Morgunblaðið - 12.02.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.02.1957, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. febr. 1957 MORCVNBLAÐIÐ 3 Eitt atriði úr „Kátlegum kvonbænum" eftir Oliver Goidsmith. Herranótt Menntaskólc• nemenda í Iðnó í kvöld Frumsýndur verður gamanleikurinn ,,Kátlegar kvonbœnir" IKVÖLD verður Herranótt Menntaskólanemenda í Iðnó. Frum- sýndur verður gamanleikurinn „Kátlegar kvonbænir" eftir enska skáldið Oliver Goldsmith. Menntaskólanemendur fara að venju með öll hiutverkin en leikstjóri er Benedikt Árnason. Leik- ritið sem að þessu sinni hefur orðið fyrir valinu er bráðfyndið og skemmtilegt og f jallar um ástamál tveggja ungra manna í Englandi um miðja 18. öld. Stjórnarirumvarp um breyt- inga ó kostningalögnnnm IGÆR var lagt fram á Alþingi frumvarp það, er Her- mann Jónasson hafði látið tilkynna kjörbréfanefnd þingsins sl. fimmtudag að fram yrði lagt, um breytingu á lögum nr. 80 7. sept. 1942, um kosningar til Alþingis. Frumvarpið hljóðar svo: 1. gr. 1. málsgr. 144. gr. laganna orðist svo: Varamenn þingmanna í kjördæmi, þar sem kosið er hlut- bundnum kosningum, taka þingsæti eftir þeirri röð, sem þeir eru kosnir, þegar þingmenn þess lista, sem þeir eru kosnir á, falla frá eða forfallast, og án tillits til þess, hver þingmaður listans það er. Segi varamaður af sér, missi kjör- gengi eða falli frá, tekur sá varamannssæti, sem næstur er á listanum og ekki var áður varamaður. Varamenn lands- kjörinna þingmanna taka sæti eftir hliðstæðri reglu. 2. gr. Varamenn fyrir þá alþingismenn, er kjörnir voru í al- þingiskosningunum 24. júní 1956, skulu taka sæti á Alþingi samkvæmt reglum 1. gr. Stjórn samtakanna. Samtök matreiðslu- og framleiðslumanna 30 ára Félagið heffur látið skólamál stéttarinnar til sín taka IDAG eru samtök matreiðslu- og framleiðslumanna 30 ára. — Félagið var stofnað 12. febrúar 1927. Þann dag komu saman fimm framleiðslumenn og tveir matreiðslumenn en tii fundarins hafði verið boðað í því skyni að undirbúa og taka ákvörðun um stofnun stéttarfélags. í gær áttu fréttamenn viðtal við stjórn sam- takanna að þessu tilefni. Formaður er Sveinn Símonarson. — Skýrði hann frá stofnun og starfi félagsins. TILEINKAÐ DR. JOHNSON Herranætur Menntaskólanema er nú orðinn vinsæll og fastur þáttur í bæjarlífinu og það bregst aldrei, að leikritin, sem Mennta- skólinn sýnir á vetri hverjum ná miklum vinsældum leikhús- gesta. Á ensku nefnist þetta leik- rit sem í kvöld er frumsýnt „She stoops to conquer". Er það vinsælasta og þekktasta leikrit Oliver Goldsmiths og iðu- lega sýnt í leikhúsum í Bretlandi. Leikritið er tileinkað einkavini Goldsmiths Dr. Johnson. í leik- ritinu eru bráðfyndin samtöl, Skdk-keppnin 1. BORÐ Svart: Akureyri (Júlíus Bogas. - Jón Ingimarss.) ABCDEFGH Hvítt: Reykjavík (Ingi R. Jóhannsson) 34..... Kf7—e6 2. BORÐ S,rart: Reykjavík (Björn Jóhanness.- Sv. Kristinss.) ABCDEFGH ABCDEFGH Hvítt: Akureyri (Ingimar Jónss. - Kristinn Jónss.) 30. Dd3—eS sem draga dám af kaffihúsalífinu í London mn miðja 18. öld, og segja má að leikritið gefi góða hugmynd af brezkri leikritagerð á þessu tímabili. GÖMUL ERFDAVENJA — Það er líka markmið okkar, sagði Ólafur B. Thors inspector scholae í gær, að setja á svið leikrit, sem ekki muni annars sjást hér í leikhúsum, og svo var um Menntaskólaleikinn í fyrra og í ár. Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi hefir þýtt leikritið, en hlutverk eru 22. Aðalhlutverk in leika Jón Ragnarsson, Ólafur Mixa, Guðmundur Ágútsson, Hólmfríður Gunnarsdóttir og Brynja Benediktsdóttir. Frum- sýningin hefst kl. 8 í kvöld. Búningar eru fengnir að láni í Þjóðleikhúsinu. Með þessum leiksýningum halda menntaskólanemendur við fornri erfðavenju, allt frá Skálholts og Bessastaðaskóla, og í Menntaskólaleikjunum hafa komið fram í fyrsta sinn margir þeir leikendur, sem nú eru lands kunnir. Það er vissulega óhætt að mæla með Herranóttunum og hvetja alla, sem leiklist unna til þess að leggja leið sína í Iðnó. ★ f Englantíi varð allsnarpur jarðskjálftakippur í dag og hrundu hús og önnur mannvirki víða um landið. - Hamnarshjöld Framh. af bls 1 febrúar s.l. tvær ályktanir um málið. í hinni fyrri er lagt fyrir ísraelsmenn að kalla heim heri sína þegar í stað, en í þeirri síð- ari er Hammarskjöld falið að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja heimköllun herjanna, m. a. að senda öryggissveitir S.Þ. til að gæta vopnahléslínunnar og Akabaflóans. TVÆR SPURNINGAR Tveim dögum síðar lagði Eban til, að Hammarskjöld fengi Egypta til að gefa yfirlýsingu þess efnis, að þeir mundu ekki hefja bardaga eða sltæruhemað að nýju. Hammarskjöld svaraði þessari umleitan með tveimur spruningum: 1) Hvort ísraelsmenn gerðu sér ljóst, að þeir yrðu að kalla heim bæði herlið og embætt- ismannalið frá Gaza-skikan- um. 2) Hvort ísraelsmenn sam- þykktu, að öryggissveitir S. Þ. tækju sér stöðu við vopna- hléslínuna INNAN ísraels hjá E1 Alja. ÓÚTKLJÁD MÁL Hammarskjöld gaf í skyn, að hamn gæti ekki leitað á fund Egypta, fyrr en hann fengi skýr svör frá ísraelsmönnum við þess- mn spurningum. Skýrsla hans í dag gaf til kynna, að hann hefði ekki enn fengið þessi svör frá ísrael. Hann sagði, að það væri óútkljáð mál, hvort ísraelsmenn yrðu við áskorun S. Þ. um heim- köllun herja sinna, og hvort þeir leyfðu öryggissveitunum að taka sér stöðu við vopnahléslínuna. SAMVINNA DEILIIADILA SKILYRÐIÐ Hammarskjöld hvatti til var- úðar, en sag'ði hins vegar, að stundum yrði að Ieggja út í nokkra áhættu til að ná tilætluð- um árangri. Friður við austan- vert Miðjarðarhaf yrði að vera ÖLLUM þjóðum á þessu svæði í hag, sagði hann, og hann yrði að byggjast á fullri virðingu fyr- ir stofnskrá S. Þ. Samvinna beggja deiluaðiía væri höfuð- nauðsyn í þessu máli, því þeirra væri ábyrgðin, ef ekki fengist lausn á því. Hann sagði, að Egyptar hefði heitið að virða vopnahléssamninginn frá 1949, ef ísraelsmean gcrðu slíkt hið sama. Bretar reyna vetnissprengju LONDON, 11. febr. Frá Reuter. — Selwyn Lloyd, utanríkisráð- herra Breta, sagði neðri málstof- unni í dag, að Bretar hefðu í hyggju að halda áfram tilraun- um með vetnissprengjuna á Kyrrahafinu. Bandarikin og Sovétríkin hefðu þegar gert slík- ar tilraunir, sagði harni, og þess vegna mundu Bretar ekki hika við sínar tilraunir. Hann bætti því við, að tilraunirnar mundu hafa í för með sér sáralitla aukn- ingu á kjarnageislun í heimin- Hinn 4. marz 1927 var fram- haldsstofnfundur haldinn. Á þeim fundi voru samþykkt lög fyrir félagið og var þá endanlega geng- ið frá stofnun þess. Hlaut það nafnið „Matsveina- og veitinga- þjónafélag íslands". Fyrsta stjórnin var skipuð þessum mönn um: Ólafur Jónsson, formaður, Anton Valgeir Halldórsson gjald- keri, og Kristinn Sigurðsson ritari. Félagið lét mjög til sín taka skólamál matreiðslu- og fram- reiðslumanna. Barðist það lengi fyrir því að komið yrði upp sér- skóla fyrir þessar greinar. Tókst að fá því framgengt að þessari starfsemi væri ætlað nokkurt rúm í Sjómannaskólahúsinu nýja. Var Matsveina- og veitinga þjónaskólinn vígður 1. nóv. 1955, og hefur starfað síðan undir ágætri stjórn skólastjórans, Tryggva Þorfinnssonar. Félagið klofnaði á tímabili og störfuðu um skeið tvö félög. Voru þau sameinuð aftur 1950 og þá skírð „Samband matreiðslu- og framreiðslumanna". Félag starfsfólks í veitingahúsum sem stofnað var 1950 gerðist deild inn an sambandsins árið 1955. Árið 1954 voru fyrstu kaup og kjarasamningar gerðir við Sam- band veitinga- og gistihúsaeig- enda. Voru þá gerðir samningar bæði fyrir matreiðslumenn og framreiðslumenn. Formaður kvað aðalbaráttu- mál félagsins í dag vera þau, að lögfest verði ákvæði um réttindi þeirra manna er gerast brytar á verzlunarskipum og matsveinar á fiskiskipum. í öðru lagi að frum varp að nýjum veitingalögum verði lagt fram á Alþingi og af- greitt sem lög. Og í þriðja lagi að fullnægt verði þeim skilyrð- um í sambandi við veitingahús sem þurfa til þess að hægt sé að taka á móti erlendum ferða- mönnum, en til þess þarf stórt átak í gistihúsamálunum, sagði formaður. Þá tóku til máls Böðvar Stein- þórsson, Friðsteinn Jónsson og Magnús Guðmundsson. Hendrik Ottósson mælti að lokum nokkur orð fyrir hönd fréttamanna og árnaði félaginu allra heilla. Stjórn samtakanna skipa nú: Sveinn Símonarson, form., Böðv- ar Steinþórsson, Magnús Guð- mundsson, Símon 'Sigurjónsson, Borgþór ‘Sigfússon, Guðmundur Júlíusson, Guðný Jónsdóttir, Janus Halldórsson, og Jenný Jónsdóttir. Varamenn eru: Svein- björn Pétursson, Bjarni Guðjóns- son, Haraldur Tómasson og Jón Maríusson. Afli Keflavíkurbáffa KEFLAVÍK, 11. febrúar — f dag voru aðeins 12 bátar á sjó héðan, enda var ekki sem bezt útlit um sjóveður. Afli þessara 12 báta var almennt 4—5 tonn. Hæstur var Ólafur Magnússon með 6 tonn. Sjómenn telja ekki horfur á að afli muni glæðast næstu daga, því ekki geta bátarnir sótt nema á grunnmið vegna storma úti fyrir. um. MACMILLAN HITTIR EISENHOWER í MARZ London, 11. febr. Frá Reuter. 'Vl'ACMILLAN forsætisráðherra Breta mun eiga fund við Eisen- hower Bandaríkjaforseta á Bermuda 21.—24. marz n. k. Macmillan skýrði neðri málstofunni frá því í dag, að viðræðurnar yrðu víðtækar, þar eð mikilvæg vandamál hvarvetna í heiminum biðu úrlausnar. Hann sagði, að Selwyn Lloyd utanríkisráðherra yrði I fylgd með sér, og bjóst við, að Dulles yrði í fylgd með Eisen- hower. Aðspurður sagði hann, að ekki ynnist tími til að halda samveldis- ráðstefnu fyrir fundinn við Eisenhower, en kvaðst vonast til að hægt yrði að halda slíka ráðstefnu síðar á árinu. Eftir fundinn við Eisenhower mun Macmillan eiga viðræður við kanadíska forsætisráðherrann, St. Laurent. Eisenhower mun hins vegar eiga viðræður við Mollet, forsætisráðherra Frakka, í Washing- ton 26.—27. febrúar n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.