Morgunblaðið - 20.02.1957, Page 19
MÍftv?Vii(7ocfiir 9.A fofir 1957
MO¥* fZTlTV nr A M f)
19
— Ræða Magnúsar
Jónssonar
Framh. af bls. 12
fjárveitinganefndar með þeim
ummælum, að maður sem er
að bjarga sér úr vagni, sem er á
hraðri ferð komist ekki hjá því
að hlaupa fyrst í sömu átt og
vagninn stefndi til þess að missa
ekki fótanna. Öllu vandræðalegri
afsökun er naumast hægt að bera
fyrir sig og um leið varla hægt
að lýsa skýrar vantrausti á vagn
stjóranum, hæstv. fjármálaráð-
herra. Að öðru leyti getur svo
þessi setning verið vel viðeig-
andi einkunnarorð fyrir stefnu
ríkisstjórnarinnar. Það er svo aft
ur á móti látið óskýrt hjá meiri-
hluta nefndarinnar af hverju
þarf að hlaupa hraðar en vagn-
inn stefndi. Eigi mun síður reyn-
ast torvelt að gera grein fyrir
því hvernig efnahagsráðstafanir
ríkisstjórnarinnar geta stuðlað að
lækningu verðbólgu.
Til þess að fjármálaráðherra
þyrfti ekki að sýna þjóðinni allt-
of mikla hæklcun á fjárlögunum
hefur hann að undanförnu neitað
að taka inn í fjárlögin aðstoðina
við útflutningsframleiðsluna og
skatta, sem á eru lagðir í því
skyni. Verður þetta þó nú enn
óeðlilegra en áður, því að nú eru
tekjur til að standa straum af
þessum útgjöldum allar teknar
með sköttum og tollum, sem inn-
heimtir eru jafnhliða sköttum og
tollum til ríkissjóðs. Ríkið ákveð-
ur þessa fjárheimtu með löggjöf
og annast ráðstöfun fjárins og því
jafneðlilegt að þessar tekjur og
útgjöld séu tekin í fjárlög eins og
margt annað, sem þar er.
Hin nýja stefna vinstri stjórn-
arinnar virðist fyrst og fremst í
því fólgin, að þjóðin er nú skatt-
lögð meir en nokkru sinni fyrr.
Samkvæmt þeim lögum, sem þeg-
ar hafa verið sett um tekjuöflun
má gera ráð fyrir, að þjóðin verði
á þessu ári að greiða 1200—1300
millj. kr. í sköttum og tollum til
ríkisins. Má vissulega taka undir
þau ummæli, að svo gegndarlaus
skattlagning sé að þrotum komin.
Þar sem öll þessi mikla skatt-
heimta er þegar bundin í lögum,
þá liggur í rauninni ekki annað
fyrir við afgreiðslu fjárlaga en
að reyna að gera sér grein fyrir
raunverulegum tekjum ríkissjóðs
samkvæmt þessum lögum á yfir.
standandi ári og reyna að hafa
áhrif á það, að þessu mikla fé sé
varið á ttm skynsamlegastan
hátt. Stefnan hefur þegar verið
mörkuð af ríkisstjórninni og með
fjárlagaákvæðum verður skatt-
heimtan ekki minnkuð.
Ýmsar athuganir hafa á und-
anförnum árum verið gerðar á
leiðum til sparnaðar í ríkisrekstr-
inum, en niðurstaðan hefur jafn-
an orðið sú, að ekki gæti orðið
um neinn verulegan sparnað að
ræða nema með endurskipulagn-
ingu eða með samdrætti þeirrar
þjónustu, sem ríkið veitir þjóðfé.
lagsborgurunum á ýmsum svið-
um. Hvort hægt er að koma
rekstri einstakra ríkisstofnana
fyrir á hagkvæmari hátt er svo
að segja ógerlegt fyrir fjárveit-
inganefnd að gera sér grein fyrir.
Það er fjármálaráðherrann og
ríkisstjórnin, sem á hverjum
tíma marka fjármálastefnuna og
eigi að breyta um stefnu verður
að breyta um þá forustu.
STJÓRNIN GERÐI ÞJÓÐÍNNI
MEST GAGN MEÐ ÞVÍ AÐ
FARA STRAX FRÁ VÖLDUM
Sjálfstæðismenn hafa ætíð
lagt áherzlu á það, að fjárlög
væru afgreidd greiðsluhallalaus
og sú stefna flokksins hefur ekk-
ert breytzt, þótt hann sé nú í
stjórnarandstöðu. Við teljum, að
fjárlög eigi að afgreiða eftir
þeirri meginstefnu, að efldar séu
eftir megni verklegar, andlegar
og félagslegar framfarir í land-
inu innan þess ramma, sem gjald-
geta borgaranna leyfir. Á árun-
um eftir 1950 var hægt að draga
verulega úr skattaálögum, þótt
auknu fé væri varið til þjóðnytja-
mála vegna aukins jafnvægis í
fjármálakerfi þjóðarinnar. Árið
1955 var blað brotið í þeirri þró-
unarsögu, eins og hæstv. fjármála
ráðherra hefur réttilega lýst, áð-
ur en hann komst í það samfélag,
sem hann nú er í. Afleiðingin
varð sú, að á síðastliðnu ári varð
að hverfa frá skattalækkunar-
stefnunni og leggja háa nýja
skatta á þjóðina, og nú verður að
ganga ennþá lengra á þeirri
braut. Skattheimtan er nú tví-
mælaust komin út fyrir þann
ramma, er gjaldgeta borgaranna
leyfir, og mikil hætta á stöðnun
ýmiss konar nauðsynlegra fram-
kvæmda í þjóðfélaginu. — Þeir
menn hafa nú verið leiddir til
æðstu valda við hlið hæstv. fjár-
málaráðherra, sem komu þessari
óheillaskriðu nýrrar dýrtíðar og
vandræða af stað. Vantraust
þjóðarinnar á hæstv. núverandi
ríkisstjórn er svo mikið, að engar
horfur eru á því, að henni takist
að ná aftur því fjármálalega jafn-
vægi, sem var komið á fyrir 1955,
enda verður ekki séð, að ríkis-
stjórnin hafi neina tilburði í þá
átt. Það áhrifaríkasta, sem stjórn
in gæti gert til úrbóta á þessu
sviði sem mörgum öðrum væri að
| leggja sem skjótast niður völd.
Innilegustu þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu
mig á áttræðisafmseli mínu 7. febr. sl.
Sigurlaug Daníelsdóttir, Hreðavatni.
Danskur bílasmiður
15. apríl. Sérfræðingur í rétting-
um og vatnskassaviðgerðum. Tilb.
með nánari uppl. óskast send, sem
fyrst til Autoblikkenslager Sv.
Aage Rathcke, Tordenskjoldsgade
31 V., Aarhus — Danmark.
Topoð — Fundið
Fuglaeigendur!
Lítill stofufugl (ekki páfagauk-
ur), fannst í gær, nálægt gatna-
mótum Sigtúns og Gullteigs. Eig-
andi hringi í síma 4584.
I. O. G. T.
St. Sóley
Fundur í kvöld kl. 8,30 í Templ
arahöllinni. losning fulltrúa á að-
alfund þingstúkunnar. Þórketill
les upp. — Mætið vel. — Æ.t.
St. Einingin nr. 14
Fundur í kvöld kl. 8,30 (Eldri stj.)
Skemmtiakrá fundarins: Upplest-
ur. Mælskuþáttur (6 fél.). Eftir-
hermur og söngur. Hvor flokkur-
inn verður fjölmennari? — Æ.t.
Samkomur
Æskulýðsvika KFUM og K
Samkoma í kvöld kl. 8,30. Reyn
ir Valdemarsson, læknanemi og
séra Sigurjón Ámason tala. Ein-
Böngur. Allir velkomnir.
— Ungverjarnir
Framh. af bls. 11
frystihúsum og víðar. Eitt er
þeim flestum sameiginlegt, sagði
frú Anna Snæland, sem hefir
aðstoðað flóttamennina af ráði og
dáð, ásamt manni sínum ung-
verskum að kyni, Andrési Alex-
anderssyni, að þá langar á sjó-
inn, að verða farmenn. En eng-
inn þeirra hefir haft kynni af
sjónum áður, þessara pilta frá
sléttulandinu langt frá sjávar-
ströndu.
Námsflokkar Reykjavíkur
hófu fyrir nokkru íslenzku-
kennslu fyrir flóttamennina og
eru kennslustundir þrjú kvöld í
viku. Kennari þar er Andrés
Alexandersson. Aðsókn að
kennslunni hefir þó verið held-
ur dræm og er vafalaust því að
kenna að námið hefir reynzt of
erfitt í byrjun, þar sem allmikil
íslenzk málfræði er kennd, en
hún hefir mörgum reynzt örðug.
Lítið hafa því flestir Ungverj-
anna enn lært í íslenzku, en nóg
þó til þess að geta gert sig skilj-
anlega og unnið störf sín.
að er ánægjulegt að hitta
Ungverja.na víðs vegar um
bæinn, þar sem þeir eru ailir að
starfi, glaðir og kátir, og hlusta
á frásagnir þeirra og fyrirætlan-
ir. Það er auðheyrt að þar fer
bjartsýnt fólk og dugnaðarlegt,
Josef Horvath er 30 ára bílstjóri
frá Búdapest. Nú býr hann ásamt
konu sinni inni í Samtúni og er
þegar búinn að kaupa sér for-
kunnarútvarp eftir sex vikna
vinnu. Sama daginn og við hitt-
um hann hafði hann lokið bíl-
prófi og fengið íslenzkt ökuskír-
teini og lítur björtum augum til
framtíðarinnar sem bifreiðar-
stjóri. Móttökurnar hafa verið
prýðilegar hér, segir hann, og
allir afburða elskulegir við okk-
ur.
sem hefur þegar komið ár sinni
vel fyrir borð í hinu nýja landi
með aðstoð Rauða 'rrossias og
ýmissa góðra manna. Og ekki er
annað að sjá, tveimur mánuðum
eftir komu þess til hins nýjr. föð-
urlands síns, en það muni reyn-
ast hinir mætustu borgarar er
fram líða stundir.
Og það var einkemiandi fyrir
viðhorf þeirra sem piltarnir tveir,
Wilmos og Ferenc, sem vinna í
gúmmíverksmiðjunni hjá Pétri
Snæland, sögðu:
— Við áttum kost á að fara
bæði til Bandaríkjanna og Ástra-
líu. En við kusum að halda til
íslands. Og nú vitum við að þar
völdum við rétt. Hvergi höfum
við haft hærra kaup og aldrei
betri vinnu.
Á íslandi er gott að vera.
ggs.
Mínar innilegustu hjartans þakkir sendi ég öllum
skyldum og vandalausum, sem glöddu mig með heim-
sóknum, gjöfum, blómum, skeytum og hlýjum vinar-
kveðjum á áttræðisafmæli mínu 15. þ.m.
Guð blessi ykkur öll.
Þrúður Guðmundsdóttir, Rauðalæk 28.
Ég sendi ykkur öllum mínar beztu kveðjur og þakklæti
fyrir heimsóknir, gjafir, heillaskeyti, ljóð og alla vinsemd
á 70 ára afmæli mínu 12. febrúar sl.
Guð blessi ykkur öll.
Pálína Guðmundsdóttir,
Drápuhlíð 25.
Innilega þakka ég öllum þeim, er glöddu mig með heim
sóknum, gjöfum og kveðjum á níutíu ára afmælisdegi
mínum 10. febrúar sl.
Guð blessi ykkur öll.
María Jónsdóttir,
í Steinmóðarbæ.
Ég þakka ykkur innilega, sem sýnduð mér virðingu á
sextugs afmæli mínu 11. þ. m. með heimsóknum, skeytum
og gjöfum.
Sigurður Sigurðsson,
Langholtsvegi 13.
Jarðarför mannsins mins
KARLS HALLDÓRS BJARNASONAR,
fyrrverandi húsvarðar i Arnarhváli, fer fram frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 21. febrúar kl. 10,30 árdegis.
Blóm vinsamlegast afbeðin.
Lilja Eyþórsdóttir.
Hugheilar þakkir til allra, er sýndu samúð og vinarhug
við andlát og jarðarför hjartkæru móður og tengdamóður
okkar
VALGERÐAR ÁRNADÓTTUR
Esther J. Bergþrósdóttir, Gyða Bergþórsdóttir,
Georg Þorsteinsson, Sveinn Helgason.
Útför eiginmanns míns, föður og sonar okkar
LÚTIIERS H. SIGURÐSSONAR,
fer fram frá Dómkirkjunni föstudag 22. þ. mán. kl. 2 e.h.
Athöfninni verður útvarpað.
Lovísa Jóhannsdóttir, Sigríður Lúthersdóttir,
Hrafnhildur Lúthersdóttir, Hafdís Lúthersdóttir,
Sigurður Guðnason, Sigríður Ólafsdóttir.
Aðgöngumiðasala í Hljóðfærahúsinu,
Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur og
Austurbæjarbíói.
*
KK
—SEXTETTINN
kynnir hina vinsœlu ensku
söngkonu
Pat Robbins
á hliómleikum í Austurbœgarbíói
tímmtudaginn 21. tebrúar kl, 11,15
Ragnar Bjarnason og
KK-SEXTTIN N