Morgunblaðið - 12.02.1957, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.02.1957, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 12. febr. 1957 MOnCDNBF 4 ÐIÐ n Horfir til vandrœ&a með aðdrœtti í Holfasveit Mykjunesi, 5. febr. |JÖG miklir erfiðleikar eru nú orðnir með allar samgöngur. Það snjóar oitthvað flesta daga og vindurinn blæs af öllum áttum. Það er þess vegna oft skafrenningur og skefur í brautir jafnótt og mokað er. 11,1, FÆiffl Yfirleitt hefur þó mjólkin kom- izt í Flóabúið héðan af Rangár- vöilum, þótt erfiðlega hafi geng- ið. Ýtur hafa verið að verki á vegunum og hafa þær rutt bílun- um braut. Sérstaklega hefur þess þurft hér í Holtunum, því bæði er hér víða mjög mishæðótt og Vegir víða lágir. Síðustu dagana hefur færð versnað til muna og er nú svo komið að litlu munar að allir vegir lokist alveg. Þess má geta að sl. sunnudag voru mjólk- urbílarnir frá Selfossi 20 klukku- stundir að sækja mjólkina hingað austur. í Landssveit hefur ekki verið hægt að sækja mjólk síð- ustu dagana sökum ófærðar. — Hafa samgöngur við þá sveit ver- ið mjög stopular nú í langan tíma. ÞARFNAST ENDURBÓTA Þetta ástand vekur menn til umhugsunar um það, að hér er þörf mikilla úrbóta í framtíðinni, því þó að undanfarnir vetur hafi verið mjög snjóléttir, þá má allt- af búast við að sá vetur komi sem rekur alla bjartsýni á braut. Holtaveginn, milli Þjórsár og Rangár, þarf að endurbyggja sem fyrst, því gamli vegurinn er orðinn að engu að heita má og sums staðar er hann orðinn lægri en umhverfið. Þá er annað sem mjög þarf að athuga. Eins og nú er háttað má heita ófært tímum saman að ná í lækni hvað sem við liggur. Sjá að sjálfsögðu allir, að slíkt getur haft mjög alvarleg- ar afleiðingar. Verður að taka til athugunar hvort ekki er kominn tími til fyrir sýsluna, að kaupa snjóbíl er mjög gæti bætt úr í þeim sökum. Búskaparh'ættir eru nú orðnir slíkir hér, að samgöng- ur þarf að hafa daglega við önnur héruð, mjólkinni þarf að koma á markaðinn og vörur þarf að fá til búanna. Ef flutningur stöðvast, er vá fyrir dyrum. SÍMAMÁL Hér hafa verið miklar raf- magnstruílanir öðru hverju sök- um illviðris. Kemur það sér að sjálfsögðu mjög illa en ekki er um að sakast. Um síðustu helgi urðu hér verulegar 'bilanir og hefur ekki verið unnt að lag- færa það ennþá. Er símakerfið hér í Holtum og á Landi mjög í molum. Þurfa símamáiin hér nán ari athugunar við í framtíðinni. Enda þótt harðindin séu í- skyggileg með tilliti til sam- gangnanna og flutninga, eru menn yfirleitt vel birgir af góð- um heyjum, svo að í þeim efnum er að líkindum ekkert að óttast. Hitt vonum við að sjálfsögðu, að batinn komi sem fyrst eða að minnsta kosti að veður stillist svo að hið daglega líf komist í eðlilegan farveg. — M.G. Stunkoniiilag nm smíði Sjarstýiðra eldflango London, 6. febr. DUNCAN SANDYS, vamarmálaráðherra Breta, flutti þinginu í dag skýrslu um viðræðurnar við ráðamenn í Washington, en Sandys er nýlega korninn að vestan, eins og kunnugt er. Kvað hann viðræðurnar hafa aðallega snúizt um samvinnu Breta og Bandaríkjamanna um smíði fjarstýrðra eldflauga. Kvað ráðherrann mjög nána hverju leyti úr herkostnaðinum. samvinnu þjóðanna á þessu sviði vera í undirbúningi. M.a. mundu Bretar öðlast heimild til þess að hefja notkun bandarískra flug- skeyta. Einnig mundu þeir fá leyfi til að smíða eldflaugar af sömu gerðum. Væri það að- allega gert til þess að veita þeimj mönnum atvinnu, er unnið hefðu j að flugvélasmíði, þvi að tilkoma fjarstýrðra eldflauga mundi nokk uð draga úr flugvélafrajmleiðslu fyrir herinn. Sagði Sandys, að Bandaríkja- menn hefðu sýnt fullan skilning á þörf Breta á að draga að ein- Mundu Banadríkjamenn veita Bretum allan nauðsynlegan stuðning. Hafnarfjörður Ýmsar tegundir íbúða til sölu. Skipti oft möguleg. Guðjón Steingrínisson, hdl. Strandg. 31, Hafnarfirði. Sími 9960. Verzlunarmannafélag Hafnarfjarðar Fundur í kvöld, þriðjudag, kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu. Fundarefni: Lífeyrissjóðurinn. Stjórnin. SIUCOTE (með undraefninu Silicone) Husgagnaglj áinn hreinsar og gljáfægir án erfiðis. Heildsölubirgðir: • Ólafur Gíslason & Co ht Sími 81370 Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar, jeppabifreiðar, Carryoll, Pick-up og 1% tonn vörubifreiðar, er verða til sýnis að Skúlatúni 4, miðvikudaginn 13. þ.m. kl. 1—3 síðdegis. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri sama dag kl. 5. Sölunefnd varnarliðseigna. IMauðungaruppboð Eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akranesi og að undan- gengnu lögtaki 16. nóvember 1956, verður fólksbifreiðin E-10, skráð eign Halldórs Ármannssonar, boðin upp og seld, ef viðunanlegt boð fæst til lúkningar greiðslu út- svarsskuldar fyrir árið.1956 að fjárhæð kr. 4.935,00 auk dráttarvaxta og kostnaðar, á opinberu uppboði, sem hald- ið verður í skrifstofu embættisins Vesturgötu 48, Akra- nesi, mánudaginn 4. marz 1957 kl. 14. Frumvarp að upp- boðsskilmálum, veðbókarvottorð og önnur skjöl er varð- ar sölu eignarinnar eru til sýnis í skrifstofu embættisins þar sem uppboðið fer fram. Bæjarfógetinn í Akraneskaupstað 8. febr. 1957. ÞÓRHALLUR SÆMUNDSSON. Vélritunarstúlka Stúlka vön vélritun og sem hefur nokkra ensku- þekkingu, hraðritunarkunnátta æskileg, óskast til starfa strax eða fyrir 1. maí. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf send- ist blaðinu fyrir 16. febr. n.k. merkt: „Gott kaup — 7705“. Tii sölu | 5 herbergja íbúð við Barmahlíð. — Nánari upplýsingar gefa Einar B. GuSmundsson, Guðlaugur Þorláksson, Gumundur Pétursson, Sími 2002. Kaupstefnan í Leipzig — mótstaður kaupsýslumanna. frá öllum hlutum heims. Ein at fegurstu kaupstefnubyggingum „Ringmessehaus" sýnir ávallt fremstu nýjungar í vefnaðarvörum. Vinsamlegast athugið. Vorstefnan í Leipzig frá 3/3 til 14/3 í „Ring- messehaus“ (Vefnaðarvara) Allar upplýsingar um kaupstefnuna veitir Kaupstefnan — Laugavegi 18 og Pósthússtræti 13. — Pósthólf 504 — Reykjavík. . Miðstöð verzlunarsa m- banda yöar . . Deutseher Innen- und A>»s*einhandel TEXTIL Berun Wö — tíímnefni; Diatex

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.