Morgunblaðið - 16.02.1957, Side 11

Morgunblaðið - 16.02.1957, Side 11
Laugardagur 16. febr. 1957 MORGVNBLAÐ1Ð 11 VERÐUR BÚNINGI REYKJA- VÍKURLÖGREGL- UNNAR BREYTT? Erlingur Pálsson yfirlögreglu- þjónn lýsir sig fylgjandi þvi í þessu samtali ÞAÐ var kvöld eitt í desember að ég hitti Erling Pálsson, yfirlögregluþjón, á förnum vegi hér í Miðbænum. Þetta var nokkru fyrir jólin þegar verið var að undirbúa umferðarskipu- lagið um hátíðarnar. Eftir að hafa rætt um dægurmálin barst talið að lögreglunni. Meðal ann- arra orða þú varst ytra um nokk- urt skeið í haust Erlingur. Hve- nær ætlarðu að segja mér frá þessari ferð? Það verður ekki í bráð, en hafðu samband við mig síðar. — Og síðar ítrekaði ég þetta við hann og nú loks fyrir skrifborðsskúffu sinni myndir af dönskum lögreglumanni, með hvítan koll, hvítt belti og axlar- ól við, litla hvíta kylfu og með hvít uppslög á ermum og hvíta hanzka. Þessi litla kylfa hefur mjög mikla þýðingu við stjór.i umferðarinnar, sagði hann. Hér hjá okkur eru lögreglu- menn dökkklæddir, nema hinn skamma tíma sem þeir bera hvítu kollana. Ég tel þá vera oft í tals- verðri hættu við umferðarstjórn- arstörf í skammdeginu, þar sem illa er upplýst, þegar þeir hafa hvorki handljós né hvítar erm-, Ungverski krank■ leikinn" í Prag nokkrum dögum, kom ég í skrif- ar, sem ekki eru alltaf til taks Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn höfði og síðum, hvítum frakka. Sagði Hamborgarlögreglan, að áður hefði lögreglumaðurinn staðið eins og ofaní lægð, þar sem aragrúi stórra ökutækja sækir að úr öllum áttum, en með nýju aðferðinni ber hann hátt við umferðarstjórnina í sínum hvíta búningi og eru það miklir yfirburðir. Þú munt jafnvel minnast þess, sagði Erlingur, að þá notaði lög- reglan palla við stjórn umferð- arinnar á nokkrum stöðum hér í bænum í jólaösinni. Virtist það gefa góða raun, en eiga þó við nokkuð eftir staðháttum. Lögreglumaðurinn vís kylfunni beint upp, sem þýðir að umferðarskipting sé í vændum. Kylfan þýðir þá sama og gult Ijós og boð- ar rýmingu gatnamótanna. Kylfan sést miklu lengra að en mannshöndin ein og gefur það stjórnendum farartækjanna aukið svig- rúm til að stöðva og forðast árekstur. stofuna til hans í lögreglustöð- inni. Hann sá að lengur varð ekki undankomu auðið. BÚNINGUR DÖNSKU LÖGREGLUNNAR f þessari ferð minni kom ég til Kauprnannahafnar og Hamborgar og kynnti mér þar m.a. umferðar stjórn lögreglunnar. I þessum stórborgum báðum fer umferðin nærri þvi dagvaxandi og alltaf ' verður lögreglan að leita nýrra og nýrra úrræða til að mæta þung anum í sókninni. Var þar skiljan- lega margt að sjá og heyra í þeim efnum. Veit ég ekki hvað hafa muni helzt fréttagildi fyrir þig í blaðið í stuttu samtali. Jú — búningi lögreglumanna sem stjórna umferð á götunum, gæti ég sagt þér frá, því fullvíst tel ég að þessi búningur mundi sóma sér vel á lögreglunni í Reykja- vík og kæmi að miklu gagni við umferðastjórn. Fyrirmyndin sem ég er hér að tala um er búningur dönsku lög- reglunnar, sem aftur hefur að fyrirmynd hina víðfrægu frönsku umferðarlögreglu í París. Danska lögreglan fékk lögreglumenn frá París til þess að koma í snögga heimsókn þangað og kenna hin- um dönsku lögreglumönnum ýmsa nýja þætti umferðarstjórn- ar. Erlingur dró síðan upp úr við hvert tækifæri, sem grípa þarf inn í til að leysa umferðar- hnúta. UMFERÐARSTJÓRNIN ÖLL ÖNNUR Dönsku lögreglumennirnir sögðu mér, að umferðarstjórn með kylfum væri miklu léttari og líflegri og hefði meira örv- andi áhrif á umferðina, en handa bendingar eingöngu. Sá ég þá stundum þegar mikið lá á að koma umferðinni áfram, hring- snúa kylfunni á hankanum eins og skopparakringlu og virtist þetta bera mikinn tilætlaðan ár- angur. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur leitað álits ökumanna um þessa breytingu á klæðaburði lögreglumannanna og á hinni nýju aðferð við umferðarstjórn- ina, þ.e. notkun litlu kylfunnar og fengið jákvætt svar, að það sé til stórbóta, sagði Erlingur. í HAMBORG í Þýzkalandi hefir lögreglan þó gengið jafnvel enn lengra þessu. Á hinum mestu umferða götum Hamborgar, svo sem Kirc- henallee hafa þeir sett lögreglu- menn upp á allháa umferðarpalla, sem eru með handriðum allt : kring, en þar stendur svo lög- reglumaður með bvíta húfu á SUMARFOT? Síðan ræddum við um þetta fram og aftur. Hver veit nema að þið látið langþráðan draum lögreglumannanna í Reykjavík- urlögreglunni um léttari klæðnað á sumrin, rætast. Það vona ég, sagði Erlingur. Enda er mér kunnugt um að lög- reglustjóri hefir mikinn áhuga á að koma klæðnaði lögreglunnar í nýtízku horf, með bættri að- stöðu til umferðarstjórnar. Erlingur Pálsson, yfirlögreglu- þjónn sagði, að þessi búningsbót lögreglumanna eins og sá, sem myndirnar sýna, væri að ryðja sé rtil rúms á Norðurlöndum, ásamt umferðarstjórn með hvít- um kylfum. Álítur þú að við eigum að taka þetta upp hér? — Jú, alveg tvímælalaust, sagði Erlingur Pálsson að lokum. Sv. Þ. „ÁKVEÐIN öfl eru að reyna að reka fleyg á milli ríkisstjórnar- innar og tékknesku þjóðarinnar". Þannig komst Antonin Zapotoc- ky, forseti Tékkóslóvakíu, að orði í áramótaboðskap sínum. Hann var fyrsti tékkneski stjórnmála- maðurinn, sem viðurkenndi að atburðirnir í Póllandi og Ung- verjalandi hefðu skapað óró meðal þeirra 13 milljóna Tékka og Slóvaka sem land hans byggja. Zapotocky, sem er nýkominn úr Moskvu-för (hann var að sækja ,,línuna“), vissi vel hver þessi „ákveðnu öfl“ voru. Þau eru tékkneskur æskulýður, og þá einkum stúdentarnir við háskól- ana í Prag, Briinn, Pressburg og Kaschau. STOÐ OG STYTTA í fáum löndum Austur-Evrópu höfðu stúdentar þolað einræði kommúnista með slíku jafnaðar- geði sem stúdentarnir í Tékkó- slóvakíu. Þeir höfðu jafnvel verið stoð og stytta stjórnarinnar í mörgum tilfellum, t.d. við réttar- höldin gegn Slansky og félögum hans, í ofsóknum gegn Zíonistum, kaþólskum prestum o. s. frv. — Auðvitað heyrðust óánægjuradd- irnar við og við. Svo var t.d. um stúdenta við háskólana í Prag og Pressburg vorið 1956, þegar þeir hófu upp herópið gegn Stalin eft- ir hina frægu ræðu Krúsjeffs á 20. flokksþinginu. Þá komu stúd- entar saman og kröfðust aukins frelsis innan háskólanna, betri lífsskilyrða og afnáms skriffinnsk unnar við rekstur ríkisbáknsins. En ríkisstjórnin, flokkurinn og embættismennirnir létu engan bilbug á sér finna, og virtust stúdentarnir þá sætta sig við ástandið. „UNGVERSKI KRANKLEIKINN" Rúmur helmingur allra stúd- enta í Tékkóslóvakíu kemur úr stétt verkamanna og bænda. Þeir eiga sem sé flokknum mikið að þakka og syngja honum lof- söngva. Af þessum sökum er það athyglisvert, að einmitt þessi „ör- eiga-æska“ skuli vera meðal þeirra, sem nú síðustu vikurnar hafa gert stjórninni lífið leitt. „Ungverski krankleikinn“ hefur brotizt út meðal tékkneskrar æsku, og þá langhelzt meðal stúdentanna við ofannefnda f jóra háskóla. MÓTMÆLAALDA Undanfarna múnuði hafa ó- ánægjuraddirnar orðið æ hávær- ari. Færri stúdentar hafa tekið þátt í starfsemi ríkisæskunnar og stúdentasamtakanna, og oft hafa leiðtogar þeirra sætt spotti. — Stúdentarnir hafa reynt að taka upp „vestræna lifnaðarhætti", þeir ræða um nýjustu pólitísk viðhorf í nágrannalöndunum í austri og gagnfýna bæði leiðtog- ana í Kreml og eigin ríkisstjórn. Þeir fóru jafnvel fram á það í fyrravor, að and-marxískar bók- menntir yrðu kenndar við há- skólana, en þessar kröfur hafa verið lágværari upp á síðkastið. Þá hafa þeir beðið um styrki og gjaldeyri til utanfara og lagt áherzlu á ræktun tékknesks þj óðernisanda. Fyrir skömmu voru varðsveit- ir öryggislögreglunnar í Press- burg og Kaschau kallaðar út til að taka fyrir dreifingu flugmiða, þar sem skorað var á stúdenta að fara að dæmi ungverskrar æsku og berjast gegn hinni „kommún- ísku kúgun“. „VARHUGAVERÐ RINGULREIГ Það hefur sem sé gerzt í Tékkóslóvakiu, sem fáir áttu von á. Æska þess lands, sem hingað Antonin Zapotocky forseti Tékkóslóvakíu. til hefur átt að leiðtogum dygg- ustu þjóna Moskvu-valdsins, hef. ur risið upp og mótmælt. Einn af lieimspekiprófessorunum við háskólann í Briinn, Vitezlav Gardavsky, hefur gefið óvenju- opinskáa lýsingu á tékkneskri æsku nútímans í bókmenntatíma- ritinu „Literarny Noviny", þar sem hann segir m. a.: „í höfðum unga fólksins hjá okkur hefur orðið varhugaverð ringulreið á sama hátt og hjá ungversku æskufólki. Við stönd- um gagnvart æskumönnum — og viturn þó í rauninni ekki gagn- vart hverjum við stöndum. Æskulýðssamtökin láta sig litlu eða engu skipta talsmenn þeirrar æsku, sem nú er að alast upp. . .“ Mikíar byggingafram- kvæmdir á Akureyri AKUREYRI, 1. febr.: — Samkv. upplýsingum Ásgeirs Markús- sonar, bæjarverkfræðings, hefur 1956 verið lokið byggingu 24 íbúðarhúsa á Akueryri, 23 úr steinsteypu og eins úr timbri. í húsunum eru 38 íbúðir og sam- anlagður grunnflötur þeirra 2737 ferm. og rúmmál 16119 m8. Lokið var við byggingu sund- hallarinnar og viðbyggingu frysti húss KEA. Viðbætur við 10 eldri hús námu 1168 rúmmetrum. — Byggðar voru 12 bifreiðageymsl- ur 841 m3 að rúmmáli og lokið byggingu 7 bráðabirgðahúsa m. a. afgreiðsluhúss Ferðaskrifstofu ríkisins og BSO. Hafin var bygging á 60 húsum, Dönsku lögreglumennirnir sögðu þar af 43 íbúðarhúsum með 59 að umferðastjórn með kylfunni íbúðum. Komust 27 undir þak m. væri mikklu léttari og líflegri þ. eru hraðfrystihús Útgerðarfé lags Akureyringa hf og Kaffi- brennsla AK. Þá var byrjað á flugturni á Akureyrarflugvelli og barnaskóla á Oddeyri. —JOB. Skíðamót í Stykkishólmi SKÍÐAMÓT var haldið í Stykk- ishólmi föstudag 8. febr. sl. á vegum Miðskólans í Stykkis- hólmi og undir stjórn kennar- anna. Voru 15 þátttakendur. Var gengið um 2 km. og varð sigurvegari Hermann Guðmunds son. Er þetta í fyrsta sinni sem Miðskólinn hefir gengist fyrir slíkri skíðakeppni og fór hún mjóg vel og skipulega fram og var ánægjulegt í alla staði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.