Morgunblaðið - 16.02.1957, Síða 17

Morgunblaðið - 16.02.1957, Síða 17
Laugardagur 16. febr. 1957 MORCUNBLAÐIÐ 17 Bagnhildur Gísladóttir—minning HINN 4. þ. m. lézt að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík, Ragnhildur Gísladótt- ir, áður húsfreyja að Vestri- Loftsstöðum í Árnessýslu, 87 ára að aldri. Fædd var Ragnhildur að Rauðabergi í Fljótshverfi í Vest- ur-Skaftafellssýslu hinn 23. des. 1869, dóttir hjónanna Gísla Magnússonar og Ragnhildar Gísla dóttur. Var Ragnhildur hin 3. í roðinni 14 systkina. Síðarihluti 19. aldarinnar var börnum íslands harður skóli — harðæri, hafísfarsóttir. Aðeins það tápmesta af fólkinu ltomst yfir þetta tímabil. Árferðið lét systkinin á Rauða. bergi ekki ósnortin fremur en aðra. Aðeins 3 af hverjum 7 héldu velli, og faðir þeirra féll löngu áður en þau voru vaxin. Móðir þeirra tók sér annan lífs- förunaut, „fóstra“, eins og systk- inin jafnan nefndu hann, og með hörkudugnaði þeirra hjóna og barnanna var barizt til sigurs. Ég er ekki svo kunnugur sögu þessara ára að ég hætti mér út í það að segja hana. Enda töluvert verið um þetta skráð í sambandi við frásagnir af bróður Ragn- hildar, Gísla silfursmið — Nes- Gísla, eins og hann oft var nefnd- ur. Hitt sá ég, að þau 4 af systk- inunum sem ég kynntist — Ragn. hildur, Gíslar tveir og Erasmus — báru uppruna sínum jafnan fag- urt vitni með óvenjulegum þrótti, glæsimennsku og mannkostum. Tvítug fór Ragnhildur að heim- an og lagði leið sína til Eyrar- bakka. Á þeim árum starfaði við selstöðuverzlunina þar, Lefolis- Fjarstýrð skeyti á Miðjarðarhafi RÓMABOKG, 13. febrúar. — Fjarstýrðu flugskeyti var í fyrsta skipti skotið frá her- skipi á Miðjarðarhafi í dag. Gerðist sá atburður við flota- æfingar NATO um miðbik Miðjarðarhafs. Það var banda- ríska beitiskipið Boston, sem skaut eldflauginni upp í loft- ið. Flotaæfingar þessar eru með hinum víðtækustu sem haldn- ar hafa verið á Miðjarðarhafi. I þeim taka þátt herskip frá fimm ríkjum. Þar er og í hópnum hið risastóra flug- vélamóðurskip Forrcstal, sem er um 65 þúsund smálestir. — Reuter. verzlun, glæsimennið Jón Jóns- son frá Vestri-Loftsstöðum. Lágu leiðir þeirra Ragnhildar og Jóns fljótlega saman, en það leiddi til þess að þau voru gefin saman í heilagt hjónaband hinn 9. febr. 1893. Frá þeim degi hefst saga „Ragnhildar á Loftsstöðum" þó ekki settust þau hjónin að á ætt- aróðalinu fyrr en nokkru síðar. Saga Ragnhildar varð saga samtíðarinnar, en þó með meiri skörungsskap en almennt gerðist. Loftsstaðaheimilið stóð á gömlum merg. Fjölskyldan var fjölmenn og bjó á jörðinni á tví- eða þrí- býli, og tengdaforeldrarnir lifðu 12—15 ár eftir að Ragnhildur kom inn í fjölskylduna. Jörðin var þannig í sveit sett að þar var jafnan fjölmenni af útróðrarmönnum og ferðamönn- um. Börnin fæddust hvert af öðru — og dóu, 7 af 13. Aldar- farið skammtaði efnahaginn — ekki alltaf rúman. Það reyndi því mikið á húsfreyjuna að stjórna hinu fjölmenna heimili, sinna börnum og hjúkra sjúltum. Hún tætti, spann og prjónaði — var með þeim fyrstu sem eignað- ist prjónavél — og lagði nótt við dag í önn sinni fyrir velferð heimilisins. Auk ástar sinnar og lífsorku sem hún færði bónda sínum og börnum á heimilinu hafði hún forystu um hjúkrun og félags- mál meðal starfssystra sinna í j Gaulverjarbæjarhreppi, og þegar aðra þraut, tók hún sjúklinga og gamalmenni inn á heimili sitt og veitti þeim sjálf þá hjúkrun og ástúð sem bezt má verða. Það var ánægjulegt að vera gestur á Loftsstöðum. Var hver stúndin fljót að líða við sam- ræður og söng, og þegar maður náði tali af húsfreyjunni átti hún jafnan ríkuleg úrræði og uppörvandi hvatningu í sambandi við hvern vanda sem henni var tjáður. Mann sinn missti Ragnhildur 1944, en hélt áfram búsforráðum með aðstoð elzta sonar síns, Jóns, þar til sjónina þraut. Síðustu 4— 5 árin dvaldi hún á elliheimilinu, en alltaf með hugann heima á Loftsstöðum. Það síðasta sem hún heyrðist segja var: „Mig lang ar heim“. Á giftingardaginn, 9. febr. sl„ fór fram kveðjuathöfn frá síð- asta dvalarstað Ragnhildar, Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Að því loknu voru jarðnesku leifarnar fluttar til átthaganna, þar sem útförin fer fram í dag að Gaulverjarbæ, en þar hafa Verubálasföð Akranes vantar stöðvarstjóra frá 15. marz nk. — Umsókn um starfið, ásamt kaup- kröfu, sem berist fyrir 1. marz, sendist Árna Gíslasyni, Vesturgötu 109, Akranesi, sem gefur nánari upplýsingar. áður verið lögð til hinztu hvíldar börnin 7 og eiginmaðurinn. Börnin 6, sem upp komust, og öll lifa móður sína, eru: Gísli, forstjóri að Arnarholti; Jón eldri, starfsmaður sama stað; Jón yngri, bifvélavirki á Stokkseyri; Krist- ín, húsfreyja, Elliðavatni; Sig- ríður, ekkja í Reykjavík; og Anna, húsfreyja í Reykjavík. Auk þess einn fóstursonur. Og nú að leiðarlokum ber að þakka með sérstakri alúð for- stjóra og starfsfólki Elliheimilis- ins Grundar hjúkrun þá sem það veitti hinni örþreyttu konu, þeg- ar hún sjónlaus og oft í öðrum heimi háði sitt lokastríð. Sú ágæta stofnun er verð allrar at- hygli og starfslið hennar mun á sínum tíma njóta verka sinna og þakklætis og fyrirbæna gamla fólksins sem það annast — Við leiðarlok þakka ég Ragnhildi Gísladóttur ágæt kynni, votta henni virðingu mína og börnurn hennar samúð. Guð blessi henni framhalds- lífið. Sigurgrímur Jónsson. STRÁKAR! Davy Crockett er komina í bæinn! Nú er annað bindið af sögunni um Davy Crockett komið út. Þar heldur áfram að segja frá uppvaxtarárum Davys og því þeg- ar hann fer í fyrsta skipti að heiman sem aðstoðarmaður við rekstur nautahjarðar um langan veg. Eins og nærri má geta gerist margt í þessari ferð; átök við nauta- þjófa, úlfa, birni og margt fleira. Eftir að Davy kemur heim aftur, byrjar hann að ganga í skóla, en skólagangan verður stutt: hann lendir í útistöðum við kennarann og einn skólafélaga sinn og hættir að lokum að sækja skólann. Þessu reiðist faðir hans og ætlar að refsa honum, en þá strýkur Davy að heiman. BAVY CROCKETT strýkur er annað bindið af sögunni um Davy Crockett. Fyrsta bindið fæst enn í bóka- verzlunum. — HEIMDALLUR F.U.5. 1927 16. febrúar 195 7 30 ÁRA AFMÆLISFAGNAÐUR verður haldinn í Siálfstæðishúsinu laueardaginn 16. febrúar klukkan 8,30 e.h. FJÖLBREYTT DAGSKRÁ Aðgðngumiðar seldir á skrifstofu Heimdallar í Valhöll, sími 7103 og á skrifstofu Sjálf- stæðishússins í Sjálfstæðishúsinu. Smokimr eða dökk föt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.