Morgunblaðið - 08.03.1957, Page 2
2
MOTtCUWnr AT>1Ð
Föstudagur 8. -marz 1957
Ræða Ölafs Thors a Alþingi í gær:
Kommúnistará ðherrann þykist
nú aidrei haía viljað spiiia sölu
samtöUum útveffsmanna
Hans eigin skjalfest orð sýna
furðulega tónhreytingu
UMRÆÐUR héldu enn áfram á þingi í gær um frumvarpið varð-
andi sölu og útflutning sjávarafurða. En það sem vekur mesta
athygli í þessum umrseðtun, er að eftir þvi sem lengra líður á
þær verður alger breyting á tóninum hjá Lúðvík Jósefssyni. 1
greinargerð fyrir frumvarpinu og í fyrstu ræðum Lúðvíks talaði
hann mjög rostalega um „misrétti“ og „misbeitingu" o. s. frv.
En í seinni umræðum hefur hann allt i einu orðið miklu
hógværari og leggur nú höfuðáherzluna á það, að hann æíli
ekkert að spilla samtökum afurðasölunnar og jafnvel að
SÍF hafi margt vel gert. í»á sagði hann einnig, að hann hefði
aldrei neitt illt sagt um þennan félagsskap.
í ræðu sem Ólafur Thors flutti í gær, benti hann á þessa
breytingu, sem orðin er á tóninum í Lúðvík og hann spurði:
— Hvað veldur þessu?
sinni með einu einasta orði,
hreyft þeirri þörf eða gefið
bendingar um það á fundum
SÍF?
Ég get upplýst, að ÞA®
HEFUR HANN ALDREI
GERT og má þar af marka
heilindi hans í þessu máli.
VITNISBURÐUR UM
„ÓÁNÆGJU"
Þá staðhæfði Lúðvik, að mikil
óánægja ríkti í garð SÍF.
En hann hefur sjálfur við-
urkennt, að hann muni áfram
verða félagi í SÍF, er hann
tekur aftur við stjórn fyrir-
tækja sinna.
Og ég bendi einnig á, sagði
Ólafur Thors, að ekki getur
óánægja sú verið mikil, því
að allir framleið'endur hafa
enn falið SÍF sölu á saltfiski
yfirstandandi árs. Vil ég al-
veg sérstaklega ieiða athygli
manna að því að í ijós hefur
komið við LEYNILEGA AT-
KVÆÐAGBEIBSLU, að að-
eins 4 af 998 atkvæðum fylgdu
Lúðvík að málum í þessum
samtökum.
SJÁLFSÁKVÖRÐUN
ÚTVEGSMANNA Á AÐ RÁÐA
Lúðvík Jósefsson hamrar stöð-
ugt á því, að öll sölusamtök út-
vegsmanna eigi að njóta jafnréít-
is og spyr, hvers vegna ég hafi
ekki veitt skreiðareigendum
einkasölu alveg eins og saltfisk-
eigendum.
Svar mitt við þessu er ofur
einfalt, svaraði Ólafur Thors.
Það er þetta: Allir saltfiskeig-
endur óska þess að vera í einu
samlagi og fá vernd. Skreið-
areigendur vildu ekki sam-
einast allir í eitt samlag. —
Ég sagði þeim, að ég teldi ráð-
legt fyrir þá að sameinast, en
mér datt ekki í hug að taka
fram fyrir hendur þeirra. Með
öðrum orðum — ég lét alla
njóta jafnréttis. Ég lét sjálfs-
ákvörðun útvegsmanna ráða.
★
Að lokum sagði Ólafur:
— Tilgangur þessa frum-
varps er að taka völdin af út-
gerðarmönnum. Ég vara við
því enn sem fyrr. Ef til vill
er hættunni þó afstýrt að
þessu sinni. En það er ekki
vegna þess, að ríkisstjórninni
hafi tekizt að grípa völdin af
útgerðarmönnum, heldur af
því að útgerðarmenn tóku
völdin af þessari ríkisstjórn
með því að skipa sér allir sem
einn undir verndarvæng SIF
og fela þessum félagsskap sín-
um sölu á allri saltfiskfram-
leiðslu ársins 1957.
Fjölgun bæjarfulltruanna
Engin frambærileg rök, sa$\ji
borgarstjóri
Berdreymi Þórðar Bjórnssonar
LÚBVÍK HAFÐI
LÍTIÐ FYLGI
Það sem veldur þessu, sagði
Ólafur og það sem hefur
beygt Lúðvík Jósefsson er,
að á almennum fundi fisk-
framleiðenda, sem nýverið
var haldinn, voru framleiðend-
urnir spurðir hvort þeir vildu
breytingu. Þar kom í Ijós, að af
998 atkv. voru aðeins 4, sem vildu
fylgja Lúðvík. Og meira að segja
þessi fjögur atkvæði sviku Lúð-
vík með því að fela SÍF sölu
sinnar framleiðslu þerta ár.
HANS EIGIN ORÐ
Ólafur Thors kvað auðvelt að
sanna þingheimi, að tónninn í
Lúðvík hefði breytzt mikið á fá-
um dögum. Tilgreindi hann sem
dæmi um þetta orðréttar setn-
ingar úr ræðum Lúðvíks við
fyrstu umræðu. Þar hafði harm
m. a. sagt:
„Það er álit flestra, að þetta
skipulag geti ekki verið hér til
frambúðar“.
Og enn sagði hann:
„Margir eru á þeirri skoðun,
að hér hafi ríkt hið mestn mis-
rétti.“
Enn sagði hann:
„Ennfremur ætti betur en nú
að vera hægt að koma í veg fyrir
það, að um misbcitingu á valdi
einstakra samtaka geti verið að
ræða.“
HEILDARHAGSMUNUM
STEFNT í VOÐA
Lúðvik hafði t. d. sagt, að Sjálf-
stæðismenn beittu falsrökum,
þegar þeir teldu frelsi útgerðar-
manna skert, ef Lúðvík fylgdi
fyrri yfirlýsingum í þessu máli.
Þetta er misskilningur hjá
Lúðvik svo ég ekki segi fals-
rök. Útgerðarmenn vilja
að meðan heildin, eða
nær allir útgerðarmenn telja
hag sínum bezt borgið með
þvi að einn aðili annist út-
flutninginn, þá sé það svo. En
Lúðvík segir hins vegar: —
Ef einhver, einhvem tíma
getur selt betur einhvern smá-
slatta, en heildarsamtökin, þá
skulu samtökin víkja.
En allir sjá, að með því er
heildarhagsmununum stefnt í
voða.
RÁÐHERRA ÞARF EKKI
LAGASETNINGU
Þá segir Lúðvík að SÍF kveinki
sér undan opinberu eftirliti og að
Enn sagði Lúðvík:
„Aðalatriði þessa frumvarps
em í því fólgin, að gert er nú
ráð fyrir . . . . að velta öllum að-
iljum útílutningsleyfi og geta þá
að sjálfsögðu jafnt komið
til greina samtök framleiðenda,
einstakir framleiðendur eða aðr-
ir, sem með sölu á sjávarafurðum
hafa að gera.“
Og enn sagði Lúðvík í ræðu
sinni við fyrstu umræðu:
„Að heildarsamtökin verði þrátt
fyrir allt að víkja til hliðar, með
leyfi, ef aðrir geta staðið sig bet-
ur í sambandi við söluna, heldur
en samtök framleiðenda kunna
að gera í einstökum tilfellum."
UMSKIPTIN
Þannig var tónninn í Lúð-
vík Jósefssyni við fyrstu um-
ræðu málsins. En við aðra um-
ræðu lætur hann síðan sem
hann hafi „aldrei neitt illt um
þessi samtök sagt“, hann ætli
„ekki að spilla samtökunum“
að algerlega sé rangt að stofna
eigi til samkeppni" o. s. frv.
Og tónbreytingin hjá Lúð-
vík stafar af því, að hann hef-
ur séð algera samstöðu út-
vegsmanna í samtökum sín-
um. Sannast þar hið forn-
kveðna, að batnandi manni er
bezt að lifa.
Sjálfstæðismenn. hafi viljað
hjálpa þeim til að losna við það.
En hvaða rök iærir hann
fyrir því og hvað kemur það
þessari lagasetningu við, þar
sem hann gat án lagasetningar
ákveðið hvaða skilyrði yrðu
sett, alveg eins og næsti sjáv-
arútvegsmálaráðherra, þarf
engin skilyrði að setja þrátt
fyrir þessi lög.
Það er svo mál út af fyrir
sig, að ef útvegsmenn halda
saman, þá þurfa þeir engum
skilyrðum að lúta frá Lúðvík
því að auðvitað dirfist hann
ekki að neita eigendum salt-
fisks um leyfi til að selja
hann.
HEFUR ALDREI NEFNT ÞAÐ
EINU ORÐI
Þá sagði Lúðvík, að þörf væri
á ýmsum breytingum hjá SÍF.
En ég svara, sagði Ólafur,
með því að spyrja: — Hefur
Lúðvík Jósefsson, sem er fé-
lagi í þeim samtökum, nokkru
Á BÆ J ARSTJ ÓRN ARFUNDI
XV í gær kom til umræðu tillaga
Jóns P. Emils frá síðasta bæjar-
stjómarfundi um að bæjarstjóm
álykti að skora á Alþingi að auka
tölu bæjarfulltrúa í Reykjavík
verulega, en til vara að félags-
málaráðlierra gæfi út reglugerð
um fjölgun bæjarfulltrúa upp í
21, en til slíkrar fjölgunar þarf
samþykki bæjarstjómar.
Borgarstjóri tók til máls og
kvaðst ekki hafa heyrt borin
fram frambærileg rök fyrir slíkri
fjölgun hvorki við fyrri umræðu
málsins né í þeim blaðaumræð-
um, sem um það hefðu orðið síð-
an. Lýsti hann tillögu sem bæj-
arfulltrúar Sjálfstæðismanna
bæru fram, en hún er svohljóð-
andi:
„Bæjarstjórnin telur ekki færð
rök að því að nauðsynlegt sé eða
líklegt til betri árangurs að
fjölga bæjarfulltrúum að sinni,
en hins vegar nokkur útgjalda-
auki — og tekur því fyrir næsta
mál á dagskrá“.
Borgarstjóri kvað flutnings-
mann hafa borið fram þær rök-
semdir við fyrri umæðu að ef
bæjarfulltrúar væru fleiri en 15,
þá mundu Sjálfstæðismenn tapa
kosningum í bænum. Ef þeir
hefðu verið fleiri, þá hefðu Sjálf-
stæðismenn tapað 6 sinnum við
undanfarandi bæjarstjómarkosn-
ingar, sagði flutriingsmaður.
— Borgarstjóri kvað erfitt
að ákveða töíu bæjarfulltrúa
með tilliti til þess, hvort einn
eða annar hefði möguleika á
meirihluta, en auk þess væru
þessar upplýsingar rangar, þv'
hann hefði látið reikna út úrslit
allra bæjarstjórnarkosninga eftir
1930, en þá var í fyrsta sinn kos-
ið í bæjarstjóm í einu lagi og
hefði komið í ljós, að þó bæjar-
fulltrúar hefðu verið 21 á öllum
þeim tíma, þá hefðu Sjálfstæðis-
menn ætíð haldið meirihluta sín-
um.
Borgarstjóri sagði að í Alþýðu-
blaðinu hefði komið fram, að
Sjálfstæðismenn væru á móti
fjölgun bæjarfulltrúa vegna þess
að þeir mættu ekki til þess hugsa
að fulltrúar úthverfanna komi
nálægt bæjarmálum, eins og
blaðið orðaði það. Til þess að
forðast þetta legðust þeir gegn
tillögunni. Borgarstjóri sagði að
erfitt gæti verið að ákveða með
nákvæmni hvað teldust úthverfi
og hvað ekki, en fyrst og fremst
mundi þá átt við nýbyggð hverfi
eða hverfi byggð á síðustu árum,
svo sem utan Hringbrautar. En
af 15 bæjarfulltrúum, sem nú
ættu sæti í bæjarstjóminni, ættu
11 heima í úthverfum en aðeins
4 innan Hringbrautar. Af 8 bæj-
arfulltrúum Sjálfstæðisflokksins
væru 6 búsettir í úthverfum, en
aðeins 2 innan Hringbrautar. —
Taldi borgarstjóri vandséð hvern
ig hægt væri að halda því fram,
að Sjálfstæðismenn í bæjarstjóm
væru sérstaklega á móti úthverf-
unum.
Borgarstjóri rifjaði það upp að
Jón P. Emils hafði sérstaklega
talið æskilegt að bæjarfulltrúum
yrði fjölgað upp í 45, en ekki
væri vitað við hvað hann miðaði
þá tölu. Þó hefði sú tala einn
kost og hann væri sá að ef svo
margir bæjarfulltrúar hefðu ver-
ið kosnir við síðustu kosningar,
þá hefði Jón Emils sjálfur kom-
izt í bæjarstjórn!
Borgarstjóri ítrekaði að engin
brýn nauðsyn væri á fjölgun
bæjarfulltrúa og því væri til-
laga Sjálfstæðismanna komin
fram.
Jón P. Emils tók nú til máls
og taldi að nú væri um 2400
kjósendur á kjörskrá bak við
hvem bæjarfulltrúa í Reykjavík,
en á Akureyri aðeins 400. Taldi
hann að bæði í Danmörku og
Noregi mundu bæir af svipaðri
stærð hafa færri kjósendur á bak
við hvern bæjarfulltrúa en hér
væri. En ekki nefndi hann um
þetta nein dæmi. Rakti J. P. E.
síðan sögulega þróun bæjarstjóm
arkosninga í Reykjavík.
Þegar hér var komið ræðu
Jóns P. Emils heyiðist hátt
og skerandi hróp aftur í saln-
um: „Forseti! Forseti! Sjálf-
stæðismennirnir eru orðnir 9!“
Það var Þórður Björnsson,
sem hrópaði, þar sem hann
sat þá með hálflukt augu, á
áheyrendabekkjum. Einhver
hafði við orð, hvort Þórð hefði
dreymt draum eða séð sýn um
úrslit næstu bæjarstjómar-
kosninga. Þegar betur var að
gáð, kom í Ijós að einn af
aðalfulltrúum Sjálfstæðis-
flokksins, sem var um það bil
að víkja af fundi, hafði enn
ekki risið úr sæti sínu til að
fara, en varafulltrúi seztur.
Forseti bæjarstjórnar sagði
brosandi, að hann mundi hafa
vakandi auga á að ekki væz!
fleiri heridur á lofti en vera
ætti við atkvæðagreiðslu. —
Stilltist Þórður þá nokkuð, en
bæjarstjómarmenn hlógu.
Hélt þá Jón P. Emils áfram
máli sínu. Taldi hann að ýmis
hverfi hefðu risið upp í bænum,
sem engan fulltrúa ættu þar, enn-
fremur komið upp nýjar atvinnu-
greinar og stéttir og þó 15 val-
inkunnir menn ættu sæti í bæj-
arstjóm, þá væri útilokað að sá
hópur hefði þekkingu á fjölþætt-
um hagsmunum íbúanna. Bæjar-
stjórnarkosningar ættu ennfrem-
ur ekki að vera pólitískar í eðli
sínu, þannig að hverfi eða hópar
ættu að geta haft möguleika til
að koma að manni, ef þeir vildu
það hagsmuna sinna vegna, en
slíkt væri erfitt, þegar bæjar-
fulltrúar væru fáir. Ennfremur
taldi hann rétt að bæjarráðs-
menn væru fastir starfsmenn
bæjarins.
Þórður Björnsson tók nú til
máls og hafði sýnilega ekki náð
sér að fullu eftir drauminn. Tal-
aði hann stutt og sagði að það
væri ein ástæða og ekki nema
ein til þess að borgarstjóri stæði
gegn þessari tillögu og hún væri
sú, að hann ætti erfiðara með að
ráða við sína menn, ef þeir væru
fleiri en 8, t. d. ef þeir væru 13
af 26. Þetta væri eina ástæðan
til þess að borgarstjóri væri á
móti tillögunni, sagði Þórður!
Guðmundur Vigfússon (K) tók
til máls og taldi ekki sannfærandi
að bæjarmálin yrðu betur leyst
ef bæjarfulltrúum fjölgaði, en
þó taldi harm ýmis rök hníga í
þá átt að bæjarfulltrúum væri
fjölgað og vísaði þar til þess, sem
Jón P. Emils hafði sagt.
Bárður Daníelsson (Þ) tók til
máls og kvað fjölgun ef til vill
sanngjarna en hins vegar hefði
sér fundizt það þrekvirki mikið,
Framh. á bls. 1.5
Skdk-keppnin
2. BORB
Svart: Reykjavík
(Björn Jóhanness.-Sv. Kristinss.)
ABCDEFGH
ABCDEFGH
Hvítt: Akureyrl
(Ingimar Jónss. - Kristinn Jónss.)
40. BIlxa6
Lúðv. Jóseíssyni líknr ekki
verr við SIF, en nð honn ætl-
nr sjúliur nð vern félngi úfrnm
Rangfœrslur hans hraktar af Ólafi Thors
Iáframhaldi ræðu sinnar kvaðst Ólafur Thors vilja leiðrétta
nokkrar missagnir og rangfærslur sem fram hefðu komið í
ræðum Lúðvíks Jósefssonar um þetta mál.