Morgunblaðið - 08.03.1957, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.03.1957, Qupperneq 8
8 MORGUNBJATfíP Föstudagur 8 marz 1957 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. „Vttektin", sem nldrei sdst ÓLAFUR BJÖRNSSON alþm. og prófessor flutti í fyrradag á Al- þingi fyrirspurn um hvað liði birtingu álitsgerða þeirra um ís- lenzk efnahagsmál, sem samdar hefðu verið af innlendum og er- lendum sérfræðingum í sambandi við undirbúning ráðstafana þeirra í efnahagsmálum, sem gerðar voru fyrir sl. áramót. Þessi fyrir- spurn var ekki komin fram að ófyrirsynju. Þegar frv. um útflutn ingssjóð var lagt fram fylgdi því engin greinargerð, sem sýndi hver væri hin raunverulega fjárþörf atvinnveganna og við hvað hinar nýju álögur væru miðaðar. Lát- ið var í veðri vaka að bak við þetta frv. lægju ýtarlegar rann- sóknir framkvæmdar af innlend- um og erlendum mönnum en þær voru lokuð bók og eru enn. „Hlutlaus og róttæk“ athugun. í sambandi við fyrirspurnina rifjaðist upp hvað stjórnarblöðin og þá sérstaklega blað forsætis- ráðherrans hafði sagt um athug- un sérfræðinga á efnahagsmálun- um og birtingu þeirra athugana, eftir að ríkisstjórnin var sezt að völdum. Það sem lofað var þá var tvennt: f fyrsta lagi skyldi fara fram „hlutlaus og róttæk athugun á öllu fjármálakerfinu", eins og blað forsætisráðherrans orðaði það. í öðru lagi var svo lofað að þessar athuganir skyldu gerðar þjóðinni heyrumkunnar vegna þess að „þjóðin þarf að hafa um það glöggar og ótví- ræðar heimildir hvernig er kom- ið atvinnu og framleiðslumálum hennar“, eins og sama blað komst ennfremur að orði. Hér var miklu lofað en efndirn- ar urðu á annan veg. í sambandi við þessi hátíðlegu loforð voru svo gerð hróp og köll að stjórnarandstæðingum. Nú er stund reikningsskaparins, runn- in upp, sögðu stjórnarflokkarn- ir. Nú skal þjóðin fá að sjá hvernig málum hennar er komið og hverjum er um að kenna að allt efnahagslífið er helsjúkt! „Tíminn" sparaði ekki ögranirn- ar. Þann 12. ágúst sl. sagði blað- ið m.a. í grein, sem nefndist: „Rannsókn á strandgóssinu": „En þegar stór flokkur manna með fjármagn og blaðakost á bak við sig þykist samt ekkert sjá nema blóma í atvinnu- og efnahagslífinu er hollast fyrir þjóðina að úttekt fari fram og strandgóssið verði dregið undan sjó og rannsakað. Þjóðin þarf að hafa um það glöggar og ótvíræð- ar heimildir hvernig er komið atvinnu- og framleiðslumálum hennar. Sú vitneskja verður að vera sú undirstaða, sem viðreisn- in hvílir á“. Það sem stjórnarflokkarnir lögðu mesta áherzlu á var sú nýja aðferð, sem hér ætti að hafa. Rannsóknin átti að vera „hlut- laus og róttæk" og gerð fyrir opnum tjöldum. Þjóðin átti að fá að vita allt. Síðan áttu ráðstaf-1 anirnar að koma og birting at- hugananna á þjóðarbúskapnum átti að vera til þess að hún kynni að skilja og meta hinar nýju ráðstafanir. Vitneskja þjóðarinn ar átti að vera „undirstaðan, sem allt hvíldi á“. Þetta voru hin „nýju vinnubrögð“, sem ríkis- stjórnin ætlaði að viðhafa. Þann 22. ágúst stóð eftirfarandi í „Tím anum“: „Reynslan mun sýna hvert starf nefnd þessi innir af hendi. Þá er nægur tími til dóma þótt Morgunblaðsmenn vilji ógjarnan bíða þess. Á meðan má gera sér grein fyrir því hver reginmunur er á þeim vinnubrögðum, sem ríkisstjórnin ætlar að viðhafa í þessu efni og viðhorfi íhaldsins meðan það sat að völdum. Hér á nú að fara fram sérfræðileg rannsókn í samráði við fulltrúa vinnustéttanna, sem fylgjast með því að rannsóknin sé réttlát og ítarleg. Þessi rannsókn er því fyr- ir opnum tjöldum, í augsýni fólks ins í Iandinu“. Hér er ekki verið að fara dult með hvað gera skal: Sérfræðileg rannsókn sem birta skal þjóðinni til fróðleiks og Sjálfstæðismönn- um sérstaklega til verðugrar minnkunar. En hvað varð svo um öll þessi stóru orð og miklu loforð. Er- lendir sérfræðingar voru kvaddir til landsins og álit þeirra feng- ið. Innlendir menn voru einnig kvaddir til alls konar athugana og þeirra álit fengið. En ekkert af þessu hefur verið birt, ekki nokkur stafur. Og það er ekki nóg með að öll loforðin um að almenningi skyldi birt þessi „út- tekt á strandgóssinu" væru svik- in, heldur fengu alþm. ekki að sjá álitsgerðirnar. Síðan kom frv um útflutningssjóð fram, greinar- gerðarlaust, eins og áður er sagt Þetta urðu þá efndirnar á lof- orðinu um hina miklu „úttekt“ og birtingu hennar fyrir þjóðinni. Það gleymdist líka að birta „á- litsgerðirnar" þó ekki væri til annars en leiða „sekt“ Sjálfstæð- isflokksins í ljós! Það er undar- legast af öllu, því til ÞESS hefði áreiðanlega ekki skort vilja, ef þá „sekt“ var að finna. Öllu haldið leyndu. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar gagnvart fyrirspurn Ó. B. voru svo aumleg, sem mest mátti verða. Þar var ekkert að finna annað en undanbrögð. Það kom þó í ljós að ekki hafði verið sótt um leyfi til hinna erlendu sérfræðinga til birtingar og það varð nú fullljóst að leyndin var svo mikil að alþingismenn stjórnarflokkanna höfðu ekki fengið að sjá neitt en þeir greiddu síðan atkvæði — blindandi — um „ráðstafanir", sem sagt var að byggðust á hinum lokuðu at- hugunum! Það var reynt að skjóta sér á bak við að álit hag- fræðinga frá árinu 1955 hefði ekki verið birt en það var gert kunn- ugt öllum þingmönnum stjórnar flokkanna og ekki birt á annan hátt vegna þess að hagfræðingarn ir óskuðu eftir að það væri ekki birt að öðru leyti þar sem það væri ekki samið með slíka birtingu fyrir augum. Já — svona fór með „úttekt- ina á strandgóssinu", sem átti að fara fram „í augsýni þjóðarinn- ar“. UTAN UR HEIMÍ teljast enn til „þjó&ariþrótta" meðal Indiána i Equador H ausaveiðarar eru einna ógeðfelldustu persónur ævintýraskáldsagna, svo að ekki sé meira sagt. Þegar við lesum slíkar sögur, höfum við það á til- finningunni, að hausaveiðarnar, með sínum frumstæða og dýrsl. hugsunarh., tilheyri fortíðinni. Jafnvel löngu liðinni tíð. Flest- ir eru þeirra skoðunar, að ætt- kvíslir þær í hinumjnyrku frum- skógum suðursins, sem siundað hafa mannaveiðar, finnist ekki lengur á móður jörð. Það or auðvdt að búa til „shicha“, en ekki jafn- auðvelt að drekka það. etta fólk trúir á stokka og steina og færir átrúnaðargoð- um sínum margs kyns fórnir —■ bæði mat og fagra smíðisgripi. Er það talið milda guðina til muna og styrkja mjög þann, sem fórnina færir, enda þótt hausa- safnið sé ætíð þyngst á metskál- unum, þegar á reynir. Þá segir danski blaðamaður- inn frá mjög einkennilegum mat- artilbúningi þar í Andesfjöllum. Sérstaklega hefur „þjóðardrykk- ur“ „Jivaro“ vakið athygli hans — sennilega vegna þess hve ó- lystugur hann var — af þjóðar- drykk að vera. Hausarnir eru dýrgripir „Jivaro“, því að þeir veita eigendunum ,.afl dauðans". Hér er danskl blaðamaðurinn að virða fyrir sér cinn þessara hausa. Þannig líta þeir út, þegar búið er að þurrka þá. Einn Indíánanna situr við hlið Danans. þeir við uppi í Andesfjöllunum og lifa á því, sem móðir jörð gefur þeim. Fyrir nokkru var danskur blaðamaður á ferð í Equador, og lagði hann leið sína upp í fjöll- in til þess að kynnast þessu frumstæða fólki „Jivaro“. Molar af borði menningarinnar falla víða — og ekki eru ,Jivaro‘ það langt úr alfaraleið, að þeir hafi algerlega farið á mis við allt slíkt. Land þeirra er auðugt, m. a. af gulli, og það er ef til vill þess vegna, að ýmis „menn- ingarþægindi" eru þeim ekki al- veg ókunn. G reinar, sem þessi danski blaðamaður hefur skrif- 1 að um „Jivaro" svo og myndir, grafara settist að við Samora- fljótið, við heimkynni „Jivaro", að kastaðist í kekki með þeim og hinum innfæddu. Á einni klukku stund drápu „Jivaro“ 500 gull- grafaranna, en aðeins tveim úr öllum hópnum tókst að flýja. Samt voru gullgrafararnir vel vopnaðir. En það eru ekki einungis ó- kunnugir, sem verða fyrir barð- inu á „Jivaro", því að blóðhefnd- ir innan sjálfs flokksins eru tíð- ar. En hvernig stendur á því, að þeir sækjast eftir höfðum náung- ans? Því fleiri hausa, sem „Ji- varo“-menn eignast, þeim mun styrkari verða þeir í baráttunni — bæði við huldar vættir og við höfuðskepnurnar. Sérhver „Ji- varo“-maður geymir höfuð þau, Drykkur þessi nefnist „chicha“ — og er útþynnt mauk maniok-róta. En aðferðirnar við tilbúning drykks þessa eru afar einkennilegar. Það er kvenþjóð- in, sem annast verkið — og byrjunarframkvæmdir -eru þær, að ræturnar eru afhýddar. Áður en lengra er haldið ná stúlkurnar í vatnskerald, súpa á og spýta út úr sér yfir ræturnar — alloft. Þetta er gert til þess að drykk- urinn fái hið rétta bragð. Jæja. Þá eru ræturnar brytj- aðar mjög smátt og látnar liggja í vatni þar til þetta er orðið eins konar mauk. En til þess að tryggja, að engir rótarkögglar leynist í leginum, setjast konurn- ar umhverfis pottinn, dýfa lófun- um í, fylla þá, bera að munni, sér, súpa á og tyggja vel. Síðan opna þær munninn — og bunan stendur aftur niður í pottinn. Þannig er haldið áfram þar til engar agnir finnast lengur. Þá er lögurinn látinn standa nokkurn tíma og gerjast. Síðan er drukk- ið og drukkið af góðri, og mikilli lyst. Að segja „nei, þökk“ er lítt hugsanlegt, enda þótt löng- unin sé ekki ýkjamikil. En sannleikurinn er sá, að enn eru hausaveiðarar við lýði, í sumum afskekktustu byggðum suðl. landa. Fæstir munu ættflokkar þessir þó hafa hausaveiðar að aðalatv., ef svo mætti segja, því að ókunnugir geta yfirleitt átt samskipti við þá án þess að eiga á hættu að missa höfuðið. En sé eitthvað gert á hluta þessa fólks, eða það reitt til reiði á annan hátt — þá mega aðkomumenn vara sig, því að hausaveiðar eru enn eins konar þjóðaríþrótt þessa fólks. „Jivaro“ eru þekktir hausaveiðarar í Oriente fylkinu í Equador í S-Ameríku. Hafast sem hann tók af þeim, varpa nokkru Ijósi á venjur þeirra og lifnaðarhætti. Þeir klæðast t. d. fötum úr verksmiðjuofnum dúk, og þeir elda mat sinn í steypt- um járnpottum. En einn leiðan vana hafa þeir framar öllum öðrum: Þeim er gjarnt að ræna það fólk höfðinu, sem þeim er illa við. Söguf herma, að í fyrnd- inni, er Spánverjar eignuðu sér land þeirra, hafi „Jivaro" verið djarftækir til mannahöfða. Segir, að í einni herferð, sem þeir gerðu til þriggja bæja, hafi þeir drep- ið 15.000 manns. Og það er ekki lengra síðan en árið 1941, að fjöldi gull- sem honum hafa áskotnazt, eins og dýrgripir væru. f þeirra aug- um eru þau sannkallaðir dýr- gripir. ■r egar óvinurinn er felldur, er höfuð hans tekið af búknum. Síðan er húðinni flett af höfuðkúpunni — í heilu lagi, en hausaveiðarar gæta þess vel, að andlitsfall og andlitsdrættir all- ir haldi sér. Þetta verk er ekki á allra færi, en allir fullfrískir karlmenn leggja metnað sinn í það að læra þessa list til fulln- ustu. Síðan er höfuðið varðveitt í margs konar jurtasafa — og volgum sandi. Eftir alla þessa meðferð hefur það minnkaði til muna, en hefur harðnað og þorn- að — og er nú geymt sem hinn helgasti dýrgripur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.