Morgunblaðið - 20.02.1957, Síða 13
Miðvikudagur 20. febr. 1957
MORCUNBLAÐIÐ
13
Tólf mílna landhelgi
Þingsályktunaitillaga
Pétuis Ottesen
T fyrri viku var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um
1 verndun fiskimiða umhverfis fsland, sem Pétur Ottesen flytur
í Sameinuðu þingi.
Tillagan hljóðar svo:
Alþingi ályktar að lýsa yfir þeim vilja sínum, að sjávarút-
vegsmálaráðherra setji, eigi síðar en að loknu yfirstandandi þingi
Sameinuðu þjóðanna, nýja reglugerð um verndun fiskimiða um-
hverfis ísland og verði þar ákveðið, að botnvörpu- og dragnóta-
veiðar skuli bannaðar umhverfis allt landið innan línu, sem dregin
er 12 sjómílur frá yztu annesjum, eyjum og skerjum.
GREINARGERÐ
Með hverju árinu sem líður
eykst og margfaldast hagnýting
nýrrar tækni á öllum sviðum at-
vinnulífsins.
Iðnaðarframleiðslunni fleygir
fram risaskrefum í vinnslu nátt-
úrlegra efna. Upp eru fundin
ýmiss konar gerviefni, en fram-
leiðsla þeirra er orðin mjög fyrir.
ferðarmikill þáttur í iðnaðinum.
Landbúnaðurinn er enginn
eftirbátur í því að tileinka sér
nýjungar á þessu sviði. Þar eru
á brautum nýrrar tækni unnin
stórvirki í verndun og aukningu
gróðurríkisins og hagnýtingu
þeirra náttúrugæða.
í>á hefur beiting nýrrar tækni
ekki farið fyrir ofan garð og neð-
an hjá sjávarútveginum. Tekur
það jöfnum höndum til fisköflun-
arinnar og hagnýtingar fisksins.
Stórfelldastar eru þó framfar-
irnar í fiskveiðunum. Að því er
þorskveiðar snertir er þátt-
ur botnvörpuveiðanna stærstur,
t. d. i Norður-Atlantshafinu. —
Aukning sú, sem orðin er á fisk-
veiðum með þessum hætti, tekur
flestu eða öllu fram. Skipin, sem
þessar. veiðar stunda, eru alltaf
byggð stærri og stæríi, og vaxa
veiðiafköstin að sama skapi. Þessi
stóru skip geta verið að veiðum
í flestum veðrum. Aflvélar þeirra
eru svo kraftmiklar, að þau geta
dregið vörpuna á því dýpi, þar
sem annars er fisks að vænta.
Opvídd vörpunnar er því meiri,
sem skipið er stærra. Þessari
veiðiaðferð er beitt gegn öllu,
sem kvikt er í sjónum, nema stór-
hvelum. Botnvarpan sogar í sig,
þar sem hún fer um, fisk á öllum
aldursskeiðum, frá hinu minnsta
seiði til þess fisks, sem náð hefur
fullum þroska. Á sumum svæð-
um er dráp og eyðing ungfisks-
ins, sem engum kemur að gagni
og mokað er aftur í sjóinn, miklu
stórfelldari að tölunni til en
nytjafisksins. Og nú er sums stað-
ar mikið um það rætt og þegar
hafnar tilraunir í þá átt að senda
frá veiðiskipunum rafmagns.
straum niður í sjóinn i því skyni
að geta með þeim hætti aukið
veiðiafköstin, og enn fleira af
því tagi er á prjónunum í sam-
bandi við botnvörpuveiðarnar.
Eins og botnvörpuveiðarnar
eru nú reknar, er efnt til svo
skefjalausrar rányrkju í sjónum,
að öllum hugsandi mönnum hlýt-
Ur að hrjósa hugur við. Og það
er ekki að ófyrirsynju, þó að
menn spyrji, hvar þetta lendi.
Segja mætti, að það væri sök sér
að hlíta enn um skeið, án þess að
breytingar yrðu gerðar á fisk-
veiðalandhelginni, rányrkju af
þessu tagi, ef á vegum hinnar
nýju tækni væru tiltæk ráð til
þess að forða ungWðinu frá
því að lenda í botnvörpunni, og
veit þó enginn nema botnvörpu-
veiðarnar, þó að þeim væri beint
að nytjafiskunum einum saman,
gætu orðið svo tilþrifamiklar og
aðgangsharðar, að til ofveiði
drægi samt. En hér er engu slíku
til að dreifa. Engin tæknileg ráð,
er hér koma að haldi, hafa enn
sem komið er fundizt. Hér skyldi
því allrar varúðar gætt, og það er
vissulega tímabært, að að því sé
hugað.
Það er að því vikið i upphafi
þessarar greinargerðar, að í iðn-
aðinum og þá ekki síður í land-
búnaðinum sé tækninni fyrst og
fremst beitt til uppbyggingar,
bættra og aukinna lífsskilyrða í
heiminum. í sjávarútveginum
stefnir þróunin í veigamiklum
atriðum í gagnstæða átt. Það er
með botnvörpuveiðunum verið að
rífa niður í stað þess að byggja
upp.
Engin þjóð í veröldinni er jafn-
mikið háð fiskveiðunum og fs-
lendingar. Meginhlutinn af út-
flutningsverðmætum þjóðarinnar
er tengdur við þennan atvinnu-
veg. íslendingar þurfa á miklum
gjaldeyri að halda til kaupa á
nauðsynjum frá öðrum löndum.
Það er ekki langt til alið um
varanlega uppbyggingu atvinnu-
veganna í landi voru.
Það hefur að langsamlega
mestu leyti fallið í skaut þeirrar
kynslóðar, sem hér hefur lifað og
starfað það sem af er þessari öld,
að inna þessa uppbyggingu af
hendi. fslendingar hafa í þessu
efni færzt mikið í fang hin síð-
ari ár. Og þeir eru staðráðnir í
að beina að því orku sinni og
manndómi að sækja þar fast
fram. En eins og að líkum lætur,
er ekki enn, þrátt fyrir þrótt-
mikið starf hina síðustu áratugi,
hálfsótt haf, að því er til þess
tekur að hagnýta náttúrugæði
lands vors. En framkvæmd á-
forma íslendinga í þessu efni er
að sjálfsögðu mjög háð því,
hversu gjöful fiskimiðin við
strendur landsins reynast þeim.
En þar eru óneitanlega dökkar
blikur í lofti.
Á fiskimiðin umhverfis ísland
sækir frá sjö þjóðlöndum árlega
mikill fjöldi erlendra botnvörpu-
skipa. Tala þeirra vex með hverju
árinu sem líður. En þar með er
sagan ekki öll sögð. Stærð þessara
skipa og veiðiafköst vaxa hröð-
um skrefum.
Ástæðan til þess, hve mikilli
örtröð erlendir togarar valda á
fiskimiðunum hér við land, er sú,
að fiskafli á heimamiðum þeirra
þjóða, sem gera út skipin, hefur
þorrið sökum ofveiði þeirra, sem
þau hafa valdið þar. Er því sigl-
ingu þessara skipa beint á þau
fiskimið, sem enn gefa nokkuð í
aðra hönd.
Það er nú að verða lýðum ljóst,
að fiskimiðin við ísand þola ekki
þessa áníðslu til lengdar. Hér
stefnir að því jafnt og þétt, ef
ekkert verður að gert, að meira
og meira dragi úr aflabrögðum og
að íslendinga^ standi andspænis
þeim afleiðingum, sem óhjá-
kvæmilega sigla í kjölfari ofveið-
innar.
Reynslan frá stríðsárunum
sýndi bezt, hver áhrif það hafði
á fiskveiðar fslendinga, að niður
lögðust með öllu að heita mátti
siglingar erlendra botnvörpu-
skipa hingað. Á þessum árum óx
fiskimagnið á miðunum stórlega.
En eigi leið á löngu eftir síðara
stríðið t.d., að það færi að draga
úr aflabrögðunum. Friðunin, sem
kom til framkvæmda 1952, sýndi
nokkurn árangur, sem kom fram
i því, að bátaflotinn fékk nokkru
rýmra svæði til athafna sinna en
áður var. En með stöðugt aukinni
ásókn erlendra togara á miðin
hefur komið i ljós, að sú friðun
nær harla skammt. Tvö síðustu
ár hefur veiðunum hrakað, mið-
að við það tímabil, sem við
bjuggum að aukningu fisksins
á stríðsárunum. Tvö síðastliðin ár
hafa bátaveiðarnar minnkað og
þó alveg sérstaklega á árinu 1956.
Þá var aflinn í Faxaflóa að með-
altali í hverjum róðri rúmlega
einni smálest minni en árið 1948,
þrátt fyrir það þótt bátarnir hafi
stækkað og veiðarfæranotkun allt
að því tvöfaldazt frá því, sem var
árið 1948. Á Vestfjörðum er mun-
urinn þó enn meiri, þar hefur
aflinn minnkað allt að þremur
smálestum í róðri. Afli togara á
heimamiðum hefur einnig minnk-
að á tveimur sl. árum.
Það er mjög athyglis- og íhug-
unarvert dæmi um áhrif botn-
vörpunnar, hversu farið hefur um
karfaveiðarnar. Hér við land hafa
á síðustu árum fundizt allvíð-
áttumikil karfamið. Þessi mið
reyndust í upphafi mjög aflasæl.
Var þar í byrjun miklu skjót-
teknari veiði en nokkur dæmi
voru til um aðrar fiskveiðar á
sama tíma, En þetta stóð ekki
nema um skamma hrið. Aflinn
þvarr brátt, og eyðing karfa-
stofnsins á þessum miðum virðist
svo alger, að þar hefur ekki á
síðustu árum orðið vart við karfa.
Það veit enginn, hvað langan
tíma það tekur, að karfinn komi
aftur á miðin. Og einu gildir, hvar
við strendur landsins finnast ný
karfamið, alls staðar sækir í sama
horfið. Að sama brunni ber á
þeim karfamiðum, sem fundizt
hafa við Grænland. Þau hafa einn
ig verið uppurin á skömmum
tíma.
Það hefur orðið hlutskipti ís-
lenzkra togara í seinni tíð vegna
vaxandi aflabrests á heimámiðum
að leita á Grænlandsmið. Þetta
gaf í fyrstu allgóða raun, einkum
meðan karfaveiðin hélzt. En eftir
að sú veiði brást, hefur mjög
dregið úr siglingum þangað, og
hafa þær nú að mestu lagzt nið-
ur. Á miðin við Grænland hef-
ur að undanförnu sótt mikill
fjöldi botnvörpuskipa víðs vegar
að. En þrátt fyrir það þótt á
þessum slóðum séu geysilega víð-
áttumikil fiskisvæði og að þorsk-
urinn hefur á síðustu 20—30 ár-
um hryngt á norðlægari breidd-
argráðum en áður var, eru botn-
vörpuveiðarnar farnar að segja
þar til sín víðar en á karfamið-
unum. — Það má gjarnan skjóta
því hér inn í sambandi við fisk-
veiðar íslendinga við Grænland,
að það er býsna hart, að þeir
skuli vera þar engu betur settir
en óviðkomandi þjóðir, þrátt fyrir
það þótt þeir eigi sögulegan og
lagalegan rétt til landsins og hag-
nýtingar á náttúrugæðum þess til
lands og sjávar.
Eins og nú er að verða ástatt
um fiskimiðin við ísland og veiði-
horfur á þeim, er ekki nema um
tvennt að velja fyrir íslendinga,
að stækka friðunarsvæðið veru-
lega eða horfa fram á það, að út-
gerðin kvoðni niður og veslist
upp vegnaaflabrests. Þetta eru
þau alvarlegu fyrirbæri, sem vér
nú stöndum frammi fyrir, og
þetta eru svo augljós sannindi, að
þar verða ekki brigður á bornar.
Það er íslendingum því lífsnauð-
syn, að friðunarsvæðið við strend
ur landsins verði stækkað. Þetta
þarf að gera, áður en allt er kom-
ið í kalda kol, áður en uppbygg-
ingarstarf þjóðarinnar og fram-
takssemi hefur vegna aflabrests
beðið mikinn og alvarlegan
hnekki. Hér er því í þessari þings
ályktunartillögu lagt til, að Al-
þingi láti í ljós þann vilja sinn,
að sjávarútvegsmálaráðherra,
þegar fullnægt er yfirlýsingu ut-
anríkisráðherra, sem tengd er við
lok yfirstandandi þings Samein-
uðu þjóðanna, setji nýja reglu-
gerð um verndun fiskimiða um-
hverfis fsland og verði það ákveð-
ið, að botnvörpu- og dragnóta-
veiðar skuli bannaðar umhverfis
allt landið innan línu, sem dregin
er 12 sjómílur frá yztu annesjum,
eyjum eða skerjum. f þingsálykt-
unartillögu þessari er gert ráð
Pétur Ottesen
fyrir því, að friðunarsvæði það,
sem hér um ræðir, verði ákveðið
með sama hætti og gert var 1952.
Engin algild regla er til um
stærð slíkra friðunarsvæða í heim
inum. Þjóðirnar hafa mismunandi
reglur um þetta. í Suður-Ame-
ríku er landhelgislínan almennt
200 sjómílur. Ástralía hefur á-
kveðið mjög stórt friðunarsvæði
hjá sér. Rússar og Júgóslavar
hafa 12 mílna landhelgi, sömu-
leiðis A-Þýzkaland og Pólland.
Norður-Evrópuríkin fylgja enn
3—4 mílna landhelgi, en rætt er
um aukna friðun í ýmsu formi,
þar á meðal alfriðun vissra svæða
utan línunnar o. fl. Bandaríkin
hafa áskilið sér rétt yfir öllu
landgrunninu, en hafa gagnvart
fiskveiðum þriggja mílna land-
helgi, hafa þó áskilið sér rétt til
að gera frekari friðunarráðstaf-
anir til verndar fiskstofninum.
Þótt Kanadamenn hafi enn hjá
sér þriggja mílna landhelgi, hafa
þeir lýst yfir fylgi sínu við 12
mílna landhelgi. Þróunin í þess-
um málum er stækkun friðun-
arsvæða, sem er eina ráðið til
þess að draga úr áhrifum af rán-
yrkju þeirri, sem af botnvörpu-
veiðunum hlýzt.
Rýmkun sú á friðunarsvæðinu,
sem ákveðin var með reglugerð-
um árin 1950 og 1952 og vikið
er að hér að framan, hefur borið
árangur, einkum á svæðinu fyrir
Suðvesturlandi. Faxaflóa og
Breiðafirði. Það hefur komið
mjög skýrt í ljós, að ýsu-, lúðu-
og skarkolastofninn, sem var
mjög til þurrðar genginn á þess-
um slóðum, hefur vaxið mjög ört,
síðan friðunin tók gildi. En árang
ur af þessari friðun nær harla
skammt til þess að hamla upp á
móti og bægja frá þeirri vá, sem
hér er fyrir dyrum. Þar þarf
miklu meira til.
Þeir stórfurðulegu atburðir
gerðust, svo sem kunnugt er, }
sambandi við fyrrgreinda ákvörð
un, að nokkrum hópi útgerðar-
manna í gömlu viðskiptalandi ís-
lendinga tókst að brjóta sér leið
að því að koma á þar í landi
sölubanni á fiski frá íslandi. Hélzt
þeim uppi um nokkurt árabil að
beita fslendinga þessum ójafnaði.
Þessi ofbeldisaðferð gagnvart lít-
illi þjóð, sem berst harðri baráttu
fyrir lífi sínu og tilveru, mælt-
ist að vonum hvarvetna mjög illa
fyrir. En nú er þetta hjá liðið og
viðskiptin milli landanna runnin
í fornan farveg. Báðar þjóðirn-
ar, þeir ekki síður en vér, fagna
því, að á grundvelli sátta og sam-
lyndis verði nú aftur treyst
margra alda gömul viðskipta- og
vináttubönd.
Að sjálfsögðu ber íslenzkum
stjórnarvöldum að gera þeim er-
lendu þjóðum, er kynnu að telja
sig hafa hagsmuna að gæta í
sambandi við þessa ákvörðun
vora, skýra og ljósa grein fyrir
því, hver lífsnauðsyn það er fyrir
fslendinga að stækka friðunar-
svæðið við strendur landsins.
Þessar þjóðir þekkja af eigin raun
áhrif botnvörpuveiðanna á heima
miðum sínum, sem þær hafa orð-
ið að yfirgefa vegna ofveiði. Þær
hafa og alla aðstoðu til þess að
gera sér þess ljósa grein, að þess
verði ekki æðilangt að bíða, að
sömu örlög bíði fiskimiðanna við
ísland og að hér verði ekki feitan
gölt að flá fyrir þá, þegar nokk-
uð líður frá. Skilgóðir menn á
sviði fiskveiðanna vita, að líkt
hagar til hér á stórum svæðum
og í Norðursjónum til dæmis að
taka, að mikill grúi ungviðis er
á sömu svæðum og nytjafiskur-
inn og fær sömu afdrif og hann,
en þar eru botnvörpuveiðarnar
háskalegastar, og þar segir ofveið
in fyrst til sín. Þetta er sú hlið-
in, sem snýr að hinum erlendu
þjóðum, er hér stunda botnvörpu
veiðar.
En hver verður úrkoslur ís-
lendinga, er slíku vindur fram
sem hér er lýst? Hvert eiga þeir
að flýja, og hvar eiga þeir skjóls
að leita, þegar fiskimiðin eru
uppurin?
Með því samstarfi, sem nú er
þjóða í milli og fslendingar eru
þátttakendur í, er þetta engan
veginn málefni íslendinga einna,
þótt ógæfan, sem af þessu hlýzt,
knýi fastar á þeirra dyr. Stór-
þjóðir þær, sem íslendingar eru
í samstarfi við, hafa tekið að sér
það göfuga hlutverk að vernda
rétt smáþjóðanna og stuðla að því
á allan hátt, að þær geti lifað
frjálsar og óháðar í landi sínu og
búið að þeim gæðum lands og
sjávar, sem þær að guðs og manna
lögum eru eigendur að og eiga
alla lífsafkomu sina undir því,
að eigi sé af öðrum gengið á
þennan rétt.
Þetta samstarf á því að vera
íslendingum sverð og skjöldur í
máli þessu. Það á að veita íslend-
ingum tryggingu og öryggi fyrir
því, að engri erlendri þjóð hald-
ist það uppi stundinni lengur að
ganga í berhögg við og brjóta
niður ráðstafanir, sem fslending-
um er lífsnauðsyn að gerðar
verði og framtíð þeirra byggist
á. fslendingar ættu því ekki að
þurfa að bera neinn kvíðboga
fyrir því, að ekki yrði litið á
þessa nauðsyn vora með velvild
og skilningi.
Rock and Roll
í Búdapest
Stokkhólmur 18. febr. — I
auglýsingu í blaðinu „Nep
Akarat“ í Búdapest á föstu-
daginn sagði, að fyrstu Roek
and Roll hljómleikarnir í Ung
verjalandi yrðu haldnir kvöld
ið eftir (sl. laugardagskvöld).
„Martiny og hljómsveit hans“
stóðu að þessum hljómleik-
um, en Martiny þessi er fræg-
asti danshljómsveitarstjóri 1
Ungverjalandi. Hefur hann
manna mest leikið vestræna
danshljómlist — og lært hana
af því að hlusta á vestrænar
útvarpsstöðvar.
HIJSGÖGM
(Lítið notuð)
Sófi og tveir stólar úr rauðu leðri.
Útskorið skrifborð og stóll.
Til sýnis og sölu í Áhaldahúsi rafveitunnar
að Barónsstíg 4.