Morgunblaðið - 20.02.1957, Qupperneq 8
8
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 20. febr. 1957
Rætt v/ð Sigurjón Rist um ár-
angurinn i Þjórsá síðustu helgi
Ishrannir hækkuðu yfirborð árinnar um rúma 17
meirar þar sem rafsföðvarhús eru fyrirhuguð
UM helgina var Sigurjón Rist
mælingamaður, austur við
Þjórsá til þess að kanna hækkun
þá er varð af völdum íshranna
er safnazt höfðu í Þjór?á hjá
Urriðafossi.
NEW YORK, 19. febr. — „Long
Days Journal into Night“ eftir
O’Neill verður leikið á alþjóða-
leikhátíð í París á næstunni. —
Leikritið sem margir gagnrýn-
endur telja bezta verk hins ágæta
höfundar verður eins konar full-
trúi fyrir bandarískan leikrita-
skáldskap á hátíð þessari.
í gær átti Mbl. tal við Sigurjón |
um þessa ferð hans austur.
Þegar Sigurjón kom austur að
Urriðafossi, var Þjórsá komin á
17. metrann yfir venjulega
óhindraða vetrarvatnsstöðu.
Þessar íshrannir myndast þann-
ig, að á láglendinu fyrir neðan
Egilsstaði kemur lagís yfir ána.
Stöðugt berst krap að, sem hækk
ar vatnsborðið og þá dregur úr
straumnum. Þegar straumhrað-
inn er kominn undir hálfan
metra á sekúndu, nær ísbrúnin
að færast lengra upp eftir, en á
þennan hátt hafði íshellumynd-
unin „kiifrað" upp Urriðafoss.
Gefur að skilja að mikið þarf
vatnsstaðan að hækka til þess að
fá straumhraðann í Þjórsá niður
fyrir hálfan metra á sekúndu.
Uppi á Skeiðum er Þjórsá auð
og einnig inni í óbyggðum, en
mikið barst niður ána af ísskriði.
Á sunnudagsmorguninn hafði
áin hækkað, en náði hæstu stöðu
um kvöldið. Voru þá fullir 17
metrar niður á venjulegan vetr-
arfarveg árinnar. Þá var lóðrétta
hæðin frá bænum að Urriðafossi
og niður að Þjórsá ,aðeins 2,8 m.
Nú var reynt að rifja upp eldri
sagnir um ágang Þjórsár, sagði
Sigurjón. Þarna mun bærinn
hafa staðið í hundruð ára og eng-
ar sagnir lifa um að Þjórsá hafi
náð honum í slíkum ágangi. —
Hæstu vatnsstöður síðasta manns
aldur eru 1918 og veturinn 1926—
’27, en þá mun áin hafa fyllilega
náð þessari hæð.
Haraldur Einarsson, bóndi á
Urriðafossi, hefir stundað vatns-
mælingar í ánni.
Um þetta leyti voru hrannirn-
ar sem skrúfuðust upp úti á
ánni sex metrar á hæð! eða náðu
jafnhátt bæjarhúsunum á Urr-
iðafossi. Þetta minnti mig, sagði
Sigurjón, á hrannirnar í fjarðar-
botnum á Vestfjörðum, sem sjáv-
arföllin skrúfa upp. Uppi hjá
gömlum h«-unni yfir Þjórsá voru
aðeins 3 metrar niður á íshrönn-
ina, sem algjörlega huldi Þjórsá
og maður heyrði ekki neitt í þess-
ari vatnsmiklu á. Öðru hverju
bárust manni til eyrna þungar
drunur, er íshrannirnar þokuðust
til.
— Er það ekki í námunda við
Urriðafoss, sem ráðgert hefur
verið orkuver, þegar við virkjum
Þjórsá?
— Jú, rétt fyrir neðan Urriða-
foss, en þar er hrönnin 17 metrar
á hæð. Fram hjá þvi verður ekki
komizt að ef þar hefði verið
stöðvarhús nú hefði verið óþarfi
að tíunda það frekar, sagði Sigur.
jón Rist.
— Er hægt að koma í veg fyrir
slíkan ágang Þjórsár?
•— Það er vafalaust hægt,
og á þessum dýrmæta stað
við virkjun Þjórsár, þar sem allt
hennar vatnsmagn er komið sam-
an, verður vafalaust reynt að
finna ráð. Virðist þá liggja fyrst
fyrir að stöðva isskriðið ofan að,
með því að byggja stíflur ofar
með farveginum, jafnvel inn á
hálendinu. S<töðva ísskriðið með
lagís á lónunum við stíflugarð-
ana.
— Er þetta eini staðurinn í
Þjórsá, sem svo hætt er við
ágangi?
— Nei, íshellumyndunin „klifr-
ar“ á sama hátt upp Búðafoss,
uppi hjá Minna-Hofi. Þar verður
alveg slétt yfir fossinn og Þjórsá
fer þar upp úr sínum farvegi.
Þegar íshellumyndunin skríður
enn lengra upp eftir, flæðir áin
heim á tún á bæjum, t. d. Þjórs-
árholti. Sama endurtekur sig of-
ar; uppi hjá Ásólfsstcðum mynd-
Alltaf eitthvað nýtt
12 manna kaffistell frá kr. 385.00
12 manna matarstell frá kr. 805.00
Kristalvörur, Vasar, Diskar og Skálar,
Bollapör með disk, frá kr. 25.00.
Hárþurrkur.
Rafmagnsofnar með og án viftu.
Standlampar, með 3 ljósum.
Raflampagerðin
Suðurgötu 3 — Sími 1926.
I 'éé
* a
•tóiír.. .. ’’
„KREFT"
eldavélar
fiigum nokkur stykki eftir
if þýzkum KREFT elda-
vélum með 3 plötum.
Notið tækifærið.
Clerið góð kaup.
Raflampagerðin,
Suðurgötu 3.
Sími 1926.
Stúlka óskast
strax í kjötverzlunina Hrísateig 14
ast lagís og á flatlendinu
þar inn eftir. Einnig hrannast
upp við Þjófafoss undan Búr-
felli, svo að hæð hrannarinnar
hjá Urriðafossi er ekkert eins-
dæmi í Þjórsá. Á þessum stöðum,
en þó einkum uppi hjá Búrfelli,
myndar hún engu minni hrannir.
Seint á sunnudagskvöld hafði
Þjórsá náð til að renna undir
hrönnina og vatnsborðið seig og
hrönnin úti á miðri ánni tók þeg-
ar að lækka.
— Eftir þeim fregnum, sem ég
hef síðast að austan, sagði Sigur-
jón, hefur nú alveg tekið fyrir
ísskriðið ofan að. Þjórsá er búin
að gera geil í ishrönnina og
standa nú hamraveggir henn-
ar beggja vegna, en Þjórsá
auð í miðju, allt niður fyrir
Urriðafoss. — Er nú ólíklegt
að áin ógni bænum að Urriða-
fossi frekar en orðið er, því hald-
ist frostin frýs meira af Þjórsá
ofar og ekkert skrið kemst þá
.
niður eftir ánni; hlýni í veðri,
þá mun örar étast úr úr hrönn-
unum og farvegurinn komast
smám saman i eðlilegt horf. —.
Hættulegust er í slíkum tilfellum,
er asahláka áður en áin hefur
lokazt hið efra.
Að lokum sagði Sigurjón Rist
að þessi vatnsborðshækkun af
völdum íss, sé ein hin allra mesta
sem um getur á Norðurlöndum.
En ekkert skal þó um þetta full-
yrt, því vera má að systir Þjórs-
ár, Jökulsá á Fjöllum, hlaði upp
eigi minni íshrönnum þegar rek-
ur í hana irmi á óbyggðum. —
Sagðist Fjalla-Bensi oft hafa séð
hanna illúðlega inni á öræfum,
er hann var þar í skammdeginu.
Þar liggja steinar langt frá far-
vegi Jökulsár, sem eru slípaðir
af vatni og auðséð er að áin hef-
ur borið út í hraunið. Þeir munu
þó ekki hafa borizt þangað í stór-
felldum jökulhlaupum.
Sv. Þ.
Bergljót n Skeri — minning
UM miðja 19. öld bjuggu í Vest-
ur-Botni í Patreksfirði hjónin
Ingibjörg Sigurðardóttir og Sig-
urður Gíslason, prests í Sauð-
lauksdal.
Hinn 5. okt. 1860 eignuðust
þau dóttur, sem skírð var Guð-
rún Bergljót Ólína, en alls urðu
börn þeirra hjóna 10. Þessi stúlka
varð síðan góðkunn undir nafn-
inu Bergljót á Skeri. Hún andað-
ist 11. þ. m. 96 ára gömul og fer
útför hennar fram í dag.
Bergljót giftist 1883 Kristjáni
Björnssyni og fóru þau að búa í
Vestur-Botni. Þar bjuggu þau í
16 ár, síðan 3 ár á Hlaðseyri, en
1902 fluttust þau að Hvalskeri,
sem venjulega er aðeins nefnt
Sker.
Eftir nokkurra ára búskap á
Skeri veiktist Kristján af holds-
veiki og andaðist 1910. Bergljót
hélt búskapnum áfram með börn-
um sínum þar til Magnús sonur
hennar tók við jörð og búi að
Skeri 1916. Hún fluttist til
Reykjavíkur 1923 og dvaldist þar
til dauðadags.
Börn Bergljótar og Kristjáns
voru fimm: Dæturnar Sigríður
og Ingibjörg, sem lengst af voru
með móður sinni, Magnús bóndi
í Langabotni í Arnarfirði; Valde-
mar, sem drukknaði 1925, og
Marteinn vélstjóri, sem búsettur
er hér í bænum. Auk þess ól
Bergljót upp Hlín Magnúsdóttur
sonardóttur sína.
Þetta er fábrotin ævilýsing 96
ára konu og myndi gömlum og
gengnum Rauðsendingum fátt um
finnast, ef þannig ætti að minn-
ast Bergljótar á Skeri.
Vestur-Botn er í þjóðbraut,
næsti bær við Kleifaheiði, þar
sem leiðin liggur um milli Barða-
strandar og Patreksfjarðar. Má
því nærri geta hversu gestkvæmt
hefur þá verið í Vestur-Botni. En
Sker er líka í þjóðbraut, eini
bærinn á leið Rauðsendinga er
þeir fóru sínar kaupstaðarferðir.
Ekki varð hjá því komizt að bera
þar að garði, hvort sem lagt var
á sjóinn, yfir Patreksfjörð til
kaupstaðarins, eða að lagt var á
Skersfjall á heimleið.
Á þessum tveimur bæjum
gegndi Bergljót húsmóðurstörf-
unum í 30 ár. f þann tíma var
það ekkert hégómamál, hvemig
staðið var i húsmóðurstöðunni á
slíkum bæjum. Ferðamenn,
þreyttir, svangir og hraktir,
áttu ekki annars úrkosta en að
leita á náðir þessa fólks og þá
reyndi fyrst og fremst á húsmóð-
urina.
Lengi hefur íslenzk gestrisni
verið rómuð að verðleikum, en
móðurleg umhyggja Bergljótar á
Skeri fyrir gestum sínum verður
aldrei rómuð, sem vert er. Man
ég það vel, að ekki voru foreldrar
unglinganna á Rauðasandi með
öllu áhyggjulausir, er þeir sendu
þá í kaupstaðarferðir í misjöfn-
um-vetrarveðrum, gangandi yfir
fjall og síðan á opnum árabát
yfir fjörð. En ein var bót með
böli: Á Skeri var öllum tekið með
hlýjum höndum og blíðu brosi,
hvort sem menn voru ungir eða
gamlir, sjóhraktir eða veður-
barðir af fjallavegi, og aldrei um
endurgjald að ræða. Ætla mætti
að fjárhagsafkoma hjónanna á
Skeri hafi verið í lakara lagi,
svo mjög sem á þeim mæddi gesta
nauð, en svo var ekki. Munu þau
hafa búið við sæmilegan fjárhag.
En það var ekki Bergljót ein,
sem þannig tók gestunum. Hið
sama er að segja um Kristján
bónda meðan hans naut við og
ekki síður börnin þeirra. Lengst
af áttu Rauðsendingar engan bát
á Skeri til ferða sinna yfir Pat-
reksfjörð. Þá var að fá þar lán-
aðan bát, eða stundum bæði bát
og menn. Margar slíkar ferðir
fóru þeir bræðurnir Magnús og
Valdemar.
Með þessum hætti skapaði
Bergljót á Skeri og fjölskylda
hennar þurfandi gestum sínum
það öryggi, sem nú þykir sjaldan
of dýru verði keypt. En hún skap-
aði líka sjálfri sér og heimili sínu
þá ást og virðingu, sem jafnvel
einsdæmi má kalla.
Bergljót var dul í skapi, hóg-
vær og prúðmannleg með af-
brigðum. Sorg né gleði varð lítt
á henni séð. En hafi ég þekkt
hana rétt, trúi ég því, að fátt hafi
verið henni meiri gleði, en að
vaka um vetrarnætur og þurrka
föt gesta sinna meðan þeir sváfu
og hvíldust í rúmum barna henn-
ar. Á hinu lét hún heldur ekki
bera, hversu þungbært það var,
að vita eiginmanninn holdsveik-
an árum saman og án allrar von-
ar um bata. Jafnvægið, skapfest-
an og andlegur þróttur voru
hennar sterkustu einkenni.
Bergljót var fríð kona og átti
ekki langt að sækja þann arf. Það
heyrði ég í gamla daga að Ingi-
björg móðir hennar hefði verið
glæsileg kona og væri hún fyrir-
myndin að Sigrúnu í Manni og
konu Jóns Thoroddsen.
Nú eru flestir gengnir, sem
Bergljótu áttu mest að þakka. En
þó munu allir Rauðsendingar og
fjöldi annarra, sem hana þekktu,
flytja henni kveðjur sínar og
þakkir og óska þess að íslenzkar
húsmæður á komandi tímum lík-
ist sem mest henni Bergljótu á
Skeri.
S. E.