Morgunblaðið - 20.02.1957, Page 9
Miðvikudagur 20. febr. 1957
MOPCUNBl. 4Ð1£
9
Ríkisstjórnin œtlar að heimfa af þjóðinni
á þessu ári 7200—7300 millj. Tcr.
Herra forseti.
Þá er nú loks komið að 2. um-
ræðu fjárlaga fyrir árið 1957. Hef
ir í þetta sinn lítið borið á þeim
metnaði hæstv. fjármálaráðherra
að láta jafnan afgreiða fjárlögin
fyrir áramót, sem er auðvitað
sjálfsagt að gera, nema eitthvað
sérstakt hamli.
EINKENNILEGUR DRÁTTUR
Á FJÁRLAGAAFGREIÐSLU
Fjárlögin fyrir árið 1956 voru
afgreidd í janúarlok 1956, en 2.
umræða þeirra fór fram um miðj-
an desember. Fjárlögin voru þá
afgreidd um sama leyti og tillög-
ur ríkisstjórnarinnar um aðstoð
við útflutningsframleiðsluna og
tekjuöflun fyrir ríkissjóð til þess
að mæta fyrirsjáanlegum greiðslu
halla, sem leiddi af þeirri óheilla-
þróun, er fylgdi í kjölfar verk-
fallanna 1955. Fjármálaráðherra
átaldi þá mjög Sjálfstæðismenn
fyrir að hafa ekki viljað afgreiða
fjárlögin áður en teknar höfðu
verið endanlegar ákvarðanir um
aðstoð við útflutningsframleiðsl-
una, þótt ljóst væri, að úrslit þess
máls kynnu að hafa veruleg á-
hrif á fjárhag ríkissjóðs. Nú var
engin tilraun gerð til þess að af-
greiða fjárlögin einu sinni til 3.
umr. fyrir áramót, hvað þá að
ljúka afgreiðslu þeirra, enda þótt
hið mikia skattafrumvarp ríkis-
stjórnarinnar, sem á í senn að
tryggja rekstur útvegsins og afla
ríkissjóði tekna til þess að
standa undir greiðsluhalla á vænt
anlegum fjárlögum ársins 1957,
væri afgreitt frá Alþingi fyrir jól.
Þegar þessi staðreynd er höfð í
huga, verða vinnubrögðin við af-
greíðslu fjárlaga og áhugaleysi
fjármálaráðherra á því sviði væg-
ast sagt furðuleg. Fyrir jól eru
lagðir á stórkostlegir nýir skatt-
ar, sem ríkissjóði mun ætlað að
fá um 100 millj. af í sinn hlut
til þess að mæta greiðsluhalla,
sem enginn veit þá hver verður.
Hefði þó óneitanlega verið hægt
að komast nærri hinu rétta um
þá þörf, ef fjárlagafrumvarpið
hefði verið fyrir þann tíma af-
greitt til 3. umr. að minnsta kosti.
En í þess stað er engin athugun
gerð á útgjaldaþörfinni, engin að-
finnsla kemur frá fjármálaráð-
herra í þetta sinn, þótt nú hefði
vissulega verið auðið að afgreiða
fjárlögin fyrir áramót, og
afgreiðslan er ekki aðeins dreg-
in til janúarloka heldur svo
nærri lokum febrúarmánaðar, að
þáð verður að hafa sig allan við
ef auðið á að vera að afgreiða
fjárlogin það snemma, að fjár-
málaráðherra þurfi ekki að fá
nýja heimild fyrir bráðabirgða-
fjárgreiðslum úr ríkissjóði.
ENGIN TEKJUÁÆTUUN
En nú kemur að öðrum þætti
þessa máls, sem er jafnvel enn
kynlegri. Fyrir jól taldi fjármála-
ráðherra sig vita, að hann þyrfti
að heimta af þjóðinni 80—100
millj. í nýjum sköttum til þarfa
ríkissjóðs, en nú, þegar hálfur
annar mánuður er liðinn af fjár-
lagaárinu 1957, þá er þess eng-
inn kostur að fá um það upplýs-
ingar, hverjar tekjuhorfur ríkis-
sjóðs séu á þessu ári. Höfum við
í minni hl. nefndarinnar hvað
eftir annað óskað upplýsinga um
tekjuáætlunina í nefndinni, en
formaður jafnan tjáð okkur, að
fjármálaráðherra væri ekki enn
reiðubúinn með þær upplýsingar.
Er þessi tregða fjármálaráðherra
að gefa upplýsingar um tekju-
horfur ríkissjóðs óskiljanleg.
Hvernig í ósköpunum hefir hann
undanfarin ár getað gert slika
áætlun í desembermánuði árið
áður? Og í fyrra lágu upplýsingar
um tekjur ársins 1955 fyrir nefnd-
inni þegar hún afgreiddi frum-
varpið endanlega frá sér síðari
hluta janúarmánaðar. Nú er hins
vegar ekki hægt að fá slíkar upp-
lýsingar um miðjan febrúar, þótt
fjármálaráðherra teldi sig vita 1
i skötfum ag fallum
Áhrifaríkast til hagsbúta fyrir þjéðina
að stjórnin fari sem fyrst trá völdum
desember, að hann þyrfti að fá
í kassa sinn á þessu ári 80—100
millj. til viðbótar við alla gömlu
skattana. Voru þær þá ef til vill
lagðar á þjóðina út í bláinn til
þess að ríkisstjórnin hefði nógu
úr að spila?
Ég hefi haft náið samstarf við
hæstv. fjármálaráðherra um
margra ára skeið, og ég verð að
segja það, að þessi vinnubrögð
hans koma mér mjög á óvart.
Virðist sem honum sé æði mikið
brugðið á þessu sviði eins og ýms-
um öðrum, og hefði ég þó sízt
haldið að hann léti hina nýju
bandamenn sína glepja sig í af-
greiðslu fjárlaga. En það er til-
gangslaust að reyna að halda því
fram, að fjármálaráðherra viti
ekki nú gerla um tekjur ríkis-
sjóðs s. 1. ár, og verð ég að átelja
það, að slíkum upplýsingum
skuli haldið leyndum fyrir stjórn-
arandstöðunni, svo að við höfum
orðið að taka afstöðu til af-
greiðslu mála við þessa umræðu,
án þess að vita nema óljóst um
tekjuhorfur á þessu éri. Það
kórónar svo allt saman, þegar
fjármálaráðherra lætur blað sitt
varpa hnútum að okkur Sjálf-
stæðismönnum í fjárveitinga-
nefnd fyrir að flytja tillögur til
útgjaldaauka, án þess að benda
á tekjur á móti. Stjórnarliðið í
nefndinni hefir þó leyft sér að
bera fram útgjaldatillögur, sem
leiða af sér um 70 millj. kr.
greiðsluhalla á fjárlagafrumvarp-
inu við þessa umræðu, en okkar
sérstöku tillögur nema rúmum
7 millj. kr. Þegar slík hógværð
af okkar hendi er talin vítavert
ábyrgðarleysi, þá tekur skörin að
færast upp á bekkinn.
Hv. framsm, meiri hl. nefndar-
innar hefir skýrt frá sérstöðu
okkar í sambandi við tillögur
þær, sem fluttar eru í nafni allrar
nefndarinnar á þskj. 252. Þótt
við stöndum að flutningi þeirra
tillagna ásamt meiri hlutanum
höfum við óbundnar hendur um
afstöðu til einstakra tillagna og
flytjum auk þess sjálfstæðar
breytingartillögur, sem ég vík að
síðar. Stjórnarliðið í nefndinni
hefir að sjálfsögðu ráðið stefn-
unni í samráði við fjármálaráð-
herra, svo sem venja hefir verið.
Samstarf í nefndixmi hefir ann-
ars verið gott, en við málefna-
afgreiðslu í henni hefir það
valdið okkur í minni hlutanum
verulegum óþægindum, að sá
háttur var á hafður að ganga
ekki til atkvæða um nein erindi,
að undanteknum tillögum um
fjárveitingar til hafna, brúa,
vega og skóla, fyrr en degi áður
en afhenda átti tillögurnar til
Ræða Magnúsar Jónssonar
við abra umræðu fjárlaga
Magnús Jónsson.
fyrir Alþingi í þingbyrjun í haust
vakti ég sérstaka athygli á því,
að frumvarp þetta er 135 millj.
kr. hærra en fjárlagafrumvarp
ríkisstjórnarinnar árið áður, en
engu að síður höfðu fjárveitingar
til ýmissa verklegra framkvæmda
verið skornar niður um rúmar 8
millj. kr. í þessu fyrsta fjárlaga-
frumvarpi „vinstri" stjórnarinn-
ar. Sagði ég þá, að við Sjálf-
stæðismenn myndum leggja
megináherzlu á að fá þetta lag-
fært.
SJÁLFSTÆÐISMENN I.ÖGBU
MEGINÁHERZLU Á HÆKKUN
TIL VERKLEGRA FRAM-
KVÆMDA
Þegar mál þessi komu til um-
ræðu í nefndinni lögðum við
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til,
að allar fjárveitingar til verk-
legra framkvæmda, svo sem vega,
brúa, hafna, skóla o. s. frv., yi;ðu
hækkaðar um 20% frá fjárlögum
síðasta árs. Var þó ljóst, að með
þessari hækkun yrði útkoman
naumast betri en það, að hægt
yrði að halda í horfinu með fram-
kvæmdir á árinu 1957. Má til
samanburðar geta þess að hlið-
stæðar fjárveitingar voru hækk.
prentunar. Þar sem við frám til ] aðar um 25% í fjárlögum síðasta
þess tima höfðum enga hugmynd
um afstöðu meiri hlutans til ein-
stakra fjárbeiðna, er fyrir nefnd-
inni lágu, höfðum við lítið svig-
rúm til að undirbúa breytingar-
tillögur. Þessar tillögur meiri
hlutans voru svo bornar undir
atkvæði strax og þær voru lagðar
fram og treystum við okkur því
ekki við þá atkvæðagreiðslu til
að taka afstöðu til margra tillagn-
anna, þótt við eftir nánari athug-
un yrðum sammála um að styðja
allar tillögurnar með þeim fyrir-
vara, er ég hefi áður skýrt frá.
Um einstök atriði í starfi nefnd-
arinnar vil ég taka þetta fram
varðandi viðhorf okkar fulltrúa
Sj álfstæðisflokksins í nefndinni:
Þegar hæstvirtur fjármálaráð-
herra lagði fjárlagafrumvarp sitt
árs, svo að þessi till. okkar
sýndi fyllstu varfærni. — Síðari
upplýsingar um fyrirsjáanlegar
verðhækkanir benda meira að
segja til þess, að hækkunin þurfi
að vex-a töluvert meiri, en meðan
ekki er betur vitað um tekjuhorf-
ur höfum við viljað halda okkur
við þessa tillögu okkar, nema þar
sem eru alveg sérstakar ásfæður
fyrir hendi til frekari hækkunar.
Þessi tillaga okkar var felld af
stjórnarliðinu í nefndinni. Engu
að síður hefir það áunnizt við
endanlega afgreiðslu í nefndinni
fyrir þessa umræðu, að framlög
til brúa, hafna og skóla, að und-
anteknum fjárveitingum til
greiðslu vangoldinna eldri skulda,
hafa verið hækkuð um svipaða
upphæð og við lögðum til. Hins
vegar hefir ekki náðst samkomu-
lag við stjórnarliðið um samsvar-
andi hækkxm á nýbyggingarfé
vega og flytjum við því tillögu
um að hækka þau framlög hlið-
stætt framlögum til annarra verk
legra framkvæmda. Er þó raunar
þörf á mun meiri hækkun þegar
þess er gætt, hversu margir nýir
vegir voru teknir í þjóðvegatölu
við síðustu opnun vegalaga. Hef-
ir enn ekki verið talið fært að
auka nýbyggingarfé til þess að
mæta þeirri viðbótarþörf.
Flugvellirnir voru einu sam-
göngubæturnar, sem fundu náð
fyrir augum hæstv. fjármálaráð-
herra við samningu fjárlagafrv.
Ber að þakka það, að lítillega er
reynt að bæta úr þeirri brýnu
framkvæmdaþörf, sem er á því
sviði. Hefir nefndin síðan lagt til
að hækka þann lið nokkru meir.
í fyrra var, að tilhlutan fjárveit-
inganefndar, samþykkt , tillaga
um að gera framkvæmdaáætlun
um brýnustu framkvæmdir í
flugmálum næstu árin. Flugið er
að verða æ stærri liður í sam-
göngukerfi þjóðarinnar, en fram-
lög ríkisins til flugvallagerða og
nauðsynlegra mannvirkja og
öryggistækja eru enn alls ófull-
nægjandi.
Margar af breytingartillögum
nefndarinnar eru um hækkun
fjárveitinga til ýmissa ríkisstofn-
ana, bæði vegna, fjölgunar starfs-
manna og af öðrum sökum. Þær
hækkanir eru yfirleitt gerðar eft-
ir tillögum fjármálaráðuneytis-
ins.
STÓRHÆKKUN VEGNA NÝJU
SKATTANNA
Eftir að samþykktir höfðu ver-
ið hinir stórauknu tollar og skatt-
ar fyrir áramótin varð Ijóst, að
sérstakar hækkanir myndi verða
að gera á mörgum útgjaldalið-
um ríkissjóðs vegna þeirra.
Athugxm hefir verið gerð á þess-
um hækkunum af hinmn ýmsu
ríkisstofnunum, og þótt mörg
atriði séu erm óljós, mun naum-
ast ofmælt að gera ráð fyrir út-
gjaldaauka sem nemi um 25 millj.
kr. af þessum sökum. Má t. d.
nefna, að útgjöld simans mirnu
vegna nýju tollanna á þessu ári
hækka um 6 millj. kr., kostnað-
ur við utanríkismál hækkar um
1.5 millj., kostnaður við áætlaðar
framkvæmdir í raforkumálum á
þessu ári hækkar um 7 millj. kr.
og jafnvel um 6 millj. kr. í við-
bót, ef yfirfærslugjald fellur á
þessu ári á erlent lán Rafmagns-
veitna ríkisins, kostnaður ríkis-
spítalanna hækkar um 1 millj.,
kostnaður við Skipaútgerð ríkis-
ins um sennilega 1.5 millj. kr.,
kostnaður við brúargerðir hækk-
ar um 1.5 millj. kr. og margir
aðrir liðir um minni fjárhæðir.
Forstjóri Skipaútgerðarinnar tel-
ur hina nýju skatta og tolla valda
því fyrirtæki þungum búsifjum
og bendir m. a. á það, að skatt-
urinn á farseðla rýri mjög að-
stöðu Skipaútgerðarinnar í þeim
utanlandssiglingum, sem hún hef-
ir haldið uppi.
Þá er annar þátturinn í hin-
um margumtöluðu „bjargráoum"
ríkisstjórnarinnar sá, að hækka
verður framlög til að halda niðri
vöruverði um 24 millj. kr. þannig
að áætlað er, að niðurgreiðslur
nemi alls á þessu ári 83.5 millj.
kr., ef öll kurl eru þá enn til
grafar komin. Þegar þjóðinni er
sagt, að ríkisstjórnin hafi nú fund
ið frambúðarlausn á efnahags-
vandamálum þjóðarinnar, þá virð
ist ríkisstjórnin hafa gleymt þeim
aðvörunarorðum blaðs fjármála-
ráðherrans 8. júní s. 1., að niður-
greiðsluleiðin sé „engin frambúð-
arlausn heldur hættuleg svika-
leið“, sem brátt hefni sín, ef hún
sé framkvæmd í stórum stíl. Það
sýnist því næsta vafasöm fram-
búðarlausn, ef ganga á nú lengra
eftir þessari „svikaleið" Tímans
en nokkru sinni hefir áður verið
gert. Eða er ef til vill ekkert að
marka hvað „Tíminn“ segir?
Talið er óumflýjanlegt að
hækka framlag ríkissjóðs til
Skipaútgerðar ríkisins um 4 millj.
kr. á þessu ári og er þá kostnaður
ríkissjóðs við þessa útgerð orðinn
15.5 millj. kr. Ekki skal á neinn
hátt gert lítið úr þeirri mikilvægu
þjónustu, sem þetta fyrirtæki
veitir, en þessi útgerð er að verða
svo þungur baggi, að nauðsynlegt
er að kanna til hlítar, hvort eigi
sé hægt að veita þessa þjónustu
á hagkvæmari og kostnaðarminni
hátt. Sérstök milliþinganefnd
vinnur nú að tillögum um heild-
arskipulag samgangna innan-
lands, eftir tillögu frá fjárveit-
inganefnd í fyrra og því ekki
tímabært að taka þetta mál til
nánari athugunar fyrr en það álit
liggur fyrir.
Þótt við í minni hluta nefnd-
arinnar séum ekki ánægðir með
ýmis atriði í skiptingu nefndar-
innar á fé til verklegra fram-
kvæmda teljum við ekki ástæðu
til að bera fram sérstakar breyt-
ingartillögur um þau atriði. Við
höfum lagt áherzlu á að hafa
áhrif á heildarfjárveitingarnar
til hækkunar, en teljum eðlileg-
ast, að einstakir þingmenn flytji
breytingartillögur um þau atriði,
sem þá varða og þeir eru ekki
ásáttir með.
Framsögum. meiri hluta n.
hefir skýrt þær tillögur, sem
nefndin flytur sameiginlega. Tel
ég því ástæðulaust að rekja ein-
staka liði í þeim tillögum.
Ég verð að finna að því, að í
sumum tilfellum hefir fjármála-
ráðherra haft þann hátt á að
senda nefndinni til flutnings til-
lögur um milljónaútgjöld, án þess
að láta nokkra greinargerð fylgja,
og þótt við höfum gert fyrirspurn
ir og beðið um upplýsingar, þá
hafa þær upplýsingar ekki
fengizt. Skal ég þar t. d. nefna
tillögu um að hækka niðurgreiðsl
ur um 24 millj., hækka áætlað
framlag til atvinnuleysistrygg-
inga um 2 millj. kr., áætlað fram-
lag til greiðslu ábyrgðarlána um
2 millj. kr., taka upp fjárveit-
ingu til orlofsheimilis verkalýðs-
samtakanna 1 millj. kr. og hækka
ábyrgðarheimild vegná frysti-
húsa um 30 millj. kr. Ég er með
þessum aðfinnslum ekki að draga
í efa nauðsyn þessara tillagna,
svo sem atvikum er háttað, en
það er óviðunandi, að stjórnar-
andstaðan i nefndinni skuli ekki
fá fullnægjandi upplýsingar um
svo veigamikla útgjaldaliði, og
þótt munnlega sé um málin rætt
við meiri hluta nefndarinnar, þá
er það nánast óvirðing við nefnd-
ina að senda henni ekki formlega
greinargerð um svo stórvæg mál,
sem ætlazt er til að hún taki upp
sem sínar tillögur.
Um fjárveitinguna til orlofs-
heimilis verkalýðssamtakanna
verð ég að segja það, að það mál
er meðhöndlað á nokkuð óvenju-
legan hátt. Nefndinni var ekkert
erindi sent um málið og engin
grein gerð fyrir því, hvers konar
fyrirtæki væri hér um að ræöa.
Engin svör fengust við fyrirspurn
um okkar í minni hluta nefnd-
Framh. á bls. 12