Morgunblaðið - 18.01.1957, Side 7
TOstudagur 18. Jan. 1958
MORGVNBLAÐIÐ
7
Anna Magriúsdóttir
— /Cveð/o frá vinkonum —
SORG og söknuður ríkir í dag í
hópi okkar, sem eigum svo
margra sameiginlegra gleðistunda
að minnast. Oft áður hafa leiðir
skilizt um langan eða skamman
tíma. Við höfum kvaðzt kátar í
hragði og hlakkað til að hittast
á ný, jafnskjótt og aðstæður
leyfðu. En sú skilnaðarstund, sem
nú er runnin upp, lítur ekki til
endurfunda nema í endurminn-
ingu þess sem var, eða handan
móðunnar miklu. Því að í dag
kveðjum við í síðasta sinn þá úr
okkar hópi, sem jafnan var glöð-
ust á gleðistundu og svo mikill
vinur vina sinna, að tryggð henn-
ar við þá var aldrei dregin í efa.
Anna Guðrún Magnúsdóttir var
fædd 3. sept. 1921, dóttir Magnús-
ar Péturssonar, fyrrum héraðs-
læknis í Reykjavík, og síðari
konu hans, Kristínar Guðlaugs-
dóttur, Guðmundssonar, sýslu-
manns. Hún ólst upp á stórmann-
legu heimili foreldra sinna og sett
ist í Menntaskólann í Reykjavík,
þegar hún hafði aldur til. Á
skólaárum sínum snemma fékk
hún mikinn áhuga á sænskri
tungu og menningu. Áð loknu
gagnfræðaprófi hvarf hún frá
pámi um hríð og dvaldist í Sví-
þjóð um eins árs skeið. Eftir
heimkomuna las hún utanskóla
námsefni 4. og 5. bekkjar Mennta
skólans en sat í 6. bekk og lauk
stúdentsprófi vorið 1941.
Anna var gædd miklum og fjöl-
þættum gáfum, svo sem námsfer-
ill hennar bendir til. Einkum
var málanám henni auðvelt og
hugstætt, enda varð kunnátta
hennar í tungumálum óvenju-
mikil og stórum haldbetri og til-
tækari en títt er um þá, sem
ekki hafa dvalizt langdvölum er-
lendis. Þetta kom henni að góðu
haldi í ævistarfi hennar. Að loknu
stúdentsprófi starfaði hún um 10
ára skeið í skrifstofu sænska
sendiráðsins í Reykjavík, en sið-
ustu árin vann hún við þýðingar
og skyld störf á vegum varnar-
Óska eftir
góðum 6 manna bíl, til að
aka á stöð. Hef stöðvarpláss
og á gjaldmæli. Uppl. Lang-
holtsvegi 32, eftir kl. 12, —
föstudag.
Sem nýr
SKODA '55
lil sölu og sýnis í dag. Skipli
koma til greina.
Bifreiðasalan
Njálsg. 40. Sími 1963.
STÚLKU
vana bakstri, vantar í eld-
hús Landspítalans. —
Matráðskonan
KEFLAVIK
Vantar 3—4 herbergja íbúð
til leigu. Uppl. í síma 738,
Keflavík, kl. 7—8 e.h.
BIFREIÐAR
Höfum ávallt kaupendur að
4ra, 5 og 6 manna bifreið-
um. Ennfremur góðum
jeppum. —
BIFREIÐASALAN
Njálsg. 40. Sími 1963.
ar. Þar dvaldist hún síðustu mán-
uðina, eftir að sýnt þótti, að
lengri vist í sjúkrahúsi væri til-
gangslítil, og þar lézt hún að
kvöldi 13. þ. m.
í litla, samheldna vinahópinn
okkar er höggvið skarð, sem
aldrei verður fyllt. Þó eiga for-
eldrar önnu og systkini, ásamt
Kristínu, 13 ára gamalli dóttur
hennar, um sárast að binda, og
hjá þeim dvelst hugurinn í
fölskvalausri samúð á þessari
saknaðarstund. Þau hafa áður
sýnt frábært þrek í þungu mót-
læti. Megi þeim nú gefast styrk-
ur til að bera missi kærrar dótt-
ur, systur og móður.
liðsins. Hæfileikum hennar, kunn
áttu og dugnaði var við brugð-
ið af húsbændum hennar og sam-
starfsfólki. — Ástæða er til að
nefna í þessu sambandi störf
hennar -í Kvenstúdentafélagi ís-
lands, en í stjórn þess átti hún
sæti um árabil.
Mannkostir Önnu, þrek hennar,
bjartsýni og kjarkur, kom aldrei
skýrar fram en í baráttunni við
þau þungbæru veikindi, sem að
lokum leiddu hana til bana. Hún
veiktist í maí-mánuði sl. og var
lengst af síðan sárlega þjáð. En
lífsvon hennar og lífsvilji entist
fram á síðasta dag, — jafnvel
eftir að þrótturinn var þrotinn.
f þessum þungu raunum naut
hún ómetanlegrar umönnun-
ar móður sinnar og aldraðs föður.
Þau stóðu við hlið hennar síð-
ustu og erfiðustu stundirnar, eins
og þau höfðu alltaf áður fylgzt
með henni í skini og skúrum.
Við heimili þeirra voru tengdar
flestar björtustu minningar henn
M iðstöðvarofnar
til sölu 370 elimenta. Uppl.
í síma 9982.
Revlon
snyrtivörur. —
Lenthéric
(Tweed) snyrtivörur.
— Sérfræðileg aðstoð —
Bankastræti 7.
Tómtunnur
Kaupi notaðar síldartunnur.
BERN. PETERSEN,
' Sími: 3598.
Verzlun
Lítil verzlun, vefnaðar- eða sérverzlun, við Lauga-
veginn, eða á góðum stað, óskast til kaups. Tilboð
merkt: „Verlzun —7171“, sendist afgr. fyrir 24.
janúar.
Húsgagnasmiðir — okkur vantar
húsgagnasmiði
s t r a x
Upplýsingar hjá verkstjóranum, Þorsteini Hjálm-
arssyni.
HE. HJÁLMAR ÞORSTEINSSON & CO.
Klapparstíg 28 — sími 1956.
Til sölu
Ný Garðyrkjustöð
(2 gróðurhús) í Hveragerði.
Leiga kemur til greina.
Upplýsingar gefur
ARNI GUÐJONSSON hdl.,
Garðastræti 17 — sími 2831.
Geysi ódýrir
kjólar og sloppar
á útsölunni í dag.
Litlar stærðir.
DDYRI
M A R KAÐU R I NN
Tcmplarasundi 3.
Lausar stöður
i Tollpóststofunni i Reykjavik .
Tvær póstafgreiðslumannsstöður í Tollpóststofunni í
Reykjavík eru lausar til umsóknar. Laun samkv. X. fl.
launalaganna.
Umsækjandi skal hafa verzlunarskólapróf eða hliðstæða
menntun. — Eiginhandarumsóknir er tilgreini menntun,
aldur og fyrri störf, sendist póstmeistaranum í Reykja-
vík fyrir 15. febrúar nk.
Reykjavík, 15. janúar 1957.
Póst- og símamálastjómin.
GLASAÞURKU DREGILL (hálf hör)
GÓLFKLIJTA DREGILL
fyrirliggjandi.
H. Ólafsson & Bernhöft
<
| Símar: 82790 (3 línur)
Karlmannabomsur
Karlmannaskóhlífar
góðar, með stílum hælkappa.
Gúmmístígvél
svört og brún, allar stærðir.
Skóverzlun
PÉTURS ANDRÉSSONAR
Laugavegi 17.
Skóverzlunin
Framnesvegi 2.