Morgunblaðið - 16.02.1957, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 16.02.1957, Qupperneq 12
12 MORCV1VRLAÐ1P Laugardagvr 16. febr. 1957 Kátina og glaðværS ríkir á íþróttavellinum. m m HSHHHHhHRBÍ iiváiiáíiiS SJÖUMDA umferS í meistarafl. Bridge- og taflklúbbsins var spiluð í Sjómannaskólanum á fimmtudagskvöldið, og fóru leik- ar þannig: Jón vann Daníel Agnar v. Ragnar Hjalti v. Ólaf Zóphanías v. Ingólf. Guðmundur sat yfir, þar sem sveit Konráðs hefur hsett keppni. Efst er nú sveit Hjalta með 10 stig og næst er sveit Jóns með 9 og Zóphóníasar með 8 stig. Næstsíðasta umferðin í meist- araflokki Tafl- og Bridgeklúbbs- ins var leikin síðastliðið fimmtu- dagskvöld í Sjómannaskólanum. Leikar fóru þannig: Sveit Hjalta vann Zophanias Sveit ngólfs vann Daníels Sveit Jóns vann Agnars Sveit Guðm. vann Ólafs. Sveit Ragnar sat yfir. Efstar eru sveitir Hjalta með 12 stig og Jóns með 11. Síðasta umferð verður leikin á mánudagskvöldið kl. 8 í Sjómannaskólanum. ★ Sjötta umferð í meistaraflokki kvennadeildarinnar var spiluð á mánudagskvöldið í Skátaheimil- inu, og fóru leikar þannig: Vigdís vann Herdísi Margrét Ásg. v. Dagbjörtu. Jafntefli gerðu sveitir Júlíönu og J>orgerðar, Elínar og Guðrún- ar, og Eggrúnar og Margr. Jens- dóttur. Efst er nú sveit Eggrúnar með 10 stig. Næsta umferð fer fram á mánudagskvöldið á sama stað. ★ Þriðja umferð í deildarkeppni Reykjavíkurfélaganna var spiluð í Skátaheimilinu á mánudags- kvöldið og fóru leikar þannig: Eggert vann Rafn 68—37 Hörður vann Hjalta 66—40 Ásbjörn vann Svein 69—34 Sveit Árna M. sat yfir. Efst er nú sveit Ilarðar með 6 stig. Óákveðið er hvenær næsta um- ferð verður leikin. * Sjötta umferð í meistaróiflokki Bridgefélagsins var spiluð á svmnudaginn í Skáíahcimilinu og fóru leikar þannig: Hörður vann Ólaf 71—39 Árni M. v. Guðm. 68—59 Kristján v. ívar 70—41 Eggert v. Ragnar 97—52 Vigdís v. Einar B. 45—35 Sjöunda umferðin var spiluð á sama stað á þirðjudagskvöldið, og fóru leikar þannig: Kristján v. Einar B. 64—48 Ragnar v. ívar 75—44 Vigdís v. Ólaf 62—41 Ámi M. Hörður, jafnt. 48—47 Guðm. Eggert, jafnt. 65—62 Efstar eru nú sveitir Harðar og Kristjáns með 11 stig, og næst- -háth ur ar sveit Eggerts með 10 stig og Vigdísar með 9 stig. Áttunda um- ferð verður spiluð á sunnudaginn og síðasta á þriðjudagskvöldið í Skátaheimilinu. ★ í leiknum milli Kristjáns og ívars kom þetta spil: A 10-9-4-3 V 10-5-4-3 4 G-10-8-3 * K A D-G V D-9-8-7-6 4 Á-5 * Á-G-9-2 Á báðum borðum voru 3 grönd spiluð af Suðri, eftir að hann hafði sagt hjarta einu sinni. Á öðru borðinu sat Guðjón Tómasson í Vestur, og lét hann út tígul sex, borðið lágt, Austur átt- og Suður gaf. Nú lét Austur út tígul gosann, sem Suður varð að drepa á ás, en Guðjón lét drottn- inguna í ásinn. Nú áleit Suður að Guðjón hefði byrjað með fimm tígla og því væri enginn leið að vinna spilið nema að fá níu slagi á lauf og hjarta. Lét hann því út hjarta, drap í borði og lét út lauf drottningu, sem hann drap á ás heima, eftir að Austur hafði látið kónginn á Tók síðan á hjarta kóng og þrjá slagi í laufi, sem Austur lét í þrjá smáspaða. Nú tók hann á hjarta drottn- ingu, og þegar hjartað féU ekki var ekki önnur von en Guðjón ætti spaða ásinn og hefði aðeins átt fjóra tígla, og kæmi ekki félaga sínum inn á tígul, svo hann gæti tekið slag á hjarta tíuna. Spilaði hann því nú út spaða gosa, sem Guðjón drap á ás og nú kom upp staðan sem Guðjón hafði hugsað út, þegar hann lét tígul drottninguna í ás Suðurs, því ef Suður mundi spUa upp á það, að hjartað félli, en ef það brygðist, þá ætti Austur inn- komu á tígul tíu sem hann hlaut að eiga, því annars hefði Suður tekið fyrsta slag á hana. Guðjón lét því tígul sjöið, sem félagi hans tók á tíuna, tók á hjarta tíuna og síðasta slag fengu þeir á tígul og hnekktu þeir því sögninni um einni slag. Á hinu borðinu spilaðist eins, að öðru leyti en því, að Vestur lét tígul sjöið í ásinn og lok- aðist inni, og varð að gefa ní- unda slaginn á spaða kónginn. Skautasvell Á ÍÞRÓTTAVELLINUM hefur nú verið gert dágott skautasvell og hefur æska Reykjavíkur verið þar að leik undanfarna daga. Það er Reykjavíkurbær, sem greiðir kostnað við mokstur og sprautun og annað sem gera þurfti, en íþróttabandalag Reykja vikur sér um framkvæmd verks- ins fyrir hönd bæjarins. Það var allmiklum erfiðleikum bundið að moka og sprauta og gera svellið, og enn er það ekki orðið gott, en það ætti að batna mjög næstu daga. Svellið hefur verið mikið notað af bömum og unglingum undan- farna daga. Væri það mun meira notað, ef lýsing væri við það, og er það von og ósk skautaunn- enda, að rafmagnsveitan setji nú upp 4—5 ljóskastara á nálæga staura. Væri þá svellið til afnota fram á kvöldið og þá fyrir fleiri en aðeins þá sem frí eiga — eða komizt geta frá öðrum störfum — meðan bjart er. Það er þarft verk og gott sem bæjaryfirvöldin vinna með því að hafa forgöngu um að koma upp skautasvelli meðan tíð reyfir. Valdimar Örnólfsson sigraði í svigi á alþjóSamóti stúdenta Það er fyrsti sigur íslendings erlendiis í skíðaíþróttum í ALÞJÓÐLEGU skíðamóti stúdenta, sem fram fór í Alph de Venosa í Frakklandi 2. og 3. febrúar sl. bar íslendingur sigur úr býtum í svigkeppni. Var það Valdimar Ömólfsson. Hann keppti í bruni, en var svo óheppinn að detta 100 m frá marki og brjóta skíði sitt annað, svo þar með brustu sigurvonir í þeirri grein. En þó hann kæmi sér í mark á einu skíði þá varð hann 15. í röðinni. A YTRA f Z ÁR Valdimar Örnólfsson er þekkt- ur hér meðal skíðamanna. Hann var í fremstu röð þeirra áður en hann fór utan til Þýzkalands til náms í íþróttafræðum fyrir 2 ár- um. Keppendur á þessu móti í Frakklandi voru frá öllum A,- Evrópuríkjunum, frá Frakklandi, Þýzkalandi, Austurríki og víðar að. í stuttu máli sagt, beztu skíða menn meðal stúdenta í skíðaíþrótt um. Valdimar segir svo í bréfi til fjölskyldu sinnar, að meðal stúd- enta séu ekki neinir þeir menn er séu meðal hinna allra fremstu í álfunni, en þó góðir skíðamenn. -4 KEPPIR AFTUR VTRA Er Valdimar datt í bruninu og braut skíðið, sögðu tímaverðir að hann hefði haft um 6 sek. for- skot á þann er sigraði. Valdimar keppir næst í Þýzka- landi á heimsmeistaramóti í skíða íþróttum, sem hefst 18. febr. Þessi sigur Valdimars mun vera fyrsti sigur ísl. skíðamanns á erlendri grund. f kvöld í kvöld heldur fslandsmótið 1 handknattleik áfram að Háloga- landi, Fara þá fram fimm leikir í kvenna- og karlaflokkum, öðr- um en m.fl. karla. ísl. Ludsliðið í irjólsíþrótlnm keppir í Stavnngef 5. og ÞAÐ er nú ákveðið, að „lands- keppnin" í frjálsíþróttum milli íslands og „Vesturlands- ins“ í Noregi fari fram 5. og 6. júlí. Keppnin fcr fram í Noregi og hefir norska sam- bandið mikinn hug á að Stav- anger sjái um mótið. Stavang- er-menn hafa mikinn hug á því einnig, en eru að athuga málið, því norska sambandið setur það skilyrði að 20 þús. n. kr. hagnaður verði af mót- inu. Sitja menn í Savanger nú með blað og blýant og reikna útgjaldaliðina. Þeir hafa í hyggju, ef af verður að þeir taki mótið, að láta íslenzku keppendurna búa á heimilum hér og þar um hæinn og þeir eru að reyna að fá lækkaða vallarleiguna. Svar munu þeir senda norska sambandinu inn an tíðar, hvort þeir treystast til að skila 20 þús. kr. hagnaði. (Úr Aftenposten). BALDUR MÖLLER: SKÁK SKÁK SÚ, sem hér fer á eftir var tefld í símakapptefli milli Akureyrar og Reykjavíkur í janú ar 1926 og var hún tefld á 1. borði. Athugasemdir eru eftir E Gilfer í skáktímaritinu: íslenzkt skák- blað. St. Ólafsson E. G. Gilfer Hvítt: Svart: Reti-leikur 1. Rgl—f3 d7—d5 2. c2—c4 d5—d4 3. b2—b4 c7—c5! 4. b4xc5 t ..... Liklega hefði verið réttara að taka ekki peðið. 4...... Rb8—c6! 5. Bcl—b2 e7—e5 6. d2—d3 Bb8xc5 7. g2—g3 Db8—a5f? 8. Rf3—d2? Da5—c7! 9. Bfl—g2! ..... Þessi leikur er alveg í sam- ræmi við g2—g3. 9...... Rg8—e7 10. 0—0 Re7—g6 11. Rd2—b3 ...... Á þessum reit stendur riddar- inn venjulega illa. 11...... Bc5—e7 12. Rbl—d2 0—0 13. e2—e3 d4xe3 14. f2xe3 a7—a5 15. a2—a3? ...... Það er alltaf álitamál , hvort leika ber peðinu um einn reit eða tvo úr borði. í þessu tilfelli var það glappaskot, að leika því um einn reit aðeins. 15...... a5—a4 16. Rb3—cl Dc7—b6 17. Bb2—c3 Db6xe3t 18. Kgl—hl De3—h6 19. Rd2—e4 f7—f5 20. Bc3—d2 f5—f4 21. Rcl—e2 Bc8—h3 22. Hfl—f2 Bh3xg2f 23. Khlxg2 Dh6—h5 34. Ddl—fl Dh5—g4 Það er mikið „líf“ í þessari drottningu! 25. Kg2—hl f4xg3 26. Re2xg3 Hf8xf2 27. Re4xf2 Dg4—f3t 28. Dfl—g2 Df3xg2t 29. Khlxg2 Rc6—d4 30. Hal—a2 b7—b5 31. Bd2—b4 ..... Eins og leikir þeir, sem hér fara á eftir, bera með sér, teflir hvítur framhaldið fyrirhyggju- lítið. 31...... 32. Bb4xe7?? 33. Kg2—ifl 34. Be7—b4 35. Bb4—d2 b5xc4 Rg6—f4t! c4—c3 c3—c2 HaS—b8 Þessa leikjaröð mun hvítur ekki hafa athugað í tíma. Og þeg- ar hér er komið taflinu, mætti hvítur vel gefa skákina, enda er þess ekki langt að bíða. 36. Bb2xf4 e5xf4! Gefið. ' Skák eftir G. H. Goethart 1916 ABCDEFGH m AHi 1 J iJC. ABCDEFGH Mát í 2. leik. Lausn a skdkþraut LAUSN á skákþraut Áma Sig- urðssonar í þættinum sl. laug- ardag: 1. h2—b4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.