Morgunblaðið - 20.02.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.1957, Blaðsíða 2
2 MORCTJNTtT. A T>1f) MÍðvíVnrlacrnr 90 fohr 1057 Lýörœðissinnar einróma kjörnir í stjórn V.R. Guðmundur H. Garðarsson formaður AAÐAI.FUNDI Verzlunarmannafélags Beykjavíkur, sem haldin var á mánudag, var Guðmundur H. Garðarsson viðskiptafræð ingur kosinn formaður. Það vakti nokkra athygli á fundi þessum, að svo mjög er af kommúnistum dregið i félaginu, að þcir treystu sér ekki til að stilla upp mönnum við stjórnarkjör. Var formaður og stjórnin kjörin einróma. Kommúnistar hafa verið í framboði á bverju ári fram til þessa og má geta þess til samanburðar, að s.l. ár fengu þeir 95 atkv. NÝKJÖRNA STJÓBNIN Stjóm félagsins skipa nú: Guð- mundur H. Garðarsson, Pétur Sæmundsen, Gunnlaugur J. Briem, Ingvar N. Pálsson, Okto Þorgrímsson, Hannes Sigurðsson, Otto J. Ólafsson, og í varastjórn: Einar Ingimundarson, Eyjólfur Guðmundsson og Kristján Am- grímsson. — Framkvæmdastjóri félagsins er Sverrir Hermanns- son viðskiptafræðingur. ÞAKKAÐ FYRIR VEL UNNIN STÖRI Guðjón Einarsson, sem verið hefur formaður V.R. í 11 ár, lét nú af störfum og þakkaði hann samstarfsmönnum og félagsmönn um gott samstarf og árnaði fé- laginu heilla. Hinn nýkjömi for- maður þakkaði Guðjóni heilla- drjúgt starf í þágu félagsins og minntist sérstaklega á hina far- sælu forustu hans í því að gera V.R. að hreinu launþegafélagi og koma á fót lífeyrissjóði fyrir verzlunarmenn. Á þessum aðal- fundi gekk einnig úr stjórninni Daníel Gíslason, sem starfað hef- ur ötullega að málefnum V.R. sem stjómarmeðlimur í 8 ár. ÓTRYGG FRAMTÍÐ Ýmis félagsmál voru rædd á fundinum. Kom það greini- lega fram við umræður, að félagsmenn eru nú mjög ugg- andi um sinn hag vegna að- gerða ríkisstjórnarinnar, sem hætt er við að komi mjög hart Guðm. H. Garðarsson. niður á hinni fjölmennu stétt launþega, er starfar við verzl- un og vörudreifingu. Nokkrir kommúnistar stóðu upp og mótmæltu því að aðgerðir nú- verandi ríkisstjórnar skertu á nokkurn hátt kjör launþeg- anna. En einn kon:múni*t anna var þó ekki samkvæm- ari sjálfum sér en svo, að hann bar fram tillögu um að V.R. gerðist aðili að atvinnu- leysistryggingum, vegna hins „væntanlega atvinnuleysis“ eins og hann orðaði það. Iðjukosningarnar: Koupmenn í Cuxhoven fugnu fisklondunum íslendingu íCAUPMENN í Cuxhaven og öðrum þýzkum höfnum, sem íslenzkir. togarar sigla til, fagna mjög hinum miklu vörukaupum íslenzkra sjó- manna. Hefur verzlun kaupmanna aukizt verulega vegna þessara aýju og óvæntu viðskiptamanna. Hafa birzt nokkra'r smágreinar um þetta í þýzkum blöðum, m. a. nýlega 1 blaðinu „Bergedorfer ^eitung", en þar segir: VÖRUKAUP HÁSETA Eftir komu íslenzka togar- ans til hafnar, fær skipstjórinn þegar útborgaða allháa upp- hæð frá umboðsmanninum. — Sérhver skipverji — en þeir eru 30 talsins — fær útborg- aða hina fastákveðnu upphæð í þýzkum gjaldeyri, 410 mörk (um 1600 krónur). — Margir sjómannanna hafa líka annan Skólamótið heldur áfram í dag SKÓLAMÓT f. F. R. N., sem nú stendur yfir heldur áfram í dag í KR-húsinu og hefst kl. 2 síðd. Keppa þá 4. flokkur Lindargötu- skóla á móti Laugarnesskóla. — Réttarholtsskóli á móti Gagn- fræðaskóla Vesturbæjar Gagn- fræðaskóli Austurbæjar situr hjá í dag. í kvennaflokki keppa Kvenna- skólinn og Verzlunarskólinn. í 3. fl. karla keppa landsprófið A-lið á móti Flensborg, Verzlunarskól- inn og Gagnfræðaskóli verknáms- ins og Gagnfræðaskóli Austur- bæjar á móti Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. f 1. fl. Háskólinn og Menntaskólinn og Iðnskólinn í Reykjavík og Vélaskólinn. Lenli á snjóskíðum KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 19. febr. — í dag kom Björn Pálsson flugmaður hingað á sjúkraflugvél sinni og sótti hingað sjúkling sem þurfti að komast á Landspítalann. Björn hafði skíðin undir flugvél sinni, enda hefði verið ófært að lenda á flugvellinum að öðrum kosti, þar sem mikill snjór er á honum og ófært öðrum flugvél- um. Lendingin tókst vel og einnig flugtakið. —Fréttaritari. útlendan gjaldeyri, sem þeir skipta í þýzk mörk og oftar en einu sinni hefur það komið fyrir, að umboðsmaðurinn hef ur orðið að greiða skuldir ein- hvers af áhöfninni, því að gjaldeyrir hans hefur ekki nægt. HLAÐNIR LEIKFÖNGUM OG SKÓM Það er orðin algeng sjón í Cux- haven, að sjómenn hlaðnir böggl- um gangi niður að höfninni og — (iaza Frh. af bls. 1. sem ræktaðir verði sítrus-ávexíir. í öllum þorpum á Gaza-svæðinu eru sérfræðingar frá ísrael nú önnum kafnir við að kenna bænd unum að rækta jörðina, bæta bú- stofn slnn og auka uppskeruna. En þetta kostar mikið erfiði. Arabarnir á svæðinu eru tregir til samvinnu. Þeir hlusta á út- varp Nassers hvenær sem færi gefst. Þeir storka ísraelsmönn- um á allan máta, bera sígarettu- kveikja með mynd Nassers, neita að viðurkenna mynt ísraels og skipta ekki við verzlanir ísraels- manna af þeim sökum. Nýlega voru 20 kennarar handteknir fyr- ir að láta unglingana skrifa rit- gerð um þörfina á því að drepa ísraelsmenn. Það er sem sé allt í óvissu um framtíð Gaza enn sem komið er, og það vita íbúamir. Einn þeirra sagði, þegar hann var spurður um skoðun sína á framtíð Gaza: „Segðu mér, bver verður húsbóndi okkar, og þá skal ég segja þér, hvað ég álít“. Gaza hefur jafnan verið óróa- svæði og verður það víst enn um sinn. Það var í Gaza, sem hinn sögufrægi Samson felldi musterið yfir sjálfan sig og ofsóknarmenn sína. um borð í íslenzk fiskiskip. Mest kaupa þeir af leikföngum, skóm og vefnaðarvörum, en þessir hlutir eru mjög dýrir á íslandi. Það er ekki nóg með það að áhöfnin kaupi þannig í hverri ferð vörur í borginni fyrir 10 þúsund mörk (um 40 þús. kr.), heldur bætast ofan á þetta birgða kaup skipsins, ís, veiðarfæri o. s. frv., sem munu að jafnaði vera keypt fyrir 30 þús. mörk í hverri ferð (um 120 þús. kr.) Og þá verður að greiða í hverri ferð löndunarkostnað hjá „Seefisch- markt“ hf. og tolla sem nema um 10 þús. mörkum. Oft fara ís- lenzku skipin líka til viðgerða í þýzkum slippum og skilja einn- ig eftir peninga fyrir það. Það hefur því komið í ljós, að íslenzku togararnir koma ekki aðeins með góðan og ferskan fisk, þeir veita einnig miklu fjármagni til staðanna þar sem þeir landa. Ingi lapaði í 10. umferð TÍUNDA og næst síðasta umferð á skákþingi Reykjavíkur var tefld í fyrrakvöld og urðu úrslit m. a. þau að Guðm. Aronsson vann. Inga R., Herman Pilnik Gilfer, Guðm. Ág. Þóri Ólafsson, Lárus Johnsen Kára Sólmundars. og Sveinn Kristinsson vann Gunn- ar Ólafsson. Pilnik er nú efstur með 814 vinning og næstur er Ingi með 714. í 3.—6. sæti eru Guðmundur Aronsson, Guðm. Ág., Lárus og Sveinn, en þeir hafa allir 7 vinn- inga hver. Síðan koma Gilfer, Áki, Baldur Davíðsson og Bjarni Magnússon, sem hafa 6% vinning hver. í 11. og síðustu umferðinni, sem tefld verður í kvöld eigast m. a. við Sveinn og Ingi, Guðm. Aronsson og Guðm. Ágústsson, Áki og Gilfer, Bjarni og Baldur Davíðsson, Pilnik og Lárus John- sen. Á fimmtudagskvöldið kl. 8 hefst svo undanrás í hraðskák- móti Reykjavíkur, og taka þátt I því allir beztu hraðskákmenn bæjarins, en einnig Pilnik sem gestur. Teflt verður í Þórskaffi. Á sunnudaginn verður síðan teflt til úrslita í því móti. Kommúnistastjórnin hefir svikizt um við gerð kjarasamninga ÍMN aí fjölmörgum ástæðum tll þess að lýðræðissinnaðir Iðju- 4 félagar ætla nú að losa sig við hina kommúnisku stjórn sína er sú, að hún hefur hundsað að vinna að kjarasamningum fyrir félagsmenn. Er það staðreynd að það, starfsfólk, sem stjórn Iðju hefur samið fyrir um launa- kjör og fríðindi er mun verr sett en sambæriiegir starfs- hópar, sem önnur félög hafa samið fyrir. Þetta ásamt fjölda annarra afglapa, sem stjóruin hefur gert sig seka um, er ástæðan til þess að hinn kommúnískl smánarblettur mun þurrkaður af félaginu í kosningunum á laugardaginn og sunnudaginn. Sem dæmi um eymd Iðju- stjórnarinnar í samninga- gerðum skal þeíta tekið: Iðja semur um kjör fyrir stúlkur, sem vinna í þvotta- húsum, nema hvað Verka- kvennafélagið Framsókn sem- ur fyrir þvottastúlkur á ein- stökum vinnustöðum. Þar sem „Framsókn“ hefur samið um kjör, hafa stúlkurnar 33.600 kr. í byrjunarlaun á ári og 45 fría daga vegna veikinda, en þar sem kommúnistastjórn Iðju hefur samið, fá stúlkurn- ar aðeins 26.592 kr. í byrjun- arlaun og ekki nema 14 veik- indadaga. Til viðbótar þessu má svo benda á það að byrjunarlaun þau, sem „Framsókn“ hefur samið unr í þvottahúsum eru 1560 kr. grunnlaun á mánuði, en þar sem Iðja hefur samið fá þær stúlkur, sem hafa unn- ið í mörg ár við sama verk, aðeins 1475 kr. grunnlaun og eru það hámarkslaun. Hámark ið þar sem Iðja semur er því LÆGRA en lágmarkið þar sem „Framsókn" semur. Svo gersamlega hafa komm- únista-„félagamir“ í Iðju van- rækt starfið fyrir félagsmenn. Stjórn Iðju hefur heldur ekki hirt um að koma á Iauna- flokkun fyrir mismunandi vinnu, nema í örfáum tilfell- um. Ekki hefur hún heldur skeytt um að semja fyrir það fólk, sem vinnur ákvæðis- vinnu, en um það er mjög mikið i verksmiðjum. Yfir þessu er óánægjan inn- an félagsins orðin svo megn, að takist stjórninni ekki stór- kostlegt kosningasvindl á að- alfundinum mun hún verði felld. Iðjufélagar! Svarið þeim, sem svikið hafa að vinna að kjaramálum ykkar. Fellið kommúnistana! Akranes AKRANESI, 19. febr. — 18 bát- ar voru í róðri í dag. Nú eru að- eins fjórir komnir að í kvöld og eru þeir með 3—4 lestir. Ýmsir réru svo langt að þeir koma ekki að fyrr en um hádegi á morgun. í gær voru 20 bátar á sjó og voru með samtals 114 lestir. Aflahæst- ir voru Guðmundur Þorlákur og Sigurvon með 12 lestir hvor. Hingað kom Bjarni Ólafsson kl. 1 í fyrrinótt með 250 lestir af salti til bæjarútgerðarinnar. Von er á Akurey hingað frá Þýzka- landi í kvöld. — Oddur. Kvenfélagið Yon á Þinoeyri SO ára KVENFÉLAGH) VON á Þing- eyri átti 50 ára afmæli sl. sunnu- dag. Félagið var stofnað 17. febr. 1907 af rúmlega 30 konum. Var það þriðja kvenfélagið í röðinni á Vestfjörðum. Félagið hefur reynt eftir megni að vinna að ýmsum velferðarmál- um héraðsins. Félagið minnist afmælisins með veglegu hófi 23. febrúar í samkomuhúsi Þingeyringa. Núverandi stjórn skipa: Erla Sveinsdóttir, formaður; Ingunn Angantýsdóttir, ritari; og Hulda Sigmundsdóttir, féhirðir. — J. SEYÐISFIRÐI, 19. febrúar — Óvenju margir togarar hafa leit- að hér hafnar undanfarið vegna veikinda skiþverja, slysa á þeim eða viðgerðar á skipunum sjálf- um. —Fréttaritari. Þorði Lúðvík Jósefs- son ekki að mæla á fundi S.I.F. „Þjóffviljinn" hefur orffiff mjög hvumsa út af fundi fisk eigenda, sem haldinn var á dögunum, þar sem þaff kom fram, aff fiskframleiffendur mótmæltu hinu nýja frv. Lúff- víks Jósefssonar um sölu út- flutningsafurða og lýsáu þaff ósannindi, sem hanr. hafði sagt um óánægju fiskeigenda meff þaff sölufyrirkomutag, sem verið hefði og stjórn S.Í. F.. Þaff sem Þjóðviljinn skrlf- ar um þetta mál i gær er svo vandræðalegt og botnlaust aff sé nokkur í vafa um það hversu háffulega útreið Lúð- vík Jósefsson fékk á fundi S. Í.F., þá er ekki annaff en lesa Þjóðviljann í gær, því gremj an og vandræffin skína þar út úr hverri línu! En í þessu sambandi er rétt aff bera enn fram þá spurn- ingtu af hverju Lúffvík Jósefs son ekki kom nú á fundinn, eins og hann hefur gert und- anfarin ár og eins og hann hefur aðstöðu til sem fisk- framleiðandi? Var þaff af því að hann þorði þaff ekki eða taldi hann sig of fínan til þess? Effa hver var ástæffan? Þaff þurfti ekki að bjóða LÚð- vík — og slíkt átti raunar ekki við. Hann gat komiff ef hann vildi, en aldrei þessu vant kom hann nú ekki. Skák-keppnin 1. BORÐ Svart: Akureyri (Júlíus Bogas. - Jón Ingimarss.) ABCDEFGH ABCDEFGH Hvítt: Reykjavík (Ingi R. Jóhannsson) 38. Hc6xg6 2. BORÐ Svart: Reykjavík (Björn Jóhanness.-Sv. Kristinss.) ABCDEFGH ABCDEFGH Hvítt: Akureyri (Ingimar Jónss. - Kristinn Jónss.) 33. — — h7—h5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.