Morgunblaðið - 12.03.1957, Side 12
1:
MORCVTSBLAÐIÐ
Þriðjudagur 12. marz 1957
Dr. Sigurður Sigurðsson um Hei/suverndarstöðina:
Forysfustarí Líknar um heilsu-
vernd mun ekki gleymast
Hér birtist síðari hluti ræffu
dr. Sigurðar Sigurðssonar,
sem hann flutti við vígsluat-
höfn Heilsuverndarstöðvar-
innar 2. þ.m.
I>EGAR saga þessarar hyggingar
er rakin og starfsemi þeirri, sem
hér fer fram, er lýst getur eigi
hjá því farið, að hugur þeirra,
sem vel þekkja til hér og hafa
tekið þátt í heilsuverndarstarfi
undanfarinna ára, reiki rúm 40
ár aftur í tímann. Hann staðnæm
ist við árið 1915. í júnímánuði
það ár, beitti frú Christophine
Bjarnhéðinsson sér fyrir stofnun
„Hj úkrunarfélagsins Líknar“ hér
í bænum. Var markmið þess, að
annast hjúkrun sjúkra í heima-
húsum, en á slíkri hjúkrun var
þá mikil nauðsyn og að efla al-
menna heilsuvernd. Réði félagið
til sín lærða danska hjúkrunar-
Christophine Bjarnliéðinsson.
staklega nota þetta tækifæri til
þess að flytja öllum þeim, sem
að félaginu stóðu alúðar þakkir
fyrir hið óeigingjarna og mikla
brautryðjendastarf og veit að ég
mæli þar fyrir munn bæjarbúa
allra.
Ef einhver nú spyr, hver sé ár-
angur þess starfs sem hér er og
hefur verið unnið, þá getur orð-
ið örðugt um svar. Tæplega hef-
ur þó heilbrigði þjóðarinnar
nokkru sinni staðið fastari fót-
um enn í dag. Það er ekki vitað
til þess, að manndauði hafi verið
lægri hér á landi áður eða meðal
aldurinn lengri. Barnadauði er
með því lægsta sem þekkist. Á
tiltölulega fáum árum hefur svo
til tekizt að útrýma sjúkdómum
sem holdsveiki, sullaveiki, tauga-
veiki og barnaveiki. Berkladauði
er um það bil 1/100 af því, sem
konu og hóf hún þegar starf sitt.. spor hans á því sviði víðar, og hann var fyrir 25 árum. En svo
Félagsgjöld og framlög frá ýms- eru jafnvel dýpri. Á ég þar við j margt er það í fari þjóðarinnar,
um bæjarbúum báru uppi kostn
að af starfinu.
Brátt kom í ljós, að uggvæn-
legur fjöldi berklasjúklinga lá og
þjáðist í heimahúsum, þar sem
tilfinnanlegur skortur var á
sjúkrarúmum í eina heilsuhæli
landsins að Vífilsstöðum. Ákvað
„Hjúkrunarfélagið Líkn“ þá að
koma hér á fót, „Hjálparstöð fyr-
ir berklaveika" að erlendri fyrir-
mynd. Tók stöðin til starfa 4.
marz 1919 og var Oddný Guð-
mundsdóttir ráðin hjúkrunar-
kona við stöðina. Hafði hún áð-
ur kynnt sér nokkuð heilsuvernd
erlendis og er því tvímælalaust
fyrsta starfandi heilsuverndar-
hjúkrunarkona landsins. Stöðin
leitaðist við að hafa eftirlit með
berklaveikum heimilum í bæn-
um og aðstoðaði þau með ýmsu
móti. Læknir stöðvarinnar var
Sigurður Magnússon, yfirlæknir
á Vifilsstaðahæli fram til 1. júlí
1927 er Magnús Pétursson, bæj-
arlæknir og síðar héraðslæknir
hér tók við læknisstarfinu. Hef-
ur hann ávallt síðan eða nú um
nærfellt 30 ára skeið gegnt þessu
læknisstarfi, — fyrst við Hjálp-
arstöðina og síðar við Heilsu-
verndarstöðina. Sama ár, 1927,
kom félagið á fót „Ungbama-
vemd Líknar" Katrín Thorodd-
sen var ráðin læknir þar og hef-
ur einnig ávallt veitt Ungbarna-
vemdinni forstöðu síðan.
Sem hjúkrunarkona var ráðin
þangað Bjarney Samúelsdóttir,
en hún hafði þá þegar starfað hjá
hjúkrunarfélaginu um 5 ára
skeið við bæjarhjúkrun. Frá 1937
hefur hún starfað við berkla-
vamastöðina. Munu þeir vera
Orðnir margir í þessum bæ, sem
notið hafa umönnunar hennar á
einn eða annan hátt.
Eins og að likum lætur átti fé-
lagið oft í örðugleikum með starf
sitt. Hér var um eins lconar einka
framtak að ræða, sem í fyrstu
naut lítilla opinberra styrkja. Má
t.d. geta þess, að allan þann tíma,
sem Sigurður Magnússon, yfir-
læknir, gegndi iækmsstörfum hjá
félaginu, gerði hann það án þess
að þiggja nokkur laun fyrir starf
sitt. Og er Magnúsi Péturssyni
var árið 1931, boðin þóknun fyrir
störf sín, en hann hafði þá unn-
ið fyrir Hjálparstöðina í 4 ár,
mæltist hann til þess, að þeirri
upphæð yrði varið til að röntgen
rannsaka sjúklinga þá, er til
stöðvarinnar leituðu. Vann því
læknirinn kauplaust áfram til
ársins 1936, að þessu var breytt.
Þessi ákvörðun læknisins, að
nota um árabil þóknun þá, er
honum bar, til þess að röntgen-
mynda sjúklinga stöðvarinnar,
en sú rannsókn var þá fremur fá-
tíð, ber ljósastan vott um skiln-
ing þessa manns á starfi sínu og
jafnframt þekkingu þá er hann
bjó yfir og notaði nú í baráttunni
við berklaveikina. Enda liggja
Sigríður Magnúsdóttir
Minningarorð
þátt hans í setningu berklalag-1 sem á undanförnum áratugum
anna frá 1921. En það er önnur | hefur breytzt til hins betra að
saga, sem eigi verður rakin hér.. ekkert eitt atriði verður numið
Árið 1931 lét frú Bjarnhéðins- út úr og þakkað allt það, sem fær
son af formannsstörfum í félag-
inu sökum vanheilsu. Hafði hún
þá um 16 ára skeið eigi aðeins
veitt þessu félagi forstöðu, held-
ur barizt með oddi og egg fyrir
viðgangi þess. Er framsýni þess-
arar konu að ýmsu leyti óvenju-
leg, því starfsemi sú er hún tók
hér upp var einmitt um það leyti
að byrja að ryðja sér til rúms í
ýmsum nágrannalöndum vorum.
Við formannsstörfum félagsins
tók frú Sigríður Eiríksdóttir.
Hafði hún ráðizt til hjúkrunar-
félagsins sem hjúkrunarkona ár-
ið 1922. Undur forustu hennar og
samstarfskvenna hennar í stjórn
félagsins, hefur starfsemi þessi
aukizt og eflzt og stöðugt átt vax-
andi vinsældum að fagna. Enda
er alþjóð kunnur áhugi og eld-
móður frú Sigríðar fyrir heil-
brigðismálum og bættri og auk-
inni heilsuvemd.
Er samræmdar aðgerðir hefj-
ast í berklavörnum þessa lands
eftir stofnun berltlayfirlæknis-
embættisins árið 1935, aukast
jafnframt opinber fjárframlög til
heilsuverndarstarfsemi hjúkrun-
arfélagsins Líknar. Berklayfir-
læknir tekur að sér yfirumsjón
stöðvarinnar. Röntgentæki eru
útveguð til berklavamastöðvar-
innar og loftbrjóstaðgerðir hefj-
ast þar á berklasjúklingum. Dr.
med. Óli Hjaltested er ráðinn fast
ur aðstoðarlæknir við berkla-
varnastöðina árið 1939, og verð-
ur yfirlæknir þar 10 ámm síðar.
Ungbarnaeftirlitið er mikið auk-
ið árið 1941 og Kristbjörn
Tryggvason byrjar að starfa við
það ásamt frk. K. Thoroddsen, og
árið 1943 er Pétur Jakobsson ráð-
inn til að veita mæðravemd fé-
lagsins forstöðu, en það hafði áð-
ur Katrín Thoroddsen gert.
Þetta er stutt saga ötuls og
fórnfúss baráttu- og brautryðj-
andastarfs, sem er beint að á-
kveðnu settu marki. Þetta for-
ystustarf Hjúkrunarfélagsins
Líknar í heilsuvernd þessa lands
mun eigi liggja gleymt og grafið
hjá garði. í byrjun var starfið
örðugt en -eftir þvi sem á leið
varð ávallt léttara undan fæti.
Þannig má heita, að síðustu tvo
áratugi hafi félagið fengið frá
opinberum aðiljum (bæjarfélagi,
ríki og sjúkrasamlagi) nærfellt
öll þau fjárframlög, sem það fór
fram á, enda starfsemin á þessum
ámm rekin nær eingöngu fyrir
opinbert fé. En alla tíð varð stofn
unin að búa við mjög örðugan og
þröngan húsakost. Þann . 17. jan.
s.l. kom stjórn Hjúkrunarfélags-
ins saman til síns síðasta fundar.
Félagið var leyst upp. Það hafði
séð öll hugsjónamál sín rætast og
taldi nú eigi lengur þörf á að
halda félaginu áfram. Ég vil sér-
ist í betra horf. Bætt eldi þjóðar-
innar, betri híbýlakostur, hent-
ugur klæðaburður og aukið fé-
lagslegt öryggi eru allt þættir
sem örðugt er að meta hvern fyr
ir sig. Og er við þetta bætist ná-
kvæm heilbrigðislöggjöf sem er
samræmd starfi vel kunnandi
læknastéttar þá verður dæmið
svo flókið að eitt atriði verður
ekki greint frá öðru. Ég hygg þó
að allir geti verið sammála um að
mjög mikið hefur áunnizt á til-
tölulega skömmum tíma. En enn-
þá eru þó næg verkefni að vinna.
Enn deyja menn á unga aldri af
slysförum og miðaldra menn úr
hjarta- og æðasjúkdómum á-
samt krabbameini. Hví ekki að
beina geiri sínum þangað næst
svó verkefni þarf eigi að skorta.
Frá fyrstu tíð mannkynsins
hefir heilt og farsælt líf án sjúk-
dóma og losta verið talið meðal
þess eftirsóknarverðasta og bezta,
er hverjum einstaklingi má hlotn
ast.
Stofnun sú, sem í dag er form-
lega fengin í hendur íbúum þessa
bæjarfélags á öðrum stofnunum
fremur að stuðla að því,
að viðhalda ®g efla andlega og
líkamlega heilbrigði meðal þeirra
og koma í veg fyrir sjúkdóma.
Hún á að auðvelda starf þeirra,
sem að heilsuvernd vinna og gera
mögulegt að ná til fleiri greina
heilsuverndarstarfsins en hingað
til hefur verið gert.
Ég trúi því og treysti, að ýms-
SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR
var fædd 24. júlí 1863 að Berja-
nesi í Landeyjum. Foreldrar henn
ar voru Magnús Jónsson bóndi
þar og Margrét Guðmundsdóttir,
kona hans. Sigríður ólst upp hjá
foreldrum sínum, þar til hún var
rúmlega tvítug, en þá fluttist hún
til Vestmannaeyja og dvaldist þar
um nokkurra ára skeið. Árið
1894 giftist Sigriður Júlíusi Guð-
mundssyni úr Vestmannaeyjum
og fluttust þau um það leyti til
Seyðisf jarðar og stofnuðu bú þar.
Bjuggu þau síðan á Seyðisfirði
um rúml. þrjátíu ára skeið og
stundaði Júlíus heitinn sjó-
mennsku lengst af. Þeim Sigríði
og Júlíusi varð átta barna auð-
ið, en fjögur þeirra dóu í æsku,
og tvo fullorðna syni misstu þau.
Eru nú aöeins á lífi dætur þeirra
tvær, Elísabet, búsett í Kópavogi
og Dagný, búsett að Bjarkar-
götu 12, Reykjavík. Mann sinn
missti Sigríður fyrir sex árum.
Árið 1925 brugðu þau Sigríður
og Júlíus búi á Seyðisfirði og
fluttust til Reykjavíkur ásamt
dóttur sinni, Dagnýjii. Hóf Dag-
ný brátt að reka matsölu hér í
bænum og hefur gert það lengst
af síðan. Dvöldust þau Sigríður
og Júlíus bæði á hinu rausnarlega
heimili hennar til síðasta dags.
Sigríður lézt að Bjarkargötu 12
mánudaginn 4. marz s.l., þá kom-
in hátt á 94. aldurár.
Eg, sem þetta rita, er hvorki
meira né minna en sjötíu árum
yngri en Sigríður heitin og sá
hana fyrsta sinn, þegar hún var
orðin háöldruð. Það kam, því
mörgum að finnast kynlegt, að
eg skuli ætla að minnast svo
aldraðrar konu, en við unga fólk-
ið, sem vorum svo lánsöm að njóta
nokkurra samvista við Sigríði síð-
ustu árin sem hún lifði, getum
ekki látið það hjá líða að senda
þessari gömlu vinkonu okkar
örlitla kveðju um leið og hún
kveður okkur hinzta sinni.
Það var oft glatt á hjalla við
matborðið í Bjarkargötu 12, mik-
ið spjallað og hlegið, eins og ungu
fólki er títt — og góður matur
borðaður með mikilli lyst. Þegar
leið að lokum hverrar m'áltíðar
og sumir voru kannski farnir að
stynja af vellíðan, þá var jafn-
an eitt eftir sem aldrei brást. Það
var það, að „amma“ kom 1 dyrn-
ar með kaffikönnuna í hendinni,
létt á fæti og glöð í bragði eins
og venjulega og sagði sem svo,
að ekki hefði hún nú alveg ætlað
að svíkja okkur um blessaðan
sopann.
Sigríður heitin var alveg ein-
stök af svo gamalli manneskju að
vera. Hún hafði fulla heyrn fram
á síðustu stund, gat lesið blöð
gleraugnalaust til níræðisaldurs,
og svo glaðvær og skemmtileg var
hún ávallt, að það vakti aðdáun
okkar unga fólksins. Sögðum við
stundum hvert við annað, að við
þyrftum ekki að kvíða ellinni, ef
við yrðum eins léttlynd og hún
„amma“. Við áttum oft erfitt með
að átta okkur á, hve hún var í
rauninni orðin afskaplega gömul,
einkum þegar hún var að segja
okkur frá ýmsum stóratburðum
úr Islandssögunni, sem hún
mundi greinilega eftir, en við
höfðum lært um í skólanum og
okkur fannst heyra til svo löngu
liðinni tíð. Hún var orðin 11 ára,
þegar 1000 ára afmæli' Islands-
byggður var haldið hátíðlegt,
hún var svo til jafngömul Hann-
esi Hafstein, ári eldri en Einar
Benediktsson o. s. frv. Eg nefni
þessi dæmi aðeins vegna þess, að
þetta voru hlutir sem okkur ung-
viðinu þótti mikið til koma. Eru
þær þó ótaldar minningarnar,
sem við eigum um hinar leiftr-
andi frásagnir gömlu konunnar
af löngu liðnum atburðum. Þær
geymum við í hugum okkar svo
lengi sem okkur endist aldur, og
kæmi mér ekki á óvart, þótt eftir-
komendum okkar þætti nokkuð til
þess koma, að við hefðum þekkt
konu, sem mundi þjóðhátíðina
1874.
Aðalf. Trésmiðafél.
haldinn á laugardag
AÐALFUNDUR Trésmiðafélags
Reykjavíkur var haldinn í Al-
þýðuhúsin sl. laugardag.Fóru þar
fram venjuleg aðalfundarstörf og
lýst stjórnarkjöri.
Stjórnarskipti urðu í félaginu
sem kunnugt er, og er hin nýja
stjórn skipuð eftirtöldum mönn-
um: Guðni Árnason, formaður,
Karl Þorvaldsson, varaformaður,
Guðmundur Magnússon, ritari,
Guðmundur Guðnason, vararit-
ari, Sigmundur Sigurgeirsson,
gjaldkeri. Varastjórn: Einar
Ágústsson, Steinar Bjamason og
Þorvaldur Karlsson.
ir hættir og venjur, sem þegar
hafa skapazt í heilsuverndarstarf-
inu hér megi áfram fylgja hinni
nýju stofnun. Á ég þar eigi að-
eins við fómfúst starf lækna og
annars hjúkrunarliðs, er ruddu
þessu starfi braut og ágætt sam-
starf vjð læknastétt landsins,
heldur miklu fremur við það
traust, sem íbúar þessa bæjar-
félags og reyndar þjóðin öll hef-
ur ávallt sýnt starfseminni.
Án góðs skilnings og einlægs
samstarf þeirra við læknastétt-
ina og starfsliðið allt, hefði sá
árgangur aldrei náðst í heilbrigð-
ismálum þjóðarinnar, sem raun
ber vitni um.
Ef ég að lokum mætti velja
kjörorð þessarar stofnunar, þá
mundi ég taka þau úr sögu fyrsta
lærða læknis landsins, sem kunn-
ur er, Hrafns Sveinbjarnarsonar
frá Eyri í Arnarfirði, er tekinn
var af lífi 1213. Virðast mér þau
að ýmsu leyti vera einkennandi
fyrir þá heilsuverndarstarísemi,
sem rekin hefur verið undir um
sjá Hjúkrunarfélagsins Liknar,
og lýst hefur verið hér að fram-
an. í sögu Hrafns segir svo:
„Til einskis var honum svo títt,
hvorki til svefns né til matar, ef
sjúkir menn kvámu á fund hans,
at eigi mundi hann þeim fyrst
nokkura miskunn veita, aldrei
mat hann fjár lækning sína“.
Að sá andi, sem felst í þessum
orðum megi ávallt fylgja stofn-
uninni, er ósk mín og von.
Aðstandendum Sigríðar heitinn
ar vottum við innilegustu hlut-
tekningu okkar. Dauðinn hefur
nú svipt þá ástkærri móður,
ömmu og langömmu, en minning-
in mun lifa í hugum þeirra um
hjartahlýja, glaðlynda konu, sem
var sístarfandi til hinztu stundar
og lét sér annt um hvers manns
hag.
Að síðustu viljum við svo þakka
þér, elsku Sigríður, fyrir það vega
nesti, sem þá hefur fengið okkur
unga fólkinu og allar þær ánægju
stundir, sem við áttum með þér
í Bjarkargötu 12 á síðustu árum
þinnar löngu og gifturíku ævi.
Megi eilíf gæfa fylgja þér yfir
landamæri lífs og dauða. Guð
blessi minningu þína.
E. S.
Skíðanámskeið á
Reyðarfirði
Reyðarfirði, 8. marz. — í gær
kom hingað skíðakennari, Ottó
Tuliníus frá Akureyri. Er hann
hingað kominn á vegum Barna-
skólans. Mun hann halda skíða-
námskeið sem stendur yfir í eina
viku. Er hann þegar byrjaður
kennsluna.
Mikill áhugi ríkir hér fyrir
landsgöngurmi og má eflaust
vænta góðrar þátttöku héðan.
Fólbrotnaði á
skfðum
REYÐARFIRÐI, 9. marz. — Það
óhapp vildi til hér um daginn,
að Kristinn Þór Ingvarsson, 13
ára, fótbrotnaði er hann var að
stökkva á skiðum. En svo vel
vildi til, að héraðslæknirinn var
staddur hér og gerði hann strax
að meiðslum hans. — Amþór,