Morgunblaðið - 08.03.1957, Qupperneq 3
Fostudagur 8. marz 1957
MORCVNBLAÐIÐ
3
Líkan af Réttarholtsskóla
- SKÓLABYGGINGAR
Frh. af bls. 1.
flutti svo borgarstjóri tiílögu á
bæjarstjórnarfundi, um að bæj-
arstjórnin ályktaði í framhaldi
af ályktunum bæjarstjórnarfund-
arins frá 4. október að kjósa
nefnd manna til að gera tillögur
um skólahverfi í Reykjavík fyr-
ir barnafræðslu og gagnrfæða-
stig, staðsetningu skóla og stærð
þeirra. Bæjarstjórnin skyldi
kjósa 4 menn en auk þess ættu
þar sæti fræðslustjóri, náms-
stjóri gagnfræðastigs og for-
stöðumaður skipulagsdeildar.
Nefndin var kosin og áttu sæti í
henni af hálfu bæjarstjórnar þeir
Guðm. H. Guðmundsson, bæjar-
fulltrúi, Kristján Gunnarsson,
yfirkennari, Steinþ. Guðmunds
son kennari og Arngr. Kristjáns
son, skólastj. Tók nefndin þegar
til starfa og skilaði hún áliti eft
ir einn mánuð, enda var vel búið
í hendur hennar, með þeirri at-
hugun, sem áður hafði farið
fram. Þessar tillögur skólabygg-
ingarnefndar hafa nú verið fjöl-
ritaðar og lagðar fyrir bæjarráð
í morgun.
TILLÖGUR SKÓLABYGGING-
ARNEFNDAR
í áliti nefndarinnar varðandi
skiptingu bæjarins í skólahverfi
var það sjónarmið einkum haft
í huga, að skólasókn yrði sem
stytzt, það er lítil skólahverfi
og að nemendur þyrftu ekki að
fara yfir mestu umferðargötur.
Þar, sem börn þyrftu að fara yfir
slíkar götur skyldu gerðar brýr
yfir götu eða göng undir. —
Lagði nefndin til að bænum yrði
skipt i 19 skólahverfi.
Þá gerði nefndin athugun á
nemendafjölda og kom í ljós að
fjöldi skólanemenda á aldrinum
7—12 ára væri nú tæplega 12,5%
af íbúatölunni en að 6 árum liðn-
um mundi hann verða 13,8% af
íbúafjölda bæjarins.
Um nemendur gagnfræðaskól-
anna taldi nefndin að nemend-
ur þeirra skóla væru nú
tæplega 4% af íbúum bæjarins
en að 6 árum liðnum verða þeir
5,5% af íbúatölunni.
Varðandi stærð og fyrirkomu-
lag skólanna var það aðalsjón-
armið nefndarinnar að stefnt
skyldi að því að barnaskóli og
gagnfræðaskóli hvers hverfis
væru á sömu lóð og skólabygg-
ingu þannig háttað að hún grein-
ist í þrjár aðskildar deildir, eina
fyrir börn á aldrinum 7—9 ára,
aðra fyrir aldursflokkana 10—12
ára og þá þriðju fyrir nemendur
á unglinga- og gagnfræðastigl.
NÝBYGGINGAR SKÓLA
Skólabyggingarnefnd taldi óhjá
kvæmilegt að byggja nú mjög
fljótlega 5 nýja skóla og væri
æskilegt að framkvæmdir væru
hafnar við minnsta kosti 3 þeirra
á yfirstandandi ári og hina
næsta ár. Borgarstjóri vék nokk-
uð að þessum tillögum. Fyrst er
að telja Breiðagerðisskólann, en
þar var byggð ein álma á síð-
astliðnu ári með fimm stofum,
en nú er ætlunin að byggja
miðálmu, þar sem koma 4
kennslustofur auk 2 búnings-
herbergja, en ætlazt er til að
þau verði notuð sem kennslu-
stofur þar til leikfimissalur er
byggður. í ár verða því byggðar
6 nýjar stofur í Breiðagerðis-FJÁRHAGSHLIÐIN
skóla og er unnið að byggingu
þeirra nú. Þá er skólinn við Rétt-
arholtsveg. Fyrir nokkru var
samþykkt teikning af honum eft-
ir Skarphéðin Jóhannss. Af þess-
um skóla verða byggðar 2 álm-
ur á þessu ári og verða
þar samtals 8 stofur. Útboðs-
frestur er til 15. marz n. k. og
munu framkvæmdir hefjast í
fyrri hluta aprílmánaðar.
Þá er Hagaskáli í Vesturbæn-
um. Teikning er tilbúin enda
verður notuð sama teikning og
við Réttarholtsskólann og er ekk-
ert að vanbúnaði að hefja fram-
kvæmdir við þennan skóla. Síðan
er skóli í Vogahverfi, sem frek-
ast er áætlað að standi á svæði,
sem markast af Skeiðarvogi,
Gnoðarvogi og Ferjuvogi. Verð-
ur þar notuð sama teikning og við
Breiðagerðisskólann og fram-
kvæmdir munu hefjast snemma
vors. Loks er Hlíðarskóli, sem
staðsettur mun verða við Hamra-
hlíð.
Áætl. er að framkv. við þessa
byggingu hefjist í vor. 1 þessum
skólum sem mest áherzla er lögð
á verða 32 kennstlust., auk þeirra
6, er verða í Breiðagerðisskólan-
um og er því áætlunin í ár að
byggja 38 kennslustofur.
Varðandi 4 þessa skóla er allt
undirbúið af bæjarins hálfu, lóð-
ir og teikningar og er því þannig
ekkert að vanbúnaði, um að
hefja byggingar í vor. Sótt hefur
verið um fjárfestingarleyfi fyrir
öllum skólunum og er þess vænzt
að það fáist fljótlega.
Borgarstjóri taldi að ekki væri
ljóst hve mikið þyrfti á þessu ári
í skólabyggingarnar, en í fjár-
hagsáætl. bæjarins væru áætl. 6,5
milljónir króna í þessu skyni. —
Ríkissjóður veitir til skólabygg
inga í Reykjavík í ár 1,5 millj.
króna. Til viðbótar er svo
geymslufé að upphæð 900 þús.
kr. frá í fyrra, sem notfærðist
ekki vegna skorts á fjárfestingar-
leyfi. Eru því til ráðstöfunar um
2,5 millj. kr. úr ríkissjóði á þessu
ári. Til viðbótar eru svo ætlaðar
á fjárlögum 2 milljónir króna
til greiðslu á gömlum skuldum
vegna skólabygginga og eitthvað
af því fær Reykjavíkurbær. Borg-
arstjóri taldi eðlilegast að ríkis-
sjóður gæti lagt fram jafnhátt
framlag og bærinn en samkvæmt
lögum skiptist stofnkostnaður að
jöfnu milli bæjar og ríkis. En mik
ið vantar á að ríkið veiti fé til
jafns við Reykjavíkurbæ til skóla
bygginga. Ef leyfin fást þarf
sennilega fé til viðbótar, sagði
borgarstjóri og munu fljótlega
vera athugaðar leiðir til frekari
fjáröflunar.
ÆFINGADEILD
KENNARASKÓLANS
Loks vék borgarstjóri að því
að nauðsyn væri að hraða samn-
ingum og umræðum um bygg-
ingu æfingadeildar Kennaraskól-
ans, en Kennaraskólanum er ætl-
aður staður nálægt Stakkahlíð.
Þar er gert ráð fyrir ýmsum
byggingum skólans m.a. fyrir æf-
Stefna kommúnista:
Hátt verð á innflutningi
en lágl á útflutningi
/ALAFUR BJÖRNSSON benti á það í ræðu í gær, að viðhorf
v kommúnista til frjálsrar verzlunar væru svo furðuleg, að það
væri engu líkara en að þeir vildu ekki í verzlunarmálunum þjóna
íslenzkum hagsmunum.
veitti kommúnistanum athyglis-
verða hirtingu með hógværum
orðum. Ólafur sagði m.a.:
— Karl Guðjónsson talaði um
það sem ósamræmi í stefnu Sjálf
stæðismanna að hafa innflutning
inn frjálsan en takmarka jafn-
framt samkeppni í útflutningn-
um.
— Að mínu áliti, sagði Ólafur,
er hér um mjög yfirborðskennd-
an áróður að ræða. Skulum við
athuga málið lítillega. Kjarninn
er sá, að frjáls verzlun og sam-
keppni leiðir til lækkaðs verðs.
Þess vegna viljum við frjálsa
verzlun með innflutningsvörur,
til þess að halda vörum á inn-
lendum markaði sem lægstum.
En þeir, sem miða við hags-
muni landsmanna vilja ekki
að verðið á útflutningsafurð-
um okkar sé sem allra lægst.
Verzlunarsamkeppni með út-
flutningsafurðir er okkar þjóð
síður en svo hagkvæm.
RÆÐUSPEKIN
Upphaf þessa var, að í um-
ræðum um sölu á sjávarafurð-
um tók til máls kommúnista-
þingmaðurinn Karl Guðjóns-
son. Mál hans var eitthvað á
þessa leið:
Sjálfstæðismenn eru alltaf að
tala um að þeir vilji frjálsa verzl
un á innflutningsvörum. En
hvers vegna vilja þeir þá ekki
líka frjálsa verzlun á útflutnings-
vörunum, fyrst þeir eru alltaf að
tala um frjálsræði í verzluninni?
Þóttist þessi þingmaður nú I
grunnhyggni sinni hafa náð sér
niðri á Sjálfstæðisflokknum.
HIRTING í HÓGVÆRUM
ORÐUM
En sú sigurgleði hans varð
skammvinn, því að Ólafur Björns
son svaraði með stuttri ræðu og
Hins vegar er sjálfsagt, sagði
borgarstjóri, að ríkissjóður ’eggi
fram nokkurt meira fé til þessa
skóla en til barnaskóla almennt,
að því leyti sem hann er að
nokkru æfingaskóli fyrir
Kennaraskólann, sem ríkissjóður
kostar einn að öllu leyti. Skýrði
borgarstjóri frá, að hann hefði
fyrir alllöngu eða snemma í ágúst
skrifað menntamálaráðherra bréf
út af þessu og fengið svar hans
nú fyrir nokkru og mundu um-
ræður milli bæjarins og mennta-
málaráðuneytisins um þetta mál
hefjast næstu daga.
Að lokum lagði borgarstjóri til
að ef þess yrði óskað, þá yrði
málinu frestað til 2. umræðu.
Guðmundur Vigfússon (K)
taldi rétt að tvær umræður færu
fram. Taldi hann að tillögur
skólabygginganefndar færu í
rétta átt og bæri að fylgja þeim
í öllum meginatriðum. Hins veg-
ar lét hann í ljós efasemdir um
ingaskólann en sá skóli yrði um j að fjárfestingarleyfi mundu fást
leiö barnaskóli þess skólahverfis. I fyrir þessum skólabyggingum.
Leyniákvæðið sem á að gefa ráð-
herra alræðisvald í útflutningi
Einnig bélar á hsttulegri útflulningsstefnu,
segir Péfur Ottesen
í
SKÖRULEGRI ræðu, sem Pétur Ottesen flutti í Neðri deild
Alþingis í gær, varaði hann með mikilli áherzlu við þeirri
stefnu í útflutningi sjávarafurða, sem fram kæmi í frumvarpi og
greinargerð ríkisstjórnarinnar um sölu á útflutningsafurðum. —
Hann sagði, að það væri stórhættulegt fyrir útflutningsframleiðsl-
una, ef einstakir framleiðendur væru látnir keppa um markaðina
erlendis. Af því gæti leitt undirboð og öngþveiti. — En í grein-
argerð frumvarpsins, sem kommúnistinn Lúðvík Jósefsson hefur
samið segir, að enginn aðili fái einkarétt til útflutnings, heldur
gefist hverjum framleiðanda kostur á að selja afurðir sínar.
VARHUGAVERÐ STEFNA
BIRTIST
Pétur Ottesen tók fram, að
hann teldi frumvarp það sem hér
liggur fyrir með öllu óþarft, því
að ríkisstjórnin hefði nú þegar
heimild til að framkvæma allt
sem þar er ákveðið. En hitt er
alvarlegra, að í greinargerð frum
varpsins kemur fram ný stefna
ríkisstjórnarinnar í þessum mál-
um, sem er mjög varhugaverð,
það er að setja fiskframleiðend-
ur í samkeppnisaðstöðu á erlend-
um mörkuðum.
BEZTA SÖLUFORMIÖ
Þetta er það sem við Sjálf-
stæðismenn viljum sérstaklega
vara við. Það gengur líka í ber-
högg við þá sjálfsögðu regiu, að
nota það söluform, sem bezt hent
ar okkur íslendingum til að
halda uppi fiskverðinu á erlend-
um mörkuðum. Það er því ekki
furða, þótt sjö útflutningsaðiljar
fisks hafi andmælt þessu frum-
varpi, því að þeir telja að fiskút-
flutningi- okkar sé hætt með
þeirri stefnu, sem hér birtist.
DREGUR í LAND
Sagði Pétur, að nú loksins virt
ist sem Lúðvík Jósefsson væri
farinn að skilja þetta, því að eft-
ir því sem liðið hefði á umræð-
urnar hefði hann farið að draga
í land — og verð ég að virða það,
sagði Pétur, að hann skuli þó
vera farinn að skilja, hvílík
firra þetta er.
Þá svaraði Pétur Ottesen fyrri
staðhæfingum Lúðvíks Jósefsson
ar, að óánægja ríkti meðal út-
vegsmanna með starfsemi SÍF.
Þeim staðhæfingum hefur verið
svarað á kröftuglegasta hátt með
því að allir aðiljar sem framleiða
saltfisk hafa bundizt um það sam
tökum að standa nú eins og einn
maður um SÍF á þessu ári.
HIN LEYNDA BREYTING
Frumvarp þetta, hélt Pétur á-
fram, virðist enga breytingu
gera frá því, sem ríkisstjórninni
er nú þegar heimilt að ákveða
um útflutning sjávarafurða.
En við nánari athugun, hélt
hann áfram, höfum við komizt
að því, að í orðalagi frum-
varpsins er falin mjög hættu-
leg breyting. Hún er í því fólg
in að sjávarútvegsmálaráð-
lierra er nú afhent alræðis-
vald í þessum málum, sem öll
rikisstjórnin hafði áður. Alls
staðar þar sem áður stóð að
ríkisstjórnin í heild gæti á-
kveðið eitthvað, þar stendsir
nú í frumvarpinu, að „ráð-
herra“ geti ákveðið það.
Þessi breyting leynir á sér.
Sá sem semur frumvarp og
greinargerð virðist hafa ætlað
að læða henni inn án þess að
gera vart við. Taldi Pétur
Ottesen hana mjög varhuga-
verða. Útflutningur sjávaraf-
urða væri 95% alls útflutn-
ings íslendinga. Hér væri um
svo þýðingarmikið mál að
ræða, að óskiljanlegt væri hví
breyta ætti ákvæði þessu svo,
að einn ráðherra hefði alræð-
isvald í því.
HVAÐ ER HAGKVÆMAST
ÍSLENDINGUM?
í stuttu máli, sagði Ólafur, er
hið sanna í þessu máli, að þar
sem við erum kaupendur, þar er
hagkvæmara að hafa verzlun
seljendur, er okkur hagkvæm-
ara að hafa einkasölu.
En undarleg finnst mér,
hvernig stefna kommúnista er
hvað þessu viðvíkur. Þeir virð
ast yfirleitt vilja hafa einok-
un þeirra vara sem við kaup-
um, en frjálsa verzlun á þeim
vörum sem við seljúm.
Stefna kcmmúista er því í
báðum dæmunum óhagstæð
okkar þjóð.
Dó úr lungna-
Irabba
FYRSTI maðurinn, sem leiddi
líkur að því, að samband væri
milli sígarettureykinga og
lungnakrabba, var bandaríski
læknirinn Evarts A. Graham. ____
Hann lézt hinn 5. marz s. 1. úr
lungnakrabba, 73 ára að aldri.
— Hann hafði reykt sígarettur
um margra ára skeið. en hætti
því fyrir 6 árum. — Árið 1949
lýsti hann því yfir á læknaráð-
stefnu, að samband væri milli
sígarettureykinga og lungna-
krabba. Sagði hann að tjöruefni
í sígarettunum stuðlaði mjög að
krabbameinsmyndun í lungum.
Síðan hefir mikið verið rætt um
þessa kenningu dr. Grahams.
r ''raúfsafa
» elgafells
Yfir 3 þús. bmdi
seSiitist fyrsta
dagiiin
Á MARKAÐI forlaga Helgafells
og Guðmundar Gamalíelssonar í
Listamannaskálanum voru af-
greidd fyrsta daginn rúm 3000
bindi, flest á 5 krónur og þar
fyrir neðan.
í happdrættinu fyrsta daginn
voru dregin út 87 vinningsnúmer
að upphæð alls 8700 krónur.
Markaðurinn er opinn í kvöld
og annað kvöld til klukkan sjö.