Morgunblaðið - 16.02.1957, Side 15

Morgunblaðið - 16.02.1957, Side 15
Laugarðagur 16. febr 1957 MORGUNBLAÐIÐ 15 ARTURO TOSCANÍNI Lífi mínu er /o/c/ð, SAGÐI TOSCANINI EF ÚT AF BAR HINN 26. júní 1886 átti ítalskt óperufélag að flytja „Aida“ eftir Verdi í Rio de Janeiro í Brazilíu. Rétt áður en sýningin átti að hefjast, kom í ljós að hljómsveit- arstjórinn gat ekki stjórnað þetta kvöld. Fararstjórinn var í stök- ustu vandræðum með að fá mann í hans stað, en ákvað að taka 19 ára gamlan cellóleikara úr hljóm- sveitinni, þar sem hann hafði orö fyrir að kunna „Aida“ utanbók- ar. Unglingurinn fékk lánaðan alltof stóran kjól hjá einum hljóm sveitarmanna, tók sér tónsprot- gamall og sagði: „Nú er sá dapri dagur upp runninn, þegar ég verð nauðugur að leggja frá mér tón- sprotann". Eftir það eyddi hann tíma sínum jöfnum höndum í New York og Ítalíu, hlustaði á tónleika og gagnrýndi hljómplöt- ur, sem hann hafði sjálfur leikið inn á. Á nýjársdag fékk hann hjartaslag á heimili sínu í New York. Og maðurinn, sem talinn hefur verið mesti hljómsveitarstjóri þessarar aldar, lézt í svefni tveim vikum síðar. Þórður Hjdlmursson — minning FÖSTUDAGINN 1. febr. í hríð og kalda fór fram í Helgafells- sveit jarðarför Þórðar Hjálm- arssonar bónda að Skildi. Pró- fasturinn Sr. Sigurður Ó. Lárus- son talaði yfir moldum hans og jarðsöng. Var athöfnin öll hin virðulegasta. Má segja að fjöl- menni hafi verið við jarðarför- ina þegar tillit er tekið til veð- urs. Mið langar með nokkrum orð- um að minnast þessa ágæta og að mörgu leyti sérstæða manns, þó í lítilli grein verði ekki nema sárafáu gerð skil. Þórður var fæddur að Borga- landi í Helgafellssveit 15. nóv. 1884. Foreldrar hans Hjálmar Þórðarson og Kristín Erlendsdótt ir áttu þá heima í svokölluðum Búðatanga í Stykkishólmi, en fluttu að Skildi í Helgafellssveit er Þórður var um 4 ára. Þar ólst hann upp og átti heimili æ síðan til dánardægurs 23. jan. 1957. Hann kvæntist aldrei. Bjó lengi með móður sinni, en þegar henn- ar naut ekki lengur við bjó hann með ráðskonu, fyrst Guðrúnu Bjarnadóttur rúm 30 ár, en sein- ustu árin með Katrínu Alberts- dóttur. Þórður var hógvær maður og af hjarta lítillátur, yfirleitt fá- skiptinn um annara hagi, en ef hann gat einhvers staðar komið fram til góðs var það til reiðu. Fámáll var hann að jafnaði en kunni vel að koma fyrir sig orði. Gat vel tekið þátt í græskulausu gamni. Á Skildi er þinghús sveitar- innar. Þar er einnig réttað á hverju hausti. Er þar því oft gest- kvæmt. Eínnig má minna á að jafnvel lá leið Eyrsveitinga og Miklaholtshreppsbúa um Skjöld þegar þeir sóttu kaupstað í Stykkishólm. Alltaf var komið við á Skildi og þeginn beini og var hann látinn í té af þeirri al- úð sem þeir einir geta lýst sem aðnjótandi urðu. Er á engan hall- að í þessari sveit þó sagt sé að mesta gestanauð sveitarinnar hafi verið á Skildi. Ríkidæmi Þórðar var aldrei mikið, en hann átti nóg af þeirri auðlegð sem er gulli betri, góða sál og gjafmildan huga, nóg af því sem kannske er dýrmætast í heiminum þótt það láti ekki alltaf mikið yfir sér. Hann fór heldur ekki varhluta af mót- læti og veikindum, en tók öllu með þolinmæði og leit alltaf björtum augum fram á veg, kunni vel að skilja hismið frá kjarnanum. Hann dró af þessu sína lærdóma, sem urðu gott veganesti. Skilamaður var hann einstakur og orðheldinn og munu sveitungar hans minnast mjög þess þáttar í fari hans. Nú er bærinn á Skildi auður, enginn sem tekur á móti gestum, enginn sem hellir upp á könnuna veitir þreyttum vegfaranda hressingu. Fer ekki hjá því að margir sakna vinar í stað, og ef til vill verður aldrei skýrara þetta máltæki að enginn veit hvað átt hefir fyrr en misst hef- ir. Dagsverki Þórðar er lokið hér á jörð. Hann barst aldrei mikið á og mestu og beztu verk hans voru unnin í kyrrþey en geymast í fjölda mörgum þakklátum hug- um vina og vandamanna, og sjálfsagt fleiri hugum en m«nn rennir grun í. Ég efa ekki að það er hverri sveit dýrmætt að eiga menn eins og Þórð, fórnfúsa og það sem mest er um vert menn sem hægt er að reiða sig á í einu og öllu. Ég sakna þess að sjá nú ekki Þórð á götu, minnist margra viðræðu- stunda og léttrar kímni og hlýs handtaks. Svo mun og um fleiri. Þegar upp er gert að leiðarlok- um er ef til vill ekki spurt að því sem okkur finnst mest á- berandi í daglegri umgengni, heldur manndómi og hvernig hjartalagið er. Uppgjör meist- arans mikla er réttlátt. Hvers hlutur er lítill, hvers er stór, þeir hvílast báðir jafnt, stendur þar. Því uppgjöri veit ég að bónd inn að Skildi þarf ekki að kvíða. Ég minnist fjölmargra atvika í okkar kynnum og voru þau öll á einn veg. Ég er að ýmsu auð- ugri eftir kynni mín við Þórð á Skildi og svo munu fleiri. Við kveðjum Þórð Hjálmars- son, hlýir hugir og þakklátir fylgja honum og blessa minn- ingu hans. Ámi Helgason. Einhent kona skaraði fram úr í úísaumi KAUPMANNAHÖFN — Þess var getið í dönskum blöðum á dög- unum, að nýlátin væri kona ein í Randers, 78 ára að aldri. Hefði kona þessi verið einhent allt frá æsku, er hún missti aðra hönd sína í slysa. Þrátt fyrir þessa bæklun hafði hún gifzt og eign- azt 23 börn — og annazc þau algerlega án aðstoðar. Hún var handlagin með afbrigðum og vann m. a. verðlaun fyrir fag- urt prjón og útsaum. Ekki hafði hún gervihendi — heldur notaði hún skrúfstykki, sem fest var á eldhúsborðið, er hún var við útsaum. 50 ára afmœli Hringsins í Stykkishólmi j^VENFÉLAGIÐ Hringurinn í Stykkishólmi á fimmtíu ára starfs- afmæli sunnudaginn 17. febr. n.k. og minnist þess með veglegu Læknisráð vikunnar: Botnlangabólga ann í hönd og stjórnaði verkinu. „Stórkostlegt", sögðu gagnrýn- endur í Rio de Janeiro einum xnunni. Mörgum árum síðar sögðu aðrir gagnrýnendur, að þetta kvöld hefði verið upphafið á „gullöld hljómsveitarflutnings og snilldarlegrar túlkunar hljóm- sveitarverka“. Unglingurinn var Arturo Toscanini. SKAPRÍKUR OG KRÖFUHARÐUR Toscanini stjórnaði hljóm- sveitum í 68 ár. Hann var svo nákvæmur og kröfuharður, að öllum tónlistarmönnum, sem stjórn hans lutu, stóð ógn af honum. Þess voru dæmi, að eftir smávægileg mistök, sem enginn varð var við nema Toscanini og hinn seki hljóð- færaleikari, yfirgaf meistarinn hljómpallinn og fór til her- bergis síns, þar sem hann gaf gremju sinni útrás í hávæium hrópum. „Eftir það sem gerð- ist í kvöld, er lífi mínu lokið“, var hann vanur að segja við hinn ógæfusama tónlistar- mann, sem skyssuna hafði framið. „Ég get ekki framar litið framan í nokkurn mann. Ég get ekki lifað áfram". En við önnur tækifæri, þegar hljómsveitin lék honum að skapi, átti hann til að segja: „Þið eruð þá ekki fábjánar. Þið getið leikið vel. Santa Madonna. Santissima! Nú er ég sæll. Nú eruð þið sælir. Nú er Beethoven sæll“. DÓ f SVEFNI Hinn 4.apríl 1954 hélt Toscan- ini síðustu hljómleika sína eftir að hann hafði stjórnað N. B. C. Sinfónuíhljómsveitinni í New York í 17 ár. Hann var þá 87 ára NEÐARLEGA í kviðnum, efst í ristlinum, er liffærið sem kallað er botnlangi. Hann er lítill, ílang- ur og holur að innan og er í beinu sambandi við efsta hluta þarm- anna. Botnlanginn (appendix) er yfirleitt 7—8 sm langur og hálf- ur sm á þykkt en hann getur verið bæði miklu styttri eða | lengri. Við verðum að álíta að botn- langinn hafi einhvern tíma gert mönnunum eitthvert gagn, en hvaða gagn, veit enginn. Að minnsta kosti geta menn prýði- lega lifað án hans. Fram hafa komið margar og ólíkar skoðanir á því, hvað or- sakar botnlangabólgu. Menn fá botnlangabólgu, ef bólga hleypur í sjálfan botnlangann, annað hvort við það að bakteríur kom- ast í hann frá þörmunum, eða við það, að bakteríur berast í botn- langann með blóðinu frá öðrum líkamshlutum, þar sem bóiga á sér stað, svo sem hálsbólga. Svo virðist sem botnlangabólga sé algengari meðal menningar- þjóða, en meðal þjóða sem standa á lægra menningarstigi. Botnlangabólgukastið getur ver ið mjög vægt og horfið eftir nokkra klukkutíma. En í öðrum tilfellum getur það verið svo al- varlegt að tafarlaus uppskurður sé nauðsynlegur. Venjulega byrjar sjúkdómur- inn með veikum magaverkjum, vanlíðan, ógleði. Verkirnir sitja í námunda við naflann eða held- ur ofar í kviðnum. Síðar færast verkirnir neðar. Verkirnir geta þó líka byrjað neðar. Kviðurinn verður mjög aumur sé ýtt á hann. Oft hafa sjúklingarnir engar hægðir og loftgangur er heldur ekki úr þörmum. Stundum byrjar sjúkdómurinn þó með niður- gangi, sérstaklega hjá börnum. Læknunum er kunnugt um í hve ólíkum myndum sjúkdómur- inn getur birzt. Það væri ómögu- legt að gefa nokkrar fastar reglur fyrir því. Þó má taka fram ein- staka atriði. Verkir hægra megin í kviðnum geta bent til þess að um botnlangabólgu sé að ræða, hverfi þeir ekki fljótlega. Oftast fylgir hiti verkjunum, en þarf þó ekki að vera. Það er mikilsvert að athuga, hvort lík- amshitinn hækkar, þó ekki sé meira en um nokkrar gráður, og því gæti verið skynsamlegt að mæla sjúklinginn á nokkurra klukkutíma fresti og skrifa niður. Menn eiga ekki að taka ópíum eða morphindropa við maga- verkjum eða aðrar verkeyðandi pillur, því þá verður ómögulegt fyrir lækninn að greina sjúk- dóminn og verkeyðandi pillur hafa engan lækningamátt. Af verkjunum og hvernig þeir haga sér, getur læknirinn vitað um hvaða sjúkdóm er að ræða. Það sem maður sjálfur getur gert, er að leggja eitthvað heitt við magann, hlýjan klút eða hita. púða. Hins vegar verður læknir- inn að ákveða, hvort sjúklingur- inn má taka deyfandi meðul. — Vegna hægðatregðu, gætu menn freistazt til að taka hægðarmeðul, en það er ekki ráðlegt, því sé um botnlangabólgu að ræða, gerir það meira ógagn en gagn. Frekar er það yngra fólk, sem fær botnlangabólgu, en hún getur komið fyrir hvaða aldursflokk sem er. hófi nú í kvöld. Frumkvæði að stofnun þess kom frá Kvenfélaginu Hringnum í Reykjavík og var félagið upphaflega stofnað með þeim tilgangi að hjálpa berklaveikum sjúklingum sem þurftu að leita sér lækninga að Vífilsstöðum. Á stofnfundinum mættu 33 kon ur sem stofnuðu félagið. Voru 3 þó aðalhvatamenn stofnunar- innar, þær frú Arndís Jónsdóttir, kona Guðm. Guðmundssonar hér aðslæknis, frú Magðalena Hall- dórsson, kona Sæmundar Hall- dórssonar og Friðrikka Eggerz, kona Guðmundar sýslumanns. Skipuðu þær fyrstu stjórn fé- lagsins ásamt Herdísi Bogadótt- ur og Kristínu Sveinsdóttur. Frú Arndís var aðeins 1 ár formaður, en þá tók við Kristín Sveins- dóttir við og gegndi formanns- störfum í 16 ár samfleytt, eða lengst allra. Frú Magðalena Hall- dórsson var lengst í stjórn eða um 24 ára tímabil. Nú eru aðeins 3 af stofnend- unum í félaginu og eru þær frú Ingigerður Ágústsdóttir, frú Val- gerður Kristjánsdóttir og Ragn- heiður Kristjánsdóttir. Eftir að berklavamalögin gengu í gildi, beitti félagið sér fyrir annarri líknarstarfsemi, réði t. d. hjúkrunarkonu, sem var í þjónustu þess um 16 ár og hjálparstúlku í 6 ár. Ýmsum framfara og menning- armálum hefir það sinnt og má m. a. nefna það, að það hefir unnið að söfnun fjár til bygging- ar elliheimilis í bænum og er sá sjóður talsverður í dag. Einn- ig hefir það látið sér annt um að prýða kirkjuna. Haldið eða beitt sér fyrir að haldin væru námskeið í bænum bæði í hjúkr- un, garðyrkju, matreiðslu, saum- um o. fl. Þá hefir á vegum þess undanfarin 20 ár verið barna- skemmtun um áramótin og einnig hefir það lagt mikið verk í að koma upp og starfrækja skrúð- garð hér í bænum. Núverandi stjórn skipa: Krist- jana Hannesdóttir, formaður, Anna Magnúsdóttir, ritari, Freyja Finnsdóttir, gjaldkeri og með- stjórnendur Lára Þórðardóttir og Vilborg Rögnvaldsdóttir. Gjafir fil Hvamms- fangakirkju HVAMMSTANGAKIRKJA hefur sent Mbl. skrá yfir áheit og gjaf- ir, samskot og ágóða af skemmt- unum, til kirkjunnar á tímabil- inu 1934—1956. Alls nemur upp- hæðin 73.174.99 kr. Áheit nema samtals kr. 1.753.50 og eru þau frá 1938—1954. Gjafir nema samtals kr. 49.790.00 á tíma bilinu 1945—1955. Minningargjaf- ir nema 1.525.00 kr. á tímabilinu 1952—1954. Ágóði af skemmtun- um, frá 1934—1955 nemur 16.496. 49 kr. Samskot á fundi Húnvetn- ingafélagsins í Rykjavík og sam- skot í héraðinu alls 3.465.00 kr. á árunum 1943—1946. Þá hafa kirkjunr.i borizt ýmsar góðar gjafir svo sem tveir látúns- stjakar, sem frk. Guðrún H. Zoega í Reykjavík gaf 1944, og tveir stórir altariskertastjakar með álmum, sem Kristján og Helgi H. Zoega gáfu árið 1945. Árið 1954 barst kirkjunni einnig að gjöf skírnarskál útskorin af Ríkharði Jónssyni, frá Ingigerði og Sigurði Gíslasyni, Sóllandi, Hvammstanga. Einnig hafa marg- ir gefið vinnu og efni við bygg- ingu kirkjunnar. Unnið er af kappi við bygg- ingu kirkjunnar og standa vonir til að hægt verði að vígja hana á næsta vori. Hefur sóknarnefnd- in beðið blaðið að flytja öllum gefendum innilegar þakkir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.