Morgunblaðið - 08.03.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.03.1957, Blaðsíða 11
Föstudagur 8. marz 1957 MORCUNBLAÐIÐ 11 Skíðagangan opnuð í gær í Laugardalsleikvanginum Forvstumenn íþióttumálu gengu ÍÞRÓTTABANDALAG Reykja- víkur og Skíðaráð Reykjavíkur hafa haft forgöngu um það, að skíðalandsgangan fari fram í Reykjavík og fólk þurfi ekki að fara út úr bænum til að ganga 4 kílómetrana. í gær höfðu þess- ir aðilar forgöngu um að „gang- an“ var opnuð hér í bæ. Hefur verið mæld göngubraut á íþrótta- leikvanginum í Laugardal sem er í smíðum. Er gangan þar rúmir 8 hringir og gekk fyrsti hópurinn vegalengdina í gærdag. ★ SEX MANNA HÓPUR í þessum hópi voru 6 menn. Fyrstur fór Ben. G. Waage, for- seti ÍSÍ, en síðan komu Bragi Kristjánsson, form. Ólympíu- nefndar, Gísli Halldórsson, form. ÍBK, Þorsteinn Einarsson, íþrótta fulltrúi, Úlfar Skæringsson, for- maður Skíðaráðsins, og Sigurgeir Guðmundsson, framkvstj. ÍBR. fyrstii ★ FYRIRBOÐI! Það hefði fáum dottið í hug að fyrsta notkun hins glæsi- lega íþróttasvæðis sem er að rísa í Laugardal yrði til skíða- göngu. En það er vel til fundið hjá ÍBR að velja þann stað. Það gæti ef til vill vakið fleiri til skilnings á því að hraða verður framkvæmdum. Vel hefði verið að alþingismenn hefðu gengið þar í hóp skíða- göngu áður en þeir greiddu atkvæði um fjárveitingu til Laugardalsins. En þetta verð- ur vonandi fyrirboði þess að svæðið verði í sumar notað til iðkunar fleiri greina en skíða- göngu. Þarna á vellinum munu nú skólabörn og almenningur eiga kost á að þreyta gönguna. Brautin er opin daglega frá kl. 2—8 nema á laugardögum og sunnudögum, þá er gengið við alla skíðaskálana. Hér sést Hermann Stefánsson, formaður Skíðasambands fslands, en hann stjórnar landsgöngunni. Forystumenn íþróttamálanna vígðu Laugardalsvöllinn í gær með því að ganga 4 km. á skiðum. Fyrstur fór Ben. G. Waage forseti ÍSÍ. Síðan koma Bragi Kristjánsson, Þorsteinn Einarsson, Gísli Halldórs- son, Úlfar Skæringsson og Sigurgeir Guðmannsson. Vel heppnnð sýning og keppni nð Hálogn- lnndi ÍR vann Islanásmeistninna HÁTÍÐAHÖLD ÍR í tilefni 50 ára afmælis félagsins hófust að Hálogalandi í fyrrakvöld. Var þar fimleikasýning og körfu- knattleikskeppni. Áhorfendur voru fjölmargir og sýningin og keppnin tókst með miklum ágætum. ★ FIMLEIKASÝNINGIN Fimleikastúlkurnar og körfu- knattleiksliðin gengu 1 upphafi í fylkingu undir fána inn í sal- inn. Form. ÍR, Jakob Hafstein, setti síðan mótið og sagði m. a. að tilhlýðilegt væri að hefja af- mælishátíðahöld félagsins með keppni í yngstu íþróttagreininni, sem ÍR hefði á stefnuskrá sinni og hinni elztu, sem er fimleikar. Hann þakkaði frú Sigríði Val- geirsdóttur það afrek að koma upp hinum ágæta kvennaflokki félagsins og færði henni að gjöf frá félaginu fagran silfurbikar. Hófst síðan fimleikasýningin og tókst vel. Sérstaka athygli vöktu staðæfingarnar, en öryggi á slánni er ekki fullkomið ennþá. En þessi flokkur er á réttri leið og á áreiðanlega eftir að auka á hróður hins gamla fimleikafélags. Að lokinni sýningunni gekk stofnandi ÍR, A. J. Bertelsen, fram og færði flokknum blóm og þakkaði honum sýninguna. ★ KÖRFUKNATTLEIKURINN Þá fór fram kvennaleikur í körfuknattleik milli ÍR og KR. Nýliðabragur var á þeim leik, en skemmtilegt að sjá konur iðka þessa fögru íþrótt. ÍR vann verð- skuldaðan sigur 12:8. Þá mættu ÍR-ingar í meistara- flokki karla íslandsmeisturunum frá íþróttafélagi Keflavíkurflug- vallar. Var sá leikur mjög góður, mikill hraði í honum, og áttu ÍR-ingar þar frumkvæði. Sér- staklega vakti Helgi Jónsson at- hygli ,en knattmeðferð hans og auga fyrir samleik var óbrigð- ult. ÍR sigraði í leiknum með 46:2« . Úl-stúlkur á slánni. Pilnik og Friðrik við Taflborðið. Fyrsta einvígisskákin : Fiiðiik tapaði ó tíma en haiði vonlausa stöðu 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0—0 d6 6. c3 Bg4 7. Hel Rd7 8. h3 Bh5 9. Bc2 Be7 10. d3 0—0 11. Rbd2 Rc5 12. Rfl d5 13. Rg3 Bg6 14. De2 d4 15. Bd2 He8 16. cxd4 exd4 17. b4 Re6 18. a3 Bd6 19. Ba4 b5 20. Bb3 Re5 21. Rxe5 Bxe5 22. Dg4 Dc8 23. Rf5 Rf8 24. Bd5 Hb8 25. Hacl Rd7 26. Rh4 Rb6 27. Bb3 Bf6 28. Rxg6 hxg6 29. Hc6 Dxg4 30. hxg4 &5 31. Hxc7 He7 32. Hecl Hbe8 33. g3 Hxc7 34. Hxc7 He7 35. Hc6 Hb7 36. f4 Kf8 37. fxg5 Be5 38. Bf4 Rd7 39. g6 f6 B C D E F G ABCDEFGH UMMÆLI FRIÐRIKS Blaðið átti stutt samtal við Friðrik í gærdag um fyrstu skák þeirra Pilnike. Friðrik sagðist hafa búizt við þessari byrjun og kvaðst ekki hafa viljað fara þekktar leiðir því þær þekkti Pilnik allar. í 6. og 7. leik brá ég út af alfaraleið. Það leit að því er virtist vel út í fyrstu, en reynd ist ekki vel. Yfirborðið var dá- fagurt en það var allt laust í reipunum, þegar dýpra var gáð. Það stóð heldur ekki lengi og ég held, sagði Friðrik, að ég muni ekki tefla þetta afbrigði aftur. Ég held, hélt Friðrik áfram, að það hafi ekki verið einhver einstakur leikur sem úrslitum réði. Uppbyggingin hjá mér var ekki nógu sterk. Það hagnýtti Pilnik sér vel. — En hvað um tímahrakið? — Það er gott þegar maður hef- ir komizt að raun um að staða manns er ekki sterk að leika hratt. Það verður að reyna að halda strikinu sem lengst og þá getur einn vanhugsaður leikur orðið dýrkeyptur. Og þá hættir manni til að verða of lengi. UMMÆLI PILNIKS Um skákina sagði Pilnik: Friðrik fór leið, sem er lík leið er kenna má við aðferð stór- meistarans Keres, þó með þeirri aðalundantekningu að drottn- ingarbiskup Friðriks var á öðr- um vígstöðvum en hjá Keres. Og það reyndist verra afbrigði. — Friðrik hélt, að því er ég tel, að þetta væri allt í lagi hjá sér. Hann ofmat stöðu sína. Og í stað þess að reyna að búast til varnar lék hann djarft og veikti stöðu sína enn meir. Ég var mjög vel upplagður og kom honum í mestu vandræði. Það sem mest gleður mig er að skákin frá minni hendi var vel tefld að mínum dómi. Mér urðu ekki mistök á. Sigurinn gleður mig en þó jafntefli hefði orðið, hefði ég verið ánægður skákar- innar vegna. Ég tel það mikilvægt að hafa yfirunnið þá erfiðleika, sem ég var í er ég síðast telfdi við Friðrik í einvígi. Mér hefur tekizt að sýna það sem ég ósk- aði, að geta telft góða skák. Það er ekki sízt ánægjulegt að það skuli hafa verið í keppni við Friðrik, því að hann er eins og ég hefi þegar tekið fram í röð beztu skákmanna. NÝJAR kvenkápur Fermingarkápur — Peysufatafrakkar Hagstætt verð. KÁPU- OG DÖMUBÚÐIM Laugavegi 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.