Morgunblaðið - 12.02.1957, Blaðsíða 8
8
MORCUNBIAÐIÐ
í>riðjudagur 12. febr. 1957
Kurylewicz jazz-hljómsveitin er talin meðal hinna beztu í Póllandi. Hér sjást nokkrir blásara hennar.
Jazzinn hefur heltekið pólska æsku
Louis Armstrong er átrúnaðargoðið
PÓLLAND hungrar og þyrstir
í jazz. Eftir að frjálsræði tók
að aukast þar í landi hafa
sprottið upp um allt landið
jazz-hljómsveitir, jazz-klúbb-
ar og „jam-sessjonir“. Unga
fólkið hópast saman til að
dansa undir hinni öru hrynj-
andi frá trompettum og klari-
nettum ungra manna, sem
stæla Louis Armstrong eða
Benny Goodman.
★ ★ ★
Hér skal ekkert reynt að skýra
né skilgreina það sálfræðilega,
hvers vegna hinn ameríski jazz
fer sigurför um allan heim. í Pól-
landi hefur það gert hann ennþá
eftirsóknarverðari í eyrum æsku-
lýðsins að í fjölda ár var jazz-
inn bannaður með lögum, sem
„úrkynjuð tónlist kapitalísku
landanna."
En æskulýðurinn hefur lítið
skeytt um bönn og boð. Öll valda
ár stalinistanna í Póllandi hlust-
aði pólsk æska meira og minna á
jazzinn í vestrænum útvarpsstöðv
um. Og í mörgum skólum komu
unglingar saman á laun til að
hlýða á þessa villtu tónlist. Kann-
ske varð hún líka sérstaklega sæt
af því að hún var bannvara.
BYRJAÐI 1949
Ein frægasta jazz-hljómsveit
Póllands í dag er „Melomani"
(þeir tónlistar-óðu). Hún var
stofnuð árið 1949 í skóla einurrl
í borginni Lodz. Þeir léku fyrst á
leynilegum dansæfingum og sam-
komum nemenda og hafa haldið
þessu áfram síðan leynt og ljóst.
Sama sagan gerðist í öðrum pólsk
um borgum og Pólverjar eru ekki
í nokkrum vafa um, að hvort sem
valdhöfunum í Kreml líkar það
betur eða ver hefur jazzinn flætt
i leynum líka austur yfir slétt-
ur Rússlands.
GLÆPUR, SEM FJARLÆGIR
LÍFSLEIÐA
Það hefur oft komið fyrir á
undanförnum árum í Póllandi, að
nemendur væru reknir úr skólum
fyrir að leikn jazz eða að dansa
eftir jazzi.
En eftir dauða Stalíns var
bráðlega farið að losa á höft-
unum. Árin 1954 og ’55 var
farið að leyfa jazz opinberlega
of bráðlega fóru stjórnarvöld-
in jafnvel að styðja jazz-mús-
ikina. Farið var að ræða um
það opinberlega, að pólsk æska
væri orðin full af lifsleiða eftir
hörmungaár stalinismans. —
Það sem helzt gæti lyft henni
upp væri jazz-tónlist. Tónlist-
argagnrýnendur fóru jafnvel
að skrifa um jazzinn í pólsk
blföð og þvi var lýst hver
undraverð áhrif þessi fram-
andi tónlist hefði á ungling-
ana. Henni tækist að laða fram
bros og hlátra, sem lengi höfðu
ekki sézt á vörum pólskrar
æsku.
JAZZ-HÁTÍÐIN MIKLA
Mesta byltingin varð þó í febr.
1956 eftir að Krúsjeff hafði for-
dæmt Stalín á 20. flokksþingi
rússneska kommúnistaflokksins.
f Póllandi eins og í öðrum
sósíalískum ríkjum starfar sér-
stakt ráðuneyti, sem falið er að
annast félagsmál og skemmtanir
æskunnar. Síðastl. sumar skipu-
lagði þetta skemmtanaráðuneyti
mikla jazz-hátíð í borginni Zopp-
at, sem er baðstaður við Eystra-
saltið.
Var nú komið í ljós að mikill
fjöldi ágætra jazz-hljómsveita
var starfandi í Póllandi og
komu nokkrar þeirra til há-
tíðarinnar. Þar var einnig ein-
tékknesk og ein ensk jazz-
hljómsveit.
Aðsóknin að hátíð þessari
sprengdi af sér öll bönd og fór
svo langt fram úr öllum áætl-
unum skemmtanaráðuneytis-
ins, að slíkt hafði aldrei þekkzt
áður.
Chopin er að vísu vinsæll í
Póllandi. En það hefur þó ekki
komið fyrir á Chopin-tónleikum,
að þúsundir ungmenna safnist
saman kringum tónleikahúsið og
heimti að því sem inni gerist sé
varpað út með hátalara. En það
gerðist í Zoppat.
DIXIELAND
Vestrænir ferðamenn sem
dvöldust í Zoppat á tónlistarhátíð
inni segja að margar hljómsveit-
ir Pólverja séu allgóðar. Mikið
gætir þar Öixieland-stílsins og
Louis Armstrong er átrúnaðar-
goð Pólverja. Hrifningin og lófa
klappið var mest þegar enska
jazz-hljómsveitin „The Dave
Burman Jazz Group“ spilaði. E.
t. v. var henni þó fagnað svo
mjög vegna þess að þetta var
vestræn hljómsveit. Sannast
sagna spiluðu sumir Pólverjanna
betur.
Pólsku tónlistarmennirnir eru
enn fæstir atvinnumenn. Þeir
stunda sína vinnu eða eru skóla-
nemendur. En öllum frístundum
verja þeir í jazzinn. Það er ótrú-
legt fyrir vestræna menn hve
áhuginn er geysilegur. Pólverjar
hlusta á vestrænar útvarpsstöðv-
ar og taka hin beztu jazz-verk
á segulband, því að vestrænar
grammófónsplötur og nótur eru
ófáanlegar á almennum markaði.
Almenningur í Vestur-Evrópu
getur sannfærzt um að jazzinn
hefur sigrað í Póllandi. Auðveld-
asta sönnunin er að hlusta á
Varsjár-útvarpið. Það leggur sig
í líma við að flytja sem bezta
jazz-músik. Og útvarpsstöðin
pólska virðist fá sér jafnóðum
hinar nýjustu jazz-plötur frá
Ameríku. Plöturnar eru varla
komnar út, þegar Varsjár-útvarp
ið er skyndilega farið að út-
varpa tónlistinni um alla Evrópu.
Pólskar jazz-hljómsveitir eru tíð
ir gestir í útvarpssal og sent er
einnig út frá danssölum.
HÚLLUM HÆ
Á VISLUBÖKKUM
Nýjustu fréttir frá Póllandi
herma að „Rock and roll“ eða
húllum hæ dansmúsikkin sé farin
að grípa um sig meðal pólsks
æskulýðs. Hvort sú tónlist telst
jazz skal látið liggja milli hluta,
enda eru einlægir pólskir jazz-
unnendur ekki hrifnir af þessu.
En það er staðreynd jafnt fyrir
það.
Kvikmyndaklúbbur Varsjár-
háskóla fékk lánaða hjá banda-
ríska sendiráðinu kvikmyndina
„Rock around the Clock“. Hún
hefur víða verið sýnd. Og þó
pólsk æska hafi sýnt að hún er
sæmilega siðuð (hún kveikir t.d.
ekki í kvikmyndahúsinu) er á-
huginn og hrifningin yfir hinni
nýstárlegu tónlist stórkostlegur.
Húllum-hæið breiðist óð-
fluga um Pólland. Ungling-
arnir stappa í gólfið og rugga
sér í takt. AHir eru í sólskins
skapi og hætt er við að þessi
farsótt stöðvist ekki við rúss-
nesku landamærin. Hún held-
ur áfram rakleitt til Moskvu
og Leningrad, hvort sem
valdhöfunum líkar það betur
eða ver.
Enn einu sinni sýnir æska
Austur-Evrópu að hún er full
af mótþróa gegn einræðis-
valdinu og dansar og dansar.
LEYNIÞJÓNUSTA BANDARÍKJ-
ANNA KOMST Á SNOÐIR UM INN-
RÁSARFYRIRÆTLANIR BRETA,
FRAKKA OG ÍSRAELSMANNA
Bandaríkin aðvöruðu þríveldin —
en án árangurs
Washington.
NÚ FYRIR skömmu lýsti formælandi Bandaríkjastjórnar því
yfir, að Bandaríkjamenn hefðu vitað um innrásarfyrirætl-
anir Breta, Frakka og ísraelsmanna í Egyptaland skömmu áður
en Súez-styrjöldin hófst. Fyrrnefnd ríki skýrðu Bandaríkjastjórn
þó ekki frá fyrirætlunum sínum, heldur komst hún á snoðir um
þær með aðstoð bandarískra njósnara.
SKÝRSLAN OPINBER?
Er nú búizt við því, að Banda-
ríkjastjórn skýri frá vitneskju
sinni og geri málið opinbert á
næstunni. Eins og kunnugt er,
situr nú á rökstólum nefnd á
vegum Öldungadeildar Banda-
ríkjaþings, sem hefir fengið það
hlutverk að rannsaka stefnu
Bandaríkjanna í löndunum fyrir
botni Miðjarðarhafs á undan-
förnum árum. Búast fréttaritar-
ar við, að skýrsla bandarísku
leyniþjónustunnar verði lögð
fram í nefndinni.
ÞRJÚ ATRXÐI
Það er haft fyrir satt, að leyni-
þjónustan hafi sent forsetanum
„hvíta bók“ um innrásarfyrir-
ætlanir þríveldanna 24 klst., áð-
ur en þau réðust inn í Egypta-
land. 1 bók þessari var m.a. skýrt
frá eftirfarandi:
1) ísrael ætlar ekki að ráðast inn
í Jórdaníu. (Fyrri skýrslur
leyniþjónustunnar kváðu svo
á, að ísraelsmenn hygðust
hertaka allt landsvæðið fyrir
vestan Jordan).
2) fsraelsmenn munu i staðinn
gera innrás í Egyptaland.
3) Frakkar og Bretar munu gera
árás á Súez.
VILLANDI SVÖR
Þegar upplýsingar þessar höfðu
verið lagðar fram, gaf Dulles
sendiherrum sínum í höfuðborg-
um þríveldanna fyrirmæli um að
komast að því, hvað væri á seyði.
Stjórnmálafréttaritarar segja, að
stjórnir Edens og Mollets hafi
gefið villandi svör, en ísraels-
stjórn baðst undan að svara.
MIKIÐ TIL SÍNS MÁLS
Nokkru síðar sendiu Bretar og
Frakkar Egyptum úrslitakosti og
mátti þá sjá, að hverju stefndi.
Dulles lýsti því þá yfir, að „hern-
aðaraðgerðir í Egyptalandi
mundu riða þríveldunum að
fullu“. — Þó að djúpt sé í árinni
tekið, finnst Bandaríkjamönn-
um, nú að Dulles hafi haft mikið
til síns máls.
Hornfirðingar reisa
sér skíðaskála
HOFN í Hornafirði, 8. febr. —
Snjólaust hefur verið hér undan-
farið og akvegir upp á það bezta.
Ungmennafélagið Velvakandi í
Höfn hefur undanfarin ár unnið
að því að koma sér upp skíða-
skála í Laxárdal í Nesjum. Er
skálinn nú uppkominn og nú í vik
unni voru 14 unglingar ásamt
kennara þar yfir eina nótt í
fyrsta skipti. Var hópurinn mjög
ánægður með hið nýja hús sitt.
— Gunnar.
Fjögur rit um landbúnað
NÝLEGA HAFA BLAÐINU bor-
izt tvö fyrstu heftin að búnaðar-
blaðinu Frey. 1. heftið hefst á
grein eftir Gísla Kristjánsson, rit-
stjóra, sem hann nefnir „Nýtt ár
— ný viðfangsefni". Þá er athygl-
isverð grein eftir J. C. Campbell
ráðunaut matvælastofnunar Sam-
einuðu þjóðanna (FAO), þýdd af
Birni Sigurbjörnssyni, sem nefn-
ist „Meðferð beitilands og vernd-
un jarðvegs á íslandi“. Þá er
ferðaþáttur eftir sr. Gisla Brynj-
ólfsson, sem nefnist „Bændaför
um Suðurland", þá „Árferði
1956“ eftir Jón H. Þorbergsson
á Laxamýri. Sagt er frá heim-
sókn erlendra búvísindamanna,
sem hingað komu á sl. ári. Er þar
fyrst getið fundar norrænna rík-
isráðunauta um sauðfjárrækt, en
hann sátu, auk íslenzka fulltrú-
ans, S. Bell, Noregi, N. Inkov-
aara, Finnlandi og D. Philipsson,
Svíþjóð. Þá er getið Knuts Breir-
em prófessor frá Ási í Noregi, sem
hér flutti erindi um votheysverk-
un og meðferð og fóðrun á mjólk-
urkúm, ennfremur heimsóknar
Þórðar W. Þórðarsonar prófess-
ors í Norður-Dakóta. Loks eru
„Molar“ o. fl. smágreinar.
Annað hefti Freys hefst á grein
um „Hrossasýningar á Suður-
landi“ eftir Albert Jóhannsson,
með mörgum myndum og lýsing-
um á fallegum hestum. Grein er
eftir dr. Halldór Pálsson, sem
nefnist „Tvær stefnur“ og fjallar
um sauðfjárrækt og stefnubreyt-
ingu þá sem er að verða í henni
hér á landi. Þá eru stuttar grein-
ar sem nefnast „Færibönd í land-
búnaði“, „Æfintýri danskrar loð-
dýraræktar“ og „Björt eiga fjós-
in að vera“. Svo er og „Hús-
mæðraþáttur", „Annáll" og „Mol-
ar“ o. fl.
MERK GREIN UM
BÚNABARBANKANN
Þá hefir blaðinu og borizt „Ár-
bók landbúnaðarins 1956“ 4.
hefti. Fyrsta greinin heitir
„Bændur og Búnaðarbankinn"
eftir Hauk Þorleifsson. Er þetta
útvarpserindi flutt 26. nóv. s.l.
Er hér um að ræ»a allat-
hyglisverða grein, sem fjallar
um erfiðleika bænda með
lánsútveganir og Reykjavíkur
ferðir þeirra í því sambandi.
Þess er getið að sparifé
bænda liggi fyrst og fremst i
innlánsdeildum kaupfélaganna
en þar eru nú um 100 millj.
króna. Jafnframt er sagt frá
erfiðleikum með stofnun úti-
búa Búnaðarbankans úti um
land, meðan svo er að sarifé
bænda er ekki ávaxtað í Bún-
aðarbankanum, þó eru fyrir-
heit gefin um að svo verði í
framtíðinnl.
Þá er grein eftir Svein Tryggva-
son um „Verðlags- og afurðasölu-
mál landbúnaðarins", „Um kjarn
fóðurkaup" eftir ritstjórann Arn-
ór Sigurjónsson, „Hvernig borga
kýrnar kynbætur og kjarnfóð
ur?“, „Fóðrun og vænleiki sauð
fjár Fjárræktarfélags Þingeyinga
1906—1912“, skýrslur og smá-
greinar svo og áætlun um fjár-
tölu í vetur og slátrun að hausti.
ÁRSRIT R. N.
Þá skal og getið „Ársrits Rækt-
unarfélags Norðurlands". Er
margt athyglisvert í því eins og
að vanda. Steindór Steindórsson
og Karl Kr. Arngrímsson rita
um Pál Bríem amtmann í tilefni
aldarminningar hans. Ólafur
Jónsson ritstjóri ritar „Enn að
austan“ athyglisverða grein um
Loðmundarfjörð, svo og ritar
hann um „Haustfrostin og kart-
öflurnar“ og „Fornbýli—Nýbýli
—Smábýli". Rögnvaldur Gísla-
son ritar um „Nýbýlinga—frum-
býlinga" og Pálmi Einarsson um
„Landnám í Finnlandi", Sigurð-
ur Blöndal um „íslenzka skóg-
ræktarmenn í Noregsför“ og Árni
G. Eylands grein er hann nefnir
„Eins og þér sáið og berið á mun-
ið þér uppskera". Auk þessa eru
fundargerðir o.fl. 1 ritinu.
Olíuleiðsla yfir
Afríku of dýr
LONDON, 7. febrúar — Harold
Macmillan forsætisráðherra Breta
lýsti því yfir, að lagning olíu-
leiðslu yfir þvera Afríku yrði svo
kostnaðarsöm, að hún gæti aldrei
borgað sig. Hann sagði þetta á
þingfundi í dag sem svar við
áskorun eins þingmanns íhalds-
flokksins, Gerald Nazarro, um að
leita samstarfs við aðrar þjóðir
brezka samvedisins um byggingu
slíkrar olíuleiðslu. —Reuter.