Morgunblaðið - 22.01.1957, Blaðsíða 6
6
MORCUyBLAÐIÐ
Þriðjudagur 21. jan. 1957.
Kommúnistum tókst næstum
að drepa fyrir okkur símann
Rabbað við Jön Jónsson á Hvanna
ÞAÐ má raunar segja að tilefni
þess að ég fór að ræða víð Jón
bónda og fyrrum alþingismann
og oddvita Jónsson á Hvanná á
Jökuldal, hafi ekki verið neitt
sérstakt. — Hvorki stórafmæli
né aðrir stórviðburðir. Samtalið
hófst um daginn og veginn, stjórn
málin, tíðarfarið og búskapinn.
Hins vegar er einatt hollt að festa
sér í minni umsagnir gamalla og
reyndra manna, því oft er það
gott, sem gamlir kveða.
Það er sjaldgæft í janúarmán-
uði, jafnvel nú á tímum hraðans
og tækninnar, að ieggja upp frá
Reykjavík laust fyrir hádegi og
setjast að kvöldverði heima á
Hvanná sama dag. Færið var
jafnvel svo gott að hægt hefði
verið að komast á leiðarenda
fyrr.
GÓÐLÁTLEG KÍMNI GAMLA
MANNSINS
í stofunni á Hvanná er hlýtt og
notalegt, þótt báerinn sé forn að
byggingu. Úti gnauðar vetrar-
stormurinn og frostið er biturt.
Fyrir framan mig situr hin ald-
urhnigna kempa, sem þessa dag-
ana verður 86 ára. Enn er sama
broshýran á svipnum og góðlát-
leg kímni fylgir flestu sem hann
segir. Enn er fas þessa stóra og
gjörvulega manns aðsópsmikið.
Það leynir sér ekki, að hver sem
Jón á Hvanná hefir átt leið. hef-
ir farið þróttmikill höfðingi ís-
lenzkrar bændastéttar.
Störf þessa manns eru orðin
mörg og mikil um ævina.
Hann sat á Alþingi sem þing-
maður Norð-Mýlinga fyrst 1909—
1911 (kosinn 1908) og síðan frá
1914—1919. Hann var kjörinn í
hreppsnefnd nær strax og hann
fyrrum alþingismann
um sinn. Hér kom kreppa á ár-
unum 1930—32 og þá var efna-
hagur manna almennt bágur Þá
voru skuldir miklár. Var þá
stofnað hér sparnaðarfélag og
var stefnuskrá þess að spara allt
við sig svo sem kostur var. En
það stóð ekki lengi sem bctur
fór, enda er það heldur ömurlegt
að geta ekki veitt sæmilega. Ann-
ars var sparnaðarhugur manna
mikill og gætni í fjúrmálum. Það
kom eitt sinn til tals að taka
bjargræðasjóðslán. Við umræður
um þetta kom einn hreppsbúa
með þá uppástungu, að enginn
mætti taka slíkt lán, nema hann
HELZT LÁN HJÁ ÞEIM, SEM
LOÐNIR VORU UM LÓFANA.
Það var að sönnu til að ein-
staka traustir menn og duglegir
gátu fengið lén og var þá helzt
um „prívatlán“ að ræða hjá ein-
hverjum, sem var loðinn um lóf-
ana.
— Hvernig byrjaði þinn bú-
skapur?
— Byrjunin hjá mér þótti nú
heldur góð, þótt í rauninni væri
hún ekki stór. Ég fékk 25 ær loðn-
ar og lembdar hjá tengdaföður
mínum. Það þótti gott um alda-
mótin. Ekki leið svo á löngu þar
til é„ tók héi alveg við búi og
komu þá 4/5 hlutar jarðarinnar
í hlut okkar hjóna.
— En hverjir voru þeir nú
helzt, sem talizt gátu loðnir um
iófana?
— Það voru náttúrlega grónir
stórbændur. Svo var það til, að
menn voru í húsmennsku og áttu
sauði. Græddu þeir nokkuð á sölu
þeirra til Bretlands.
KOMMÚNISMINN GERÐI
MARGA VITLAUSA
— Var ekki eitthvað um fram-
kvæmdir hérna í hreppnum, sem
kom til kasta ykkar í hrepps-
nefndinni og sögulegt getur tal-
izt?
— Það er þá helzt símamálið.
Mig minnir það væri 1933 eða 34.
Fljótsdælir voru þá búnir að
Bærinn á
Hvanná. Megin-
hluti hans er 60
til 70 ára gamall
væri skuldlaus við hreppinn. Auð
vitað var þetta banatilræði við
þá sem verst voru staddir og mest
þurftu á lánum að halda. Þetta
var næsta bágur hugsunarháttur.
En svona var hræðslan mikil við
skuldir í þá daga.
DUGANDI BÆNDUR
— Það hefir þá gengið sæmi-
lega að innheimta gjöldin?
fá sima. Þar var þá læknir á
Brekku og talið nauðsynlegt að
leggja símann einkum vegna þess.
Ætlunin var svo að leggja símann
hingað upp í Skjöldólfsstaði. Það
hafði þá heyrzt að leggja ætti
símann alla leið norður í Breiðu-
mýri í Þingeyjarsýslu. Töldu þá
margir að réttast væri að bíða
þangað til, því að þé yrði hvort
sem væri að leggja hann hér upp
dalinn. Mér fannst aftur á móti
ekki nokkurt vit í því að bíða og
hafna símanum og ekki væri að
tala um annað en að leggja hann
strax upp dalinn upp í Skjöld-
ólfsstaði. Ég hafði lofað að hann
skyldi lagður og hefði það verið
fellt, hefði ég sennilega orðið að
borga brúsann. Og það var rétt,
að það marðist. Þá var helvítis
kommúnisminn kominn til sög-
unnar og tókst með honum að
gera marga vitlausa gegn síman-
um. Það má eiginlega segja, að
þeim hafi nær tekizt að drepa
fyrir okkur simann. Það var hald
inn almennur hreppsfundur um
málið og fór kosning fram með
nafnakalli Fyrst var síminn lagð-
ur á 3 bæi, Skjöldólfsstaði,
Hvanná og Hnefilsdal.
— Og nú er rafmagmð að
koma?
— Já, það skulum við vona Og
ég held að nú megni enginn
kommúnismi að drepa það mál.
— En hvernig lízt þér annars
á stjórnmálin í dag?
— O. Ég botna nú heldur lítið
í þeim. Þar virðist margt bera
við, sem maður átti sízt von á.
— En hvað segir þú þarna að
sunnan Heidurðu ekki að Her-
manni takist nú að fara alveg
með sig á þessu? — vig.
.;.y
shrifar úr
daglega lífinu
settist að búi á Hvanná og odd-
viti varð hann ári síðar, en því
embætti hélt hann í 50 ár sam-
fleytt, sem mun með einsdæmum
hér á landi. Hann hefir nú fyrir
örfáum árum hætt þeim starfa.
Ekki verða frekari jtörf þessa at-
hafnasama manr.s rakin hér, enda
ekki rabb þetta til þess gert.
JÖKULDALUR GÓÐUR
HREPPUR
Við gerum okkur tíðrætt um
oddvitastörfin.
— Hvað eru íbúar Jökuldals-
hrepps nú margir?
— Þeir eru eitthvað rúm 200,
eða heldur fleiri en var þegar ég
tók við.
— Og efnahagur hreppsbúa?
Honum hefir þú lengst af verið
manna kunnugastur.
— Það má í heild segja að þetta
hafi verið góður hreppur hvað
efnahag snertir. Hann var heldur
í hrörnun þegar ég tók við odd-
vitastörfum. En menn réttir fljótt
við hér á Jökuldal, þótt undan
fæti halli í bráðina. Það hefir
yfirleitt fylgt þessum hreppi. Það
er reynslan að hér kemur fljótt
upp bú, þótt allt fari í hundana
Jón á Hvanná
með yngstu
sonardóttur
sína. Myndin
tekin nýlega.
— Já, það hefir yfirleitt gengið
vel að innheimta gjöld hér í
hreppnum, nema í 1 eða 2 ár, sem
ekki var hægt að leggja neitt á
menn vegna slæms efnahags. Hér
hafa líka alltaf verið og eru dug-
andi bændur. Það þýðir heldur
ekkert fyrir aðra að búa hér. Og
þeim sem dug hafa til, búnast
líka vel hér á Dalnum.
— Já, gaman væri að fá ofur-
lítinn samanburð á því hvernig
var að byrja hér búskap í gamla
daga og hvernig það er nú.
— Mér virðist það vera auð-
veidara nú. Nú eru menn styrktir
við ræktun og nýbyggingar, en
slíkt þekktist ekki áður fyrr. Þá
var gjarna byrjað með nokkrar
kindur, kú og hest. Fyrir þessu
höfðu menn önglað saman í vinnu
mennsku. Yfirleitt var engin lán
að fá. Líka var ríkt gengið
eftir skuldum og ekki hægt að fá
þær umliðnar fram yfir áramót.
Þá var í engin hús að venda.
Menn urðu að treysta sínum eig-
in manndómi. Þá var ekki siður
að leita á náðir annarra nema í
nauðum og enn síður var, að póli-
tík réði nokkru um.
ÞAÐ sýnir stórhug og fágaðan'
listasmekk, að Leikfélag
Reykjavíkur skyldi velja Þrjár
systur eftir Anton Tsjekov til
sýningar á afmæli sínu. Iðuleg-
ast hefur Leikfélagið tekið til
meðferðar gamanleiki á langri
starfsævi. Það er skiljanlegt og
eðlilegt enda hljóta þeir oft
mesta hylli leikhúsgesta og færa
gróða í aðra hönd.
Perlur heimsbók-
menntanna
EN á leikskrá Leikfélagsins
hafa einnig verið mörg af
beztu verkum heimsbókmennt-
anna og það leikrit sem nú er
sýnt í Iðnó er ein perla þeira.
Þrjár systur er eitt af
fremstu leikritum hins rússneska
leikritaskálds og sýnt á nokkurra
ára fresti í leikhúsum í Kaup-
mannahöfn, London og Paris. I
leikritinu fer höfundurinn nær-
færnum höndum um persónur
sínar, lýsir sálarlífi þeirra og
hugsunum, og hvernig líf þeirra
rennur fram sem þungur, en lygn
straumur. Leikdómendur dag-
blaðanna í Reykjavik eru sam-
mála um að Þrjár systur séu af-
bragðsvel leiknar, enda skipar
þar Leikfélagið sínum yngstu og
efnilegustu leikkonum á fremsta
bekk, Helgu Valtýsdóttur, Guð-
björgu Þorbjarnardóttur, Helgu
Bachmann og Önnu Stínu. Ef þið
lesendur góðir eruð í vandræð-
um hvernig þið eigið að verja
kvöldstund næstu daga er óhætt
að fullyrða að óviða verður henni
betur varið en á bekkjunum í
Iðnó.
Rangþýtt
kvikmyndaheiti
EINN kunningi minn sem er ein-
hver sá mesti fjölfræðingur
sem ég þekki, vakti athygli
mína á því í dag að rangþýtt
væri nafn á einni ágætri kvik-
mynd sem sýnd er hér í bænum
um þessar mundir. Er það kvik-
myndin í Laugarásbíói, „Idioten",
sem Gerard Philipe leikur aðal-
hlutverkið í, og er gerð eftir sam-
nefndu ágætu skáldverki eftir
Dostojefsky.
Á islenzku heitir myndin „Fá-
vitinn" og það er einmitt við því
orði sem vinur minn amast. —
Hann segir, með réttu að ég hygg,
að samkvæmt efni myndarinnar,
beri alls ekki að þýða titilinn
þannig, vegna þess að á islenzku
þýði fáviti mann andlega gáfna-
skertan frá fæðingu, eða að
minnsta kosti með afar lága
greindarvísitölu. Hér sé hins veg-
ar ekki um það að ræða, heldur
mann með fullu viti, sem aðeins
lítur öðrum augum á mennina og
tilveruna en fólk flest, betri aug-
um og mildari. Sanni nær sé því
að þýða heitið á sögunni og kvik-,
myndinni sem „Flónið“ eða í
svipuðum dúr. Er þessu hér með
komið á framfæri við rétta hlut-
aðeigendur.
Frostin í New York
FREGN sem kom í Morgunblað-
inu fyrir þremur dögum
vakti svo mikla athygli að fjöldi
manna hringdi á ritstjórnarskrif-
stofur blaðsins til þess að fá
hana staðfesta. Það var fregnin
um að daginn áður hefði verið
48 stiga kuldi á Celcíus í New
York. Fjöldi íslendinga á vini og
ættmenni þar og uggðu því marg-
ir um frændlið sitt í slíkum jök-
ulkulda. Spurðu margir hvort
hér væri ekki um misskilning eða
villu að ræða hjá fréttamannin-
um, átt hefði verið við Farenheit.
En því /erður því miður að svara
neitandi. Ekki hefur frétzt um
neina mannskaða hjá Ameríkön-
um vegna þessara kulda sem í
augum okkar eru ofboðslegir, en
ef ég þekki þá frómu þjóð rétt
þykir þeim ekkert að því að hafa
hærra kuldastig en tíðkast hefur
í vetur hjá nokkurri annarri
þjóð á svipuðum slóðum. Og ekki
vantar eldiviðinn þar. — Til
gamans má geta þess að meðal-
hitastig New York borgar er mun
lægra en Reykjavíkur, .þótt svo
miklu sunnar liggi á hnettinum.
Ótrúlegt en satt.
Klæðaburður
blaðamanna
OG loks kemur hér bréf sem
barst í gær.
Heiðraði Velvakandi!
Ég kom inn á ritstjórnarskrif-
stofu blaðs eins hér í bænum fyr-
ir skömmu. Var mér þar vísað
inn til eins af blaðamönnunum
og var mér sagt að hann myndi
annast það sem ég leitaði mér
upplýsinga um. Um erindi hirði
ég ekki að ræða hér, því það kem-
ur i rauninni ekki þessu máli við.
Hitt blöskraði mér aftur á móti
hvernig maðurinn var til fara.
Hann var í brúnum buxum,
sem sýnilega voru frá því mað-
urinn var um fermingu, því að
þær voru að springa utan af hon-
um, svo að rennilásinn blasti við
mér á nýmynduðum kúluvamba
mannsins (því maðurinn sýndist
mér ungur og fremur snotur) og
þar sem hann sat á stólnum og
teygði frá sér fæturna, sá ég síð-
ar nærbuxur standa niður undan
báðum skálum buxna hans, utan
yfir sokkunum. Maðurinn var ó-
rakaður, illa greiddur og yfirleitt
eins og argasti durgur útlits. Ég
leyfi mér nú að spyrja þig í allri
vinsemd við blaðamannastéttina
í heild: Er þetta hægt?
Geta menn í hálf-opinberri
stöðu, eins og ég leyfi mér að
álíta blaðamennskuna vera, þar
sem þeir verða að sýna
sig á mannamótum, jafnvel taka
á móti fulltrúum erlendra ríkja
og eiga við þá viðtöl, geta þessir
menn leyft sér að ganga þannig
til fara? — Siðsöm.