Morgunblaðið - 20.02.1957, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.02.1957, Qupperneq 10
10 MORCUNBL Amn Miðvikudagur 20. febr. 1957 nntMafrifr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Askriftargjaid kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Fylgishrun kommúnisto innun verkalýðssamtukannn ATHYGLISVERÐASTA stað- reyndin, sem nú blasir við í ís- lenzku stjórnmálalífi, er vafa- laust hið mikla fylgishrun komm- únista, sem komið hefur í ljós í ýmsum félögum og samtökum að undanförnu. Hér er runnin af stað mikil skriða og er hún sjá- anlega ekki öll fallin enn. Munu menn fylgjast af athygli með því, sem gerist í þeim kosningum innan ýmissa verkalýðssamtaka. sem fara í hönd. Er þar fyrst að nefna kosninguna í stjórn „Iðju“, sem fer fram á sunnudaginn kemur. Niðurstöður undangeng- inna kosninsra I>egar litið er á nokkrar kosn- ingar, sem farið hafa fram nú fyrir skömmu, sést fylgishrun kommúnista glögglega. í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur töpuðu feir um fjórðungi atkvæða sinna. Sjómannafélagi Hafnarfjarðar töpuðu kommúnistar verulega at- kvæðum og þeim völdum, sem þeir áður höfðu haft í félaginu. Við kosningar í stjórn í Vörubíl- stjórafélaginu Þrótti í Reykja- vík í fyrra fengu kommúnistar 3 menn af 5 en töpuðu nú þessuro þrem mönnum og hafa því engan stjórnarmann. Var þar um mikið atkvæðatap að ræða. Einnig töp- uðu kommúnistar meirihluta í stjórn „Þróttar" á Siglufirði. Við kosningar í stjórn Félags járniðn- aðarmanna í Rvík í fyrra höfðu kommúnistar 80 atkvæða meiri- hluta en við nýafstaðnar stjórnar- kosningar í því félagi höfðu kommúnistar aðeins 16 atkv. meirihluta en andstæðingar þeirra unnu stórlega á. Við ný- afstaðnar kosningar í Prentara- félaginu töpuðu kommúnistar rösklega 30% af fylgi sínu og eru með öllu áhrifalausir í því félagi. Athyglin beinist nú að kosn- ingunum í „Iðju“, félagi iðn- verkafólks, sem fara fram á sunnudaginn. Því félagi hafa kommúnistar lengi haldið en fundurinn, sem kommúnista- stjórnin boðaði til sl. sunnudag sýndi að mikil straumhvörf eru að verða innan félagsins. Ekki er að efa að sú hreyfing, sem þar er orðin nægir til að steypa kommúnistum úr stóli, ef and- stæðingar þeirra eru samhentir og kosningarnar verða ófalsaðar. En það er gömul staðreynd að kommúnistar reyna að beita alls konar klækjum og brögðum við kosningar í verkalýðsfélögunum, þar sem þeir geta því við komið og telja sig í hættu. En slíkt er skammgóður vermir. Og verði andstæðingar kommúnista jafn einbeittir við kosningarnar, eins og fundurinn sl. sunnudag bar vott um, mun kommúnistum ekki duga að beita þar klækjum eða beinum fölsunum. Það er víst að kommúnistar eru nú orðnir mjög uggandi um sinn hag innan „Iðju“ og munu reyna allt, sem þeir mega, til að halda félaginu. Núv. formaður félags- ins er jafnframt formaður verka- lýðsfélaganna í Reykjavík og gamall og nýr Moskvuþjónn. Velt ur því hér á miklu að andstæð- ingar kommúnista herði róður inn og standi fast saman á kjör- degi. Ástæðurnar til fylgistapsins Ef gera skal grein fyrir ástæð- um þess, hversu fylgið hrynur af kommúnistum innan hinna ýmsu félaga, blasir ein staðreynd fyrst við: Það er nú orðið fullljóst öllum, sem vilja sjá, að komm- únistar miða ekki stefnu sína í verkalýðsmálum við hag verka- lýðsins, heldur við hag komm- únisíaflokksins, hvaða nafni, sem hann er skírður á hverjum tíma. Ef kommúnistum þykir það henta flokksins vegna, eru þeir hvenær sem er reiðubúnir til að kasta fyrir borð öllu, sem þeir áður hafa talið mestu hagsmuna- mál verkafólks. Á þeirri stundu, sem flokkshagur kommúnista krefst þess eru þeir boðnir og búnir til að taka upp kaupbind- ingu, vísitöluskerðingu og beina vísitölufölsun. Þeir gerast þá heitir talsmenn ráðstafana í efna- hagsmálum, sem miða að því að skerða stórlega kaupmátt launa. Þeir samþykkja glaðir gengis- lækkun ef flokknum er það hag- kvæmt. Hið eina skilyrði sem kommúnistar hafa sett er að gengislækkunin heiti ekki gengis lækkun, heldur eitthvað annað, svo sem yfirfærslugjald, útflutn- ingssjóðsgjöld eða því um líkt. En hvað verður langt þangað til kommúnistar samþykkja gengis- lækkun, sem verður alveg ódulin og heitir sínu rétta nafni? Ef svo heldur áfram, eins og nú horfir, verður vafalaust ekki langt þang- að til, að kommúnistar taka líka það skref. Kommúnistum er nú — flokks- ins vegna — mest áhugamál að tolla áfram í ríkisstjórn. Það má kosta hvað það vill — en tolla vilja þeir. Það, sem þeir hafa talið hagsmunamál launafólks er léttvægt gagnvart því mikla hagsmunamáli flokksins, að geta setið í ríkisstjórn. Það er í sam- ræmi við Moskvulínuna, að kommúnistar haldi sem fastast í stjórnarlínuna. Hagsmunir verkafólks eru hégómi hjá því. Það hefur nú skilizt fleiri mönn um innan verkalýðshreyfingar- innar en áður, að kommúnistar nota hagsmuni meðlima hennar aðeins sem tæki handa flokknum. Verkalýðssamtökin eiga að vera kommúnistum handhægt, póli- tískt áhald og ekkert annað. Það er þessi staðreynd, sem nú er orðin mörgum ljós, sem ekki skildu hana áður, sem fyrst og fremst hefur valdið fylgishrum kommúnista að undanförnu. Við þetta bætist svo hin almenna and- úð á kommúnistum, sem gengið hefur eins og flóðbylgja yfir heiminn vegna þjóðarmorðsins á Ungverjum. Kommúnisminn hef- ur sýnt hið rétta andlit sitt og beðið endanlegt gjaldþrot með vestrænum þjoðum. Áhrif þess hafa náð hingað til lands og þeirra gætir einnig í kosningun- um innan verkalýðssamtakanna. UTAN UR HEIMI ewiLœtti — SLpaLu* ^lota^orincýi — Sinha vícj, Lúnaour Cf önnur brot úr óöc^u óamtimanó AÐ hlýtur að vera erfitt að vera bandarísk- tr ambassador — a. m. k. þegar venfólk gegnir þessu mikilvæga mbætti. í hinni frægu borg .. . »* $88, Clare Boothe Luce Phoenix í Arizona er sjúkrah. og hvíldarheimili, þar sem nú dvelj- ast tvær þekktar konur, sem ver- ið hafa ambassadorar fyrir Banda ríkin. önnur er frú Clare Boothe Luce, fyrrverandi ambassador í Róm. Hin er Perle Mesta („Call me madam“), fyrrverandi am- bassador í Luxembourg og nú- verandi sérfræðingur í stórveizl- um. Frú Luce er svo máttfarin, að hún getur ekki tekið á móti gestum, en frú Mesta er „ eyði- lögð af ofreynslu." ★ ★ ★ i/EIF LUND, fyrrum flotamálafulltrúi í norska sendiráðinu í London, hefur ver- ið útnefndur yfirflotaforingi Eþí- ópíu. í hinum nýja flota Haile Selassies eru enn sem komið er engin skip og engir menn, og hann hefur enga höfn, en Lund hefur fengið enskan aðstoðarfor- ingja ★ ★ ★ B, ® UERNABÐ prins í Hol- landi, maður Júlíönu drottn- ingar, flýgur á næstunni til Banda ríkjanna og verður þar í fórsæti leynilegrar ráðstefnu, sem for- ustumenn í stjórnmálum og f jár- málum Evrópu og Ameríku munu eiga með sér. Prinsinn hefur stjórnað svipuðum ráðstefnum í Danmörku og Hollandi. Á ráð- stefnunni verður rætt opinskátt um þau mál, sem valdið hafa mis- klíð í hinum vestræna heimi. Til að tryggja algera leynd ráðstefn- unnar verður hún haldin á Saint Simon-eyjunni úti fyrir strönd- um Georgíu-fylkis. Út í eyjuna Iiggur aðeins ein brú, sem auðvelt er að halda vörð um, þar er citt gistihús, sem tekur 150 manns. Verður það eingöngu notað fyrir ráðstefnuna. ★ ★ ★ H, ERBERT HOOVER yngri, sá er dró sig í hlé sem aðstoðarutanríkisráðherra Banda ríkjanna eftir að hann hafði orð- ið fyrir hörðum árásum, þegar hann gegndi embætti utanríkis- ráðherra, meðan Dulles var veik- ur, verður sendur til Saudi-Ara- bíu í náinni framtíð. Þar mun hann verða „persónulegur ráð- gjafi“ Ibn Sauds konungs, en Hoover er sérfræðingur í olíu- málum og átti á sínum tíma mest- sem dómsmálaráðherrann gaf René Couturaud þingmanni á fundi í þjóðþinginu nýlega. Ráð- herrann sagði, að ekki væri hægt að fetta fingur út í slíkan einka- vígbúnað „á meðan hann á sér stað á umgirtu svæði og truflar ekki almcnna ró og reglu“. ★ ★ ★ Bernhard prins an þátt í að koma á sættum í olíu- deilunni í íran. ★ ★ ★ jfjjjfj O AMKVÆMT stjórnar- skránni hafa franskir borg- arar leyfi til að setja upp fall- byssur í görðum sínum í því skyni að hræða burt þjófa og umrenn- inga. Þetta kom fram í svari, Perle Mesta Jk. VFULLURIN, sem Saud konungur gaf á báðar hliðar í heimsókn sinni til Bandaríkj- anna (þau voru með mynd kon- ungsins), eru nú sem óðast að berast gjaldkera bandaríska utan ríkisráðuneytisins. Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna má enginn embættismaður stjórnar- innar taka á móti „gjöfum frá konungi, fursta eða erlendu ríki“. ★ ★ ★ Re JltEINHARD GEHLEN, hinn nýi yfirmaður vestur- þýzku leyniþjónustunnar, hefur ásamt nokkrum nánustu sam- starfsmönnum sínum myndað kammerhljómsveit, sem heldur litla hljómleika á heimilum með- limanna. Gehlen er sjálfur ágæt- ur fiðluleikari. í þessu tilliti á hann fordæmi: Canaris flotafor- ingi, sem var yfirmaður þýzku leyniþjónustunnar og var líflát- inn eftir tilræðið við Hitler, lék um skeið í tríói með Reynhard Heydrich, yfirmanni SS-sveit- anna og Ernst Kaltenbrunner, sem var hægri hönd Himmlers. Mikil harðindi i Norður-IHúEasýslu Skriðuklaustri, 18. febrúar. ÞORRAVEiÐUR hafa verið nú um skeið norðan og norðaustan, hvasst og éljaveður, með renningskófi öðru hverju. Frost hafa lengst af verið væg, en hafa þó komizt upp í 13—14 stig. Veðr- átta hefur verið mjög óstillt frá áramótum, og um Þorrakomuna setti hér austan-krapastorku, einkum á austurbyggð dalsins og hefur frá þeim tíma mátt heita haglaust þar og litlir hagar innst í Norðurdal. Haglaust mun með öllu um heiðar og hálendi vegna harðfennis og klaka. gefið á þá hnjóta sem vera kunna á stöku stað. Reinhard Gehlen HARÐINDI Hreindýr hafa talsvert verið í byggð hér frá því um jól. Rjúpur hafa einnig verið heima við bæi, Kemur slíkt varla fyrir nema að sverfi á háléndinu. Af Jökuldal eru þær fréttir, að haglaust megi heita þar um allan dal, nema á nokkrum yztu bæjunum að vest- anverðu, og því verra sem ofar kemur í dalinn. Veður hafa lengi verið svo slæm að ekki hefur Nú í byrjun Þorra komu tvö hrútlömb út í Suðurdalinn og heim undir beitarhús á Flöt. Þau voru úr Skriðdal og orðin mjög dregin, enda hefur lengi verið hagalaust á Suðurafréttum. Vegir munu nú víðast vera orðnir ófærir bílum. Þorrablót var nýlega haldið fyrir Fljóts- dælinga við Valþjófsstað. — J.P.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.