt- ist á prenti í Mbl. 28. des. sl. Um þetta viðtal þarf heldur ekki að fjölyrða. Elementið er greinilega harðsoðin kommún- istasprauta, sem varast eins og heitan eldinn að gefa í skyn nokkuð sem orðið gæti komm- únistum og blóðhundum þeirra til hnjóðs eða áfellis. Það skirrist jafnvel ekki við að fara lítils- '/irðingarorðum um það fólk, sem flýr ættland sitt og ástvini og kallar það ævintýramenn' ís- lenzkir skattþegnar hafa tekið á sig byrðar svo þetta element gæti öðlazí menntun. Það er ekki ó- eðlilegt þótt þeir spyrji: Hvað er nú orðið um okkar starf? Hitt elementið, sem minnzt er á, í upphafi þessarar greinar, hefur nýverið í blaðagrein vegið fantalega að lærimeistara sínum, skólameistara Menntaskólans á Akureyri. Skrif hans eru skrif geðveiklaðs unglings, sem er troð fullur af hatri. Óráðshjal hans er tvinnað úr svívirðingum um skólameistarann og orðréttum uppskrifun úr ýmsum marxískum ritum. Níðhöggur þessi skákar í því skjólinu að skólameistari muni ekki telja sér sæma að elta ólar við nemanda sinn á opin- berum vettvangi. Það verður heldur ekki gert hér og ekki fyrr en drengur þessi hefur náð fullri heilsu. Hitt er miklu alvarlegra mál, að aðalmálgagni núverandi ríkisstjórnar, Þjóðviljanum, skuli verað sú herfilega skissa á að taka skrif þessa bjálfa til birting- ar. Slíkum afglöpum hlýtur jafn- vel Þjóðviljinn að biðjast afsök- unar á. Myndin hér að ofan er tekin á kvöldi þrettándans. Börn með blys í hönd kveðja jólin, en 6.. janúar, þrettándinn, er síðasti dagur jóla. Sá siður er að vísu niður lagður að halda jólin hátíð- leg í þrettán daga, enda yrðu slík hátíðahöld um of dýr þjóðar- búskapnum. Hitt er útlátalaust, að telja að jólin standi í þrettán daga. Enda mun það víða tíðkast, að jólatré og annað jólaskraut sé ekki tekið niður fyrr en eftir þrettándann og ennfremur, að fólk geri sér töluverðan dagamun á þrettándanum og er hvoru tveggja góðir siðir. FULLTRÚINN UNGUR verkfræðingur, Stein- grímur að nafni, hefur nýlega verið skipaður fulltrúi íslands á 11. þingi Sameinuðu þjóðanna. Nokkra undrun hefur skipun hans í þetta sæti vakið, einkum og sér í lagi vegna þess, að ekki er vitað til þess, að þessi ungi maður hafi nokkru sinni nærri utanríkismálum þjóðarinnar kom ið né utanríkisþjónustunni í heild sinni. Eitthvað munu þó ætt- menni hans hér heima hafa haft af þessum málum að segja á und- anförnum áratugum, en þau af- Merkileg björgunarstarisemi Sigmundur Magnússon Stofnað F.U.S. í Eyjafjarðarsýsiu í SAMBANDI við þing Fjórð- ungssambands ungra Sjálfstæðis- rnanna á Norðurlandi, sem haldið var 13. okt. sl., var stofnað Félag ungra Sjálfstæðismanna í Eyja- fjarðarsýslu með um 80 íélögum. í stjórn félagsins voru kjörnir: Sigmundur Magnússon, formað- ur, Hjalteyri; Þorgils Gunnlaugs- son, Sökku, Svarfaðardal; Níels Gunnarsson, Hauganesi, Árskógs- hreppi; Ólafur S. Ólafsson, Garðs horni, Glæsibæjarhreppi; Jón ÓI- afsson, Kristnesi, Hrafnagils- hreppi. — Varastjórn: Hans Randversson, Fjósakoti, Saurbæj arhreppi; Magnús Stefánsson, Fagraskógi, Arnarneshr.. Kári Sigfússon, Dalvík. BJARGRÁÐ eru nú mjög á dag- skrá manna á meðal og útlit fynr framhald á því, enda svo um hnútana búið af hálfu „stjórnar vinnustéttanna“, að engin hætta ‘er á, að almenningur verði ekki var við björgunarstarfsemi henn- ar. Verða „bjargráðin" án efa vinsælt umræðuefni í biðstofum stjórnarherranna og biðröðum búðanna, þegar þar að kemur. En það er önnur björgunar- starfsemi, afar merkileg, sem ekki er síður ástæða til að minn- ast á. Undanfarin ár hefur ísland haft þá sérstöðu, miðað við skyldar menningarþjóðir, að nér hefur verið tiltölulega mjög fjöl- mennur kommúnistaflokkur. Um ástæður þess skal ekki rætt hér, en lítið mun sú staðreynd hafa aukið hróður okkar út á við. Á sl. ári gerðust þeir atburðir, að kommúnistar urðu fyrir mikl- um áföllum, svo að veld’ þeirra riðaði um heim allan. Biast flótti í liðið og eru þeir nú víða orfáir eftir og illa á sig komnir Ekki er að efa, að íslenzkir kommún- istar hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum, en þó ei erfitt um það að segja og veldur því mikil og merkileg hjálp, er þeim hefur borizt í þrengingunum Það fór saman á sl. ári að halla tók undan fæti fyrir komm- únistum og að ákveðnum mönn- um þótti tímabært að láta valda- drauma sína rætast. Ekki leyfði bráðlæti þessara manna, að beð- ið væri í eitt ár til loka kjörtíma- bils, heldur varð að láta til skar- ar skríða að bragði. Kommúnistum leizt þunglega á að ganga til kosninga eins og málum var háttað og sáu fram á mikið fylgistap. En þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst. Liðs- auki barst, fámennur að visu, en nægilegur til að hylja sárustu nektina eftir hina miklu afhjúp- un og gegnum kosningarnar flutu þeir, stórslysalaust, undir nýju nafni, drengilega studdir af Hannibal. Þótti kommurn björgun þessi vel takast miðað við háska þann, er yfir vofði. Varð nú skammt stórra högga á milli, og þegar næsta holskefla reið yfir kommúnista, virtu þeir fyrir sér atburðina úr þægilegum sætum stjórnarráðsins. í þetta skipti hafði hjálpin borizt tíman- !ega og þótti kommum að því mikill munui að mæta erfiðleik- unum undir sterkri verndar- hendi glímukappans, í stað þess að þurfa að fást við þá einangr- aðir og utangarðs. Hvernig svo sem fylgi komm- únista fer hér, er víst að Her- mann og Hannibal geta ekki ásakað sig um að hafa ekki gert allt, sem í þeirra valdi stóð til að bjarga þeim og munu þeir telja sig verðskulda það valda- hagræði, er þeír fengu fyrir ó- makið. Hins vegar fer ekki hja því, að almenningur velti fyrr sér þeirri spurningu, hvernig lit- ið hefði út í herbúðum kommún- ista, að loknum kosningum þeim, er fara áttu fram í júnímánuði nk. og má í því sambandi spyrja, hvort hefði verið æskilc-gra, út- þurrkun kommúnista þá eða nú- verandi ríkisstjórn? skipti verða þó tæplega talin honum til gildis. Einu sinni hefur þó þessi ungi maður kvatt sér hljóðs um utanríkismál fslend- inga. Það var sl. haust er hann tókst á hendur að verja þá ákvörð un núverandi ríkisstjórnar að reka á brott varnarliðið. Ritaði hann grein um málið í stórblað vestanhafs og lagði þar höfuð- áherzlu á einlæga vináttu þeirra, er að brottrekstrinum stæðu, í garð Bandaríkjamanna. Sl. fimmtudag ritar annar rit- stjóri Tímans grein og telur þá gagnrýni, sem fram hefur komið vegna skipunar verkfræðingsins í fulltrúastöðuna, vera árás vegna ætternis. Þetta er alveg á mis- skilningi byggt hjá manninum. Gagnrýnin er eingöngu fram kom in vegna þess að íslendingar hafa mörgum mönnum á að skipa, sem hæfari verða að teljast til starfsins sökum þekkingar sinn- ar á sviði utanrikismála og starfs í þágu þeirra. Hitt er annað mál hvernig menn vilja skýra þá til- viljun, að maðurinn, sem kvaddur er til starfsins, er einmitt Her- mannsson en ekki einhvers ann- ars manns son af þeim fjölda ís- lendinga, sem vestanhafs dvelst og kann ensku. GEFIÐ Á GARDANN Á ÆSKULÝÐSSÍÐU Tímans var skýrt frá því, fyrir eigi alilöngu síðan, að nú væri uppi fótur og fit í liði ungra Framsóknar- manna. Þeim hefði nú loks tek- izt að fá „hentugt“ húsnæði fyr- ir starfsemi sína hér í bænum. Ekki er vitað, hversu lengi þeir hafa verið í húsnæðishraki, en það getur varla hafa verið lengi því að flest mun þetta fólk ný- flutt í bæinn. Hins vegar mun það aðallega hafa staðið þeim fyrir þrifum í húsnæðismálun- um, hversu stórir samkomusalir Reykvíkiriga eru. — Ekki var þess getið, hvar hið „hentuga“ húsnæði er staðsett. Þó hafa menn orðið þess áskynja að það muni vera í húsi Sambands ísl, samvinnufélaga, skst. S.Í.S. Á sömu æskulýðssíðu var þess getið að áformað væri að halda fund í hinum nýju húsakynnum. Og þar skyldi nú aldeilis gefið á garðann: Ilmandi kaffi, heitar lummur og kleinur. Nú er að gá að því að þetta er fram borið á rúmhelgi og er þá næst að spyrja: Hvað er gefið á. garðann á stórhátíðum og tyllidögum? Og hver gefur á garðann? Nú er þetta gáta sem bæjarlýður Fram- sóknar getur spreytt sig á. Og að lokum: Vonandi gefst kaffi- karli Framsóknar, Hauki Snorra- syni, kostur á að sitja þessi hóf!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.