Morgunblaðið - 20.02.1957, Page 3

Morgunblaðið - 20.02.1957, Page 3
Miðvikudagur 20. febr. 1957 MORCUNBIAÐ1Ð 3 FerÖaskrifstofan í London í nýjum húsakynnum Starfar nú í Piccadilly 161 NOKKUR undanfarin ár hafa Eimskipafélag íslands, Ferðaskrif- stofa ríkisins og Flugfélag íslands rekið sameiginlega skrif- stofu í Lundúnum, og hefur hún verið til húsa í Princes Arcade, sem er yfirbyggð hliðargata. Um s.l. áramót var skrifstofan flutt í ný húsakynni við Picca- dilly 161. Er hún þar vel í sveit sett á götuhæð í hjarta stórborg- arinnar. Þykir hin nýja skrifstofa mjög smekklega innréttuð og hin ágætasta landkynning fyrir okk- ur. Yfir inngangi skrifstofunnar blasir nafnið ICELAND með stórum stöfum við öllum þeim mikla fjölda vegfarenda, sem fram hjá fer daglega. Hinn 1. þ. m. var skrifstofan opnuð með viðhöfn, og voru þar mættir um 80 gestir. Þeirra á meðal var sendiherra fslands í Lundúnum, dr. Kristinn Guð- mundsson, sem hélt ræðu við þetta tækifæri. Jóhann Sigurðsson veitir skrif- stofunni forstöðu, en honum til aðstoðar er annar íslendingur, Steindór Ólafsson, og ensk stúlka, Mrs. Nichols að nafni. ffa List á vinnustaÖ ii FRÉTTAMENN áttu í gær viðtal við útvarp>sstjóra, Vilhjálm Þ. Gíslason og norskan mann, Kaare Kolstad, sem er formaður félagsins „Kunst pá arbetsplatsen", sem er vel þekkt félag í Noregi og eins og nafnið ber með sér, annast málverka- og listsýningar á vinnustöðum. Hingað er Kolstad kominn á vegum ríkisútvarpsins, sem hefur í hyggju að koma á slíku fyrir- komulagi hér á landi. „List á vinnustað“ er nú þekkt á öðrum Norðurlöndum, en Noregur er upphafsland þessarar starfsemi. SYNING Starfsemi þessi verður hafin hér á landi með því að hafa sýn- ingu á tveimur flokkum mál- verka í Þjóðminjasafninu n.k. fimmtudag kl. 5 síðdegis og verð- ur hún opin almenningi nokkra daga. Síðan verður málverkun- um dreift á vinnustaði. Kvað Kol stad þessa tvo flokka vera „evrop isk landskapskunst" og ,,ny norsk farvegrafik“. FRÁSAGNIR AF MYNDLIST. Útvarpið hefur undanfarið haft í dagskrá sinni frásagnir af myndlist, sagði útvarpsstjóri, «n það hefur aldrei haft tæki- færi til þess að sýna neitt af málverkum með þessari fyrir- lestrastarfsemi. — Hann kvaðst hafa kynnzt þessari hreyfingu „list á vinnustað" fyrir nokkru 1 Noregi og strax fengið áhuga á að innleiða hana hér. HJÁLPARGÖGN MEB ERINDUM Tilgangurinn er að málverk- um og myndlist verði komið fyrir í matsölum fyrirtækja, verkstæð um og skrifstofum þeirra, sem það vilja. Á þannig að nota málverkin sem hjálpargögn til að auka og glæða þekkingu á myndlist og veita áhrifum hennar inn í daglegt líf og starf fólksins. Myndir þessar eru sum- ar stórar, aðrar smáar. Eru þær eftirmyndir af málverkum og myndum og af sömu stærðum og frummyndimar. Myndirnar verða síðan látnar ganga á milli fyrirtækja sem óska eftir þvL Sinfóníuhljom- sveitin SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís- lands efndi til tónleika í Þjóðleik húsinu á mánudagskvöld. Flutt var eingöngu tékknesk tónlist, undir stjórn Dr. Václav Smetá cek, aðalstjórnanda Borgar- hljómsveitarinnar í Prag. Tékkneska þjóðin er mikil menningarþj óð, og þá einnig á sviði tónlistarinnar. Hún hefur alið marga meistara tónlistar- innar á öllum tímum, og ber að skoða Johann Stamitz, sem var tékkneskur að ætterni, sem einn merkasta brautryðjanda tónlist- arinnar. Hann starfaði að vísu lengst af hjá kjörfurstanum í Mannheim í Þýzkalandi, og er hin merkilega Mannheim-stefna í tónlistinni byggð á starfi hans og tónsköpun. En marga fleiri má nefna, svo sem Smetana og Dvorak, sem viðfrægastir eru allra tékkneskra tónskálda. Sem dæmi um blómstrandi tónlistarlíf Tékka nú, má geta þess, að í höfuðborginni, Prag, eru sjö sinfóníuhljómsveitir starf andi, tvær á vegum ríkisins, tvær útvarpshljómsveitir, tvær óperu- hljómsveitir og ein kvikmynda- hljómsveit. En í öllu landinu eru níu ríkishljómsveitir starfandi. Þessir tónleikar voru mjög glæsilegir. Flutt voru verk eft ir Johann Stamitz (Sinfónía í D- dúr), Isa Krejci (Serenade), Zdenek Fibich (Nótt í Karlstein- kastala) og Dvorak (Sinfónía nr. 8 í G-dúr). Stamitz verkar á okk ur eins og hinir góðu gömlu klassisku meistarar. Hann víkk- aði svið tónlistarháttanna, varð, ásamt Philip Emanuel Bach fyr- irmynd þeirra Haydn's, Mozarts og Beethovens, sem byggðu sín risaverk á sama formgrundvelli. Serenade Isa Krejci var mjög heillandi, föst í formi, þróttmik- il, og á köflum eldfjörug. Fibich er, ásamt þeim Smetana og Dvo- rak mjög þekktur. Tónlist hans er hrífandi, rómantísk og melódí- nauðug. En hvað fantasíu og hug- kvæmni snertir kemst þó Dvorak lengst allra. Honum má um sumt líkja við Schubert, en hann sem- ur þó verk sín á þjóðlegum grund velli. Tékknesku þjóðlögin og þjóðlagastíllinn endurómar í snilldarlegri hljóðfær»útsetn- ingu víða í verkum hans, og er þessi G-dúr Sinfónía gott dæmi hinnar stórfenglegu tónsköpunar meistarans. Dr. Václav Smetácek stjórnaði hljómsveitinni af mikilli snilld. Hann er tónlistarmaður fram í fingurgóma og þaulæfður stjórn- andi. Þá sýndi Sinfóníuhljóm- sveitin okkar enn á ný, hvers hún er megnug, enda leysti hún hlutverk sitt af hendi með mik- illi prýði. Áheyrendur fylltu nær salinn, og þó, — nokkur sæti voru auð. Hvernig má slíkt ske í annari eins menningarborg og Reykja- vík? Fögnuðu áheyrendur hljóm sveitarstjóranum og hljómsveit- inni ákaft, og var Dr. Smetácek kallaður fram hvað eftir annað og þökkuð framúrskarandi stjórn. En hann lét hljómsveit- armennina rísa úr sætum eftir hvert verk. Mega íslendingar vera stoltir af að eiga þegar slíka Sinfóníuhljómsveit. — P. f. Jón á Gautlöndum Benedikt í Múla Jakob Hálfdánarson Elzta kaupfélag landsins 75 ára ELZTA KAUPFÉLAG landsins, Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík í Suður-Þingeyjarsýslu, á 75 ára afmæli í dag. Félagið telst hafa verið stofnað á fundi, sem haldinn var að Þverá í Laxárdal 20. febrúar 1882. Var þá tekin endanleg ákvörðun um að stofna vörupöntunarfélag fyrir héraðið og mættu á þeim fundi 15 menn úr ýmsum hreppum. Var margvíslegur undirbúningur á undan genginn. f Suður-Þingeyjarsýslu höfðu áður verið starfandi ýmis smá verzlunarfélög, en þau hurfu úr sögunni, er Gránufélagsverzlun- in var stofnuð nyrðra, undir for- ystu Tryggva Gunnarssonar. Þeg- ar K. Þ. var stofnað, vildu sumir að það yrði kallað „Verzlunar- félag“, eins og gömlu félögin höfðu heitið. Hitt varð þó ofan á að kalla félagið kaupfélag og fólst í því, að félagið ætlaði sér meira hlutverk, en hin gömlu verzlunarfélög höfðu haft. Þau höfðu nær eingöngu lagt áherzlu á að koma framleiðslu félags- manna í verð, en nú skyldi lögð meiri áherzla en áður á innkaup erlends varnings. STOFNENDUR Að stofnun félagsins stóðu margir dugmiklir bændur í hérað inu. Fyrstu stjórnina skipuðu: Jón Sigurðsson á Gautlöndum, séra Benedikt Kristjánsson í Múla og Jakob Hálfdánarson bóndi á Grímsstöðum í Mývatns- sveit. — Litlu síðar tók Jakob FLLLTKLI ISLANDS RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveð- ið að útnefna „ambassador ad hoc“ við þá miklu þjóðhátíð, sem í vændum er suður á Gull- strönd Afríku, er hið nýja ríki þar Ghana, verður lýst frjálst og fullvalda. — Sá sem útnefndur verður er forstjóri SÍS-hringsins, Erlendur Einarsson. í fréttatilk. er þess að vísu ekki getið hvern heiðurstitil forstjór- inn skuli bera við þetta tækifæri, en venja er að slíkir fulltrúar „fái bréf upp á það.“ að þeir séu sérstakir fulltrúar, „amv/ tador ad hoc“. f fréttatilk. utanríkisráðuneyt- isins um þetta segir m. a.: Ákveðið hefur verið að Erlend- ur Einarsson, forstjóri, verði full- trúi islenzku ríkisstjómarinnar við hátíðahöldin í Accra dag. 3. til 10. marz n.k. þegar Gull- ströndin (Ghana) öðlast sjálf- stæði. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 18. febrúar 1957. Ólympíukeppni í reiðmennsku o. II. í KVÖLD, miðvikudag, verður kvikmyndasýning i sýningarsal Upplýsingaþjónustu Bandaríkj- anna að Laugavegi 13, efstu hæð (gengið inn frá Smiðjustíg). Sýn ingin hefst kl. 9 e.h., og verða eftirtaldar myndir sýndar: 1. Víðsjá — 24. Fyrsti þáttur er frá ólympíukeppni í reið- mennsku í Stokkhólmi sl. sum- ar. Annar þáttur er úr heimi dýr- anna. Þriðji þáttur er um ferða- lag landstjórans í Kanada um heimskautahéruð landsins og Eskimóabyggðir. 2. Drengurinn Mikael. Þetta er mjög fróðleg og skemmtileg mynd um sauðfjárbúskap í fylk- inu Nýja-Mexíkó og drengurinn Mikael, sem tekur sinn þátt í starfinu af lífi og sál, þótt ungur sé að árum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Aðgöngumiðar eru af- hentir í ameríska bókasafninu að Laugavegi 13 (neðstu hæð). Hálfdánarson að sér „erindis- rekstur“ fyrir félagið, eða fram- kvæmdastjórn þess, eins og það mundi kallað nú, og kom Bene- dikt Jónsson þá inn í stjórnina í hans stað. Jakob Hálfdánarson er talinn vera aðalhvatamaður að stofnun félagsins og hafði hann veg og vanda að rekstri þess á fyrstu áratugunum eða fram til 1905. STARFSEMI FÉLAGSINS Á fyrstu árum félagsins var íllt árferði og átti það þá í mikl- um erfiðleikum. Samkeppnin við aðalverzlunina í héraðinu, sem þá var á Húsavík, var hörð, en það var dönsk verzlun, sem rekin var af íslenzkum „faktor“. Eftir fyrstu byrjunarörðugleikana tók félagið að blómgast og varð hag- ur þess góður. Fylgdi hann jafnan árferðinu, þannig að betur gekk, þegar fénaðarhöld voru góð, en miður, þegar harðæri gekk yfir. Á kreppuárunum milli 1930 og 39 komst félagið í mikla fjárhags- örðugleika og greiðsluþrot en rétti við aftur fyrir samtök félags manna. Síðan hefur starfsemin vaxið mjög og er nú orðin all fjölþætt og blómleg. Lengst hafa kaupfélagsstjórar verið þeir Jakob Hálfdánarson, Pétur Jónsson á Gautlöndum og Sigurður Bjarklind. Núverandi kaupfélagsstjóri er Finnur Krist- jánsson. Núverandi stjórn félags- ins skipa þeir Karl Kristjánsson, alþm. formaður, meðstjórnendur eru þeir Baldur Baldvinsson, Illugi Jónsson, Bjartmar Guð- mundsson og Úlfur Indriðason. VIÐRAR ILLA TIL HÁTÍÐARHALDA Þegar Morgunblaðið átti í gær tal við kaupfélagsstjórann á Húsavík, hafði verið þar stórhríð og samgöngur orðnar mjög treg- ar. Sagði kaupfélagsstjórinn að ekki væri hægt um vik til hátíða- halda í tilefni af afmælinu. Félags stjórnin hefði kvöldboð inni fyrir starfsmenn félagsins og í tilefni af afmælinu væri gluggaskreyt- ing í verzlunarhúsi félagsins, þar sem m. a. væru sýndir gamlir sögulegir munir, sem tengdir væru við félagið. Sérstakt hefti kæmi einnig út af fjölrituðu blaði félagsins, sem nefnist „Boð- beri“ og flytur það greinar eftir ýmsa í tilefni afmælisins. Einar Ásmundsson, hæstaréttarlögmaður. Hafsteinn SigurSsson, lögfræðingur. Hafnarstræti 6, 2. hæð. Alls konar lögfræðistörf. Iðnaðarhúsnæði — f jármagn Hef yfir að ráða húsnæði ca. 80 ferm. og dálitlu fjár- magni. Vantar félaga til að reka einhvers konar iðnað eða iðju. Hef þekkingu á ýmsum störfum til sjós og lands, bókfærslukunnátta og dálítil málakunnátta. Tilboð er greini starfsgrein og annað sem máli skiptir um væntan- legan félagsskap, sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir laugardag 23. febr. merkt: „Atvinna — 2049.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.