Morgunblaðið - 25.01.1957, Side 6

Morgunblaðið - 25.01.1957, Side 6
6 MORCVNBLÁÐIÐ Fostudagur 25. Jan. 1957 Ástraliumaður syndir hraðast allra monna JOHN DEVITT, Ástralíu, hefur nýlega náð meiri hrraða á sundi en nokkur annar maður til þessa. Hann synti 55 yards (50,3 metrar) á 24,7 sek. Hraðasta sund fram að því var 50 metra sund Banda- ríkjamannsins Patterson, en hann synti þá vegalengd á 25,0 sek. o------o-------o Ástralskir sundmenn halda á- fram á sinni meta- og sigurbraut. Murray Rose, Olympíusigurveg- ari í 400 og 1500 m skriðsundi, verður æ betri á sprettinum. — Skömmu eftir áramótin jafnaði hann Ástralíumet Chapmans í 220 yarda sundi, 2:05,8 mín., en þar sem hann vann það afrek í forgjafakeppni verður það ekki staðfest sem met. Tveimur dögum síðar setti hann í 55 yarda sundlaug í Sid- ney heimsmet í 400 og 440 yarda skriðsundi, synti á 4:25,9 og 4:27,1. íslandsmótið í skautahlaupi ÍSLANDSMÓTIÐ í skautahlaupi verður haldið að Akureyri að þessu sinni og fer fram 9.—10. fbr. n. k, íþróttabandalag Akur- eyrar sér um mótið og bér að tilkynna því þátttöku. Fyrra metið átti Ford Konno 5:26,7 og Ástralíumaðurinn Mars hall 4:28,1. Persónulegt met Rose fyrir þessa keppni var 4:27,0 á 400 m. Rose leggur nú alla alúð vi£ 800 m sund og 880 yarda sund Vonast hann að geta bætt heims metin á þeim vegalengdum meistaramóti Ástralíu. Metið 880 yards á hann sjálfur. o — o — o John Hendricks, sigurvegari 100 m á Olympíuleikunun reyndi sig í flugsundi nýlega. - Tími hans á 100 m var 1:09,4, ástralskt met og átti Marshail skriðsundsmaður hið fyrra 1:10,2 Argentína vill hafa 15 manna kn.sp.lið John Devitt Þýzk skiðakono börnnm og hjó SÚ FRÉTT hefur borizt frá Skíðasambandi íslands, að í vet- ur muni koma hingað kunn þýzk skíðakona, og mun hún annast kennslu hér. Þessi þýzka skíðakona verður ráðin til kennslu hjá skólum landsins, en þar sem hún dvelur munu íþróttafélög á viðkomandi stöðum verða aðnjótandi kennslu Theodór Á. Matthiesen læknir — minniiag THEÓDÓR læknir, varð bráð- kvaddur á heimili sínu 18. þ. m. Um mörg undanfarin ár hafði hann átt við mikla vanheilsu að stríða og löngum legið rúmfastur heima og í spítölurn innanlands og utan og allt síðastliðið ár má segja að hann væri óvinnufær. Samt sem áður lifði vonin um bata hjá aðstandendum hans, vin- um hans og sjúklingum, því allir er nokkur kynni höfðu af hon- um þótti vænt um hann og sjúkl- ingar hans biðu í voninni um að fá að njóta áfram góðs læknis og góðs drengs. Theódór var fæddur í Reykja- vík 12. marz 1907, sonur hjón- anna Arnfríðar Jósepsdóttur og Matthíasar skósmiðs Mathiesens. Stúdentsprófi lauk hann 1928 og kandidatsprófi í læknisfræði sex árum síðar. Hann gerði háls-, nef- og eyrnalækningar að sérgrein sinni og hlaut sérfræðings-við- urkenningu 1939 og stundaði lækningar hér í bæ frá þeim tíma bæði í sérfræðigrein sinni og sem sjúkrasamlagslæknir. 1935 kvænt ist hann heitmey sinni Júlíönu Sólonsdóttur og varð þeim þriggja barna auðið. Allt ævistarf sitt, sem því mið- ur var allt of stutt, helgaði Theódór heimili sínu og læknis- starfinu. Hann var svo lánsamur að eignast ágætan lífsförunaut, sem var hans sterka stoð í sjúk- dómserfiðleikum hans og hafði fágæta hæfileika til að búa hon- um og börnunum vistlegt heimili þar sem gagnkvæmur kærleikur þeirra allra skipaði öndvegið. Læknisstörfin rækti hann með stakri alúð, samvizkusemi og gætni. Hann horfði hvorki í tíma né fé til að menntast vel í sér- grein sinni bæði í Danmörku og Þýzklandi enda var hann sérlega kennir skóla- íþróttolélögum hennar, eftir því sem við verðtir komið. '5INS og skýrt var frá í blað- íu í gær lenda Argentína g Bolivia saman í einum riðli eimsmeistarakeppninnar í nattspyrnu. Leikir landanna .u ákveðnir 6. okt. í La Paz Boliviu og 10 dögum síðar Buenos Aires. Nú hafa Argentínumenn sótt in leyfi til þess að hafa „f jóra víldarmenn“ í hvoru liði, ,annig að leikmenn verði 15 >g skiptist á um að leika eins >g í íshokkí og handknattleik •ðkast. Þeir rökstyðja þessa beiðni sína með því að La Paz sé í 3600 m hæð yfir sjávarmáli og að leikmenn sem ekki hafi þjálfað í svo þunnu lofti haldi ekki út í 90 mínútur. Þess vegna þurfi Argentínumenn „hvíldarmenn'" Sama sé um Bolivíumenn er þeir koma til Argentínu, þeir séu óvanir venjulegu andrúmslofti og þurfi þess vegna „hvíldarmenn Alþjóða knattspyrnusambandið hefur ekki svarað ennþá. Reynsla er fengin fyrir því, hversu erfitt það er fyrir iþrótta- menn í úthaldsgreinum, að keppa í þunnu lofti. Á Pan-Ameríku- leikunum sem haldnir voru í Mexico City fyrir 2 árum, náð- ist mettími í spretthlaupum og metstökk í stökkum (heimsmet da Silva í þrístökki er sett á háum velli) en langhlauparar ýmist gáfust upp eða voru að- framkomnir af þreytu og fengu lélegan tíma, enda þótt þeir fengju súrefnisgjöf áður en þeir lögðu af stað La Paz liggur meir en 1000 m hærra en Mexico City, svo erfiðleikarnir þar eru ennþá meiri. „Gosai“ hyggjast auka félagsstarlið ÞANN 25. des. s.l. varð Körfu- knattleiksfélagið Gosi 5 ára. Fé- lagið var stofnað 25. des. 1951, og voru stofnendur 9 talsins, flestir 6. bekkingar í Mennta- skólanum í Reykjavík. Þeir höfðu kynnzt leiknum í skóla og leikið fyrir skólafélag sitt og höfðu hug á að halda hópinn, er skólaveru lyki. í fyrstu var ætl- un þeirra að hafa petta þröngan félagsskap, aðeins ríflega eitt meistaraflokkslið, en brátt sáu þeir nauðsyn þess að fá unglinga í félagið og í febrúar 1953 var stofnaður unglingaflokkur. Félagið hefur tekið þátt í öll- um opinberum körfuknattleiks- mótum, sem hafa verið haldin frá stofnun þess svo og hafa flokkar Framh. á bls. 15 sferifar ur daglega lifinu lánsamur í öllum læknisstörfum sínum. Samstarf okkar var mjög náið allan starfstíma hans hér og ég get ekki hugsað mér betri starfsfélaga. Alltaf var hann boð- inn og búinn að koma til hjálpar hvaða hluta sólarhringsins sem kallið kom og þráfallt var hjálp- fýsin og áhuginn á. starfinu þreytunni og veikindum yfirsterk ari. Sjúklingum sínum reyndist hann ekki aðeins góður læknir, heldur líka góður vinur, sem allt- af gaf sér tíma til að kynnast erfiðleikum þeirra og reyndi af fremsta megni að bæta úr þeim. Það var því ekki að undra þótt vonbrigði þeirra yrðu sár er þeir fréttu lát hans. Við kveðjum í dag góðan lækni, góðan vin og góðan dreng og eig- um enga ósk heitari en þá, að innileg samúð okkar allra og góð- ar bænir megi með guðs hjálp draga úr sárasta söknuði eigin- konu hans og barna. Minningin um góðan dreng lifir áfram hjá okkur öllum. Bjarni Snæbjörnsson. HÉR fer á eftir bréf frá Ragn- ari Jónssyni forstjóra um leikritið Þrjár systur: „Fyrirheit nm framtíð" ¥ AFMÆLISHÓFI Leikfélags Jl Reykjavíkur fyrir nokkrum dögum, komst ungur rithöfund- ur svo að orði um sýningar L. R. á leikriti Tsékovs, Þremur systr- um, að með þeim væri gefið „fyrirheit um framtíð". Þetta eru sannarlega orð í tíma töluð, og munu allir sem séð hafa sýningar félagsins á leikritinu, taka undir þau. Það mætti næstum líkja Tsékov við snillinginn Mozart. Óperur Mozarts eru ekki skrif- aðar fyrir sérstakar, fáar stjörn- ur. Þær eru heild, sem hvergi má rjúfa. Enginn einn stórbokki get- ur fengið að hafa sviðið fyrir sig. Hið allra lítilmótlegasta hlut- verk gefur fólki með snilligáfur tækifæri. Eftir að hafa hlýtt á Mozart-óperur, segjum við ekki hvert öðru frá því sem aðalfrétt- inni frá sýningunum, hver íafi verið Don Juan eða Næturdrottn- ingin, og hvernig þau hafi töfrað áheyrendur, heldur hinu, hvort það sem flutt var, túlkaði kjarna listar Mozarts eða ekki, boðskap eilífs lífs eða brot þess. Líkt mætti tíðum segja um Tsékov. Þó hlutverkin í Þremur systrum séu ekki jafnstór, er tæplega hægt að segja að þau séu mis- munandi vandasöm. Hér er um samleik að ræða í ætt við kammermúsík, hið göfugasta list- form. Ekki þungmelt ÞÉR efasemdafullir leiklistar- unnendur munuð nú eflaust spyrja, hvort verk hins gerska meistara sé ekki of þungmelt fóður treggáfuðum „almenn- ingi“. Hvílík fjarstæða! Við er- um hér stödd mitt í róti mann- lífsins, eins og það gerðist um aldamót og í gær. Hálfur annar tugur leikara, flestir úr hópi hinna kunnustu og beztu, fletta fyrir okkur dagbókum sínum og draga ekkert undan, blöðum með furðu hversdagslegum myndum, hinum sömu eða nauðalíkum þeim, sem við höfum fyrir aug- unum daglega, af atburðúm er þrúgað hafa lifið umhverfis okk- ur á ýmsum tímum, þýðingarlitl- um ef þeir snertu líf annarra, en skipta öllu máli um hamingju og velferð, ef við erum sjálf flækt í netinu og orðnir leiksopparnir. Ágætur leikur T LEIKRITINU Þrjár systur J. koma fram margir beztu leik- arar okkar. Tveir af höfðingjum íslenzkrar leikmenntar, Brynjólf- ur og Þorsteinn ö., eru í vanda- sömustu hlutverkunum, þar sem þeim gefst gott tækifæri til að safna saman í eina heild og túlka fyrir okkur á sinn óbrotna 0 % hátt djúpstæða þekkingú á mann- legum örlögum, jafnt veikleika manneskjunnar gangvart áleitni lifsins og ótrúlegu þreki og seigju þegar á reynir. Hafa þess- ir fjölvísu galdramenn, sem öðr- úm fremur fylltu á síðustu ára- tugum andlegar fjárhirzlur Okk- ar auðlegð, sem mölur og ryð nær ekki að granda, fengið hér hlutverk við sitt hæfi. Gefst þeim nú tækifæri til að fela meira að baki orðanna af sinni ríku sál, en oftast áður. Og þarna er Guðbjörg Þorbjarnardóttir, hin kúltíveraða leikona, sem er skilgetin dóttir Stanislawskys og Tsékovs, þegar hún er í essinu sínu, og lætur mjög sjaldan falla af vörum sínum setningar, sem ekki lifa áfram í okkur í ein- hverri mynd. Helga Valtýsdóttir er í aðalhlutverkinu, ef sú skil- greining á hér yfirleitt við. Mun sjaldgæft að hlutverk Masju sé lagt á herðar svo ungrar leik- konu, og er mikil sæmd fyrir hana. En Helga gerir hlutverk- inu þau skil, að saga hinnar ungu ástsjúku konu, fylgir okkur heim og áfram inn í önn nýrra daga. Þarna er með vissum hætti skráð saga okkar allra, sem berumst eins og farfuglar úr einum heimi í annan og ýmsir þræðir örlag- anna ná yfirtökunúm, sætleiki syndarinnar og öryggiskennd hreinleikans. Og svo er þriðja systirin, hin yngsta. í hávaða- lausri baráttu sinni gegn fá- breytni hversdagslífsins hefur hún þó hrakizt fram á yztu þröm algerrar örvílnunar. Það er oft einkenni góðrar listar að hún vekur upp úr hljómgrunni hug- ans bergmál frá liðnum dögum, eins og skáldið hefur sagt. — í örvæntingarfullri baráttu sinni dró hún hug minn að öðrum sýningum í þessu gamla húsi, annarri leikkonu, öldu Möller, sem hafði svo oft, og ekki með ólíkum mjúkleika komið við hjartað í okkur í þessum list- mettaða timburhjalli. Og ekki er hætta á að frábær leikur Helgu Bachmann valdi nokkrum von- brigðum. Hin fjölhæfa og bráð- snjalla leikkona, er með leik sín- um í nokkrum hlutverkum hefur unnið hug okkar, er stöðugt að vaxa og hefur aldrei verið jafn- betri en núna. Leikur ungfrú Bachmann og Steindórs Hjör- leifssonar er reyfaralega skemmtilegur með köflum, kát- broslegur og grátlega hlægilegur, Þó eru þessar persónur sem klipptar út úr lífinu eins og raunar allt þetta rótlausa fólk. öll eru minni viðfangsefnin með einhverju móti stór og þýðingar- mikil hlutverk. L. R. átti merkilegt afmæli fyr- ir nokkrum dögum. Þetta ást- sæla félag hefur nú í meira en hálfa öld hrifið borgarbúa úr tröllahöndum þess fábreytileika og lífsvolaða sálarástands, sem svo dásamlega er lýst í Þremur systrum. Þar hefur þó tíðast ver- ið unnið fyrri lágt kaup og jafn- vel stundum líka við litlar þakk- ir. Þeim mun eftirtektarverðari eru þau ummæli hins unga rit- höfundar, að einmitt þetta gamla félag hafi gefið okkur „fyrirheit um framtið“. — R. J.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.