Morgunblaðið - 18.01.1957, Page 8

Morgunblaðið - 18.01.1957, Page 8
8 MORCV1SBLÁÐ1Ð Föstudagur 18. jan. 1956 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ámi Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Askriftargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Verðhækkanirnar miklu ¥»EGAR um er að ræða þær * verðhækkanir í landinu sem stofnað er til með hinum nýju gjöldum, sem ríkisstjórnin hefur lagt á neyzluvörur og aðrar vör- ur,'sem landsmenn nota þá er sízt af öllu ástæða til að hafa það mál að skopi, eins og Alþýðu- blaðið gerir í gær. Það er auð- vitað mikið alvörumál að lands- menn eiga nú í vændum að ný alda dýrtíðar og verðbólgu skelli yfir. Alþýðublaðið gerir gys að þeirri stefnu, sem ráðið hefur hingað til, að tryggja sem mest vöruframboð á frjálsum marltaði þar sem keppt sé um verð og gæði vara. Blaðið spyr: „Hvað segir fólkið, sem staðið hefur ut- an við búðaborðin síðustu árin og annr.st innkaupin?1' Þessi spurning blaðsins ininnir á aðra, sem liggur miklu nær og er meira brennandi: Hvaö mun fólkið segja, sem stendur utan við búða- borðin og annast innkaupin eftir að álögur vinstri-stjórnarinnar fara að koma fram í verðlaginn? A’.þýðublaðið kernst aldrei fram hjá þeirri staðreynd í sambandi við dýrtíðina, sem nú blasir við, að þetta er ekki það sem lofað var. Það var iofað lækningu „helsjúks efnahagsiífs“, lofað „varanlegum ráðstöfunum til að ieysa efnahagsvandræðin". Það var loíað „alhiiða viðreisn tfna- hagslífsins". En hvað birtist svo: Álögur á þjóðina, sem eru hærri en nokkum tíma hafa þekkzt og þessar tillögur eru lagðar á án þess, að þjóðinni væri sýnd nokkur greinargerð fyrir þeim. Álit innlendra og útlendra sér- fræðinga, sem tilkvaddir voru hafa aldrei verið birt. Það hefur aldrei verið lagður skattur á þjóðina, þar sem henni var jafn- óljóst og nú af hverju talin var nauðsyn á svo háum sköttum og hver afleiðingin verður fyrir þjóðarbúskapinn af hinum stór- fclidu álögum. Frumvarpið um útflutningssjóð var svo óljóst og flausturs'ega frá því gengið er það var lagt fyrir Alþingi, að ógerningur mátti heita að Étta sig á því í megmatriðum, en síð- an var fljótræðið svo mikið að lögin voru pres.-uð í gegnum Al- þingi á 2—3 dögum. Mánuði eftir setningu laganna er enn verið að reikna út! Afleiðingin af þessari máls- meðferð kom auðvitað fljótt i Ijós þegar Innfiutningsyfirvöldin og aðrir, sem eiga að framkvæma lögin tóku þau til athugunar. Þó nú sé liðið fast að mánuði síðan lögin voru sett er ekki ennþá bú- ið að ganga frá því hvernig eigi að framkvæma þau í mikilsverð- UTAN UR HEIMI um atriðum. Yfir því er nú setið að reikna út hvaða áhrif ákvæði laganna hafi á tilteknar vöruteg- tindir og verðlagið í landinu yfir- leitt, en það hefði vitaskuld betur verið gert áður en tögin voru sett. Þó gífurlegar verðhækkanir séu fyrirsjáanlegar, vantar enn að gengið sé frá því í einstökum at- riðum varðandi tiltekna vöru- flokka í hvaða gjaldaflokk þær falla og er því ekki enn séð ná- kvæmlega hver verður hækkun á sumum vörum og það liggur fyrst fyrir þegar ríkisstjórnin tel- ur sig hafa áttað sig á því, að meira eða minna leyti. hvað hún var að gera, þegar hún lét sam- þykkja lögin. Ríkisstjórnin hefur úrslitavald í öllum þessum málum og það er hennar að taka ákvarð- anir enda gerir hún það. Það verðlag, sem verður er því verð- lag, sem ríkisstjórnin hefur skap- að, en ekki markaðsverðlag. Al- menningur veit því hver veldur og þýðir ekki fyrir ríkisstjórnina að reyna að koma sökinni á verð- laginu, eins og það verður, yfir á aðra. Hækkanir á kostnaðar- verði einstakra vara Menn hafa reynt að gera sér grein fyrir hver verði hækkun á kostnaðarverði einstakra vara en erfitt er að íá fullkomnar niður- stöður, vegna þess að heimild er í lögunum til að lækka innflutn- ingsgjald á tilteknum vöruteg- undum. En eins og nú horfir við, er unnt að nefna ýmis dæmi og er þá gengið út frá fullu inn- ílutningsgjaldi . hæstu flokkun- um. Hækkun á kostnaðarverði nokkurra vörutegunda verður þá þessi: Niðursoðnir ávextir 41%, epli 25%, kvensokkar úr gervi- þráðum 51%, þvottavélar 26%, varahlutir í þvottavélar 84%, laukur 69%, skóáburður 14%, verzlunar- og stilabækur 60%, aluminiumpottar 14%, ullar garn 13%, úr 31%, lyftiduft 59%, þvottaduft 15% og gólfteppi 54%. Þetta eru aðeins fá dæmi um verðhækkanimar, eins og þær geta orðið, skv. hinum nýju lög- um. Annars verðir reynslan að skera úr hvernig þetta kemur endanlega til að líta út, þegar öll kurl eru komin til grafar. En eitt er víst og það er að verð hækkanir verða stórfelldar og að almenningur á eftir að verða á þreifanlega var við þær á næstu tímum svo að nm ekkert verður að villast fyrir hann. T. v. Tapirape-indíáni með „fuglabúr". T. h. Awalti-börn að leik. r-jCalasla jólh lieimi nýlega við fréttamann frá kunnu bókmenntatímariti. Þar segir hann: ^JciuÍL I I ner um ó L’á (cl ..E sunnudaginn var frumsýnd í Kaupmannahöfn merkileg kvikmynd, gerð af hin- um fræga danska ævintýramanni Jörgen Bitsch. Myndina gerði hann á s. 1. sumri og kallar hana „Amazonas“. Það kostaði Bitsch og föruneyti hans mikið erfiði að hrinda verkinu í framkvæmd. í fjóra langa mánuði ferðaðist hann um Amazon-frumskóginn, alls um 25.000 kílómetra, og myndaði þá merkilegu hluti, sem fyrir augun bar. E. nda þótt leiðangurinn kæmist í tæri við hinar hræði- legu Anadonda-nöðrur, yrði að ganga upp á eldfjöll, grafa upp múmíur og gera ýmsa aðra spenn- andi eða uggvænlega hluti, þá finnst samt Bitsch sjálfum sem heimsókn til hinna fjandsamlegu Awatti-indíána í Matto Grosso hafi verið minnisstæðasta og óhugnanlegasta reynsla leiðang- ursmanna. watti-indíánarnir eru vægast sagt ekki hrifnir af ókunn ugum, og þeir eru fljótir til, sé þeim gefið minnsta tilefni til J apirape-indíánarnir eru friðsamlegri og vingjarn- legri. Þeir eru ólíkir öðrum kyn- þáttum í Suður-Ameríku að því leyti, að þeir virðast hafa sér- stakt dálæti á dýrum. Að minnsta kosti líkjast híbýli þeirra engu fremur en dýrasöfnum, þar sem fuglar af öllum litum og teg- undum flögra um og una sér hið bezta. Þessir indíánar nota oft eldhúsáhöldin, potta, ker og katla, sem „búr“ fyrir fuglana. Á myndinni hér að ofan sjáum við eina af indíána-stúlkunum með slíkt ílát, sem notað er jöfn- um höndum til matseldar og fuglageymslu. Þessi vinátta við fuglana er þó ekki öldungis lkus við eigingjarnar hvatir, því fjaðrirnar af fuglunum eru not- aðar til höfuðskrauts, en það er ein helzta prýði Tapirape-indíána jafnt karla sem kvenna. Hins vegar bera þeir ekki önnur klæði á líkamanum, hvorki mittisskýl- ur né annað. g trúi ekki á innblást- ur. Ég skrifa alltaf um mína eig- in reynslu um atburði, sem ég hef orðið vitni að, eða um sögur, sem ég hef heyrt frá öðrum. Ég held, að menn lesi meira út úr verk- um mínum en ég hef nokkurn tíma sett í þau. Ég hef gaman af að segja sögur, að skapa per- sónur og atburði. En það er líka allt og sumt. Ég efast um, að höfundar viti, hvað þeir setja í sögur sínar. Þeir eru bara að reyna að segja það, sem þeir vita um umhverfi sitt og fólkið í J örgen Bitsch heldur því fram, að Tapirape-indíánarn- ir séu lötustu mannverur á jörð- inni. Þeir búa á sandeyrum í fljót unum og nenna hvorki að byggja sér hús né önnur skjól gegn veðr- gremju eða móðgunar. T. d. er um eða villidýrum. Sumir þeirra það ekki ólíklegt, að brosi hvít ur maður til einhverrar af kon- um þeirra, þá verði það hans síðasta bros. Brjóti hvítur maður eitthvert af helgibönnum (tabu) þeirra, enda þótt hann hafi sjaldn ast nokkra hugmynd um þau, er honum vís bráður bani. Hins vegar er yngri kynslóðin ekki alveg jafnströng eða ógestrisin og sú eldri, eins og sjá má af meðfylgjandi mynd, sem Bitsch tók af börnum að leik. Hann var guðsfeginn, þegar vikudvöl hans hjá þessum óvinveitta kynflokki var lokið. eiga sér þó sól- eða regnhlíf. Þannig hefur Bitsch náð mynd- um af ógestrisnustu og lötustu manneskjum ævintýralegu „Amazonas". í heimi í þessari kvikmynd sinni, E n svo við snúum okk- ur frá kvikmyndum að bók- menntum, þá er hér lítill og at- hyglisverður kafli úr viðtali, sem bandaríska Nóbelsverðlauna- skáldið William Faulkner átti Menntaskólaleikurinn verður eftir Oliver Goldsmith William Faulkner kringum sig, á eins áhrifamlk- inn hátt og þeim er unnt. Þeir skrifa eins og smiðir, sem beita verkfærum sínum af leikni...... Tökum t. d. ofbeldisverk. Ég nota þau eins og verkefni til að segja eitthvað á þann hátt, sem mér er bezt lagið að segja það. E, í SÍÐASTA skólablaði Menntaskólans í Reykja- segir frá því, að æfingar séu hafnar á menntaskóla- leiknum. Fyrir valinu varð She stoops to conquer eftir Oliver Goldsmith. Blaðið seg- ir: „Bjarni Guðmundsson þýddi leikinn. Leikstjóri verð- ur Benedikt Árnason. Leik- endur eru um tuttugu tals- ins. Þess má geta, að leikur þessi var fyrst sýndur í Cov- ent Garden í London árið 1772. I.eikurinn er tileinkaður dr. Samúel Johnson, frægasta bókmenntafræðingi Breta fyrr og nú, og eru það ekki lítil meðmæli með leiknum. Æfingum miðar vel áfram, og ef allt fer að vonum, verður leikurinn frumsýndur í febrú- ar.“ Þetta segir skólablaðið og við skulum vona að allt fari að óskum. f ég gæti, mundi ég skrifa allar bækur mínar aftur, og ég held, að ég gæti gert þær betri. En ég býst ekki við, að ég yrði ánægður með þær. Ég held, að enginn höfundur geti verið ánægður með verk sín. Ef hann væri það, ætti hann ekki annað ógert en skera sig á háls. Starf rithöfundarins er versta köllun í heimi. Hann er haldinn illum anda, alltaf undir þvingun, sí- fellt rekinn áfram. Það er ein- manalegt og vonlaust starf, því það er aldrei eins vel unnið og maður vill. Maður reynir og reynir, en nær aldrei tilætluðum árangri. Verkið verður aldrei nógu gott. Hvað höfundurinn fær að launum fyrir allt þetta erfiði, veit ég ekki. Ho öfundur skáldsagna er ljóðskáld, sem hefur brugðizt; hann segir sannsögulega frá for- tíðinni. Rithöfundurinn trúir á manninn og lífið og reynir að segja frá sigrum mannshjartans eins vel og heiðarlega og honum er unnt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.