Morgunblaðið - 12.02.1957, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 12. febr. 1957
MORCVNfíLAÐIÐ
9
KOMMÚNISMINN KVADDUR
eftir Kristján Albertsson
1.
JEAN-PAUL SARTRE var á
seinni árum eini heimsfrægi stór-
þjóðar rithöfundur, sem hafði
hneigst að kommúnisma, reynt
að bera blak af honum og af
Rússum. En eftir blóðbaðið í Ung-
verjalandi sagði hann þeim upp
vináttu sinni í grein, sem varð
símfrétt um allan heim, líka á
íslandi. Merkilegust er þessi
kveðja hans til Rússa og komm-
únista, ekki sízt fyrir íslendinga,
sem lexía til uppeldis í siðlegri
gremju, umbúðalausri einurð,
sannorðum og beinskeyttum rit-
hætti. Þykir mér rétt að kjarni
hennar komi fyrir augu íslenzkra
lesenda. Hún stingur mjög í stúf
við t. d. yfirlýsingu stjórnar
Menningarsambands íslands og
Rússlands (MÍR), þar sem meg-
ináherzla var lögð á að við mætt-
um ekki taka of stórt upp í okk-
ur út af Ungverjalandi, því Rúss-
ar keyptu svo mikið, og margir
íslendingar hefðu þegið góðgjörð-
ir í Moskvu.
Sartre hefur líka þegið heim-
boð til Rússlands, kynst þar rit-
höfundum og mektarmönnum,
sem hafa borið hann á höndum
sér, en þó ekki talið, fremur en
Steinn Steinarr og Agnar Þórðar-
son, að slíkt ætti að hafa minnstu
áhrif á sannfæringu sína um rúss-
neskan kommúnisma né skerða
rétt sinn til að láta í ljós skoðan-
ir sínar.
Þegar eitt stærsta stórveldi
heims ryðst með her sinn inn í
höfuðborg lítillar nágrannaþjóð-
ar, og murkar niður landslýðinn,
af því hann vildi mega lifa í
friði fyrir afskiptum þessa stór-
veldis — þá virðist Sartre ekki
hana dottið í hug eitt augnablik
að nú mætti hann ekki gleyma
því hve oft var notalegt í Moskvu,
þegar vodka og kavíar voru kom-
in á borðið. Hann greip penna
sinn og lýsti andstyggð sinni,
með sterkustu orðum, afdrátt-
arlausri andstyggð — og sleit öllu
sambandi við fyrri vini sína í
Rússlandi.
2.
ÞÉT'Í'A var ekki í fyrsta sinn,
sem Sartre hafði fengið skömm
á kommúnistum. Hann hafði upp-
haflega vingast við þá á stríðs-
árunum, þegar menn af öllum
flokkum Frakklands unnu saman
í andspyrnuhreyfingunni gegn
hernámi Þjóðverja. En fann brátt
megnasta óbragð af skrifum
þeirra. f frægri ritgerð um bók-
menntir frá 1948 varpar hann
fram þeirri spurningu hvort yfir-
leitt sé hægt að gerast komm-
únisti og halda áfram að vera
rithöfundar. Honum lízt ekki á
að það sé hægt: „Stefna hins
stalinistíska kommúnisma er ó-
samrímanleg heiðarlegri iðkun
rithöfundarstarfsins". Það nægi
að blaða í skrifum kommúnista
til að finna keiminn af aðferð-
unum: þrástagl og ógnanir, „tor-
ráðnar skýrskotanir til sannana,
sem ekki eru færðar fram, held-
in- látast höfundar tala af svo
skýlausri og háleitri sannfæringu,
að hún sé á stundinni hátt hafin
yfir allar rökræður". „Andstæð-
ingi er aldrei svarað: hann er
svertur, hann er á vegum lögregl-
unnar, hann er fasisti”.
Könnumst við íslendingar nokk
uð við svipaðar aðferðir?
Ennfremur skrifaði Sartre: „Ég
kem ekki auga á nema einn sann-
an rithöfund í kommúnistabók-
menntum Frakklands, og það er
tfngin tilviljun að hann skuli
skrifa um mímósur og fjöru-
steina“.
3.
SARTRE nálgaðist þó kommún-
ista aftur, sótti friðarfundi þeirra,
fór til Rússlands — en kveðjur
hans til þeirra nú, að fullum og
ævarandi skilnaði, eru svo kald-
ar, að engum getur dulizt, hve
hann hefur verið orðinn lang-
þreyttur á framferði þeirra. Grein
Kristján Albertsson.
hans birtist í vikuritinu
l’Expresse 9. nóv. þ. á.
Frönsk kommúnistablöð höfðu
í upphafi reynt að telja fólki trú
um, að uppreisnin í Búdapest
væri afturhaldsuppþot, og ung-
verskir verkamenn berðust við
hlið rússneska hersins. Sartre
skrifar: „Það er fyrirlitleg lýgi að
látast halda að verkamenn berj-
ist við hlið sovéthersins. Hlust-
um heldur á áskorun Kadars í
nótt: „Verkamenn, hjálpið okkur!
Verkamenn og bændur, berjist
með okkur! Kommúnistaflokkur-
inn er staddur á mestu hættu-
tímum sögu sinnar. Við snúum
baki við fortíðinni, og höfum þeg-
ar breytt um nafn á fiokknum".
Könnumst við á fslandi nokkuð
við þetta herbragð — að kasta
kommúnistanafninu?
Sartre heldur áfram: „Væri
nokkur þörf á slíkri áskorun,
nema því aðeins að öll þjóðin
styðji uppreisnarmenn? Það er
ungverska þjóðin, verkamenn og
bændur, sem sovétherinn er að
strádrepa....Og í mínum aug-
um er glæpurinn ekki sá einn:
að ráðist var með skriðdrekum á
Búdapest, heldur engu síður hitt,
að þessi árás varð möguleg og
ef til vill nauðsynleg (auðvitað
frá sovétsku sjónarmiði) vegna
tólf ára langrar ógnarstjórnar og
heimsku“. Hatrið á sovétisman-
um og rakosismanum hafi verið
„sameiginleg ástríða allrar þjóð-
arinnar" — „hversu sterkt hlýtur
ekki hatrið á stjórnarvöldunum
að hafa verið“!
Einn af gáfuðustu rithöfundum
Frakka, Thierry Maulnier, gat
ekki stillt sig um að gera þá
athugasemd, að sér fyndist Sartre
hafa þurft langan tíma til þess
að koma auga á þessa tólf ára
ógnarstjórn og heimsku, — eða
fá sig til að nefna hana réttu
nafni.
4.
Sartre mun telja sig eins konar
sósíalista, og gerir sér mikið far
um að láta ekki falla óorð á þjóð-
nýzlutrúna í sambandi við upp-
reisn Ungverja. Því það er hætt
við að renni tvær grímur á marg-
an sósíalista nú á tímum, eftir
hunguruppreisnir í löndum þar
sem engir voru arðræningjar, til
að hnupla síðasta bitanum út úr
munni fátæklinga. Hvers vegna
varð lögreglan að berja niður
hungraða verkamenn i Austur-
Berlín og síðar í Póllandi? Og
Ungverjar, sem búa á einni
frjóvustu sáðsléttu Evrópu, í
landi þar sem draup smjör af
hverju strái — hvers vegna
hungruðu þeir, í fyrsta skipti í
sögu sinni, eftir að kommún-
istísk stjórn hafði spennt greipar
sínar um landið?
Sartre segir að skakt hafi ver-
ið farið að öllu: „Venjulega eiga
byltingar alþýðu upptök sín hjá
vinstri öflum. Hér sjáum við í
fyrsta sinn — allt er nýtt í þess-
um hörmulegu viðburðum —
pólitíska byltingu sem þróast til
hægri. Og hvers vegna? Vegna
þess að þjóðinni hafði ekkert ver-
ið gefið, hvorki betri lífskjör né
trú á sósíalismann.....Mistök
verða ekki leiðrétt með fallbyssu-
skotum. Stalinisminn átti einn
sök á þessum mistökum".
Hinu rússneska skipulagi hafði
verið þröngvað upp á þjóðina
án tillits til fyrri þróunar og að-
stæðna, „þvert ofan í vilja fólks-
ins“. Og Ungverjar spymtu harð-
ar gegn kúguninni en aðrar þjóð-
ir Mið-Evrópu. „Við horfum nú
upp á algert hrun skipulags, sem
enginn maður í Ungverjalandi
hefur nokkru sinni fallizt á“.
Sartre mótmælir því, sem sagt
hefur verið, að Rússar hafi farið
inn í Ungverjaland til að bjarga
þar „undirstöðu sósíalismans" —
sú undirstaða hafi aldrei orðið
til. Þeir hafi gert árás sína á
landið til að bjarga „herstöðvum
og úraníumnámum“.
5.
SARTRE hefur ekki háar hug-
myndir um siðferðisstig rúss-
neskra blaða. Hann segir að morð
in í Ungverjalandi muni ekki
koma við tilfinningar almennings
í Rússlandi, „vegna þess að að hon
um er logið vísvitandi". Hann
nefnir dæmi: „Pravda“ skrifaði á
sunnudaginn, rétt eftir að árás
sovéthersins á Búdapest hófst:
„Ungverska þjóðin, verkalýður-
inn, allir sannir ættjarðarvinir
Ungverjalands, munu finna í sjáif
um sér nægan kraft til að sigr-
ast á afturhaldinu". Enginn vafi
er á því, að þetta er það sem
blaðalesendur í Sóvétríkjunum
halda. Hitt vitum við líka, að her-
deildirnar, sem sendar voru gegn
Ungverjum, voru ekki af rússn-
esku þjóðerni: þar með var loku
fyrir það skotið, að verkamenn
frá Moskvu kæmu aftur heim og
segðu við félaga sína: við vorum
látnir skjóta á verkalýðinn".
Sartre segist telja rússnesku
þjóðina saklausa af þessum
hryðjuverkum: „Persénulegar
mætur mínar á þessari stóru, iðju-
sömu og kjarkmiklu þjóð hafa i
engu breytzt við þá glæpi sem
stjórn hennar er sek um“.
Sartre telur að skýrsla Krúséffs
á flokksþinginu um glæpi Stalins
hafi verið hið mesta glappaskot.
Hún hafi verið ótímabær áður en
arftakar Stalins vissu hvað þeir
vildu, og höfðu sýnt það í raun-
verulegum umbótum: „Opinber
og hátíðarleg uppljóstrun, ná-
kvæm greinargerð fyrir glæpum
heilags manns, sem svo lengi
hafði verið sjálf ímynd stjórnar-
háttanna, var óðs manns æði ón
þess að slík hreinskilnl hefði ver-
ið undirbúin með umbótum á
lífskjörum almennings, og til
stórra muna“.
Sartre segist ekki telja að Stal-
ín hafi verið neinn afburðamaður
að menntun né vitsmunum (un
personnage de culture et d’intelli-
gence considérable). En hins veg-
ar sé nokkuð langt farið að segja,
að hann hafi stjórnað stríðinu og
fylgst með hreyfingum herjanna
á landabréfi handa skólúm. Jafn-
vel Hitler hafi getað lesið á her-
foringjaráðskort, ségir Sartre.
En er það nokkur sönnun fyr-
ir því, að Stalin hafi getað það?
6.
Svo kveður Sartre Rússa: „Eg
áfelli Sóvétárásina, í einu og öllu,
og algerlega skilyrðislaust. Ég tel
ekki rússnesku þjóðina bera á-
byrgð á henni, en endurtek að
núverandi stjórn hennar hefur
framið glæp, og að árekstrar
milli flokksbrota í stjórnarher-
búðum hafa leitt til þess, að völd-
in eru nú í höndum manna (harð-
hentra herforingja, gamalla stal-
inista?), sem fara fram úr stalin-
ismanum í illverkum, eftir að
hafa áður ljóstrað upp um hann“.
Hann segist því miður verðá
að slíta öllu sambandi við vini
sína meðal sóvétskra rithöfunda,
sem ekki „ljóstra upp um (eða
ekki geta ljóstrað upp um) bloð-
baðið í Ungverjalandi".
7.
Þá snýr Sartre sér að lokum að
frönskum kommúnistum, og nú
brýzt fram lengi innibyrgð fyrir-
litning og andstyggð. Yfirleitt
getur engum dulist að atburðirn-
ir í Ungverjaiandi hafa verið
honum kærlcomið, sennilega lengi
þráð tilefni til að gera upp reikn-
ingana, bæði við Moskvu-valdið
og heima-kommúnistana
Hann segir að ákvarðanir
kommúnistaflokksins í utanríkis-
málum séu honum nú „að öllu
leyti fyrirskipaðar af yfirstjórn,
sem er algerlega á valdi harð-
drægustu afla innan Sóvétstjórn-
arinnar. Þetta hefur í för með
sér hinar viðurstyggilegustu lyg-
ar, eins og þær sem birtust í
l’Humanité (sem er aðalmálgagn
franskra kommúnista) í morgun:
„Á flótta sínum kveiktu uppþots-
menn í fjölmörgum byggingum.
Á sunnudagskvöld var Búdapest
eitt eldhaf. Ein af þeim fáu út-
varpsstöðvum, sem var í hendi
gagn-byltingarmanna (svo kall-
ar blaðið uppreisnarmenn) á
sunnudagskvöld, hældist um yfir
því að logann frá brunanum
mætti sjá úr margra kílómetra
fjarlægð“. Ég á bágt með að í-
mynda mér uppreisnarmenn
hlaupa stað úr stað og kveikja í
sínum eigin íveruhúsum — í borg
sem Rússar hafa umkringt, og
láta rigna yfir eldkveikju-
sprengjum. Þetta er hin venjulega
aðferð: að herma svo írá við-
burðum, að málavextir séu af-
bakaðir og rangfærðir. Þetta er
hinn hryllilegi háttur, sem leið-
togar kommúnista hafa tamið sér,
að ata menn fyrst auri, og drepa
þá svo á eftir“.
Jean-Paul Sartre.
(Það hafa m. a. verið svipaðar
fréttir þessari frásögn franska
kommúnistablaðsins, sem starfs-
menn við danska kommúnista-
blaðið Land og Folk neituðu að
Ijá hönd sína til að festa á pappír-
inn. í frönskum blöðum stóð að
40 af hundraði af starfsliði blaðs-
ins hefði sagt upp — og Dan-
mörk hefur vaxið af þeim tíðind-
um um gervalla Evrópu, við sam-
anburð á hegðun kommúnista í
ýmsum öðrum löndum. Hvað
sögðu margir upp við Þjóðvilj-
ann?)
Sartre heldur áfram: „Svo
hugsanlegt sem það er, að ein-
hvern tíma, eftir margra ára
hugarstríð, ímugust, biturleika,
verði hægt að endurnýja sam-
böndin við Sovétríkin — til þess
myndi nægja ótvíræð breyting á
stjórnarstefnu — þá er hitt víst,
að aldrei verður framar hægt að
hafa neitt saman við þá menn
að sælda, sem nú stjórna komm-
únistaflokki Frakklands. Hvert
þeirra slagorð, hver þeirra hreyf-
ing er afleiðing af þrjátíu ára
lygum og andlegri skorpnun.
Hvert þeirra viðbragð sýnir al-
gert ábyrgðarleysi“.
Að síðustu minnist Sartre á
hverju hann megi búast við af
kommúnistablöðunum: „en mér
stendur gersamlega á sama um
hvað þau segja um mig, vegna
þess sem þau hafa sagt um Ung-
verjaland".
8.
Sartre á þakkir skyldar fyrir
þessa skorinorðu og drenglyndu
grein. En hvers vegna skrifaði
hann ekki svona grein fyrr? Af
nógu var þó að taka, allan tím-
ann. Hvernig fer maður að skilja
það, að þessi maður skuli árum
saman hafa haldið sig á næsta
lelti við herbúðir kommúnism-
ans, meðan Stalin var enn á lífi
— með öðrum órðum: við her-
búðir Stalinismans?
Er blóðbaðið í Búdapest hrylli-
legra en t. d. það sem gerðist í
Varsjá 1944?
Þýzki herinn var kominn á
undanhaldi inn í Pólland, mönn-
um pólsku neðanjarðar hreyfing-
arinnar var gert boð um að nú
skyldu þeir hefja uppreisn gegn
Þjóðverjum, rússneski herinn
stæði fyrir utan borgina og myndi
þegar í stað koma til hjálpar. Og
frelsisliðarnir komu út úr fylgsn-
um sínum, eftir margra ára þreng
ingar, og hófu uppreisn sína. sem
stóð í marga daga, unz þeir höfðu
verið murkaðir niður, maður eft-
ir mann — því rússneski herinn
kom ekki. Þó var staddur í
Moskvu forsætisráðherrann 1
pólsku útlegðarstjórninni, Mikol-
ajczyk, og fór dag eftir dag á
fund Stalins, og bað hann með
tárin í augunum að láta ekki
brytja niður æsku Póllands, að
skipa hernum að koma til liðs
við hana. Og dag eftir dag setti
Stalin upp sakleysissvip, kveikti
sér í pípunni með mestu hægð,
og sagði að sér væri ekki kunn-
ugt u.n neina uppreisn: „Er þetta
ekki einhver misskilningur hjá
yður, Mikolajcyyk minn? Ég hef
ekki frétt um neina götubardaga
í Varsjá". Þegar svo uppreisnin
hafði verið brotin á bak aftur,
og hugrakkasta æska Póllands lá
í valköstum um götur Varsjár —
þá fékk rússneski herinn fyrir-
skipun um að rumska, og taka
borgina.
Ljótari glæpur er ekki til í
sögu heimsins.
9.
Það verður lærdómsríkt að sjá,
hvernig íslenzkir rithöfundar,
sem hænst hafa að kommúnism-
anum, bregðast við því sem nú
er á daginn komið, nú og eftir-
leiðis. Þegar þetta er skrifað hafa
borizt fyrstu blöð frá íslandi til
Parísar, þar sem sumir þeirra láta
á sér bæra og sverja og sárt við og
leggja að við þessu hafi þeir ekki
búizt.
Heldur hverju?
Höfðu þeir treyst því, að þjóð-
irnar fyrir handan járntjáld væru
búnar að missa allan kjark? Að
þær hefðu verið sviptar málfrelsi
um áldur og æfi, að aldrei kæmist
framar upp hvernig þeim liði í
heljargreipum kommúnismans?
Að þær væru svo rammlega fjötr-
aðar, að Rússar þyrftu aldrei
framar að berja þær á bak aftur
með vopnum?
Þeir höfðu ferðast um hinn
kúgaða heim austursins sem gest-
ir valdhafanna, látið gæla við
sig og skála við sig, komið svo
aftur og sagt að fólkinu liði ein-
staklega vel, mikil ósköp, það
væri feitt og pattaralegt, og
Framh. á bls. 12