Morgunblaðið - 08.03.1957, Blaðsíða 10
w
MORCVTSfíT. 4Ð1Ð
Föstudagur 8. marz 1957
_______________________________________I
Vélritunarstúlka óskast
á Vitamálaskrifstofuna frá 8. maí að telja.
Umsækjendur komi á Vitamálaskrifstofuna
næstu daga.
Laus staða
Tryggingarfélag óskar eftir að ráða ungan og
duglegan mann við skrifstofustörf,
nú þegar eða síðar.
★
Upplýsingar um menntun og fyrri störf leggist inn
á afgreiðslu blaðsins merkt: „Framtíð —2244“,
fyrir 12. þ. m.
Brunafryggingar
Eru eigur yðar nægilega hátt tryggðar?
Ef ekki, þá talið við oss sem fyrst.
V átryggingarskrif stof a
Sigfúsar Sighvatssonar hf.
Lækjargötu 2 A, Reykjavík.
Símar: 3171 og 82931.
Líftryggingar
Kynnið ykkur okkar lágu iðgjöld
og bónusútborganir.
V átryggingarskrif stof a
Sigfúsar Sighvatssonar hf.
Lækjargötu 2 A, Reykjavík.
Símar: 3171 og 82931.
Rýmingarsalan
er í fullum gangi
Kvenskór með háum hælum. Kr. 95.00.
Kveninniskór kr. 28—29—35.00
Kvenskór með kvarthælum.
Verð kr. 75.00, 85.00.
Kvenskór með lágum hælum.
Verð kr. 20—40—65—75.00.
Barnaskór sejast fyrir hálf virði.
Karlmannaskór
sterkir og vandaðir götuskór með gúmmísólum
— sérstakt tækifærisverð. Kr. 150.00.
Kvenbomsur fyrir háan hæl. Kr. 25.00.
Lágan hæl. Kr. 60.00.
•
Notið tækifærið og fáið ykkur ódýra og góða skó.
ALLT Á AÐ SELJAST.
SKÓÚTSALAN
FRAMNESVEGI 2.
— Veðdeild Búnoðarbankans
Framh. af bls. 9
hefur bara ekki verið fram-
kvæmt. Það hefur ekki verið
framkvæmt af því að þessi sjóð-
ur, hefur ekki getað lánað
svo stórar upphæðir eins og
þurfti. Lánsféð var lengi 45 þús.
á hús, síðan var það hækkað upp
í 60 þús. kr., og nú er það 75
þús. sem hámark.
Á tímabili var þetta svona urp
það bil 30% af kostnaðarverði og
eins og núna standa sakir mun
láta nærri, að það sé eitthvað
kannske heldur ríflega 40%. En
það var ætlun okkar í millþn., að
lágmark þessara lána skyldi vera
100 þús., þó að það sé ekki tekið
fram í greinarg. eða greinum
frv., en með því móti að hækka
lánið að sama skapi til frum-
býlinga, sem ekki eru nýbýla-
menn um 25 þús. kr., þá er þó
heldur gert auðveldara fyrir en
ella. En eins og allir mega sjá,
þá er það ekki þægilegt fyrir
efnalausa unga menn að byrja á
því að byggja íbúðarhús, eins og
það er nú dýrt, auk alls annars.
VANTAR FÉ TIL JARÐA-
OG BÚSTOFNSKAUPA
Þá er það í öðru lagi, og það,
sem er jafnvel allra alvarlegast,
að það hefur á undanförnum ár-
um hvergi fengizt lán til jarða-
kaupa, bústofnskaupa og véla-
kaupa, en • þetta allt til samans
eru það háar upphæðir fyrir
hvern frumbýling, að það horfir
alveg fullkomlega til vandræða,
ef ekkert á að greiða hér úr, eins
og sjáanlegt er, að þeir menn
ætlast til, sem hafa gengið frá
þessu frv. og breytt því frá till.
milliþinganefndarinnar í það
horf, sem það er nú: Því að þar
er fyrst og fremst nauðsynin að
fá inn lánsfé til þess að geta
aðstoðað frumbýlingana til þess
að kaupa jörð, kaupa bústofn og
kaupa þær nauðsynlegustu vélar,
sem þarf til búrekstrarins.
Það er t.d. nokkuð hastarlegt
til þess að vita, að jafnnauðsyn-
leg verkfæri og sem flestir, jafn-
vel allir bændur vilja nú eiga,
eins og dráttarvélar, að það skuli
hvergi hafa verið á undanförnum
árum fáanlegt lán til þeirra
kaupa. Og það er sýnilegt, að
þeir sem hafa fjallað um þetta
frv., þeir ætlast ekki til, að það
sé neitt bætt úr því — alls ekki
— og það hefur heldur ekki verið
fáanlegt neitt lán fyrxr frumbýl-
inga til að kaupa nauðsynleg-
an bústofn.
MIKLU MIKILVÆGARI
ATRIÐI
Ég tel, að þessi atriði, þau séu
fyrir bændastéttina miklu meira
virði heldur en hitt með rækt-
unina, vegna x.ess hve ríflega er
til hennar veitt og hefur verið,
og sem þakklætisvert er. En um
það er ekki að villast, að það
hefur gengið svo á undanförnum
árum, að sveitunum hefur verið
smátt og smétt að blæða út, og
eftir þeim horfum, sem nú blasa
við, þá eru þær verri heldur en
nokkru sinni hefur verið á und-
anförum árum, hvað þetta snert-
ir.
Ég vil nú ekki segja neitt
fleira um það, hvernig stendur
á þessum breytingum, sem hér
hafa verið gerðar á þessu írv.,
áður en það er lagt fyrir þingið.
Ég vil ekki trúa því, af því að ég
þekki hæstv. landbrh. frá gamalli
tíð að velvilja í garð sveitanna
— ég vil ekki trúa því að þetta
sé komið fram frá honum. Hitt
þykir mér miklu líklegra, að
hann geri það nauðugur og é
móti sínum vilja að láta sína
samstarfsmenn eða aðra, sem
hann er í félagsskap við, hafa
þau áhrif á þetta, frv., sem hér
hafa orðið.
ENGIN HÁSTEMMD
KRÖFUPÓLITÍK
Við, sem vorum í þessari
milliþn. erum eins og menn vita,
nokkuð gamlir og ráðsettir menn,
fjórir bændur, kunnugir öllum
högum bændastéttarinnar og
fimmti maðurinn sérfræðingur,
jafnvel kunnugasti maðurinn af
öllum fslendingum um það,
hvernig hagur sveitanna er, sem
er framkvæmdastjóri nýbýla-
stjórnar, Pálmi Einarsson.
Ég nefni þetta vegna þess, að
það mega allir sjá, að þegar þess-
ir fimm menn verða nákvæmlega
sammála, þá er það ekki byggt
á neinni hástemmdri kröfupóli-
H afnfirðingar
Get bætt við nokkrum nemendum í barna- og
þjóðdansakennslu.
Börn yngri en 10 ára mæti kl. 4,30.
Eldri börn mæti kl. 5,30 í Sjálfstæðishúsinu
í Hafnarfirði.
Edda Baldursdóttir.
Prentari
(handsetjari)
getur fengifð atvinnu. — Vaktavinna.
Umsóknir sendist afgr. Mbl. merktar:
Handsetjari —7756.
tík, — ekki kröfupólitík — sem
er sambærileg við það, sem gerzt
hefur frá hálfu launastéttanna og
sjávarútvegsins, og ekki há-
stemmd kröfupólitík, borið saman
við þá þörf, sem hér er fyrir
hendi. Enda býst ég við, að við,
þessir fimm menn, þó að við
höfum hér gert nokkrar kröfur til
úrbóta á þeim mikla vanda, sem
fyrir hendi er, þá séum við nokk-
uð aftarlega á kröfugerðarvegin-
um, þegar við eru bornir saman
við þá fulltrúa, sem á undanförn-
um árum hafa haldið uppi kröf-
unum fyrir launastéttirnar og
sjávarútveginn.
Að síðustu skal ég svo minna á
það eða víkja að því, að þeir,
sem fjallað hafa um þetta frv.,
hafa gert eina breytingu, sem
segja má, að hvorki sé til gangs
eða ógagns, og hún er sú, eins
og ráðherrann vék að, að fella
ræktunarsjóðslögin frá 1947 inn
í þetta frv. Þau eru, eftir því
sem mér skilzt, felld inn í frv.
alveg orðrétt og stafrétt eins og
þau voru, með öllu óbreytt, og
það má því segja, að þetta geri
hvorki gagn eða ógagn, því að
vitanlega þekkja bændur lands-
ins yfirleitt, hvernig ræktunar-
sjóðslögin eru. Hins vegar má
segja, að það að fella þessi lög
inn í frv., það gefi Alþingi tæki-
færi til að taka þau einnig til
meðferðar og breytinga, pví að
þau lög, sem eru orðin 10 ára
gömul, þó að þau væru ágæt
lög á sinni tíð, þau geta þurft
nokkurra endurbóta við, frá því
sem að þau voru upphaflega.
HÆGT A» FELA
RÆKTUNARSJÓÐI
HLUTVERK VEÐDEILDAR
En ef það á að vera svo, að
það sé algerlega brennt fyrir
það, að Veðdeildin fái nokkra
leiðréttingu í þessu efni, þá er
náttúrlega hægt að hugsa sér þá
leið að fela ræktunarsjóðnum það
verkefni, sem við höfum ætlast
til, að veðdeildin hefði, sem er
að lána til jarðakaupa og bú-
stofnskaupa og vélakaupa, og
satt að segja er að sumu leyti
til heimild í ræktunarsjóðslögun-
um til þess að þetta megi, að
öðru leyti en að það er ekki
heimild til að lána til jarðakaupa.
Þetta verður nú að taka til
athugunar í meðferð málsins í
þinginu. Ég vil ljúka mínu
máli með því að segja það, að
þó að svona hafi verið með þetta
mál farið, þó að það hafi verið
svona að því unnið á þeim rúmu
þremur mánuðum síðan milliþn.
skilaði því til hæstv. ríkisstj.,
þá vil ég mega vonast eftir því,
að hér innan Alþingis séu það
margir menn, sem hafa góðan
vilja á því að greiða úr mestu
vandamálum landbúnaðarins, að
það fáist einhverjar verulegar
breytingar á þessu frv. í áttina
til þess, sem frv. okkar milliþn.
lagði til.
Ég skal svo ekki á þessu stigi
fara um málið fleiri orðum.
A/h/iia
Verkfrcebiþjónusta
TRAUSTYf
Skó/a vöriuslig Jð
Simi ð 2 6 24
Dregsð verður í 3. flokki mánudag II. marz
/ dag er nœstsíðasfi söludagur
HAPPDRÆTTI HASKOLA ISLAIMDS