Morgunblaðið - 22.01.1957, Page 9

Morgunblaðið - 22.01.1957, Page 9
ÞriSjudagur 21. jan. 1957. MORCUWBLAÐ1Ð 9 // Miðaldakon ungurinn ágirnist Aden-borg Imam Seif konungur Jemen er mesta * hörkutól. // SYÐST á Rauðahafsströnd Arab-' íuskaga er enn við lýði eitt furðu legasta miðaldaríki þessa heims. Það nefnist Jemen og í því er einna kunnust borgin Mokka, þaðan sem kemur Mokka-kaffið ilmandi og gómsæta. í Jemen búa 4 milljónir manna á menningarstigi miðalda, flestir ómenntaðir og fátækir. í höfuð- borginni eru 6 þúsund íbúar. — Jemen hefur verið konungsríki frá ómunatíð. Konungurinn er jafnframt trúarleiðtogi, umboðs- maður og afkomandi spámannsins Múhameðs og er slík biskupsstaða nefnd á arabísku „imam“. 1 meira en 40 fyrstu ár þess- arar aldar ríkti í Jemen einvalds- konungurinn Imam Yahya. Hann hélt landinu einangruðu frá um- heiminum og átti sér stórt kvenna búr. Viðurkennda syni með hefð areiginkonum átti hann 16 tals- ins. Það var það í febrúarmánuði 1948, þegar einvaldskonungurinn var kominn yfir áttræðisaldur að hann varð fyrir því óláni að einhver illgjarn maður myrti hann og þrjá af yngri sonum hans. Samtímis þessu tilkynnti frændi hans einn, ráðgjafi hans, að hann hefði tekin völdin í sínar hendur. Elzti sonur hins látna konungs vildi þó ekki sætta sig við það, heldur gerði tilkall til ríkis- erfða, safnaði liði í norðurhluta landsins, vann bug á frænda sín- um og tók sér sjálfur konung- dóm. Hann er nú konungur Jem- ens og nefnist Imam Seif Ahmed. Seif Ahmed er hið mesta hörku tól. Hann tók við kvennabúri föður síns og hefur bætt það drjúgum síðar, auk þess sem hann átti sjálfur fyrir nokkrar konur. Hann hefur verið einangr unarasinni eins og faðir hans, en bróður sinn, Seif Abdullah, sem næstelztur var, gerði hann að forsætisráðherra. Seif Abdullah ■vildi hins vegar rjúfa einangrun Jemen. Beitti hann sér fyrir því, að tekið var upp stjórnmálasam- band við nokkur ríki, svo sem Egyptaland, Bretland og Banda- ríkin og að Jemen gerðist með- limur í S. Þ. Sjálfur mætti Seif Abdullah sem fulltrúi Jemens á fundum Sameinuðu þjóðanna og vakti mikla athygli, ekki þó fyrir neinn stjórnskörungshátt, heldur fyrir arabískan klæðaburð. Hvort sem utanríkismálin ollu því eða annað, skarst brátt í odda milli þessara tveggja bræðra. Og 2. apríl 1955 gerði Abdullah upp reisn gegn bróður sínum með til- styrk hersins. Fór hann að kon- unginum með 666 manna vopnað lið og tók hann höndum. Konungurinn Seif Ahmed tók þessú rólega. Kvaðst hann vilja semja um þetta við Abdullah bróður sinn. Hann væri fús til að afsala sér konungdóminum, en örðugra væri og gegn kenningum Kóransins, að afsala sér biskups- embættinu (imam). Nú þurfti að rannsaka það trúfræðilega hvort slíkt væri.hægt. Spekingar voru kallaðir saman til að velta vöng- um yfir því. Seif Abdullah hafði ekki fregnir af því, að í norður- hluta landsins hafði sonur kon- ungsins skorið upp herör og allt í einu voru 3 þúsund vopnaðir sveitamenn búnir að umkringja uppreisnarherinn. það hraustlega gert. Hann er mikill beljaki og minnir á stríðs- kappa miðaldanna, sterkur og hávaðasamur og með feikna hnefa. Egyptar hafa verið að hlutast til um að Seif Ahmed opnaði land sitt fyrir nútímanum, en hann hefur verið tregur til. f landi hans eru engar járnbraut- ir, en fáeinar bifreiðir eru nú til í landinu og ruddir vegir. Út- varpsstöð er í höfuðborginn. Út- lendir ferðamenn eiga einnig orð- ið greiða leið þangað. Það, sem nú gæti helzt valdið því, að einangrun landsins hyrfi með öllu, er ágirnd hins sextuga valdhafa í hafnarborginni Aden. Borg sú stendur á horni Aarabíu- skaga, við mynni Rauða hafs, mikilvæg hafnarborg og er undir stjórn Breta, ásamt nokkru lands svæði á suðurströnd Arabíu. Þangað hafa nú á fáum árum flutzt búferlum frá Jemen tug- þúsundir manna, sem sækjast eft- betri lífskjörum, nútíma þæg- indum og meira öryggi og per- sónufrelsi en í miðaldaríkinu, sem þeir koma frá. Seif Ahmed konungi leikur mikill hugur á Aden. Að undan- förnu hafa borizt þaðan að austan fregnir af landamæraskærum og smábardögum við eyðimerkur- Seif Ahmed gengur um vopn- þæi. Jemen-konungur ber Breta aður sveðju. Nú var hætt að velta vöngum yfir valdaafsali. Seif Ahmed kon ungur lét taka Abdullah bróður sinn og tvo aðra bræður höndum, leiða þá út á völl og þar hálshjó hann þá með eigin hendi. Þótti þungum sökum, um að þeir geri innrás í ríki hans og hefur kært málið fyrir Sameinuðu þjóðun- um. Bretar segja konunginn vera óróavaldinn. Og nú er í tízku í Arabalönd- unum, að hrifsa bita og bita úr hinu liðna brezka heimsveldi. Fréttabréf frá Sauðárkróki: Atvinna með meira móti Allmiklar byggingaframkvæmdir Læknaskipti á á Klaustri Kirkjubæjarklaustri, 19. jan. UM s.l. áramót lét Úlfur Ragn- arsson héraðslæknir á Kirkju- bæjarklaustri af embætti. Mun hann taka við læknisstöðu á heilsuhæli Náttúrulækningafél. íslands í Hveragerði. Er hann nú farinn til Þýzkalands til að búa sig undir þann starfa. Úlfur hefur verið læknir á Síðunni s.l. fimm ár við vaxandi vinsældir héraðsbúa. Brynleifur Steingrímsson frá Blönduósi hefur verið settur hér- aðslæknir á Kirkjubæjarklaustri í stað Úlfs. Er hann ekki enn kominn hingað austur, en í bili er héraðinu þjónað af Guðmundi Bjarnasyni stud. med. — Fréttaritari. Prá Sauðárkróki. Sauðárkróki 5. jan. ’57. AR IÐ 1956 má telja hagstætt hvað atvinnu og afkomu Sauðárkróksbúa snertir. Meiri fiskur var lagður á land en nokkru sinni fyrr í sögu staðar- ins eða rúmlega 4000 tonn. Þar af lögðu togarar upp um 3400 tonn. Norðlendingur landaði úr sex veiðiferðum, en aðrir íogarar í 12 skipti, allir frá Útgerðar- íélagi Akureyringa. Af þessu má ijóst vera hvílíka ^eysiþýðingu togaralandanir hafa í atvinnulífi smábæjai sem Sauðárkróks, enda bar nú minna á hinu árstíðabundna atvinnu- leysi en oftast aður. Trillubátaútgerð var með minnsta móti, enda afli lélegur mikinn hluta ársins, a. m. k. inn- fjarðar. Byggingaframkvæmdir voru rneð svipuðum hætti og undan- farin ár. Alls voru í byggingu 16 íbúðarhús. Lokið var við byggingu nokkurra þeirra, en bygging annarra hafin. A£ öðr- um byggingum má nefna: Sundlaug, sem byrjað var á síðla ársins 1955 og er byggingu hennar svo langt komið að sund- kennsla mun hefjast í henni á n.k. sumri. Byggingarmeistari við sundlaugarbygginguna er Vil- hjálmur Hallgrímsson. Unniö var að byggingu Beina- mjöls- og feitfisksverksmiðju og stækkun fiskgeymsluhúss Hrað- frystistöðvarinnar. Hafin var bygging áburðargeymslu á veg- um' Áburðarverksmiðju ríkisins og K. S. Á s.l. hausti hófust fram- kvæmdir við byggingu sjúkra- húss Skagfirðinga, en þvi var valinn staður á Sauðártúni, sem er innan við kaupstaðinn. Stærð um 700 ferm. að flatarmáli og um 7800 rúmmetrar. í sjálfu að- alhúsinu, sem mun verða þrjár hæðir verður sjúkradeild, elli- og hjúkrunardeild og heilsu- verndarstöð. í viðbyggingu eru fyrirhugaðar íbúðir starfsfólks. Áætlað er að í hinni nýju bygg- ingu verði rými fyrir 25 sjúk- linga og 14 vistmenn í ellideild. Nú þegar er búið að steypa grunn og hluta af neðstu hæð, en tak- markið mun vera að húsið verði gert fokhelt á þessu ári. Yfirsmiður við þessa byggingu er Sveinn Ásmundsson bygginga- meistari, en teikningar gerði Sig- valdi Thordarson arkitekt. Mikið var unnið á árinu að jarðabótum og húsbyggingum í héraðinu. Gömlu torfbæirnir eru nú óðum að hverfa, en myndar- leg og hentug steinhús rísa af grunni. Sama má og segja um gripahús. Héraðsskólarnir, Bændaskól- inn á Hólum og Húsmæðraskól- inn að I.öngumýri starfa með svipuðum hætti og áður. Aðsókn að byggðasafninu í Glaumbæ mun hafa verið með allra mesta móti á s.l. sumri, eða komið þangað um 3000 gestir. Nú er að hefjast gagngerð breyting og endurbætur á veit- ingahúsinu í Varmahlíð. Um það verk mun sjá Sveinn Ásmunds- son. Allmikið var unnið að dreif- ingu rafmagns um héraðið. Bætt- ust við 29 sveitabýli, sem tengd voru við Gönguskarðsár- og Skeiðsfossvirkjun. I Stíflu fengu 6 býli rafmagn, en önnur voru í Vallhólmi og Blönduhlíð. — 140 sveitabýli í Skagafirði eru nú rafmagnsins aðnjótandi í 7 af 13 sveitahreppum sýslunnar — Al- mennt er reiknað með að haldið verði áfram viðbótartengingum á n.k. sumri, fyrst og fremst um Sæmundarhlíð og Blönduhlíð, þann hluta sem eftir varð á s.l. ári. Sauðfé bænda hefur fjölgað ört á undanförnum árum. Einnig hefur mjólkurinnlegg í Mjólkur- samlag Skagfiröinga á Sauðár- króki vaxið um 310 þús. lítra eða 13.3% á árinu og reyndist 2.632.827 lítrar. . Búfjáreign Sauðárkróksbúa, þá er síðustu skýrslur greina, var 1950 sauðkindur, 39 nautgrip ir og 128 hross. Sauðfé fer fjölg- andi, en nautgripúm fækkandi. Skólamir hér eru skipaðir svipuðum nemendafjölda og und anfarna vetur. í barnaskólanum eru 130, Gagnfræðaskólanum 62 og Iðnskólanum 26 nemendur. Nú fyrir jólin barst Sauðár- króksbæ að gjöf 6 m. hátt jóla- tré frá vinabæ Sauðárkróks, Varde á Jótlandi; var það úr þeirra eigin skógi. Því var kom- ið fyrir á Kirkjutorgi, þar sem það var ljósum skreytt. Tréð var hið fegursta og setti mikinn jóla- blæ á umhverfið. Allmikið var um skemmtanir hér á milli jóla og nýjárs svo sem venja er, en um jólin fjölgar nokkuð í bænum, því þá kemur heim margt af fólki, sem annars er fjarverandi við atvinnu eða nám. Laugardaginn 5. jan, var hald- inn álfadans hér við staðinn, með blysför kringum volduga brennu. Einnig fór fram í Bifröst skemmt un og síðan dans. U.M.F. Seylu- hrepps stóð fyrir þessum mann- fagnaði, og gekk allur ágóði til byggingarsjóðs sjúkrahússins. Að undanförnu hefur afli ver- ið allgóður. Héðan stunda tveir Framh. á bls. 15. STAKSTEIIVAR Treysta varnirnar Einar Olgeirsson hefur nýlega stungið upp á því, að ísland beiti sér fyrir upplausn Atlantshafs- bandalagsins og gerist hlutlaust. Tíminn svarar þessu svo hinn 15. janúar. „-----Vekur það nokkra furðu, að gamalreyndir stjórnmálamenn hér hjá okkur skuli velja upphaf hins nýja árs_ til að reka áróðmr fyrir því, að ísland gangi úr At- lantshafsbandalaginu, jafnvel að héðan hefjist áróður fyrir því að lima bandalagið sundur. Áróð- ur af þessu tagi er ekki aðeins í fullri andstöðu við yfirlýsta ut- anríkisstefnu ríkisstjórnarinnar og alls þorra landsmanna, heldur líka ákaflega óraunsær og utan- gátta. Lýðræðisþjóðunum er ljós- ara nú en síðmstu árin, hver þörf er á að þær standi saman. Sá lær- dómur, sem þær hafa hlotið af at- burðum síðustu mánaða, er og líklegur til að greiða veg tillög- um um nánara samstarf Atlants- hafsþjóðanna á efnahags- og menningarlegum sviðum, jaifn- framt því sem sameiginlegar varnir eru treystar. Slík þróun nmndi vissulega styrkja aðstööu íslands sem Atlántshafsbanda- lagsþjóðar. Að öllu samanlögðu virðist ein sætt, að eftir reynslutíð siðustu mánaða muni bandalag lýðræðis- þjóðanna eflast á ný. Þá þróun ber að styðja. Það er rökrétt framhald íslenzkrar utanríkis- stefnu“. Ársfrestur Tímans. Allur er þó varinn góður, þvi að 6. jan. hafði blaðið sagt: „Margt bendir til þess, að bæði þessi og önnur mál, sem nú eru efst á baugi í alþjóðlegum efnum, muni liggja á ýmsan hátt ljósara fyrir um næstu áramót en nú. Árið nýja er líklegt til að verði tíðindasamt og vonandi mun það einkennast af tíðindum, er færa mannkynið í rétta átt.“ Þarna er auðsjáanlega við það miðað, að halda kommúnistum rólegum út þetta árið. Vel megi svo fara, að í árslokin verði allt breytt og þá verði mögulegt að reka herinn. (Þá fer líka að líða á kjörtímabilið og þarf að gera sér grein fyrir með hverju eigi að blekkja kjósendur næst.). Leikaraskapur Kommúnistar þykjast hins veg- ar vera hinir skeleggustu. Hinn 15. jan. birti Þjóðviljinn mikla frétt. Þar segir: „Krafa sósíalista á Akureyri: Staöið verði við samþykkt Al- þingis í hei’siöðvarmálinu.---- I tilefni af þeirri afgreiðslu sem herstcc 'málið hlaut í vet- ur var einrúma samþykkt eftir- farandi: „Fundur 1 Sósíalistafélagi Ak- ureyrar, halúinn 11. janúar 1957, skorar á ríkisstjórn íslands að taka aftur til afgreiðslu svo fljótt sem við verður komið uppsögn herverndarsamningsins við Bandariki Norður-Ameríku, í fullu samræmi við samþykkt Al- þingis frá 28. marz 1956 og stefnu yfirlýsingu núverandi ríkisstjórn ar““. Ætlunin er sú, að kommúnist- ar þykist brenna í skinninn yfir að losna við varnarliðið. Hávær- ar kröfur eiga að koma í athafna stað. Því að ekkert- á að gera fyrr „en við verður komið“. Að dómi hvers? Allt er við það miðað, að kommúnistar fái að halda aðal- stöðvum sínum í stjórnarráðinu þangað til mesta hættan á algeru fylgishruni og einangrun er hjá liðin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.