Morgunblaðið - 22.01.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.01.1957, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 21. jan. 1957. MORCUNBLAÐIÐ 13 Frú CuBrún GuBiónsdóffir Minningarorð „Stutt og fljót er stundin nauða stór og löng er eilífðin. Sá til dauða er dyggur stríðir, dýrðarkrónu fær um síðir“. V. Br. Er mér berast snögglega og ó- vænt örlagatíðindi, rétti ég oft út höndina eftir einhverri þeirri bók, er ég vænti mér af huggun- ar og skilnings. Svo fór, er mér siðdegis hinn 12. þ.m. barst fregn- in um andlát frænku minnar, Guðrúnar Guðjónsdóttur, hús- freyju að Skálholtsstíg 7 — og mættu augu mín þá þessum ljóð- línum. Tæpum tveimur sólarhringum áður undum við áhyggjulausar í fjölskyldufagnaði á heimili for- eldra hennar. Ekki grunaði mig þá, að sú hlýja skilnaðarkveðja yrði hin síðasta er mér bærist af vörum hennar. — Næsta dag gekk hún að venjulegum störf- um — heima og heiman. En að- faranótt laugardags kenndi hún sér alvarlegs meins, og gerði þó að morgni, í viðtali við heimilis- lækni sinn, ráð fyrir að geta farið til vinnu. En um dagmálaskeið þyngdi henni snögglega og tveim stundum síðar var hún látin. Hjartað hafði bilað. Guðrún var fædd hér í Reykja- vík 30. marz 1917, dóttir hjón- anna Arnheiðar Jónsdóttur, kenn ara, og Guðjóns H. Sæmundsson- ar, húsameistara. Eru ættir þeirra (Fjallsætt, Keldnaætt o.fl.) þjóð- kunnar og fjölmennar um Árness og Rangárþing og víðar og bar Guðrún um svipmöt og atgervi mjög einkenni sinna góðu ætta -----„þetta gull, sem gefið var gömlum Rangæingum“. — En hins vegar var hún ósvikið Reykjavíkurbarn tuttugustu ald- arinnar: Hugrökk og bjartsýn, glaðvær og góðviljuð — ör til orða og athafna, en örlátust í vinahópi á lífs sins fegurstu vöggugjöf: Óvenjulegan hæfi- leika til að sópa burt ryki hvers dagsleikans og bregða hátíða- bjarma yfir líðandi stund. Enda varð hún framúrskarandi vinsæl, hvar sem hún vann eða dvaldi. Jafnvel í sjúkrahúsum, þar sem hún var sjúklingur, breiddi hún ylgeisla ástúðar og umhyggju yf- ir þjáningasystur sínar. Er mér minnisstætt hvernig ég hefi heyrt hljóma eins og lofsöng af vörum langþjáðra sjúklinga: „Hún Guð- rún var svo indæl“. Að upplagi var hún afburða- gáfum gædd, bæði til náms og starfa. En segja má, að hvorki hún né aðrir, hafi notið þess eins og vonir stóðu til. Því að allt frá æskudögum átti hún við erfiða og vaxandi vanheilsu að stríða. þótt það gleymdist öðru hverju fyrir lífsfjöri hennar og ótta- Unglinga vantar til blaðburðar í Digranesveg JfHotQttsdbbitft Félag íslenzkra stórkaupmanna heldur dansleik í Þjóðleikhúskjallaranum, föstudaginn 8. febrúar nk. og hefst hann með borðhaldi kl. 18,30. ★ Pantaðir aðgöngumiðar fyrir félagsmenn og gesti, óskast sóttir í skrifstofu félagsins í Hafnarstræti 5 dagana 28.—31. janúar. STJÓRNIN leysi — og mun fáa hafa grunað svo skjót ævilok. En minningarnar lifa. Minning- ar foreldranna um sólbros bernsku og æsku — minningar ástvina og vina frá fullorðinsár- um — minningar síðustu fjórtán ára frá hátíðastundum á hinu hlýja og fallega heimili Guðrún- ar og eiginmanns hennar Agnars Stefánssonar, loftskeytamanns. Allur sá minningaauður veit ég að vefst sem hlý samúðaralda um syrgjandi eiginmanninn, dótt- urina, foreldrana og aðra ástvini, og samverkar eilífum kærleika Guðs, að snúa sorg þeirra í gleði — söknuði þeirra í heilaga bless- un. J. E. Kveðja Vér stöndum þögul frammi fyrir þér, er feigðin slær, þú mikla vald, er engan undan ber, en öllum nær. Vér sjáum falla fölnuð lauf á grund og fríða rós um heiða sumarstund M.s. "GULLFOSS" fer frá Reykjavík miðvikudaginn 23. þ.m., kl. 7 síðdegis til Ham- borgar og Kaupmannahafnar. HF. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Lögtök í Kópavogi Lögtak vegna ógreiddra þinggjalda 1956 hefjast aftur 25. þ.m. Lögtök verða gerð hjá öllum gjaldendum, sem ekki hafa samið um greiðslur. Lögtaksmenn gera enga greiðslusamninga, og veita enga fresti á framkvæmd lög- taks ef til þess er komið. Forðist aukakostnað. Gerið * upp strax. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 18. janúar 1957. SIGURGEIR JÓNSSON. Og hvort sem lífsins braut var slétt og bein eða bugðótt skeið, í hinztu för vér halda verðum ein á heljar leið. Og mannleg vizka skyggnist þá s'vo skammt, en skapadægur flýr nú enginn samt. En einn er sá, er telur sérhvert tár, því treysta má, er þekkir öll in huldu harmasár, er hugann þjá. Og yfir ljómar auglit frelsarans og bpinn stendur náðarfaðmur hans. Með klökkum hug, í kærleik von og trú því kveðja skal, að líknarhönd hans leiða mun þig nú í ljóssins sal. Og margar bænir fagrar fylgja þér í friðarheim, þar skjól þér búið er. M. J. Þér getið ekki dæmt um beztu rakvélablöðin fyrr en þér hafið reynt FASAN durascharf BJÖRN ARNÓRSSON umboðs- & heildverzlun, Bankastræti 10, Reykjavík. ORÐSENDIIMG fil bókasafna, Bestrarfélaga og bókasafnara Ákveðið er að um 100 eintök, sem enn eru til af tímaritinu S. O . S. verði bundið inn í vand- að rexin band. Er árgangurinn á fimmta hundrað blaðsíður með um 90 myndum. Þetta verður eiguleg bók, sem er sögulegt heimildarrit um slysfarir og svaðilfarir, inn- lendar og erlendar, sem margar hverjar eru meðal stærstu viðburða, sem gerst hafa á þessu sviði, og sem að mestu leyti er ekki mögulegt að eignast á annan hátt hér á landi. Bókin verður seld beint frá afgreiðsiunni og verð hennar verður kr. 140.00. Þar sem aðeins er um ca. 100 eintök að ræða, má búast við að ekki verði unnt að fullnægja eftirspurninni. Pantanir verða því afgreiddar í þeirri röð sem þær berast meðan upplagið endist, og sendar kaupendum í póstkröfu. Ef óskað er eftir sérstöku bandi, skal það tekið fram með pöntun. Sendið pantanir yðar strax, til þess að trygg:ja yður að missa ekki af þessari sérstæðu bók. BLAÐAÚTGÁFAN SNÆFELL, Testmannbraut 72, Vestmannaeyjum. Silfurtunglib Félög, starfsmannahópar, fyrirtæki og einstaklingar. Við lánum út sal, sem tekur 150 manns í sæti til eftirfarandi afnota: Dansleikja, árshátíða fundarhalda, veizlur o.m.fl. Uppl. í síma 82611 alla daga milli kl. 2—4 og öll kvöld nema mánudagskvöld. Silfurtunglið Snorrabraut 37 (Austurbæjarbíó) SNJÖKEÐJUR í ÖLLIiM STÆRÐUM BÍLABÚÐ Hringbraut 119

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.